Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Umhverfismat Kísiliðjunnar tilbúið Mælt með gömlu vinnsluað- ferðinni KÍSILIÐJAN hefur sent um- hverfismat vegna vinnslu í Syði-i-Flóa í Mývatni til Skipu- lagsstofnunar og mælir þar með að sú aðferð sem höfð hef- ur verið við vinnsluna í Ytri- Flóa verði einnig notuð þar. Ný aðferð, undirskurðartækni, sem verið hefur til umræðu að undanförnu, er ekki talin vera umhverfisvænni og auk þess er hún fjárhagslega óhagkvæm- ari. Að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra Kísiliðjunnar, má gera ráð fyrir að kostnaður við vinnslu hvers tonns verði allt að 10% hærri með síðamefndu aðferðinni. Einnig þurfí með henni að nota allt að 9% af Syðri-Flóa til vinnslunnar næstu 25 árin, en aðeins 4% með eldri aðferðinni. Samkvæmt reglugerð er gert ráð fyrir að Skipulags- stofnun skili áliti um vinnslu- leyfið innan tíu vikna frá því að það er lagt fram opinberlega, en að sögn Gunnars má gera ráð fyrir að það verði gert inn- an fárra daga. Svartir borð- ar á gatna- mótum BIFHJÓLASAMTÖK lýðveld- isins, Sniglamir, festu upp svarta borða á ljósastaura við helstu gatnmót Reykjavíkur á laugardagsmorgun og blöktu þeir þar uns taka átti þá niður í gærkvöldi. Tilgangurinn með uppsetn- ingunni var sá að minna veg- farendur á alvarleg bifreiða- og bifhjólaslys sem orðið hafa við gatnamótin. Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík að- stoðaði Sniglanna við fram- kvæmdina sem markar upphaf að frekara forvarnarstarfi Sniglanna, en þeir munu í sum- ar reyna að stemma stigu við slysum eldri ökumanna bif- hjóla sem koma á götumar eft- ir áralangt hlé og jafnframt við hraðakstri yngri ökumanna. Fundað um umferðarhættu við Kópavogsskóla Foreldrar eru uggandi um öryggi barna Ék - 'X __, FORELDRAR og íbúar í nágrenni Kópavogsskóla era uggandi vegna öryggis barna sinna í umferðinni í grennd við skólann. Aukin umferð- arhætta á Digranesvegi, sem liggur við skólann, var í brennidepli á fundi þar sem þessi mál voru rædd, en nýlega slasaðist 8 ára drengur er keyrt var á hann þegar hann var að ganga yfír götuna. Ólafur Guðmundsson, skólastjóri Kópavogsskóla, sagði í samtali við blaðið að undanfarið hefðu nokkur slys átt sér stað við skólann, en sem betur fer hefði ekkert þeirra verið mjög alvarlegt. Meðal tillagna sem fram komu á fundinum var að bæta hraðahindranir og lækka hámarks- hraða við skólann úr 50 km hraða á klukkustund í 30 km. „Það era mörg dæmi um mjög mikinn hraða og menn hafa verið teknir héma á 90 km hraða,“ sagði Ólafur. „Við eram í nábýli við menntaskólann og þar hefur nem- endum fjölgað mikið og þeir eru vel- flestir ef ekki allir á bílum og það er kannski fólk sem keyrir svolítið greitt.“ Meðalhraði um 40 km á klst. Þórarinn Hjaltason, yfirmaður tæknideildar Kópavogsbæjar, sagði að í þeim hraðamælingum sem gerð- ar hefðu verið hefði meðalhraðinn verið um 40 km á klukkustund. Hann tók það fram að mælingamar hefðu að vísu verið gerðar af lög- reglumönnum í merktum bflum og að það kynni að hafa haft áhrif á mælinguna. „Eg tel að jafnvel komi til álita að lækka umferðarhraða í 30, en að mínu mati hefur það langmest að segja hvort og hvemig hraða- hindranir era,“ sagði Þórarinn. Kópavogsskóli er rótgróinn skóli, en Ólafur sagði að síðustu ár hefði örlað á ótta hjá foreldrum vegna umferðarinnar. Hann sagði að með tilkomu Smárans hefði ótti fólks aukist því það vildi meina að um- ferðin um Digranesveg, sem liggur í Morgunblaðið/Halldór HÆTTUR í umferðinni hafa verið til umræðu meðal foreldra barna í Kópavogsskóla. gegnum bæinn og niður í Smára- hverfi, hefði þyngst. Þórarinn Hjaltason sagði umferð- arþungann nú vera svipaðan og fyr- ir tíu árum. I nóvember á síðasta ári fóru um 6.350 bílar um Digi-anesveg við Kópavogsskóla á sólarhring, en í nóvember 1990 var sambærileg tala 7.360 bílar. Hann sagði hins vegar að umferðin hefði aukist nú miðað við það hvernig hún var fyrir fimm áram, en í október árið 1993, fóru um 5.140 bílar um Digranesveg á sólarhring og í desember árið 1994 var tala þeiraa um 4.552. Að sögn Þórarins höfðu hraða- hindranir sem settar vora á veginn 1993 og 1994 áhrif á umferðarþung- ann, en hann sagði að nú væra þess- ar hindranir orðnar of lágar. Hann sagði að líklega yi-ðu hindranirnar lagaðar. Ellefu hundruð volta raflína lá í hálftíma utan vegar í Grafarholti Mistök í upp- setningu há- spennulínu MISTÖK í uppsetningu háspennu- línu í Grafarvogi urðu þess valdandi að spennu sló ekki út þegar línan fór í sundur og féll til jarðar við Gufunesveg síðastliðinn laugardag. Háspennulínan lá í um hálfa klukkustund á túni með 1.100 volta rafstraumi áður en straumur var rofinn handvirkt. Myndaðist tals- verður reykur þegar grassvörður- inn sviðnaði. Ai'vökull vegfarandi varð þess áskynja að ekki væri allt með felldu og beindi öðram vegfar- endum frá svæðinu þar til lögregla og starfsmenn Rafmagnsveitu komu á staðinn. Lögreglan lokaði síðan svæðinu. Mikil mildi þykir að enginn annar skyldi koma að há- spennulínunni því þarna eru göngu- stígar og gönguleiðir. Gunnar Aðalsteinsson, rekstrar- numer Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu isímum : 569-5660 og 569-5500 eðaá heimaslðu okkar www.bilathing.is Til sölu Mercedes Benz 320 ML, nýskráð- ur 25.08.1998. 4x4, sjálf- skiptur, ekinn 4.000 km. Með öllu. Ásett verð kr. 4.980.000. Opnunartími: Manud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. I2-16 BÍLAÞING HEKLU Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 ; vi\st\it \jiItiiinrj j5 = yyww.bi.lattiinu.! stjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, segir að allsherjarúttekt verði gerð á þessu óhappi. Hann segir að bilun hafi orðið í svonefndri topp- bindingu í einangrara í línunni sem leiddi til þess að línan féll niður á slá á háspennustaurnum í um átta metra hæð. Við eðlilegar aðstæður hefði lín- an átt að slá út með sjálfvirkum hætti. Það gerðist ekki heldur brann vírinn í sundur og féll til jarðar. Hluti línunnar lá yfir veginn en ekki var spenna á þeim hluta. Hins vegar lá annar hluti línunnar á túni skammt frá veginum í um hálfa klukkustund með fullri spennu. Starfsmenn Raf- magnsveitunnar rufu síðan straum- inn í dreifistöð í Logafold. Víxlun á vírum Gunnar segir að það fari eftir leiðni jarðvegarins hve langt raf- straumurinn nær frá línunni sjálfri. Leiðnin er meiri í rökum jarðvegi, eins og þar sem óhappið varð sl. laugardag. Hann segir að svo virðist sem víxlun hafi orðið á vírum við uppsetningu á línunni sem gerði það Raforkukerfi Orkuveitu Reykjavíkur 1999 Loftlínur 290,9 km Orkuflutningskerfi (i32kv) ÖStrengur 15,5 km 50,3% NesjavJína 15,3 km 49,7% Aðveitukerfi (132 og 33 kV) 71,4% 28,6% Dreifikerfi (11 kvogökv) Strengir 491 km 75,4% ___________Línur 160 km 24,6% Lágspennukerfi (400 og 230 v) GLágsp.strengir 820 km 89,1% Lágspennulínur 100 km 10,9% Strengir 39,0 km vjr Línur 15,6 km Q að verkum að rafstraumurinn sló ekki út. Búnaðurinn var settur upp fyrir 3^4 áram. 1.100 volta straumur var á lín- unni, sem er lífshættuleg spenna, en til samanburðar má geta að heimil- israfmagn er 220 volt. Búnaðurinn á að slá út sjálfvirkt sé hann rétt tengdur. Línan sem um ræðir er um 700 metra löng. Skipulagsmál hamla jarðstrengjum fvar Þorsteinsson, verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, segir að unnið sé markvisst að því að grafa háspennulínur í jörð. Það sé einkum af skipulagslegum ástæð- um að^ekki séu allar línur komnar í jörð. ívar segir einnig kostnaðar- samt að setja línur sem tilheyra orkuflutnings- og aðveitukerfi Raf- magnsveitu Reykjavíkur í jörðu. Auk þess séu þessar línur yfirleitt þar sem lítil umferð er, t.d. Nesja- vallalína, og aðveitukei'fi sem liggur utan alfaraleiða, eins og t.d. í Hamrahlíð og yfir Skammadal. „Dreifikerfið og lágspennukerfið eru þeir þættir sem við höfum unnið að á undanförnum árum að leggja í jörðu. Það kostar um 300 milljónir króna að leggja 80 km af dreifikerf- inu í jörðu. Að leggja í jörð 80 km af þeim 100 km af lágspennulínunum, sem enn era uppi, myndi kosta um 170 milljónir króna,“ segir ívar. ívar segir að langstærstur hluti loftlína sé í útjöðram þéttbýlis- svæða. í þéttbýli heyri það til und- antekninga að línur af þessu tagi liggi. Ennþá era þó línur uppi í enda Grafarvogshverfis og á nýju bygg- ingarsvæði hjá Korpúlfsstöðum. Sömuleiðis eru loftlínur ofan við Selás og í Norðlingaholti. Davíð Qddsson á fundi á Eskifirði Skattaafsláttur hjóna verði að fullu millifæranlegur 1 Egilsstöðum. Morgunblaðið. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðhen-a sagði á kosningafundi á Eskifirði á föstudag, að stefna bæri að því að gera skattafrádrátt hjóna millifær- anlegan að fullu. Nú er leyfilegt að millifæra 80% hans. Davíð sagði að bamabætur þyrfti að skoða í heild sinni. Hann minnti einnig á að stór hluti þjóðarinnar borgaði enga beina skatta. ^Fundargestúm^rai’ð tíðrætt um álver, virkjanir og jarðgöng. Davíð sagði verulegar líkur á því að álver og virkjun kæmu á Austurland. Hann sagði álnotkun vera að aukast í heiminum og taldi misskilning að Norsk Nydro myndi hætta við álver hér þrátt fyrir að fyrirtækið hefði hætt við að reisa álver annars stað- ar. Hugmyndir eru bæði um jarð- göng á Norðurlandi milfi Siglu- fíiiMfWHMÉriwa ■■ fjarðar og Ólafsfjarðar og á Aust- urlandi sem myndu tengja Fá- skrúðsljörð og Reyðarfjörð. Davíð sagði augljóst að göngin fyrir norð- an þyrftu að koma og með sama hætti þyrftu að koma göng á Aust- urlandi. Ekki þó endilega í tengsl- um við virkjanir eða verksmiðju. Göng væru byggðavænt verkefni sem skilaði arði og jákvæðri teng- ingu við byggðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.