Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ > Kosninga- baráttan Um stórmál og smámál, kvóta- umrœðuna, Samfylkingarraunir og kosningainnleg biskupsins. að hefur farið í taug- arnar á ýmsum að almenningur skuli hafa það gott og kjósi að búa við óbreytt ástand, vantreysti fag- urgala og úrtöluröddum og vilji almennt fá að vera í friði fyrir pólitískum loddaraskap. I morgunútvarpi Bylgjunnar töl- uðu stjómendurnir um „meint góðæri“ (!) og tóku undir þá skoðun sumra stjórnarand- stæðinga að kosningabaráttan snerist fremur um menn en málefni. Auðvitað er það mis- jafnt hversu sterkan svip mál- efnaumræður VIÐHORF setjaá kosn- --------- mgabarattu Eftir Jakob F. hverju sinni, Asgeirsson en þa(j nær engri átt að halda því fram að þeir sem nú ljá stjómarflokkunum stuðning hafi ekki áhuga á málefnum. Fólk sem vill byggja á þeim gmnni sem þegar hefur verið lagður er ekki síður að kjósa um málefni en þeir sem vilja söðla um. Pað er náttúrlega meginmál í kosningum hvort efnahags- stefna sitjandi ríkisstjórnar verður við lýði eða ekki. Þá er það ekki síður meginmál hvort staðið verður við þá mennta- stefnu sem nú hefur verið mörkuð - og svo mætti áfram telja. Þeir sem kvarta undan því að ekki sé talað um málefni í kosningabaráttunni hafa sjálf- ir þvert á móti vikið sér undan því að tala um veigamestu mál- efnin og sýnst vilja beina um- ræðunni að ýmsum ágreinings- efnum sem hljóta að teljast smámál í heildarmyndinni. Og það er einmitt eitt mesta áhyggjuefni í kosningabaráttu lýðræðisríkja ef umræðan er yfirgnæfð af háværu karpi um smámál. Eitt stórmál sem almenning- ur hefur vissulega látið sig litlu varða undanfarið er sjávarút- vegsstefnan. En á hvaða for- sendum hefur verið boðið uppá umræður um hana? Annars vegar á forsendum Samfylking- arinnar um að kvótakerfið skuli afnumið og síðan skoðað hvort „eitthvað" betra finnist, semsé engar raunhæfar tillögur um annan valkost. Og hins vegar á forsendum smáframboðs Sverris Hennannssonar með viðeigandi gífuryrðum, rógi og staðleysum. Andstæðingar kvótakerfisins hafa málað sig út í hom og geta úr þessu ekki talað við aðra en sjálfa sig. Ef til vill er almenningur líka bú- inn að fá nóg af allri kvótaum- ræðunni sem tröllriðið hefur fjölmiðlunum undanfarin ár. Sjálfur fletti ég í dauðans of- boði yfir á næstu síðu þegar ég sé grein um kvótann í Morgun- blaðinu. Skoðanakannanir undanfarið hafa sýnt dalandi fylgi Sam- fylkingarinnar. Flestir gera sér nú grein fyrir því að kosninga- bandalag þetta stendur ekki á traustum undirstöðum. Uttekt Morgunblaðsins sl. laugardag á aðdraganda bandalagsins er ótráleg saga tortryggni, óheil- inda og valdagirndar. Maður spyr sjálfan sig hvernig sú landstjórn yrði þar sem slíkt andrámsloft ríkti. Verður fróð- legt að sjá hver verður framtíð þessa bandalags ef úrslit kosn- inganna verða á líkum nótum og síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. I ljósi þess hvernig gekk að stofna til Samfylkingarinnar kemur auðvitað ekki á óvart að kosningastarf hennar skuli hafa einkennst af óðagoti og ráðleysi. Þeir Fylkingarmenn hafa ekki fylgt fyrirfram ákveðinni áætlun, heldur hlaupið til sitt og hvað - í ör- væntingafullri leit að vinsæld- um. Þetta er þeim mun undar- legra að flestum átti að vera ljóst að staðfesta er einmitt það sem kjósendum er efst í huga um þessar mundir. Með því að fitja sífellt upp á einhverju nýju hefur Samfylkingin því í raun verið að berjast gegn straumi almenningsálitsins. VG-menn mátu hins vegar stöðuna rétt. Þeir mörkuðu sér strax skýra stefnu og hafa staðið fast á henni og reynt að stilla gylliboðunum í hóf. Gylli- boðin eru nefnilega ávísun á óvissu í efnahagsmálum og um þessar mundir vill almenningur greinilega hafa traust land undir fótum. Athygli hefur vakið að bisk- up Islands, Karl Sigurbjörns- son, skuli blanda sér í kosn- ingabaráttuna. Undanfarna daga hafa birst í blöðum aug- lýsingar í nafni Öryrkjabanda- lagsins undir yfirskriftinni: „Kjósum við óbreytt ástand?" Undir þessu kjörorði virðist biskupi íslands þykja hæfa að ljá mynd af sér og tilvitnun úr nýárspredikun. Ennfremur er í auglýsingu Öryrkjabandalags- ins vitnað í „fréttabréf biskups- stofu“. Tónninn í þeim tilvitn- unum er sérlega óviðfelldinn í ljósi þess að þar er mælt í nafni þjóðkirkjunnar. Öryrkjar eru búnir að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og það ríkir mikill skilningur meðal allra stjómmálaflokk- anna á að bæta þurfi hag þeirra. Auglýsingar Öryrkja- bandalagsins undir yfirskrift- inni „Kjósum við óbreytt ástand?“ nú í miðri kosninga- baráttunni era því ekki til þess að vekja athygli á málstað þeirra eða reyna að hafa áhrif á ráðamenn, heldur markviss hvatning til kjósenda um að kjósa ekki núverandi stjórnar- flokka. Það er auðvitað öryrkja sjálfra að meta hvort þeir telji hagsmunum sínum best borgið með því að félagi þeirra sé beitt með svo afdráttarlausum hætti gegn stjórnmálaflokkum sem njóta stuðnings um 60% lands- manna, en óskiljanlegt sýnist hvers vegna biskup Islands vill taka þátt í þeim hráskinnaleik sem nú er stundaður úr höfuð- stöðvum Öryrkjabandalagsins. UMRÆÐAN Þáttaskil á öllum skólastigum NYJAR námskrár fyrir leikskóla, grunn- skóla og framhalds- skóla taka gildi á þessu ári og koma til fram- kvæmda stig af stigi. Þær eru samdar með samfellu og stígandi í huga. I fyrsta sinn í skólasögu þjóðarinnar hefur innra starfið á þremur fyrstu skóla- stigunum verið mótað með þessum hætti. Við gerð námskránna fyrir grunnskólann var til dæmis tekin ákvörðun um að auka nám veru- lega í náttúrufræði- greinurn í yngri bekkjum skólans. Kennsla í stærðfræði vex einnig á yngri árum. Tungumálakennsla hefst fyrr en áður og enska verður fyrsta erlenda málið. Tækifæri eru veitt til að bjóða þriðja erlenda tungumálið í grunnskóla. Upplýs- ingatæknin skipar veglegan sess og enginn á að útskrifast úr grunnskóla án þess að kunna á lyklaborðið. Mik- ill þungi er á íslenskunám. Ýtt er undir sköpunarþörf með listnámi og sjálfstraust nemenda á að auka með nýrri námsgrein, lífsleikni. Stefnan er, að nemendur hafí hlotið góða almenna menntun, þegar þeir koma úr grunnskóla, og séu þess vegna betur undir það búnir en nú til að sérhæfa sig í framhalds- skóla. Stórfellt átak er hafið við námsefnisgerð og endurmenntun kennara. Bylting í starfsnámi Það verður bylting að því er starfsnám varðar. Menntamála- ráðuneytið hefur forgöngu um gerð námskráa fyrir bóknámsbrautir og listnám en atvinnuh'fið sjálft gerir tillögur um inntak starfsnámsbraut- anna. Skipuð hafa verið fjórtán starfsgreinaráð til að skipuleggja nám á jafnmörgum eða fleiri starfs- námsbrautum. Fullyrði ég, að þessi nýskipan og áhiif hennar á öllum sviðum atvinnulífsins eru þegar far- in að valda viðhorfsbreytingu í mörgum starfsgreinum. Tillögur um nýjar námsbrautir og nýskipan starfsnáms eru að fæðast. Skólakerfið mun næstu ár þreyta mikla prófraun vegna nýrra krafna frá atvinnulífinu. Nýskipan á háskólastigi Fjórða skólastigið, háskólastigið, hefur einnig verið að taka á sig nýja mynd undanfarna mán- uði. Ný háskólalög, sem tóku gildi 1. janúar 1998, gera ráð fyrir rík- isháskólum og einkahá- skólum. Tveir einkaháskólar hafa komið til sögunn- ar. Viðskiptaháskólinn í Reykjavík, sem hóf störf síðastliðið haust, og Listháskóli Islands, sem tók formlega til starfa undh’ stjórn rektors um síðustu áramót. Þetta eitt eru mikil tíðindi. Hitt hef- ur einnig gerst, að skipulagi Háskóla ís- lands hefur verið gjör- breytt með nýjum sérlögum, sem taka gildi eftir fáeina daga, eða 1. maí. Ný lög hafa einnig verið sam- Skólakerfi Öll skólastigin hafa tekið miklura breyting- um segir Björn Bjarna- son og hvetur til að at- hyglin beinist næst að háskólunum. þykkt um Háskólann á Akureyri og taka þau gildi 1. júlí. Lögð hafa ver- ið á ráðin um það, hvernig haga beri breytingum á Tækniskóla Is- lands á grundvelli nýju háskólalag- anna. Frá því að fyrstu lögin um Há- skóla Islands voru sett 1909 hefur ekki verið gerð jafnróttæk breyting á stjórnarháttum skólans. Sjálf- stæði hans er aukið og þar með einnig ábyrgð stjórnenda hans á eigin málum. Menntamálaráðherra skipar í fyrsta sinn menn í háskóla- ráð, tvo af tíu, sem sitja í ráðinu. Fjárhagsleg tengsl háskóla og ríkisvaldsins eru að taka breyting- um á grundvelli samninga. Kjara- mál háskólakennara hafa einnig verið í mikilli gerjun, eftir að kjara- nefnd úrskurðaði um laun prófess- ora. Háskólar eru eins og aðrir skólar til vegna nemendanna. Af hálfu stjórnvalda hafa verið teknar marg- ar ákvarðanir, sem bæta hag nem- enda. Ég nefni hér, að fé til Rann- sóknanámssjóðs hefur aukist ár frá ári. Innan háskólanna, einkum Há- skóla Islands, er lögð meiri áhersla en áður á framhaldsnám. Athyglis- vert er, hve áhugi á framhaldsnámi við Kennaraháskóla Islands eykst jafnt og þétt. Keppni háskóla um neinendur takmarkast ekki lengur af hnatt- stöðu, því að allur heimurinn er nú einn menntamarkaður. Hefðbundn- ir háskólar keppa ekki aðeins inn- byrðis heldur einnig við nýja teg- und af háskólum, sem öflug fyrir- tæki reka. Þau hafa flest lengi rek- ið stofnanir í þágu rannsókna og þróunar. Nú eru fyrirtækin að fikra sig inn á nýjar brautir í mennta- málum. Líklegt er, að innan tíðar þyki ekki aðeins alþjóðlegur gæða- stimpill að hafa háskólapróf frá Ox- ford eða Harvard, heldur einnig frá Intel eða Microsoft. Skýr markmið fyrir háskóla í háskóla starfa menn ekki í vernduðu samfélagi heldur í harðri samkeppni. Þar skiptir ekki síður máli en á öðrum vettvangi, að fyi’ir- komulag og stjórnarhættir tryggi, að kraftar allra nýtist sem best, jafnt nemenda sem kennara. Þeir tapa, sem hræðast breytingar í stað þess að grípa tækifærin, sem í þeim felast. Farsæl framkvæmd nýju skóla- stefnunnar ræðst meðal annars af því, hvernig skilaboð háskólar senda til framhaldsskólanemenda. Frelsi nemenda til að móta náms- leiðir er meira en áður. Vilji há- skóladeildir laða til sín nemendur verða þær að gera það með mark- vissum hætti og í samvinnu við framhaldsskóla, kennara innan þeirra og nemendur. Áhuga- og af- skiptaleysi skilar ekki frekar ár- angri á þessu sviði en öðrum. Vilji stjórnvöld halda áfram að framkvæma nýju skólastefnuna með skipulegum hætti á næsta kjörtímabili ber þeim að beina at- hygli sinni sérstaklega að háskóla- stiginu, rannsóknum og vísindum. Þetta vil ég undirstrika. Efna þarf til víðtækra umræðna um inntak háskólamenntunar og hlutverk há- skóla við nýjar aðstæður. Reynslan sýnir, að það eitt fellur í góðan jarðveg að stofna til almennra um- ræðna um skólamál á jákvæðum forsendum í því skyni að virkja krafta allra til nýrra átaka. A grundvelli víðtæks samstarfs og samráðs á síðan að setja háskólum skýi’ markmið innan nýrra laga og með hliðsjón af nýjum kröfum. Höfundur er menntnmdlaráðherra. Björn Bjarnason Orðsending frá egóista ÞAÐ ER varla hægt að hugsa sér neitt kald- hæðnislegra en að Samfylkingin skuli nú ganga í gegnum sömu tilvistarkreppuna og NATO átti í allt fi’á lokum kalda stríðsins og fram á þetta ár. Óvinurinn er týndur. Talsmaður Samfylk- ingarinnar skoraði Sjálfstæðisflokkinn á hólm en fékk engin við- brögð. Hún skoraði Davíð á hólm en Davíð ákvað að nota stílinn hans Tanna og ráðsett- ur hundur eins og Tanni ansar ekki gjammi. Hann lætur slíkt sem vind um gömul eyr- un þjóta, geltir sjaldan og helst að gamni sínu. í öllu áskoranastandinu dalaði fylgið dag frá degi og þar kom að m.a.s. tals- maðurinn gat ekki bor- ið sig vel. Þá voru góð ráð dýr því ekki mátti glefsa í Framsókn í til- hugalífinu. Þannig gerðist það að Sam- fylkingin, sem var jú alveg sérstaklega stofnuð til að berjast við Sjálfstæðisflokkinn, ákvað að skeyta skapi sínu á Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði. Margur heldur mig sig Eitt er að heykjast á þeim markmiðum sem maður setur sér sjálfur og síst er það stórmann- legt. Verra er þegar stjórnmálafor- ingja hungrar svo í ráðherrastóla að þeir hætta að gera gi’einarmun á Steinþór Heiðarsson Kosningar Verra er þegar stjórn- málaforingja hungrar svo í ráðherrastóla, segir Steinþór Heiðars- son, að þeir hætta að gera greinarmun á hagsmunum og hugsjónum. hagsmunum og hugsjónum. En þó gerast Vermalandsferðir Margrétar Frímannsdóttur fyrst rislitlar þegar hún ræðst á það hugsjónafólk sem stofnaði Vinstrihreyfinguna grænt framboð og brigslar því um egóisma. Eða erum það kannski við sem höfum slegið banka um tug- milljóna lán til að horfa á okkur sjálf í sjónvarpsauglýsingum oft á dag í heilan mánuð? Höfundur er framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.