Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 50
'i FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BÖÐVAR SVEINBJARNARSON + Böðvar Svein- bjarnarson fæddist á fsafirði 7. apríl 1917. Hann lést á hjúkrunar- deild Hrafnistu 5. júní síðastliðinn. Foreldrar Böð- vars voru Svein- björn Halldórsson, bakarameistari á Isafirði, f. 14. ágúst 1888, d. 13. sept- ember 1945, og kona hans Helga Jakobsdóttir, hús- móðir á fsafírði, f. 24. apríl 1889, d. 26. apríl 1979. Systkini Böðvars sem upp komust: Steinunn, látin; Hall- dór; Marta; Sveinbjörn; Sigríð- ur og Jóhanna. Einnig eignuð- ust Sveinbjörn og Helga tvær dætur, Helgu Karítas sem lést á fyrsta ári og óskírða stúlku sem lést við fæðingu. Hinn 3. júlí 1948 kvæntist Böðvar Ið- unni Eiríksdóttur, f. á ísafirði 9. júní 1921, d. 24. maí 1974. Iðunn var dóttir Eiríks Brynjólfs Finnssonar, yfirverkstjóra, og Kristínar Einarsdótt- ur, húsmóður. Iðunn lauk stúdentsprófi frá M.A. 1940. Auk hús- móðurstarfa rak hún í mörg ár verslun þeirra hjóna á Isa- firði. Iðunn var m.a. formaður kvenfélags- ins Óskar og kvennadeildar SFVÍ um nokkurra ára skeið. Böðvar og Iðunn eignuðust (jögur börn. Þau eru a) Bergljót kennari, f. 20. október 1948. Maki: Jón Guðlaugur Magnússon fram- kvæmdastjóri, og eru börn þeirra þijú: Iðunn Eir, Magnús Freyr og Böðvar. b) Haukur skipstjóri, f. 18. október 1949, fórst með skipi Elsku afi, það er erfitt fyrir mig að setjast niður og skrifa þér þessa y hinstu kveðju. Þó er það svo að margar ánægjulegar minningar skjóta upp kollinum og hugur minn ber mig alla leið til ísafjarðar sem er þó svo óralangt frá þeim stað sem ég dvel nú. Eg hugsa um húsið þitt að Túngötu 7 sem bauð upp á ótal möguleika til leikja, um sumarbú- staðinn inni í Skógi sem var þér svo kær og ég hugsa um Niðursuðuverk- smiðjuna sem þú stofnaðir og rakst hátt í 40 ár og margt, margt fleira. Fyrstu minningar mínar um þig eru frá því að ég var 3-4 ára og bjó á ^ísafirði. Ég man að ég vildi helst alltaf vera hjá þér og Iðunni ömmu. Mamma hefur sagt mér að ég hafi rétt verið farinn að tala þegar ég lærði að hringja í ykkur til að biðja um að verða sótt og að það hafi aldrei liðið langur tími frá því að ég tók upp símtólið þar til að afi var kominn. Fyrsta sorg lífs míns var síðan þegar Iðunn amma dó. Ég veit að fráfall ömmu hefur verið þér enn meiri miss- ir og það hjálpar mér í sorg minni núna að vita að þið eruð loksins sam- an að nýju ásamt elsku Hauki ykkar. Fjölskylda mín fluttist í Kópavog- inn þegar ég var enn á barnsaldri. Þú varst þó aldrei langt undan og allt fram að 19 ára aldri eyddi ég flestum sumrum hjá „afa á ísafirði." Ég man "* 5hvað þú varst alltaf góður við mig. Ég minnist sérstaklega síðustu sumra minna á ísafirði en þá kom Vala vinkona úr Kópavoginum með mér vestur til að vinna í Niðursuðu- verksmiðjunni. Þegar við komum þreyttar heim í hádeginu og á kvöld- in beiðst þú yfirleitt alltaf með heitan mat handa okkur og þegar við fórum út á kvöldin vaktir þú þolinmóður eft- ir okkur, án þess að tala um eða láta á því bera að þú hefðir nú kannski svolitlar áhyggjur af okkur. Þú lán- aðir okkur bílinn þinn hvenær sem við vildum og þú varst alltaf reiðubú- inn að skjótast með okkur hvert sem var ef það hentaði okkur betur. Ég minnist þess líka hvað þú varst alltaf stoltur af því sem ég var að gera hversu lítilvægt sem það nú var. Þegar ég lauk fyrsta námsárinu í Verslunarskólanum baðst þú mig um að taka einkunnirnar mínar með þegar ég kom vestur til sumardval- ar. Þú sýndir þær síðan stoltur þeim sem komu að heimsækja þig þrátt fyrir að ég hefði nú alls ekkert verið að sprengja upp einkunnaskala Verslunarskólans. Þó að þú sért farinn frá okkur og verðir ekki til staðar næst þegar ég kem til íslands þá veit ég að þú verð- ur alltaf mikilvægur hluti af Íífi mínu og að ég mun aldrei gleyma þér. Ég harma það mjög elsku afi minn að eiga þess ekki kost að fylgja þér til grafar. En ég vil að þú vitir að hugur minn verður með þér og fjölskyld- unni þegar þú verður jarðsunginn og færður til hinstu hvílu á Isafirði við hliðina á Iðunni ömmu. Vertu bless elsku afi minn og guð geymi þig. Þín Iðunn Eir. t Alúðarþakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur í orði og verki hlýhug og virðingu vegna andláts okkar ástkæra sonar og bróður, SÆBJÖRNS JÓNSSONAR (Bubba). Guð blessi ykkur öll. Ingunn Björgvinsdóttir, Ragnar Thorarensen, Jón Aðalsteinn Saebjörnsson, Jóhanna Jónasdóttir, Björgvin, Arndís og Lee Ann. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, JÓNS GUNNARSSONAR fyrrum kaupfélagsstjóra, hjúkrunarheimilinu Skjóli. Guðmundur Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Petra Sigríður Jónsdóttir, Unnur Jónsdóttir. sínu 25. febrúar 1980. Haukur var ókvæntur og bamlaus. c) Ei- ríkur Brynjólfiu- framkvæmda- stjóri, f. 9. nóvember 1956. Maki: Halldóra Jónsdóttir húsmóðir, og em þeirra böm: Iðunn, Haukur, Jón Ólafur og Aldís Braga. d) Kristín skrifstofumað- ur, f. 1. júm 1958. Maki: Pétur Sigurgeir Sigurðsson fram- leiðslustjóri, þeirra synir em: Sigurður og Sveinbjöm. Böðvar var um árabil um- svifamikill í atvinnurekstri á Isafírði. Hann var lengst af for- stjóri Niðursuðuverksmiðjun- anr h.f. og Torfness h.f. Böðvar sat í mörg ár í sfjórn Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda og Sölusamtaka lagmetis. Böðvar starfaði um langt skeið í Skátafélaginu Einherjum á ísafirði og lék knattspyrnu með Knattspyrnufélaginu Herði. Hann var einn af stofnendum Oddfellowstúkunnar Gests og Lionsklúbbs Isafjarðar. Þá tók hann virkan þátt í starfí Sjálf- stæðisflokksins á Isafirði. Utfor Böðvars verður gerð frá Isafjarðarkirkju föstudag- inn 18. júní og hefst athöfnin klukkan 14. Með Böðvari Sveinbjarnarsyni er fallinn frá einn af brautryðjendum í íslenskum rækjuiðnaði og ísfirsku atvinnulífi. Það er erfitt fyrir okkur sem erum að lifa aldaskiptin að gera okkur grein fyrir því hvemig það vai- fyrir unga menn að hefja lífsstarfið í miðri heimskreppunni. Tilviljun réð því, eins og svo mörgu í lífinu að Böðvar hóf störf hjá nýstofnaðri Rækjuverk- smiðju Isafjarðar, sem var í eigu Bæjarsjóðs, aðeins 19 ára gamall. En hann hafði byrjað að læra til bak- ara hjá fóður sínum og var búinn með tvö ár af námstímanum, þegar Halldór bróðir hans, sem hafði feng- ið starf í hinni nýju verksmiðju slas- aðist. Böðvar hljóp í skarðið fyrir bróður sinn því á þeim tíma var að- eins um tvennt að ræða fyrir Hall- dór, annað hvort missti hann vinn- una, eða útvegaði mann fyrir sig. Þannig má segja að fótameinið hjá Halldóri hafi verið happ fyrir þróun rækjuiðnaðarins, því næstu 50 árin helgaði Böðvar greininni starfs- krafta sína. Ég held að hægt sé að fullyrða að stofnun Rækjuverksmiðjunnar og upphaf rækjuveiða í ísafjarðardjúpi séu eitthvert merkasta skrefið í þró- un atvinnumála á Isafirði og varð Isafjörður strax höfuðvígi rækjuiðn- aðarins á Islandi. Þaðan barst þekk- ingin um landið, Isfirðingar fundu rækjumiðin í Arnarfirði og hófu veið- ar í Húnaflóa. Böðvar var með í æv- intýrinu frá byrjun og fljótlega í for- ystu. Skömmu eftir að hann hóf störf í Rækjuverksmiðjunni, varð hann verkstjóri, en í upphafi var öll rækj- an niðursoðin, og flutt beint á neyt- endamarkað eins og nú er sagt, og raunar umhugsunarefni rúmlega 60 árum síðar að Islendingar séu ekki lengra komnir á þeirri braut. Bæjarsjóður hætti starfrækslu verksmiðjunnar 1939 og keyptu Jón Kjartansson, kenndur við Sælgætis- gerðina Víking, og fleiri verksmiðj- una og stofnuðu Niðursuðuverk- smiðjuna á Isafirði h.f. Hófst þá langt og farsælt samstarf Jóns og Böðvars. Böðvar var ráðinn verksmiðju- stjóri hins nýja fyrirtækis, og kom síðar inn sem meðeigandi. Það er til marks um gífurleg áhrif verksmiðj- unnar á atvinnulíf bæjarins, að árið 1939 unnu 130 manns í verksmiðj- unni, auk þeirra sem höfðu atvinnu af veiðunum. En það árið voru íbúar Isafjarðar um 2800. Þegar leið að seinni heimstyrjöld- inni reyndist erfitt að selja rækjuna og fór þá verksmiðjan að sjóða niður aðrar afurðir eins og sfld, fisk og ýms- ar kjötvörur. A tímabili var mikið af vörum verksmiðjunnar selt til Banda- ríkjanna, en eftir stríð töpuðust þeir markaðir, að talið var vegna undir- boða „frænda okkar“ Norðmanna. 1948 kaupa þeir Böðvar og Jón Kjartansson Ishúsfélag Isfirðinga og reka til ársins 1952 er þeir selja bæj- arsjóði og fleiri hluthöfum fyrirtækið. 1942 kaupir hann verslun af Olafi Halldórssyni foðurbróður sínum, og rak ásamt Iðunni konu sinni um 35 ára skeið í Hafnarstrætinu. Kunni Böðvar margar sögur af þeirri út- sjónarsemi, sem nauðsynleg var til að útvega vörur í stríðinu og á hafta- árunum, sem á eftir fylgdu og voru í raun við lýði allt fram yfir 1960. Fyr- ir neyslukynslóð dagsins í dag er erfitt að útskýra þetta ótrúlega kerfi. Sjálfur er ég af þeirri kynslóð sem tengir ilm af eplum og appelsínum við jólin sem voru eini árstíminn sem mátti flytja inn þá ágætu ávexti. I byrjun sjötta áratugarins má segja að rækjuveiðar og vinnsla hafi að mestu leyti lagst af á Isafirði, fyrst og fremst vegna lélegrar markaðs- stöðu, sem trúlega hefur að mestu leyti verið heimatilbúið vandamál. 1955 verða enn kaflaskil hjá Böðvari, er hann stofnar Niðursuðu- verksmiðjuna h.f. ásamt Ragnari Jakobssyni frá Flateyri og fleirum. Hafði orðið að samkomulagi milli Böðvars og Jóns Kjartanssonar að leiðir skildu og keypti hið nýja félag öll tæki og tól eldri verksmiðjunnar. Verksmiðjuhús var byggt á Torfnes- inu, og niðursuða hafin af fullum krafti, fyrst og fremst á rækju. Einnig var soðið niður ýmislegt fisk- og kjötmeti auk grænmetis. Hygg ég að flestir Vestfirðingar sem komnir eru yfir miðjan aldur minnist með söknuði grænu baunanna frá Böðvari. Um 1960 kaupir Böðvar hlut Ragnars Jakobssonar og félaga t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR bifvélavirkja, Gnoðarvogi 28. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Valdimarsdóttir, Elín V. Þorsteinsdóttir, Ricardo Villalobos, Sigurður Þorsteinsson, Lilja D. Michilsen, Ingunn Þorsteinsdóttir,Guðjón Valdimarsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir. Lokað Vegna útfarar JAKOBS HALLGRÍMSSONAR, organista og tón- listarkennara, verður skrifstofa söngmálastjóra þjóðkirkjunnar lokuð frá hádegi föstudaginn 18. júní. og er eftir það aðaleigandi fyrirtæk- isins ásamt Iðunni konu sinni og Viggo Norðquist sem einnig átti hlut í fyrirtækinu. En Böðvar kom víðar við og í mörg ár rak hann fiskimjöls- verksmiðjuna Torfnes h/f, fyrst í samvinnu við Hákon Kristinsson og síðar Norðurtangann h/f. Síðar varð Böðvar einn eigandi. 1959 stofnar Böðvar nýja rækju- verksmiðju í Hnífsdal ásamt Sigurði Sv. Guðmundssyni. Atti Böðvar rneiri- hluta í þeirri verksmiðju tii 1962 að hann seldi Sigurði sinn hlut. Á þessum árum er byrjað að frysta rækjuna í blokk og um 1970 hefst lausfrysting. Þá má segja að raunveruleg bylting hefjist í greininni, með tilHti til sölu og markaðsmála, þar sem markaðir fyiár frystar afurðir voru miklu stærri og meiri en nokkru sinni fyrir niðursoðn- ar afurðir. Frá þeim tíma má segja að niðursuðan hafi orðið aukabúgrein með frystingunni. Laust fyrir 1980 stóð Böðvar frammi fyrir þeirri ákvörðun að hætta starfsemi þar sem rýma þurfti verksmiðjuhúsið á Torfnesi vegna byggingarframkvæmda sjúkrahúss- ins. Eldmóðurinn var enn til staðar og hafin var bygging nýrrar verk- smiðju. 1981 hefst svo starfsemin í nýju og glæsilegu húsnæði í Sunda- höfn, og í hönd fara miklir uppgangs- tímar í rækjuiðnaðinum. Uthafsveið- ar hefjast af miklum krafti og voru Isfirðingar sem fyrr í forystuhlut- verki, ekki síst við að koma stærri skipum til veiða en áður hafði þekkst. Má segja að Isafjarðarverksmiðjum- ar hafi lagt grunninn að því loðnuflot- inn fékk rækjukvóta nokkrum árum síðar. Um 1990 fer að bera á erfiðleik- um hjá Isafjarðarverksmiðjunum, og Niðursuðverksmiðjan, Rækjuverk- smiðja Olsens og Rækjustöðin, sem voru burðarásar rækjuvinnslunnar á Isafirði heyra nú sögunni til. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Böðvari, er ég kom á heimili hans og Iðunnar, sem verðandi tengda- sonur þeirra, 1967 og eru mér minn- isstæð fyrstu kynni mín af Böðvari, sem mér fannst geisla af góð- mennsku. Frá þeim tíma hófst óslitin vinátta okkar Böðvars, sem var hlýr og ráðagóður. Minnist ég margra ánægjustunda með honum, því Böðv- ar kunni öðrum fremur að segja skemmtilega frá og var óvenju fróð- ur um menn og málefni. Ogleyman- legar eru stundirnar í Skóginum, þar sem Böðvar hafði átt sumarbústað, sem var honum sérlega kær. Þangað flutti fjölskyldan á sumrin meðan börnin voru ung og síðustu árin sem Iðunn lifði var verið þar flestar helg- ar og nær allar frístundir Böðvars voru tengdar bústaðnum. Meðan Böðvar hélt heimili á Isafirði komum við þangað öll sumur, til lengri eða skemmri dvalar og oft yfir jól og ára- mót. Heilu næturnar gátum við þá setið og rætt landsins gagn og nauðsynjar og var þá oft farið um víðan völl, því Böðvar hafði skoðanir á flestum hlutum. Eldri börnin mín Iðunn og Magnús voru mörg sumur á Isafirði við störf og nutu góðs atlætis afa síns og sérstök var sú vinátta sem var milli hans og Magnúsar. Heimili þeirra hjóna var glæsilegt og gestagangur óvenjumikill, en þau voru höfðingjar heim að sækja og var Böðvar venjulega hrókur alls fagnaðar. Iðunn lést langt um aldur fram 1974 eftir langvarandi veikindi og enn varð Böðvar fyrir áfalli þegai- Haukur sonur hans fórst í Isafjarð- ardjúpi 1980. Eftir að Böðvar hætti daglegum af- skiptum af fyrirtækinu flutti hann til Reykjavíkur. Alla tíð fylgdist hann vel með því sem var að gerast fyrir vestan og endalokin urðu honum vissulega áfall, þótt hann tæki þeim af karlmennsku eins og öðru í lífinu. Blessuð sé minning Böðvars Sveinbjarnarsonar. Jón Guðlaugur. Til afa. Afi minn, ég vildi að þú værir hér lengur, en lífið svona bara gengur, og ég mun alltaf muna þig. Þinn Sveinbjöm. • Fleirí niinningnrgrciiiar um Böðvar Sveinbjarnarson bíða birtingar og niunu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.