Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁLVERK í EYJUM Vika bókarinnar DAGSKRÁ viku bókarinnar í dag, laugardag, er eftirfarandi: Menningarmiðstöðin Gerðuberg Ráðstefna um barna- og ung- lingabækur. Kl. 10.30-14.30. Þuríð- ur Jóhannsdóttir bókmenntafræð- ingur segir frá nýjum kenningum um bókmenntauppeldi. Hildur Heimisdóttir kennari ræðir um veruleikann í nýlegum íslenskum barnabókum. Áslaug Jónsdóttir myndlistarmaður og Sigurborg Stefándsóttir myndlistarkennari ræða vinnuaðferðir myndskreytar- ans og helstu þætti athugunar við lestur myndabóka. Fullti-úar frá Máli og menningu, Skjaldborg, Vöku-Helgafelli og Æskunni ræða stefnu bókaútgefenda. í lokin gefst gestum kostur á að bera fram spumingar. Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, formaður Rithöfundasam- bands Islands, stýrir dagskránni. Bústaðasafn Maturinn hennar mömmu. Sýn- ing á úrvali matreiðslubóka. Sögufélagið, Fischersundi Bókamarkaður. Kl. 13-18. Perlan Rithöfundar, bóksalar, útgefend- ur og bókagerðarmenn og aðrir þeir sem vinna að gerð bóka og dreifingu koma saman og gera sér glaðan dag. Kl. 19. Styrktartón- leikar í Fella- og Hólakirkju BARNA- og unglingakór Fella- og Hólakirkju heldur á norrænt kóramót, sem nefnist Norbusang, um miðjan maí nk. Styrktartónleikar verða haldnir í kirkjunni á rnorgun, sunnudag, kl. 16. Á efnis- skránni eru kórsöngur, ein- söngur og hljóðfæraleikur. Mótið er haldið í Grankulla í Finnlandi. Norbusang er hald- ið árlega og verður næsta mót haldið á Islandi árið 2000. Stjórnendur kóranna eru Lenka Mátéová og Þórdís Þórhallsdóttir. Kór Hafnar- fjarðarkirkju í Hásölum KÓR Hafnarfjarðarkirkju heldur vortónleika í Hásölum Hafnarfjarðai-kirkju á morg- un, sunnudag, kl. 16. Fluttir verða madrigalar, mótettur, íslensk þjóðlög, lög úr söng- leikjum og fleira. Stjórnandi er Natalia Chow en hún mun einnig syngja einsöng. Undir- leikari er John Gear. Kór Hafnarfjarðarkirkju er skipaður 30 manns. Meðal verka sem kórinn hefur flutt er Messias eftir Handel. Kór- inn hyggur á tónleikaferð til Hafnar í Hornafirði í lok maí og verða tónleikar haldnir þar í Hafnarkirkju. MYJMPLIST Gamla álialclaliúsiö f Vestmannaeyjnm MÁLVERK TUMI MAGNÚSSON OG KRISTJÁN STEINGRÍMUR JÓNSSON Opið 14-18 frá föstudegi til sunnu- dags. Sýningin stendur til 25. apríl. UM FJÓRÐU sýninguna á myndlistarvori Islandsbanka í Vestmannaeyjum sjá þeir Tumi Magnússon og Kristján Steingrím- ur Jónsson en þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa fengist við að teygja og víkka skilgreiningar mál- verksins með ýmsum hætti. Krist- ján Steingrímur sýnir hér verk sem þegar hafa sést í Reykjavík og eru eins konar endursköpun eða um- myndun á listaverkum, bæði eftir hann sjálfan og aðra. Tumi heldur hins vegar áfram litarannsóknum þeim sem hann hefur stundað og sýnir röð átta málverka sem hann nefnir „Hrá og soðin eggjahvíta“ auk tveggja mynda sem hann hefur unnið beint inn í salinn í gamla áhaldahúsinu. Myndum Kristjáns Steingríms má skipta í þrjá flokka: Myndir eft- ir hann sjálfan, myndir eftir aðra og endurgerðir mynda eftir aðra. Mesta athygli vekja líklega myndir eftir málarana Bernd Koberling og Kristján Davíðsson sem Kristján Steingrímur hefur eytt niður með sandblæstri svo vart sér nema rétt móta fyrir málningu á striganum lengur. Það er afar ögrandi að nota á þennan hátt verk annarra lista- manna, jafnvel þótt með samþykki þeirra sé, og þá ekki síst að „eyði- leggja“ þau eins og hér er gert. Það ögrar ekki einasta þeirri tilfinningu áhorfandans að listamenn eigi sjálf- ir að búa til verk sín, leggja í þau tilfinningar og vinnu, heldur ráðast þessi verk líka að hugmjmdum okk- ar um að listaverkum beri ákveðin virðing, að þau séu heilög í ein- hveijum skilningi; að skemma lista- verk er mikið alvarlegra en til dæmis að klessa bfl og er jafnvel hliðstætt því að brenna bækur. Tvær myndir eru endurgerðir á verkum eftir Birgi Andrésson ann- Sjálf- stætt fólk efst VIÐ athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í gær tilkynnti Ánna Elín Bjarka- dóttir bókavörður hver hlýtur titilinn Bók aldarinnar á Islandi. f tíu efstu sætunum höfnuðu eft- irtaldar bækur: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness (1934-35) sem telst því Bók aldarinnar, ís- landsklukkan eftir Halldór Lax- ness (1943), Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson (1993), Ileimsljós Halldórs Lax- ness (1937-40), Nóttin lifnar við eftir Þorgrím Þráinsson (1998), Margt býr í myrkrinu eftir Þor- grím Þráinsson (1997), Salka Valka eftir Halldór Laxness (1931-32), Híbýli vindanna - Lífs- ins tré eftir Böðvar Guðmunds- son (1995-96), Gæsahúð eftir Helga Jónsson (1997) og Aldrei að vita eftir Guðrúnu Helgadótt- ur (1998). ars vegar og Kristján Kristjánsson hins vegar. Þetta eru ekki frum- myndir eftir þá, heldur verk unnin útfrá þeirra verkum, og hér hefur striginn fengið sömu sandblásturs- meðferð. I þriðja hópnum era þrjár myndir eftir Kristján Steingrím sjálfan og aftur hefur hann „eyði- lagt þær með sandblæstrinum". Það furðulega við sýningu Krist- jáns Steingríms er einmitt að hann sýnir okkur þrjú stig þeirrar um- myndunaraðferðar sem hann beitir og niðurstaðan er ólík eftir því á hvert stigið við horfum. Þar sem hans eigin myndir eru annars vegar getur sandblásturinn verið einfald- lega nýr kafli í sköpun verkanna og enginn getur amast við slíku. End- urgerðu verkin eftir Kristján og Birgi era strax vafasamari: Þótt verkin séu ekki frammyndir er hér að minnsta kosti verið að ráðast á hugverk annarra listamanna. Al- varlegast er síðan eins og áður er nefnt þegar frammyndir Kristjáns Davíðssonar og Bemd Koberlings era eyðilagðar. Ekkert af þessu er nýtt og það má finna hliðstæður fyrir athöfnum Kristjáns Stein- gríms hér og þar í listasögu aldar- innar. En það sem er nýtt og at- hyglisvert er að stilla öllum þremur stigum eyðileggingarinnar upp saman. Er eyðileggingin kannski hliðstæð í öllum þremur tilfellun- um? Er á endanum enginn munur á því að nota eigin verk, verk út frá hugmyndum annarra eða bókstaf- lega verk annarra? Við hliðina á verkum Kristjáns Steingríms verka myndir Tuma af- skaplega blátt áfram og sakleysis- legar. Eins og á undanförnum áram tekur hann liti úr veruleikanum og sýnir þá á stórum flötum. Myndirn- ar tvær sem unnar era beint í sal- inn eru annars vegar „Hænsna- kjöt“ sem sprautað er á vegg og hins vegar „Heróírí* sem málað er á glugga milli herbergja í húsinu. Myndröðin „Hrá og soðin eggja- hvíta“ er í átta hlutum, máluð með olíu á striga, og sýnir, eins og titill- inn gefur til kynna, litbrigðin milli eggjahvítu sem er hrá og eggja- hvítu sem er soðin. Þessi verk era nær einlit eða „mónóki-óm“ og verka fullkomlega afstrakt en er þó eins og kemur fram í nöfnunum hlutbundin og sýna okkur nákvæm- Auði Laxness sérstaklega þakkað Við þetta tækifæri fluttu Arnar Jónsson og Kristbjörg Kjeld stutt atriði úr sýningu Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki, Guðmundur Andri Thorsson talaði um bók- menntasmekk þjóðarinnar og Stefán Ólafsson færði Auði Lax- ness blómvönd fyrir hönd Félags bókagerðarmanna og þakkaði þeim hjónum samstarf, ekki síst Auði fyrir að búa skáldinu að- stöðu til að skrifa, en í gær var lega tilgreinda hluti úr veraleikan- um. Munm-inn á þeim og „venjuleg- um“ hlutbundnum málverkum er að þau sýna ekki form eða lögun hlutanna heldur aðeins litinn. Þannig mætti kannski segja að myndir Tuma séu „minimalískur natúralismi“ ef gefa ætti aðferðinni listfræðilegt heiti og hlýtur það að hljóma afkáralega. Engu að síður era myndirnar seiðandi og fallegar og búa yfir dýpt sem alltaf kemur á óvart. afmælisdagur Halldórs Laxness. Að lokum flutti Þröstur Helga- son, formaður Bókasambandsins, erindi þar sem hann las kaflann Heimssögu kotbóndans úr Skeggræðum gegnum tíðina, bók þeirra Halldórs Laxness og Matthíasar Johannessen, þar sem fjallað var um Sjálfstætt fólk og Islandsklukkuna og viðhorf Hall- dórs til skáldsagnagerðar. Bókasamband íslands stóð fyr- ir kosningunni 12.-21 mars. Þátt- takendur voru á fjórða þúsund og á öllum aldri. Á þessari sýningu gefst tækifæri til að skoða saman verk tveggja málara sem eru báðir með þeim bestu af sinni kynslóð og sýna hér vandlega unnin og úthugsuð verk. Hvor á sinn hátt takast þeir á við grandvallarspurningar um listina og eðli málverksins, en þeir eiga það líka sameiginlegt að auðvelt er að njóta verka þeirra eins og þau koma fyrir. Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja KVENNAKÓR Suðumesja heldur tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Stjórn- andi er Agota Joó. Píanóundirleik annast Vilberg Viggósson. Annar hljóðfæraleikur er í höndum Þórólfs Þórssonar á bassa, Baldurs Jósefs- sonar á trommur, Ásgeirs Gunnars- sonar á hai-moníku, Erlu Bi-ynjars- dóttur og Gróu Margrétar Valdi- marsdóttur á fiðlu og Birnu Rúnars- dóttur á þverflautu. Einsöng syngja þær Birna Rúnarsdóttir, Guðrún Egilsdóttir, Laufey H. Geirsdóttir og Sigrún Ó. Ingadóttir. ------------ Kvöldvökukór- inn syngur í Há- teigskirkju KVÖLDVÖKUKÓRINN heldur tón- leika í Háteigskirkju í dag, laugar- dag, kl. 17. Sungin verða innlend og erlend lög. Stjórnandi er Jóna Kristín Bjamadóttir. Undirleik annast Jakob Hallgrímsson. Kórinn syngur í Hall- grímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðai- strönd á morgun, sunnudag kl. 17. Jón Proppé Úrslit úr vali Bókar aldarinnar Morgunblaðið/Ásdís AUÐUR Laxness tekur við blómura á afmælisdegi skáldsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.