Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 30

Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ VAXTAR- BRODDAR MYNDLIST Rádhús Rcykjavíkur HÚSAGERÐ, INNANHÚSSHÖNNUN og IÐNHÖNNUN TÍU UNGIR ARKITEKTAR og HÖNNUÐIR Til 23. mars. Opid frá kl. 8-19 alla virka daga, frá kl. 12-18 um helgar. RÁÐHÚSIÐ býður upp á at- hyglisverða sýningu þessa dagana á lokaverkefnum ungra arkitekta, innanhússhönnuða og iðnhönnuða, sem stundað hafa framhaldsnám erlendis. Þau Hafsteinn Isleifsson, íva Rut Viðarsdóttir, Laufey Agn- arsdóttir, Sigríður Anna Eggerts- dóttir, Steinunn Halldórsdóttir og Steinþór Kári Kárason, í samvinnu við Adrian Kramp, Sverri Ágústs- son, Tinnu Gunnarsdóttur og Val- dísi Vífilsdóttur bregða upp teikn- ingum, módelum og fullunnum kjörgripum af ólíkum viðfangsefn- um, allt frá skipulagningu heilla byggingasvæða ofan í persónuleg- ar hirslur fyrir smámuni. Það verður að segjast eins og er að alltof lítið er gert af því að opna augu almennings fyrir mikilvægi hönnunar, húsagerðar og hvers kyns skipulags bygginga. Framtak á borð við þessa sýningu er af skomum skammti. Því er það þakkarvert þegar svona sýning er sett upp þótt ýmislegt vanti til að hún geti talist fullnægjandi í alla staði. Það er til dæmis ósköp lítið af upplýsingum að hafa um hina ágætu félaga því einungis fylgir fjölritaður pési með sýningunni sem verður að teljast rýrt þegar tekið er tillit til vinnunnar sem liggur í gögnunum og uppsetningu þeirra. En vonandi er þetta bara byrj- unin á frekari og víðtækari kynn- ingum á íslenskri hönnun og húsa- gerðarlist. Það er löngu kominn tími til að snúa vöm í sókn og hefja öflugt upplýsingastarf í þessum efnum. Austursalurinn í Ráðhúsinu - systursalur hin vestari, sem hýsir íslandskortið góða - er ágætur til þeirra hluta, eins og sannast á þessari og fleiri sýningum sem þar hafa verið haldnar. Sýningin Vaxtabroddar er greinilega kostuð af nokkmm fyr- irtækjum sem séð hafa sóma sinn í að styðja framtak tímenninganna. Það er auðvitað frábært þegar einkaaðilar sjá sér fært að styðja kynningu af þessum toga. Um leið hlýtur það að vera þakklátt þegar í hlut eiga jafnágætir kraftar og áð- urnefndur hópur. Tökum sem dæmi Motorsport Laufeyjar Agn- arsdóttur, sem hún gerði í Þránd- heimi 1998. Góð hugmynd og fín útfærsla einkennir uppsetningu hennar. Hugmynd Sverris Ágústssonar um Listaskóla í Laugamesi, unnin við Tækniháskólann í Delft í Hollandi, 1998, er með eindæmum Dagskráin þín er komin út 17.-30. mars Spáð í spilin fyrir afhendingu Óskarsverðíaunanna. FRÁ sýningunni Vaxtarbroddar - sýningu tíu arkitekta og hönnuða - í Ráðhúsi Reykjavíkur. MÓDEL Sverris Ágústssonar af Listaskóla í Laugarnesi. vönduð og vel úr garði gerð. Ef- laust byggir Sverrir hugmynd sína á umræðunni um Listaháskóla, því bogalaga tenging sjálfstæðra bygginga á býsna vel við um þrjá til fjóra listaskóla sem reyna að sameinast á akademísku plani. Sp- urningin er hvort skoða megi lista- skóla Sverris sem innlegg í um- ræðuna um Listaháskóla Islands, eða hvort Laugamesið verði end- anlega fyrir valinu sem grundvöll- ur hans. En vissulega færi vel um nemendur og kennara í frábærri húsaröð Sverris. Hafsteinn ísleifsson, frá Institutto Europeo di Design í Róm, sýnir skemmtilega útfærslu á siglingaklúbbi á Tíber-fljóti, meðan Tinna Gunnarsdóttir vinnur merki- lega hugmyndaríkar öskjur sem hún kallar Handraðar, 1997, sem MA-verkefni í iðnhönnun frá Dom- us Academy, einnig á Italíu. Fagur- legt tréverk hennar rímar ágætlega við voldugt borðstoíúborð Valdísar Vífilsdóttur, úr mahóní og smíða- jámi, sem hún hannaði 1998 við Motolina-háskólann í Mexíkóborg. Þessi fátæklegu dæmi af sýn- ingu tímenninganna sanna hve mismunandi hefð og áhersla hinna ólíku landa, þar sem hópurinn hef- ur stundað nám sitt, eykur á ríki- dæmið í íslenskri nútímahönnun og húsagerð. Fyrir næstu sýningu af þessu tagi er það lágmarkskrafa að vegleg sýningarskrá fylgi með ítar- legum upplýsingum um listamenn og tillögur þeirra. Halldór Björn Runólfsson SUS efnir til ritgerða- samkeppni SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna efnir til ritgerðasam- keppni undir yfirskriftinni Frelsispenninn. Hún er ætluð fólki á aldrinum 16-20 ára og er meginþema keppninnar mikilvægi frelsisins. Við mat á innsendu efni verður litið til stíls, rökleiðslu, málfars og annars þess sem prýtt getur góða ritsmíð. Efn- ið skal ekki vera lengra en 7 bls. SUS áskilur sér rétt til birtingar á öllu innsendu efni, segir í fréttatilkynningu. Skrifað skal undir dulnefni en nafn og heimilisfang látið fylgja með í lokuðu umslagi merktu: Frelsispenninn, Háa- leitisbraut 1, 105 Reykjavík. Skilafrestur rennur út 8. apríl Dómnefnd skipa Björn Bjamason menntamálaráð- herra og formaður dómnefnd- ar, Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, Eyrún Magnúsdóttir, formaður Nem- endaféalgs Kvennaskólans, Birgir Tjörvi Pétursson, rit- stjóri Stefnis, og Helga Bach- mann leikkona. I verðlaun eru eitt hundrað þúsund krónur. íslandsbanki styrkir keppnina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.