Morgunblaðið - 06.05.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 06.05.1999, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR í Pizza Hut í Nýkaupsverslanir Opna fyrst stóran fjöl- skylduveitingastað WUAi FLASH Einnota myndavél HANS Petersen hf. hefur hafíð sölu á APS „einnota" myndavél en hún hefur þann eiginleika að hægt er að velja milli tveggja mynda- stærða við myndatöku. í fréttatil- kynningu frá Hans Petersen hf. kemur fram að í vélinni, sem er með innbyggt leifturljós, er 400 asa 25 mynda APS fllma og yfírlits- mynd fylgir við framköllun. Vélin er fáanleg í flestum verslunum Hans Petersen, hjá flestum Kodak Express verslunum, í mörgum stórmörkuðum og í Fríhöfninni. Verð er 1.490 krónur. Einnota myndavélar endurnýttar Þá kemur fram í fréttatilkynn- ingunni að Kodak „einnota" myndavélum hefur verið safnað saman um allan heim sl. níu ár og þær endurunnar og endurnýttar. Vélamar eru notaðar allt að 10 sinnum áður en þær eru muldar og endurmótaðar og fatlaðir starfa við flokkun hluta úr myndavélunum. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Gaum- ur, sem er í eigu Jóhannesar Jóns- sonar og fjölskyldu hans, hefur fest kaup á veitingastaðnum Pizza Hut. Jón Garðar Ögmundsson er nýráð- inn framkvæmdastjóri Pizza Hut. „Við stefnum að þvi að opna að minnsta kosti þrjá nýja Pizza Hut veitingastaði á þessu ári og sá fyrsti verður opnaður í byrjun ágúst. Það verður stór veitingastaður þar sem fjölskyldufólki verður gert hátt und- ir höfði.“ Jón segir að Steindór Olafsson, fyrrum eigandi Pizza Hut, muni reka fyrirtækið með sér fram á sum- ar en Jón er að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Landsteina í Danmörku og mun á næstunni dvelja í Belgíu þar sem hann verður í þjálfun hjá Pizza Hut. Pizza Hut í miðbæinn Á næstu mánuðum verður Pizza Hut opnað í tveimur Nýkaupsversl- unum, á Eiðistorgi og í Kringlunni. „I Kringlunni verðum við með Pizza Hut veitingastað í anddyri Nýkaups og þar verðum við einnig með hrað- þjónustu. Þá geta viðskiptavinir annaðhvort sest niður og fengið sér pítsu eða pantað pítsu, gert inn- kaupin og þekið hana með sér á leið- inni út. Á Eiðistorgi verður ein- göngu um hraðþjónustuna að ræða.“ Morgunblaðið/Golli JÓN Garðar Ögmundsson, nýráðinn frainkvæmdastjóri Pizza Hut, og Steindór Ólafsson, fyrrum eigandi Pizza Hut, sem mun sjá um rekstur- inn með Jóni fram á sumar. Jón segir að ennfremur sé verið að skoða húsnæði í miðbænum en þar á að opna stóran fjölskylduveitinga- stað. Heimsendingarþjónusta Þegar Jón er spurður hvort stefnt sé að enn frekari útvíkkun segii- hann, að ef Pizza Hut í Nýkaups- verslunum gangi vel sé stefnt að því að vera með slíka þjónustu í öðrum verslunum Nýkaups. Þá verður Pizza Hut í Smáralind. Þegar Jón er inntur eftir því hvort þeir ætli í beina samkeppni við Domino’s í heimsendingarþjónustu segir hann að til að byrja með verði einblínt á að byggja upp fjölskyldu- veitingastaði og hraðþjónustuna í Nýkaupi. „Á næsta ári munum við einbeita okkur að heimsendingar- þjónustu og brydda upp á ýmsum nýjungum í því sambandi." Hann segir að innan skamms verði nýr matseðill tekinn í notkun á Pizza Hut. Enrico’s- tómatvörur HEILSUHUSIÐ hefur hafið sölu á Enrico’s-tómatvörum frá Ventre Paking Company. Enrico’s-sósurnar eru unnar úr fersku líf-, rænt ræktuðu græn-^ meti og kryddjurt-| um. I fréttatilkynn- ingu frá Heilsuhús- inu kemur fram að j við framleiðsluna sé j ekki notaður sykur, ger, rotvarnarefni, tilbúin bragðefni, bætiefni né fylling- arefni auk þess sem ' sósumar eru til með og án salts. Bæklingur með uppskriftum liggur frammi í verslunum Heilsuhússins. aveusmmixi P ...jamsKonur aetur valdið slappleika leiða, námsörðugleikum, lélegu úthaldi o.fl. Ppro^!obinBi2 er bragógóo pirobriB'a, nkulega bætt B vitamínum og steinefnum. tól.fc. o VITABIOTICS - þar sem náttúran og vísindin vinna saman Fæst í flestum lyfjaverslunum N óatúnsbúðirnar 50 tonn af svína- kjöti á útsölu í DAG, fimmtudag, hefst svína- kjötsútsala hjá Nóatúni. Að sögn Jóns Þorsteins Jónssonar markaðsstjóra hjá Nóatúni er um að ræða 50 tonn af nýju svínakjöti og afslátturinn er á bilinu 20-40%. Kjötið kemur frá Sláturfélagi Suðurlands, Kjötumboðinu og Þríhymingi á Hellu. Jón segir að svínabógur og læri kosti nú 397 krónur kílóið en var áður selt á 598 krónur. Hann segir að ef miðað er við að þriggja manna fjölskylda borði sem samsvarar kílói kosti máltíðin innan við 150 krónur á mann. „Svínakótilettur kosta 798 krón- ur kílóið núna en venjulegt verð er 1098 krónur. Kílóið af svína- snitzeli fer úr 1.469 krónum í 987 krónur.“ Þegar Jón er spurður hvort þessi lækkun sé undanfari var- anlegrar verðlækkunar á svína- kjöti segir hann að undanfarið hafi búum fækkað og þau sem eftir eru hafi stækkað mjög mik- ið. „Ég spái því að verð á svína- kjöti eigi eftir að lækka á næstu tveimur ámm um að minnsta kosti 20%.“ NÝTT Finnur Ingólfsson í aratug töluðu menn um að breyta Búnaðarbanka og Landsbanka í hlutafélög. Nú hefur það verið gert og tugir þúsunda einstaklinga eru eigendur að bönkunum. Ný framsókn til nýrrar aldar FRCLSI FCSTA FRAMSOKN w w w . x b . i s / r ey kj a v i k B
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.