Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 4
GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, segist ekki óttast sóknarleik landsliðs Úkraínu, en liðin eigast við í und- ankeppni Evrópumóts lands- liða á Olympiysky-leikvangin- um í Kænugarði í dag. W Ukraínumenn eru efstir í 4. riðli, hafa 10 stig eftir fjóra leiki, en Frakkar og Islendingar koma næst á eftir með átta stig. I ar Fyi'irfram eru heima- Benediktsson menn afar sigurvissir skrífar frá og hyggjast leika Kænugarði markvissan sóknar- leik gegn Islending- um, verða til að mynda með þrjá leikmenn í fremstu víglínu. Þjálfari liðsins hefur enda lofað sóknar- knattspyrnu og segir að lið sitt muni vinna með stæl. „Ég óttast ekki þennan aukna sóknarþunga þeiira, fleiri menn í framlínunni þýðir líka að það er minna pláss fyrir hvern og einn,“ sagði Guðjón við Morgunblaðið í gær. „Það er ekkert að óttast ef leikmenn íslenska liðsins eru tilbún- ir að vinna saman frá fyrstu mínútu. Það er alveg ljóst að ekki þýðir að byrja illa og vinna sig svo út úr því - þeir myndu þá sigla yfir okkur strax og of seint væri að laga málin í leik- hléi.“ Guðjón varar þó við bjartsýni, enda leiki enginn vafi á því að Ukra- ína búi yfir geysilega sterku lands- liði. „Þetta_ er frábært lið og vel skipað og Ukraína er land með ríka knattspyrnuhefð. En þeir eru að sama skapi óþolinmóðir að eðlisfari og þola mótlætið illa. Því er afar brýnt að byrja vel og verjast skyn- samlega. Mikilvægast er að halda út fyrstu mínúturnar - pressan er öll á þeim og krafan um sigur algjör. Þeir eiga í baráttu við Frakka um sigur í riðlinum og gætu jafnvel lent í því að yanmeta okkur," sagði Guðjón. Islenska liðið hefur unnið sigur á Lúxemborg og Andorra í tveimur síðustu leikjum sínum, en slæm frammistaða þess í fyrri hálfleik beggja leikja hefur valdið nokkrum áhyggjum. „Við brenndum okkur á því gegn Andorra að ætla að gera of mikið í byrjun - vorum of ákafir. Þegar við lentum svo í kröftugri mótspyrnu var eins og menn misstu móðinn. Þetta gæti gerst með Úkraínumenn gegn okkur, þeirra veikleiki hefur verið að leika gegn þjóðum sem stilla mörgum mönnum upp í vörn og bíða svo átekta,“ sagði Guðjón. Guðjón segir að lítilsháttar áherslubreytingar verði á lokaund- irbúningi íslenska liðsins fyrir leik- inn í dag frá þvi sem var gegn And- orra. „Lokafundirnir með leikmönn- um verða með breyttu sniði,“ segir hann og bætir því við að þegar knattspyrnumenn séu komnir í landslið, skipti undirbúningur þeirra sjálfra fyrir leiki einnig miklu máli. „Það er ekki hægt að skella allri þeirri ábyrgð á þjálfar- ann. Leikmenn verða einnig að axla Morgunblaðið/RAX STUND milli stríða. Sigurður Jónsson og Þórður Guðjónsson reyna með sér f knattspyrnuleik í tölvu. Hvernig tekst þeim upp á vellinum f dag? sína ábyrgð. Hafi þeir ekki getu til þess hafa þeir ekki heldur getu til þess að leika með landsliði," bætti Guðjón við. Þjálfarinn sagði ennfremur að leikskipulag íslenska liðsins yrði svipað og gegn heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvellinum sl. haust. „Þótt Úkraínumenn leiki meiri sóknarleik en Frakkar, er ekki umtalsverður munur á liðun- um. Ég legg áherslu á að hver og einn leikmaður gæti sinnar stöðu og leggi sig alla fram. Það er engin ástæða til að tapa þessum leik og sú hefur alltaf verið skoðun mín. Með samstilltu átaki getum við náð jafn- tefli og staðið í þeim. En það verður erfitt," sagði Guðjón ennfremur. Mikill áhugi er á leiknum í Úkra- ínu og búist er við 40.000 áhorfend- um á leikinn í dag. Hinir snjöllu leikmenn heimamanna eru afar vin- sælir og gott gengi liðsins og félags- liðsins Dynamo Kiev hefur vitan- lega ekki dregið úr því. Leikir Dynamoliðsins í Meistaradeildinni í vetur hafa þó greinilega bitnað á grasi Olypiysky-leikvangsins, hann er ekki í góðu ástandi. Veður hefur þó verið mjög skaplegt, 15 gi-áðu hiti var í gær og hægviðri og búist er við svipuðu veðri áfram. dæmt. Á síðustu mínútu fyrri hálf- leiks jafnaði framherjinn Zubov met- in eftir að hann hafði unnið boltann af varnarmönnum Islands sem alls ekki voru með á nótunum. Á 3. mínútu síðari hálfleiks skoraði varamaðurinn Olivik annað mark Úkraínu beint úr aukspyrnu sem tekin var er íslenska liðið og mark- vörðurinn var að huga að uppstill- ingu sinni fyrir spyi-nuna. Dómarinn flautaði aldrei spyrnuna á en dæmdi markið hins vegar gott og gilt. Þetta sló íslenska liðið út af laginu og eftir það var vörnin úti á þekju. Heima- menn gengu á lagið og skoruðu fremur ódýr mörk. Þriðja markið gerði Balitsky á 69. mínútu, Timosúk skoraði það fjórða tveimur mínútum síðar og Jashuk innsiglaði sigurinn tveimur mínútum fyi-ir leikslok. Islenska liðið hefði getað gert mun betur, það lék ágætlega saman úti á ISLENSKA ungmennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 5:1 fyrir úkraínskum jafnöldum sínum í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu á Dynmó-leikvanginum í Kænu- garði í gær. Staðan í hálfleik var jöfn, 1:1. Tapið var alltof stórt miðað við styrkleikamuninn á liðunum, en segja má að afar slak- ur varnarleikur hafi orðið íslenska liðinu að falli. Mark íslands skoraði Bjarni Guðjónsson á 16. Ukraínumenn byrjuðu leikinn betur og greinilegt var að nokk- urrar taugaveiklunar gætti í herbúð- um islenska liðsins. jvar Úkraínumenn áttu Benediktsson lengi vel í vandi-æðum skrifarfrá með að byggja upp Kænugarði efnilegar sóknir og færa sér veikleika ís- lenska liðsins í nyt. Það sló þögn á 7.000 áhorfendur á leikvellinum er Bjarni kom íslenska liðinu yftr. Eftir að Haukur Ingi Guðnason hafði verið felldur á miðjum leikvelli Úkraínu án þess að dæmt væri á hann náði mínútu. Bjarni knettinum hljóp inn á autt svæði í vörn heimamanna og lék upp að marki og skoraði gott mark af ör- yggi. Markið gaf íslenska liðinu sem lék 4-4-2 aukið sjálfstraust og það hélt áfram að sækja og voru oft vandræði í leik Úkraínumanna. Á 43. mínútu skoraði Heiðar Helguson mark sem virtist vera fullkomlega löglegt. Hann fékk sendingu frá Bjarna úr aukaspyrnu inn á mark- teig þai- sem hann skallaði í markið, en markvörður heimamanna kastaði sér á hann. Var ranglega dæmd hindrun á Heiðar og markið ekki FOLK ■ ZINEDINE Zidnne verður ekki með heimsmeisturum Frakka gegn Armenum í kvöld vegna meiðsla. Knattspyrnumaður heims 1998 missti einnig af leik Frakka gegn Úkraínu á laugardag og verður ef- laust sárt saknað. ■ RICCARDO Scimeca, varnar- maður Aston Villa, segir að skýring- una á afleitu gengi liðs síns að und- anförnu megi rekja til óvænts tap þess gegn Kevin Keagan og læri- sveinum hans í Fulham í bikar- keppninni. „Við urðum þar fyrir geysilegú áfalli, vanmátum andstæð- inginn og höfum vart borið barr okkar síðan,“ segir Scimeca. ■ OLAF Thon, leikmaður Schalke og fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er orðinn heill af þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann í all- an vetur. Hann var skorinn upp fyir meiðslum á hásin. Leikmenn liðsins hafa sárt saknað fyrirliða síns. Thon gat leikið á fullu í æfingaleik um helgina og verður með frá byrjun í næsta leik, Huub Stevens, hinum valta þjálfara - til mikils léttis. vellinum og hefði að ósekju mátt gera meira af því þar sem vöm Úkraínumanna virtist ekki vera sterk á svellinu. Næst því að klóra í bakkann fyrir íslands hönd var þeg- ar Haukur Ingi komst inn fyrir um miðjan hálfleikinn en skaut yfir og þá bjargaði varnai'maður Úkraínu á línu skoti frá Bjarna. Ekki bætti heldur úr skák fyi-ir íslenska liðið að dómaranum, sem var frá Eistlandi, var grcinilega fullkunnugt um hvort liðið var á heimavelli. En í heild hefði liðið getað leikið mun betur, einkum í vörninni, og sig- ur heimamanna var alltof stór. íslenska liðið var þannig skipað: Ólafur Þór Gunnarsson - Bjöm Jakobsson, Valur Fannai- Gíslason (Þorbjörn Atli Sveinsson 82.), Reynir Leósson, Sigurður Elí Hai-- aldsson (Edilon Hreinsson 46.) - Jóhann B. Guðmundsson, Amar Jón Sigurgeirs- son, Bjami Guðjónsson, Amar Viðarsson - Heiðar Helguson, Haukur Ingi Guðnason. UEFA íhugar að vísa Júgóslövum úr keppni SVO gæti farið að forráða- menn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) vísuðu Jú- góslövum úr undankeppni Evrópumóts landsiiða í knattspyrnu. Tvö lönd mynda Sambandslýðveldið Júgóslavíu, Serbia og Svart- fjallaland, og hefur UEFA frestað öllum landsleikjum þeirra í undankeppninni um óákveðinn tíma vegna sprengjuárása Atlantshafs- bandalagsins á löndin vegna Kosovo-deilunnar. Júgóslövum hefur áður verið vísað úr Evrópukeppni landsliða. Árið 1992 tóku Danir sæti þeirra í úrslita- keppninni á síðustu stundu og urðu Evrópumeistarar. Fjórum árum síðar fengu Jú- góslavar ekki að taka þátt í undankeppninni og þeir gætu aftur þurft að hlíta slíku nú. Vörnin hrundi í Kænugarði KNATTSPYRNA „Óttast ekki sóknar- leik Úkraínumanna“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.