Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 57 BRIDS Hmsjón Guðmundur I'áll Arnarsnn DANO de Falco hitti ekki á útspilið gegn slemmu Portúgalans Bar- bosa, eins og við sáum í þættinum í gær. En nú var farið að fjúka í Fálkann og hann ætlaði ekki að láta Barbosa valta yfír sig tvisvar í sama leiknum. de Falco hélt á þessum spilum í vestur: Vestur AÁK632 V32 ♦ Á52 *K82 Það er enginn á hættu og austur passar sem gjaf- ari, en suður vekur á þrem- ur laufum. Hvað vill les- andinn segja á þessa 14 punkta? Vestur Norður Austur Suður de Falco Sa Ferraro Barbosa Pass 3 lauf 3grönd! Pass Pass Pass de Falco skellti sér í þrjú grönd og enginn hafði neitt við það að athuga. Norður * D98 V 9754 * KD983 * 9 Austur * G104 V ÁKG6 * G1076 * 107 Suður * 75 VD108 * 4 * ÁDG6543 Norður kom út með smá- an tígul undan hjónunum, svo de Falco fékk fyrsta slaginn ódýrt á gosann i blindum. Norður fékk næsta slag á spaðadrottn- ingu og skipti þá yfir í lauf. En það var engin vöm til að de Falco fékk á endanum tíuslagi. Á hinu borðinu vakti Bocchi ekki á spil norðurs, svo AV fundu spaðann sinn strax og spiluðu fjóra spaða. Sá samningur tapað- ist á mörgum borðum, en Portúgalinn Castanheira rataði réttu leiðina. Vörnin byrjaði á því að taka fyrstu tvo slagina á laufás og laufstungu. Norður spilaði svo hjarta, sem sagnhafi drap með ás og tók svo ÁK í spaða. Fyrsta vers. Síðan ákvað Castanheira að taka á hjartakóng og trompa hjarta. Þegar drottningin féll vora tíu slagir í húsi, svo spilið skapaði enga sveiflu. Vestur * ÁK632 V32 ♦ Á52 *K82 MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sinum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fýrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. í DAG ÁRA afmæli. Mánu- daginn 5. júlí verður sjötugur Elís G. Þorsteins- son, fulltrúi hjá Vegagerð ríkisins. Af því tilefni tekur hann og eiginkona hans Emilia Lilja Áðalsteinsdótt- ir á móti skyldfólki, vinum og kunningjum sunnudaginn 4. júlí kl. 16-19 í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8, Kópavogi. GULLBRÚÐKAUP. Fimm- tíu ára brúðkaupsafmæli eiga, föstudaginn 2. júlí, hjónin Guðmundur Kr. Her- mannsson frá Suðureyri v/Súgandafjörð og frú Sig- ríður Kristjánsdóttir frá Felli, Biskupstungum, nú til heimilis að Skúlagötu 20, Reykjavík. Þau fara í óvissu- ferð í tilefni dagsins. ÞESSAR hressu stelpur voru með tombólu um daginn til styrktar Rauða Krossi íslands og söfnuðu 3.648 krónum. Þær heita Guðný Rut Jónsdóttir, Árný Jónsdóttir, Elsa Ruth Róbertsdóttir og Lilja Ragna Róbertsdóttir. Ast er... ...aðgeta hríngt íhann þegar þú lendir í vand- ræðum. TM Reg U.S. P«t. 0«. — »11 fights reserved (c) 1999 Los Angeles Times Syndicate ÚR REGINSMALUM Hverjir ríða þar Ræfils hestum hávar unnir, haf glymjanda? Seglvigg eru sveita stokkin, mun-at vogmarar vind um standast. Hér erum vér Sigurður á sætrjám; er oss byr gefinn við bana sjálfan; fellur brattur breki bröndum hærri, hlunnvigg hrapa. Hver spyr að því? Hlutavelta Með morgunkaffinu Árnað heilla STJÖRNUSPA eftir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að nýta þér tækifærí lífsins. Mundu bara að vandi fylgir veg- semd hverri. Hrútur - (21. mars -19. apríl) Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt eitt- hvað kunni að blása á móti um stundarsakir. Öll él birtir upp um síðir. Naut (20. apríl - 20. maí) Misskilningur sem upp kem- ur mun leysast farsællega þér í hag. Það eina sem þú þarft að gera er að vera sam- kvæmur sjálfum þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Hver veit nema nýr aðdáandi bíði handan Krabbi (21. júní - 22. júlí) Einhverjir kunna að mis- skilja tilganginn á bak við metnað þinn en haltu þínu striki því árangurinn verður þér í hag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Óvænt tækifæri berst þér upp í hendumar og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. Sýndu samt fyr- irhyggju. MeyJU jj (23. ágúst - 22. september) (Su. Láttu ekki viðfangsefnið ná of sterkum tökum á þér og mundu að þú átt að vera herra atburðarásarinnar. Sinntu líka fólkinu í kringum þig- (23. sept. - 22. október) M Nú ríður á að vera vel undir- búinn til þess að leysa verk- efni dagsins. Vertu umburð- arlyndur og láttu ekki aðra fara í taugamar á þér. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þegar í öngstræti er komið er gott að hugsa málin alveg upp á nýtt. Treystu á sjálfan þig og varastu áhrif frá öðr- Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) nk) Þér standa ýmsir möguleikar opnir sem þú átt erfitt með að velja í milli. Það sakar ekki að hlusta á skoðanir sér eldri manna. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þér hættir til að slá vandan- um á frest en þegar til lengri tíma er litið borgar sig að leysa málin strax. Vertu já- kvæður og hafðu trú á sjálf- um þér. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) CiU Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Framkvæmdu hugmynd þína áður en ein- hver annar verður fyrri til. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú þarft að leysa vandamál sem krefst mikillar einbeit- ingar og yfirsýnar. Nú kem- ur sér vel að eiga góða sam- starfsmenn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Sumartilboð Jakkar á kr. 3.000, buxur á kr. 1.900, pils á kr. 1.900 á meðan birgðir endast. Mikið úrval af bolum og blússum frá kr. 990. 'gíjGA Nýbýlavegi 12, Kópv sími 554 4433. H # Ný vefslun™3 gflrrroenannvrðir Spennandi opnunartilboð á löngum laugardegi Verið velkomin iyf Slétt og brugðið Skólavörðustíg 22 Sími 5616111 Sendum í póstkröfuJ Topptilboð Tegund: 950280 Litir: Svartir/gráir Stærðir: 25-35 Tegund: 950283 Utir: Bláir/svartir/gráfr Stærðir: 25-34 Barnaskór í miklu úrvali T Póstsendum samdægurs oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 T ÚTILÍF Glæsibæ sími: 581 2922
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.