Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 AKUREYRI I- MORGUNBLAÐIÐ Bæjarstjori Dalvfkurbyggðar eingöngu með konum í bæjarráði Morgunblaðið/Kristján KONURNAR í bæjarráði Dalvíkurbyggðar og bæjarritarinn, létu sig ekki muna um að taka Rögnvald Skíða Friðbjörnsson bæjarstjóra í fangið á fundi bæjarráðs í gær. F.v. Ingileif Ástvaldsdóttir, Svanhildur Ámadóttir, Guðrún Pálína Jóhamisdóttir og Katrín Sigurjónsdóttir. Parf að gefa eftir í flestum málum TÖLUVERÐ umræða hef- ur verið undanfarin miss- eri um áhrif og völd kvenna í stjórnmálum og þar sýnist sitt hverjum. I Dalvíkurbyggð eru konur hins vegar fyrirferðar- miklar í stjórnkerfi bæj- arins og eru allir þrír að- alfulltrúar sveitarfélags- ins í bæjarráði konur, auk þess sem bæjarritar- inn er kona. Hér er mjög líklega um einsdæmi að ræða og það má með sanni segja að Rögnvald- ur Skíði Friðbjörnsson bæjarstjóri sé í iniklum kvennafans. „Þessi staða þýðir að maður þarf að gefa eftir í flestum málum, því annars ráðast þær á mig,“ sagði Rögnvaldur Skíði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarstjóri sagði þetta ljúft en svolítið ógn- vekjandi umhverfi og hann væri því svolítið óöruggur með sig á köflum. Konurn- ar töldu hins vegar að hann hefði ekki yfir neinu að kvarta. Katrín Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi Framsókn- arflokks, er formaður bæjarráðs og skipar meirihluta í ráðinu ásamt Ingileif Ást- valdsdóttur, fulltrúa S-lista. Svanhildur Árnadóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, til- heyrir því minnihluta báejar- ráðs. Bæjarritari er Guðrún Pálína Jóhannsdóttir. Bæjarstjóri ekki beittur ofríki Katrín sagði þetta mjög nota- Iega stöðu og að þeim konunum gengi mjög vel að starfa saman. Þá væri bæjarstjórinn ekki beittur neinu ofríki og hún sagðist ekki sjá annað en hann nyti sín vel í hópnum. Aðspurð sagði Katrín fundi bæjarráðs ekki snúast eingöngu um hin svokölluðu mjúku mál. „Við er- um lika með hörðustu rnálin á okkar herðum, eins og atvinnu- og ferðamál og fjármálaum- sýslu.“ Ingileif tók undir með Katrínu og sagði samstarfið hafa gengið vel. Hún þekkti reyndar ekki annað en þetta fyrirkomulag frekar en Katrín formaður. Svanhildur sagði ágætt að vinna með þessum konum, þótt hún væri í minni- hluta en hins vegar væri nokkur biæbrigðamunur á að vinna með konum og körlum. Svanhildur, sem hefur hins vegar mikla reynslu af sveitar- stjórnarmálum sagði öll mál mjúk og að fjölskyldumálin snertu alla fleti opinberra mála. „Það þótti ekki álitlegur kostur þegar ég ruddist inn í bygginganefnd ásamt Þóru Rósu Geirs- dóttur árið 1986 og tók meira að segja að mér formennsku. Bygginga- nefnd hafði verið mikið karlaveldi og þarna voru menn sem höfðu setið þar í yfir 20 ár. Við vorum fljótar að falla inn í hóp- inn og gerðum ágætis hluti í nefndinni að okkur fannst," sagði Svanhild- ur. Svanhildur farin á togara Þegar hér var komið við sögu skaut Rögnvald- ur Skíði því fram, að reynslan hafl verið fljót að sanna sig og menn hafi snúið til baka frá þessari þróun. „Við héld- um að við hefðum verið að fella karlavígi en þetta hefur snúist við aft- ur og sérstaklega varð- andi bygginga-, skipu- lags- og hafnamál,“ sagði Svanhildur. Auk þess að sitja í bæjarstjórn og bæjar- ráði Dalvíkurbyggðar hefur Svanhildur verið varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á kjörtímabil- inu sem nú er að ljúka. Hún mun þó ekki sitja fundi bæjar- ráðs á næstunni þar sem hún hefur ráðið sig sem háseta á frystitogarann Björgvin EA næsta túr. Togarinn hélt til veiða í gærkvöld og reiknaði Svanhildur með að framundan væri 25-30 daga veiðiferð. Það er eiginmaður Svanhildar, Vigfús R. Jóhannesson, sem einmitt er skipstjóri á Björg- vini EA. Islands- gangan í Hlíðarfjalli GANGA Sparisjóðs Norðlendinga sem er liður í Islandsgöngunni fer fram í Hlíðarfjalli á morgun, laug- ardaginn 27. mars og hefst við Strýtu kl. 14 en lýkur við göngu- húsið. Gengnir verða 20 kílómetrar en einnig er göngufólki boðið upp á styttri vegalengdir, 5 og 10 kíló- metra. Forskráning er á Skiðastöð- um og á mótsdaginn milli kl. 12 og 13.30 í gönguhúsinu í Hlíðarfjalli. Þáttökugjald er 1.000 krónur fyr- ir þá sem ganga 20 kflómetra, en 500 fyrir aðra þátttakendur. Okeypis er íyrir börn yngri en 12 ára. Þátttakendur geta tekið sér far með skíðalyftum upp í Strýtu án endurgjalds. Verðlaunaafhending og veitingar verða í Hamri, félags- heimili Þórs við Skarðshlíð, að lok- inni keppni. Nýstofnuð hagsmunasamtök í Dalvíkurbyggð Aðild að Atvinnuþróun- arfélaginu verði hætt NYSTOFNUÐ hagsmunasamtök ferðaþjónustuaðila og kaupmanna í Dalvíkurbyggð sendu bæjarráði nýlega áskorun þess efnis að hætta aðild að Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar b.s. og ráða þess í stað atvinnu- og ferðamálafulltrúa fyrir byggðarlagið. Erindið var tekið fyrir í gær og sagði Katrín Sigurjónsdóttir, for- maður bæjarráðs, að áskoran sam- takanna hafí verið hafnað. Atvinnu- þróunarfélag Eyjafjarðar varð til eftir sameiningu Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og Ferðamálamið- stöðvar Eyjafjarðar á síðasta ári. „Við samþykktum fyrir fímm mánuðum að ganga í Atvinnuþró- unarfélagið en það er ekki komin tfFUJIFILM FERMINGARTILBOÐ FOTONEX 210ix APS Aðdráttarlinsa 22.5-45mm Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir FUJIFILM NEXIA filma fylgir Verð aðeins kr.15.725 Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 nein reynsla á félagið enn. Okkar vilji er að starfsmenn Atvinnuþró- unarfélagsins hafi hér reglubundna viðveru og höfum rætt það mál við þá. Þannig eiu hægari heimatökin fyrir heimaaðila að nýta sér þeirra þjónustu,“ sagði Katrín. Ingveldur Bjarnadóttir, sem rekur gistiheimili í Árgerði í Dal- víkurbyggð, á sæti í stjórn hags- munasamtakanna. Hún sagði að fram hafi komið mikil óánægja með hvernig staðið var að rekstri og framkvæmd Norðurpólsins á Akureyri og að fólk á hennar svæði hafi ekkert komið nálægt því. Eins og fram hefur komið varð tæplega níu milljóna króna tap af rekstri Norðurpólsins og þurfa sveitarfé- lögin á Eyjafjarðarsvæðinu að standa undir því tapi. Ótrúlegir möguleikar Ingveldur sagði að víða væri ver- ið að ráða atvinnumálafulltrúa, enda væri mjög gott að hafa slíka starfsmenn í nálægð. Hún sagði til- ganginn með stofnun samtakanna að þjappa fólki saman og vinna sameiginlega að markaðsmálum á svæðinu. Ingveldur hefur búið í rúmt ár í Árgerði og hún sagði að í Dalvíkurbyggð væru ótrúlegir möguleikar í ferðaþjónustu. Einleiksverk á selló SIGURÐUR Halldórsson sellóleik- ari leikur einleiksverk sem spanna alla 20. öldina á tónleikum í Akur- eyrai-kirkju á morgun, laugardag- inn 27. mars, kl. 17. Tónleikarnir hefjast á verki Haf- liða Hallgrímssonar „Solitaire" sem skrifað var 1970 og endurskrifað 1991. Það var frumflutt á Listahátíð í Reykjavík sumarið 1992 af Gunn- ari Kvaran. Þá flytur hann tvö verk eftir danska tónskáldið Hans Abra- hamsen, „Hymne“ og „Storm og Stille". Verkið „Ego is Emptiness" eftir Svein Lúðvík Björnsson og er það fyrsti lifandi flutningur verks- ins, en það hefur komið út á hljóm- diski. Loks leikur Sigurður „Klin- gende Buchstaben" eftir Alfred Schnittke og elsta verkið og það viðamesta er Sónata op. 8 eftir Zoltán Kodály, en hún hafði ómæld áhrif á tónsmíðar íyrir selló og þar með sellóspilatækni. Verkið er skrifað.árið 1915. Sigurður nam sellóleik í Reykjavík hjá Gunnari Kvaran og einnig í Lundúnum, hann hefur víða komið fram sem einleikari, m.a. á tónlistar- hátíð í Evrópu, í kvikmyndum, leik- húsverkum og með hljómsveitum. Efnisski'áin sem hann flytur í Akureyrarkirkju verður einnig flutt í einleikstónleikaröð Caput hópsins í Salnum í Kópavogi 11. apríl næst- komandi. Finnur Bjarnason og Gerrit Schuil Söngvar Schumanns FINNUR Bjarnason og Gerrit Schuil verða með ljóðatónleika á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju í kvöld, föstudags- kvöldið 26. mars kl. 20.30. Á efnisskránni eru söngvar eftir Robert Schumann við ljóð eftir Justinus Kerner og Hein- rich Heine, en Schumann var án efa mesta sönglagaskáld tónlistarsögunnar við hlið Schuberts. Finnur Bjarnason baritón- söngvari er ungur að árum en hefur unnið til margfaldra verðlauna fyrir ljóðasöng og komið fram sem einsöngvari hér heima og í Englandi. Ger- rit Schuil píanóleikari hefur tekið virkan þátt í íslensku tón- listarlífi frá árinu 1993, sem pí- anóleikari, hljómsveitarstjóri og þá hefur hann skipulagt tónlistarhátíðir og leikið inn á hljómplötur. Þeir gáfu út geisladisk með sönglögum Schumanns fyrir síðustu jól. Cirkus Cirkör sýnir og kynnir „CIRKUS Cirkör" verður með sýningu og heldur kynningu á nýsirkushreyfingunni í Kvos- inni í Hólum, samkomusal Menntaskólans á Akureyri, í dag, föstudaginn 26. mars, kl. 14. Nýsirkus er um 20 ára göm- ul sirkusbylgja sem fylgir því alþjóðlega listmáli sem ungt fólk skapar sífellt um allan heim. Lagt er upp úr því að tengja saman og spinna kring- um sameiginlegt þema þar sem eitt leiðir af öðru en dýraatriði tilheyra ekki sýningum sem kenna sig við nýsirkus. „Cirkus Cirkör" kemur til Akureyrar um mitt næsta sumar og er kynningin nú hugsuð tii að leggja grundvöll að þeirri heimsókn. Að kynningarsýn- ingu lokinni verður málstofa þar sem m.a. leikstjórinn svar- ar spurningum um starfsem- ina. Skákmót SKYLDULEIKJAMÓT Skák- félags Akureyrar verður haldið í kvöld, föstudagskvöldið 26. mars, kl. 20 í skákheimilinu við Þingvallastræti 18. Hraðskákmót Akureyrar fyrir 15 ára og yngri verður haldið á sama stað á morgun, laugardag, og hefst það kl. 13.30. Þátttökugjald er 100 krónur. Á skírdag verður hald- ið svonefnt þriggja mínútna mót í skákheimilinu kl. 20 og Páskahraðskákmótið verður þar kl. 14 annan páskadag. Skíðaferð í Þorvaldsdal FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til skíðagönguferðar í Þorvaldsdal á morgun, laugar- daginn 27. mars, kl. 9. Ferðin um Þorvaldsdalinn tekur 6-7 klukkustundir en er fremur létt. Skráning í ferðina er á skrifstofu félagsins við Strand- götu í dag, föstudag, frá kl. 17.20 til 19.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.