Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 4^ 30 ára tímamót í lífeyrismálum I DAG, hinn 19. maí, eru liðin 30 ár frá því skrifað var undir mjög merkan tíma- mótasamning. Sá samningur hefur bæði beint og óbeint haft áhiTf á lífeyri og þar með afkomu fleiri Is- lendinga en nokkur annar samningur, sem gerður hefur verið hingað til. Hér er ég að tala um kjarasamn- ing aðila vinnumark- aðarins um stofnun al- mennu lífeyrissjóð- anna, sem fulltrúar vinnuveitenda annars vegar og hins vegar aðildarfélaga Alþýðusambands Islands innsigl- uðu með undirskrift sinni þennan dag fyi-ir 30 árum. Samningar tók- ust eftir mjög langa og stranga samningalotu. Þótt sumir vinnu- veitendur hafí verið á móti samn- ingnum er ljóst að mjög fljótlega eftir undirskrift hans var almennt viðurkennt að mikið framfai-askref hefði verið stigið og því full ástæða til að vinna heilshugar að fram- gangi hans. Ég leyfí mér að fullyrða að hefðu þessir aðilar á mjög erfiðum tíma ekki borið til þess gæfu að stíga þetta skref, að margra ára vinna síðar meir, sem að lokum leiddi til lagasetningar um lífeyrissjóði, hefði ekki skilað jafn mikilvægri niðurstöðu og raunin varð með setningu laganna um stai-fsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997. Kjara- samningurinn 1969 var því í raun og veru homsteinn fyrir setn- ingu lífeyrissjóðalag- anna. Landsmenn allir og komandi kynslóðir eiga þessum forsjálu forystumönnum, sem fyrir 30 árum börðust hatrammlega fyrir því að tryggja launamönn- um viðunandi og mannsæmandi laun eftir starfslok, því mikið að þakka. A þeim árum, sem og því miður enn í dag, vom greiðslur almannatrygginga til eft- irlaunamanna það lágar að með öllu var óviðunandi. Samningurinn tryggði að öllum almennum laun- þegum var skylt að leggja fyi-ir til efri ára 4% launa sinna. A móti ábyrgðust vinnuveitendur að gi-eiða 6% til viðbótar, svo til sam- ans gerði þetta 10% iðgjald. Menn sögðu sem svo að allir launamenn skyldu eiga rétt til mannsæmandi lífeyris. Það áttu ekki vera forrétt- indi fárra og útvaldra, heldur allra launamanna að geta eytt ævikvöld- inu á sómasamlegan hátt og með reisn. Lífeyrir Landsmenn allir og komandi kynslóðir, segir Þórir Hermanns- son, eiga þessum for- sjálu forystumönnum mikið að þakka. Með einstöku framtaki sínu voru þessir frumherjar að setja af stað þróun, sem ég get varla ímyndað mér að þeir hafi séð nákvæmlega fyrir, en hefur í dag komið litla landinu okkar á blöð heimssögunn- ar hvað varðar lífeyri við starfslok sem dugar til eðlilegrar fram- færslu. Nú horfa mörg önnur lönd til okkar öfundaraugum og æ fleiri þeirra leita eftir leiðsögn og aðstoð til að koma af stað sambærilegu tryggingakerfi og íslensku lífeyris- sjóðimir eru í dag. Alþjóðabankinn hefur lagt áherslu á að lífeyriskerfi verði að byggjast á þremur stoð- um, þ.e. almannatryggingum, líf- eyrissjóðum og frjálsum viðbótar- sparnaði. Islenska lífeyriskerfið uppfyllir að ýmsu leyti þessa forskrift Al- þjóðabankans og vegur þar þyngst skylduaðild að lífeyrissjóðum sem byggja á sjóðsöfnun og samtrygg- Þórir Hermannsson % f^n FASTEIGNA rf HHJ MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551 1540, 552 1700, FAX 562 0540 Netfang: http://habil.is/fmark/ Opið virka daga frá kl. 9-18. Jón Guðmundsson sölustjóri, lögg. fasteignasali og Ólafur Stefánsson viðskiptafr. og lögg. fasteignasali Skúlagata NÝBYGGING — LYFTUHÚS Vorum að fá til sölu 2ja og 4ra herb. íbúðir í þessari glæsilegu nýbyggingu. (búðimar verða til afhendingar í október nk., fullbúnar með öllum innréttingum en án gólfefna. Lyfta er í húsinu. Sameign afhendist fullbúin m.a. lóð. Möguleiki á stæðum í bílahúsi. Sjávarútsýni. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. JL ingu. Við erum því fyrirmynd á þessum sviðum og uppfyllum skil- yrðin um ess-in þrjú, sem standa fyrir hugtökin um skylduaðild, sjóðsöfnun og samtryggingu. Öll þessi skilyrði þurfa að vera fyrir hendi ef viðkomandi einstaklingur á að geta séð fyrir sér á efri árum með uppsöfnuðum spamaði og áunnum tryggingum. Þvílík hug- sjón að sjá svona langt fram í tím- ann sem segir mér einnig að fmm- herjamir vora fyrst og fremst að hugsa um hag annarra en sjálfra sín, því greiða verður iðgjald heila starfsævi svo réttindi í lífeyrissjóði skili eðlilegum tekjum eftirlauna- manns til baka. Vissulega er staðan í dag enn sú að lífeyrir út á 10% lögbundna ið- gjaldið er ekki nægjanlegur til að standa undir nema allra brýnasta framfærslukostnaði. Iðgjaldið þarf að hækka umtalsvert til að hægt sé að halda uppi ámóta tekjum og fyrir starfslok. Með samningum við stafsmenn hafa nokkrir vinnu- veitendur, m.a. ríkið, komið til móts við þessa þörf með hæma ið- gjaldi. Opinberir starfsmenn fá nú greitt 11,5% iðgjald frá vinnuveit- anda á móti 4 prósenta framlagi sínu til lífeyrissjóðs eða samtals 15,5%. Er það von mín og ósk að fljótlega geti náðst um það almenn sátt í þjóðfélaginu að alhr starf- andi menn skuli greiða a.m.k. 15% iðgjald til lífeyrissjóðs. Ég ætla ekki að tjá mig um væntanlega skiptingu iðgjaldsins milli starfs- manns og vinnuveitanda umfram það sem stendur hér, en afstaða ríkisvaldsins hlýtur þó að leggja töluvert línuna. Hver og einn get- ur svo að sjálfsögðu bætt við lög- bundinn sparnað sinn á ýmsan hátt og þarf að gera það. Ég hv^fc alla sem ekki hafa þegar gert það að skoða stöðu sína vel, íhuga að bæta við lífeyrissparnaðinn og meta jafnframt með hvaða hætti öðrum helst er hægt að tryggja áhyggjulaust ævikvöld. Sumir þeir er að málinu komu fyrir 30 áram hafa flust um lífs- skeið yfir móðuna miklu, en það era margir enn starfandi með okk- ur. Þeir sjá í dag mikinn árangur starfs síns, sem seint mun hverfa. Ég vil nú að lokum óska þeim og okkur öllum hjartanlega til hap^. ingu með daginn og þakka þeim heilshugar fyrir stórkostlega fram- sýni og ótrúlegt framtak. Höfundur er formaður Landssam- taka lífeyrissjóða. n m m 1 ÍELAR | Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 | Vefsíða: www.oba.is (ít. FASTEIGNA <f I tMJ MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ FLETTURIMI 32 - 38 NÝBYGGING NÝJAR ÍBÚÐIR í GRÓNU HVERFI 4\ Vandaðar 3ja - 4ra herb. íbúðir á frábærum útsýnisstað. Sérinn- gangur i hverja íbúð. íbúðirnar afhendast fullbúnar en án gól- fefna í nóv - des. 1999. Sameign og lóð frágengin. Ýmist suður- eða vestursvalir. Stutt í skóla og alla þjónustu. Teikningar og all- ar nánari upplýsingar á skrifstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.