Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.07.1999, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ r. 44 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1999 HUGVEKJA FRÁ Þingvöllum. Þar rauður loginn brann s Tuttugu og einn Islendingur var borinn á bál hér á landi á brennuöld (17. öld- inni). Stefán Friðbjarnarson veltir fyrir sér, hvort hjátrú og hindurvitni eigi enn hlut að dómum okkar um náungann. DAUÐADÓMAR eru sjaldan réttlætanlegir. Það er hart til þess að hugsa að rúmir tveir tugir manna vóru dæmdir á bál hér á landi og brenndir. Þeir logar, sem þessir dómar kveiktu, eru hluti af Islands sögu, þótt þeir séu slokknaðir. A sextíu ára tímabili, 1625 til 1685, vóru 20 meintir galdra- menn, og raunar einum betur, brenndir á Islandi. Fyrsta galdra- brennan brann í Svarfaðardal norður árið 1625. Sú síðasta í Brennugjá á fornhelgum Þing- völlum við Oxará. Það var 4. júlí árið 1685. í dag eru því nákvæm- lega 314 ár frá því að logar síð- ustu galdrabrennunnar á íslandi léku um einstakling, sem sjálfsagt hefur þráð lífið jafn heitt og við öll gerum. Alls urðu galdramál, svokölluð, um 120 talsins hér á landi á þessum dæmalausu sextíu árum, flest í Isafjarðar- og Barða- strandarsýslum. Galdratrú og ótti við galdra blossaði upp hér á landi um og upp úr 1600 fyrir áhrif frá Dan- mörku og Þýzkalandi. Kuklið var þó ekki nýtt af nál með þjóðinni á þessum tíma. Galdrafrásagnir eiga fornar rætur í íslenzkri þjóð- trú og finnast í þjóðsögum frá ýmsum tímum. I þjóðsögum síðari tíma er kunnust frásögnin af Galdra-Lofti. Arið 1630 var lesinn upp á Al- þingi boðskapur frá Kristjáni konungi IV., sem gefinn var út í Danmörku árið 1617, þar sem embættismönnum var skipað að hlýða fyrirmælum hans um refs- ingu gjaldramanna. Og ýmsir valdsmenn gengu harkalega fram í galdramálum. Hér verður ekki farið nánar ofan í þá sauma. En minnt skal á að meðal kunnra heimilda um hugarfar og hjátrú brennualdar eru Píslarsaga sr. Jóns Magnússonar, rit sr. Páls Björnssonar, t.d. „Caracter bestiæ“, og rit Jóns lærða Guð- mundssonar. Af seinni tíma ritum skal bent á „Galdur og gjaldramál á íslandi“ eftir Ólaf Davíðsson. Þessi þáttur íslands sögu er ekki rifjaður hér upp til að fella dóma yfir fyrri tíðar mönnum, sem vóru börn síns tíma, og hugs- uðu og framkvæmdu í samræmi við sinn aldarhátt, að ekki sé nú talað um konungsboðskap um „refsingu galdramanna“. En vítin eiga að vera til varnaðar - til að draga af þeim lærdóma. Ekki sízt víti hjátrúar og hindurvitna. Og hjátrúin og hindurvitnin brunnu ekki til ösku á brennuöld, brunnu ekki út úr íslenzkum veruleika. Hún og þau lifa góðu lífi á upp- lýstri öld hátækninnar, þótt þau komi fyrir með öðrum hætti en á brennuöld. Höfundur þessa pistils gerir sér grein fyrir viðvarandi átökum hins góða og illa í tilverunnni - og sumir segja í huga og sálu sér- hvers manns. „Frelsa oss frá illu“ er og síðasta af sjö bænum „Faðir vorsins“, sem lausnarinn sjálfur kenndi kynslóðunum. Tugmilljón- ir manna fara daglega með þessa bæn. Kjarninn í boðskap Krists var á hinn bóginn náungakærleik- urinn. Og það samræmist ekki kærleika kristindómsins að dæma náungann eftir kokkabókum hjá- trúar og hindurvitna. Samt sem áður „brennum" við enn í dag, sum hver a.m.k., vísvitandi eða ómeðvitað, æruna af náunganum í hita deilumála - og þarf ekki kosningaár til. Við viðurkennum í orði að skoðanlegir „andstæðing- ar“ okkar hafi nákvæmlega sama rétt og við til eigin skoðana og til að koma þeim á framfæri, en ger- um við það á borði, undantekning- arlaust? Gætum við nægjanlegs hófs og háttvísi í hólmgöngu deiluefna hins daglega lífs? Sér- hver skoði í eigin barm í þessum efnum. Brennuöldin má gjarnan vera okkur víti til varnaðar. Allt kukl er að vísu af hinu illa. En afstaða okkar til náungans á að byggja á hlýju og umburðarlyndi, jafnvel þegar hann fer villur vegar. Það er hluti af kristinni trúarsannfær- ingu. Og hennar heimkynni eru hjörtu sem trúa. í endaða þessa hugvekju skul- um við glugga í Einar skáld Bene- diktsson: Hafknörrinn glæsti og Qörunnar flak fljóta bæði. Trú þú og vak. Marmarans höll er sem moldarhrúga. Musteri Guðs eru hjörtu sem trúa, þó hafi þau ei yfir höfði þak. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður við Morgunblaðið. Gœðavara Gjaídvara — nidtar orj kaffislell Allir verðflokkar. lleimsírærjii liöiimiðir m.d. Gianni Versdte. x Vl.ItSI.UNlN Laugrtvegi 52, s. 562 4244. í DAG VELVAKAjVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Ekki til að auka hróður Borgarness EFTIR gott og ánægju- legt ferðalag um Norður- land komum við hjónin á leið heim í Borgarnes sem var í alla staði frábært. Borgnesingar góðir heim að sækja og virðist maður alls staðar velkominn. Fallegt umhverfi, laugin góð sem við nýttum okk- ur. En einn hængur var á, við völdum vitlausan stað til að borða á. Klukkan var orðin rúmlega 19 og vorum við svöng eftir sundið. Þar sem við höfð- um komið áður að Brákar- braut 3 (árið ‘94) og fengið þar mjög góðan mat og góða þjónustu hjá ís- lenskri konu, ákváðum við að koma þar aftur. Þegar inn var komið var þar orð- inn taílenskur staður sem nú heitir „Matstofan". Ákváðum við að reyna hann og pöntuðum okkur nautasteik á 1.000 kr. og einungis vatn með matn- um. Biðum við í 35 mínút- ur eftir steikinni og þegar hún kom var hún brennd og seig, alls ekki eins og nautasteik á að vera. En þar sem við Islendingar erum alltof kurteisir ef út- lendingar eiga í hlut létum við okkur hafa það í þetta sinn. En viti menn, þegar reikningurinn kom, hljóð- aði hann upp á 2.400 kr. í staðinn fyrir 2.000 kr. Allt í einu komið 20% álag. Eiginmaðurinn var farinn út að sækja bílinn, svo það kom í minn hlut að borga. Eg spurði konuna um álagninguna, þá þóttist hún ekkert skilja og brá fyrir sér ensku. Eg lét mér ekkert bregða og spurði þá (á ensku) hvaða aukakostnaður þetta væri, svaraði hún þá að bændur hefðu sett aukaskatt á þau. Þvílíkt bull. Ég benti henni á að allt ætti að standa eins og það kostaði í pöntunarlistanum. Þá reiddist sú taílenska, opn- aði dyrnar og sagði hárri röddu að best væri fyrir mig að fara og skipta mér ekkert af þessu meir. Skyldi hún hafa reiðst vegna þess að við pöntuð- um hvorki bjór né vín, bara vatn? Það var karl- maður sem kom með mat- inn til okkar en kona tók við greiðslunni, þær voru reyndar tvær sjáanlegar í eldhúsinu. Þennan tíma sem við stönsuðum, kom ekki nokkur manneskja inn, enda framkoma kon- unnar afar bágborin og vildi ekki skilja íslensku. Eitt er víst, þarna komum við aldrei aftur. Við ætlum að skipta við Borgnesinga sjálfa næst. Ef einhver ætlar inn á þennan stað, skulið þið skoða reikning- inn áður en þið borgið. Að lokum ein ábending fyrir Reykvíkinga, þegar þig verlið í Bónusi, berið þá saman verð á töflum sem hanga yfir grænmet- inu og strimlinum við kassann. Oft kemur fyrir að verð er dýrara við kassann en við merkingar. Nýjasta dæmið eru vínber sem auglýst voru á kr. 89 en á kassanótu stóð kr. 168. Hjón á ferðalagi. Eru sumir KR-ingar óreiðumenn? ÞANNIG er að ég sendi 20. júní 1997, brúnt og stórt umslag og skrifaði á það með blýanti greinileg- ar upplýsingar um inni- hald, sem voru gamlar KR-myndir af okkur köppunum þá, og áritaði kirfilega með ritvél við hverja mynd nöfn þeirra sem myndirnar voru af til birtingar í KR-bókina sem gefin var út á 100 ára afmæli félagsins.' Við þessu bréfi tók á móti mér Elías Elíasson í KR-hús- inu þá. Ég hefi margreynt að fá þetta umslag aftur og myndirnar, en án ár- angurs. Þeir vilja meina að þetta_ sé algjörlega glatað. Ég hefi einnig hringt til Magnúsar Orra Schram og hann ætlaði einnig að leita að myndun- um og hafa samband við Elías, þessu viðkomandi. Þeir vildu vita ártal á myndunum til að átta sig á og þær eru frá árunum 1936-’40. Þá er bara um einn forsjármann um að ræða sem ætti að hafa þetta í fórum sínum, en það er Ellert Schram, sem er ritstjóri KR-bókarinn- ar. Þessi bók er ómerki- lega skrifuð og feiknadýr í verði, og þarna hafa þeir, þessir menn, platað unga fátæka KR-inga og börn til að kaupa hana á upp- sprengdu verði. Ellert Schram hefði átt að gera betur sem ritstjóri bókar- innar, og sem fyrrv. rit- stjóri DV-dagblaðsins. Ég skora hér með á þessa menn að leita betur hjá sér að áðurnefndu um- slagi og myndum frá mér. Páll Hannesson, Ægisíðu 86. Styðjum lettnesku sjómennina ÉG LEGG til að við styðj- um lettnesku sjómennina sem eru kyrrsettir í Hafn- arfjarðarhöfn. Það hlýtur að vera ömurlegt að vera fastur þarna án peninga og með lítinn mat. Og annað sem ég vil benda fólki á og það er að bera saman tilboðsverðin á vörunni sem það er að kaupa og það sem stendur á kassanum. Ef verslun býður staðgreiðsluafslátt þá þarf að biðja um hann við kassann, afgreiðslu- fólkið virðist ekki benda á það sjálft. Dýrahald Tveir kettlingar gefins TVEIR kettlingar, báðir fress, 2ja mánaða, fást gefins á góð heimili. Upp- lýsingar í síma 5642697 eða 8694035. Krúsilíus og systir hans TVEIR sætir 2ja mánaða kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 5872923 eða 8632329. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á hrað- skákmóti öðlinga (40 ára og yngri) í vor. Frímann St- urluson hafði hvítt, en Kri- stján Hreinsson, skáld, hafði svart og átti leik. 40. - Bxb2! (Nú verður hvít- ur mát eða tapar drottning- unni. Onnur vinningsleið fyrir svart, en ekki nærri því eins glæsileg, var að fórna bisk- upnum á g7 og staðsetja drottn- inguna á þar, t.d. með því að leika 40. - fxe3 41. Bxe3 - Be5+ 42. f4 - Dg7 og hvítur á ekki viðunandi vöm við hótuninni 43. - Rxf3+) 41. Dxb2 (Nú hristir svartur fram úr erminni þvingaða tólf leikja mát- SVARTUR leikur og vinnur. fléttu!) 41. Rxf3+! 42. Rxf3 - Hg2+! 43. Hxg2 - hxg2+ 44. Kxg2 - Dxhl+ 45. Kf2 - Hh2+! 46. Rxh2 - Dxh2+ 47. Kfl - f3 48. Bcl - Dhl+49. Kf2 - Dg2+ 50. Kel - Dgl+ 51. Kd2 - Ddl+ 52. Kc3 - d4+ 53. exd4 - Dxd4 og hvítur gafst upp. Það er ekki oft sem svo glæsilegar atlögur sjást í hraðskákum. Það er jafnvel spurning hvort 40. - Bxb2! sé ekki þvingað mát í 13. leik. Það er þó erfitt að sanna, jafnvel öflugustu tölvur ráða vart við það við- fangsefni. Víkverji skrifar... MÁLFAR dagskrárgerðarfólks á Ijósvakamiðlunum er sívin- sælt umræðuefni og ósjaldan heyrir maður dæmi um ambögur ljós- vakans ljósvíkinga, eins og Ólafur Haukur Símonarson kallaði þá í dægurlagi fyrir nokkrum árum. Auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé, en staðreyndin er sú að hinar einkareknu útvarpsstöðvar hafa oftar sætt slíkri gagnrýni en rásir Ríkisútvarpsins. Auðvitað kemur það að ein- hverju til af því að einkastöðvarnar eru miklu fleiri og hafa úr minna fjármagni að spila til metnaðar- fullrar dagskrárgerðar, en einnig hlýtur þetta að stafa af metnaðar- leysi í mannaráðningum á þessum stöðvum þar sem svo virðist sem ekki séu gerðar neinar kröfur til málfars eða túlkunar starfsmanna, heldur einblínt á hversu hratt þeim tekst að blanda saman tónlist og auglýsingatengdu efni. Helst með þeim hætti að hlustendur hætti að geta skilið almennilega á milli og villist þannig á almennum upplýs- ingum og hreinum og klárum aug- lýsingum. ISEINNI tíð hefur Víkverja hins vegar þótt sem Ríkisútvarpið okkar hafi einnig sett ofan í þessum efnum, sérstaklega þó Rás 2. Þar virðist gæta minni metnaðar en áð- ur í hinu talaða máli og þótti Vík- verja keyra um þverbak í vikunni sem leið er afleysingamaður í morg- unþætti jós úr viskubrunni sínum svo með eindæmum hlýtur að telj- ast. XXX LJÓSVÍKINGUR þessi fór í þættinum mikinn í samskiptum sínum við hlustendur sína, spilaði raunar þokkalegustu tónlist en klæmdist þess á milli á tungunni svo Víkverja þótti hreinustu firn. Og er hann þó ekki sérstaklega smásmugulegur í því sambandi. En það breytir því ekki að Víkverja finnst alls ekki við hæfi að hlustend- ur séu í íslensku útvarpi spurðir hvort þeir „fíli“ hitt eða þetta lagið eða fái fregnir af einhverjum tón- listarmönnum erlendum sem komn- ir eru að því að „meika“ það. Þaðan af síður að útvarpsmenn hvetji hlustendur sína til að „meila“ nú endilega einhverju sniðugu til þátt- arins ellegar hafi spumir af nýjum „singlum" á markaðnum. Þannig er mál með vexti að til eru góð og gegn íslensk orð yfir alla þessa hluti og vitaskuld miklu fleíri. „Singlar" hafa þannig gengið undir nafninu smáskífur og ekki þótt tiltakanlega púkalegt. „Meil“ hefur verið kallað tölvupóstur með býsna góðum ár- angri og þótt orðin að „meika“ og að „fíla“ geti hugsanlega flokkast und- ir talmál hin síðari ár er alls ekki þar með sagt að við hæfi sé að nota þau án nokkurra formerkja í út- varpi. Og alls ekki Ríkisútvarpi, að mati Víkverja. xxx AÐ hlýtur nefnilega að vera eðlilegt að gera kröfur. Og það hlýtur að teljast í hæsta máta eðli- legt að gera kröfur til þeirra sem vinna við það að tala tO almennings á vegum hins opinbera og á kostnað skattborgaranna. Sé það ekki hægt er varla hægt að ætlast til þess að hinar smærri stöðvar hafi faglegan metnað eða bolmagn til að taka sig á í þessum efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.