Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 35 mdssímans og kostur á g myndsíma ■NGINGUM fræn (digital) mótöld taks búnaðar er hægt að flytja háhraða, ýsinpar með venjulegum símalínum. iest i þéttbýli, merkin draga ekki lengra i frá búnaði símafyrirtækisins. eru víða til •andi staðall stafrænna lína fyrir venjulega u leið framhjá venulegum símalínum og rænar línur simafyrirtækisins. r: Mánaðarlegtlegt gjald til símafyrirtækis. 1 er dýrari en flaumrænu mótöldin og greiða Sargjald til netþjónustufyrirtækis og símgjöld. nur væntanlegar í lok ársins >DL -Asymmetric Digital Subscriber Lines, eða ósamhverf stafræn notendalína. eru innan við 5 km frá símstöð. „Þetta er fyrst og fremst þéttbýlis- þjónusta,“ segir Olafur. ADSL-tenging býður upp á ýmsa fleiri möguleika. Meðal annars er hægt að flytja hreyfimynd með ágætum gæðum, og því opnast möguleikar á því að koma upp myndsímakerfi. Varðandi Netþjón- ustu má nefna að hagkvæmt getur orðið að setja upp netdiska til að geyma gögn á í staðinn fyrir að nota harða diskinn í tölvunni. Einnig verður hægt að bjóða upp á skráar- þjóna til að sækja forrit í og leikja- þjóna fyrir Netleiki sem krefjast mikillar bandbreiddar. Ólafur segir að öllum verði opið að koma upp þjónustu í ADSL-kerf- inu. „En menn þurfa náttúrlega að semja við okkur fyrst. Meðal annars þyrfti Síminn-Internet, sem er sér- stök rekstrareining hjá okkur, að semja við Fjarskiptanetið til að geta boðið upp á Internet-aðgang með ADSL-tengingu, sem ég geri fast- lega ráð fyrir að þeir muni gera.“ Ekki viðbrögð við þjónustu Orkuveitunnar Ólafur segir að ákvörðun Landssím- ans um að bjóða upp á ADSL-teng- ingar hafi verið tekin löngu áður en áform Orkuveitu Reykjavíkur, um að bjóða upp á gagnaflutninga gegnum raforkukerfið, hafi verið gerð opinber. Helgi Hjörvar, formaður verk- efnisstjórnar Línunnar, gagnflutn- ingsfyi-irtækis Orkuveitunnar, segir á hinn bóginn að samkvæmt hans heimildum hafi verið búið að taka stefnumarkandi ákvörðun um það hjá Landssímanum að bjóða ekki upp á ADSL-þjónustu heldur fara beint úr ISDN yfir í ljósleiðara. „Þetta eru gleðilegar fréttir, því það er ljóst að tilkoma Línu mun þá enn fjölga valkostum neytenda og auka flutningsgetu og verðsam- keppni á þessum markaði." ndið - framtíðarlausn Landssímans Flutningsgeta: Breiðbandið getur flutt 25 Mbit á sekúndu en mótald notandans 1-10Mbitásekúndu. i Sun-Sentinel, Kniqht-Ridder Tribune/JIM WEBB þjónustu. Hér á landi tók 21 íbúi á Seltjarnarnesi þátt sl. sumar. ADSL-tengingar voru notaðar til að senda boð til neytenda, og var með- al annars boðið upp á kvikmynda- veitu, fréttaveitu, tónlistarveitu og Netaðgang. Ólafur segir að nokkrir tugir starfsmanna Landssímans hafi nú einnig verið með ADSL-tengingu í tilraunaskyni um nokkurra mánaða skeið. „Við ætlum að _____________ teygja okkur dálítið lengra í þessu og bjóða þeim sem þátt taka í til- rauninni að vinna ‘ákveð- inn hluta af vinnunni sinni heima hjá sér og sjá hvernig það kemur út. Netþjónusta í gegnum raforkukerfið samkeppnishæf ADSL tak- markast við þéttbýlis- þjónustu Helgi segir að viðbrögð Lands- símans komi ekki á óvart, og for- svarsmenn Línunnar hafi kynnt sér ADSL-tæknina ítarlega. „Við telj- um Netþjónustu í gegnum raforku- kerfið vera fyllilega samkeppnis- færa við ADSL.“ Ólafur segir að sú þjónusta sem Orkuveitan ætli að bjóða upp á hafi þann veikleika að flutningsgetan skiptist í mörgum tilvikum milli notenda, til dæmis í fjölbýlishúsum. Þorsteinn Sigurjónsson, verk- fræðingur hjá Línunni, segir að til þess að það vandamál komi upp þurfi notendurnir að ýta á takka til að sækja heimasíðu á sama augna- bliki. „Líkindin á því eru mjög lítil.“ Þorsteinn segir að í ADSL-teng- ingunni sé veikleiki sem takmarki fjölda notenda. „Eitt vandamálið sem menn hafa séð varðandi ADSL er svokallað „cross-talk“ [línuhlaup], að rásirnar fari af einni línu yfir á aðra. Þetta þýðir það að ekki er hægt að bjóða nema ákveðnu hlut- ________ falli notenda upp á ADSL-tengingu, senni- lega um 20%.“ Ólafur segir að há- markshlutfallið sé á bil- inu 20-30%. Jafnframt bendir hann á notendur Þetta er mjög áhugavert varðandi möguleika á samhæfingu fjölskyldu- og at- vinnulífs," segir Ölafur. Ólafur segir að ADSL hafi reynd- ar þá takmörkun varðandi fjar- vinnslu að af tæknilegum ástæðum sé aðeins hægt að tengja staði sem ISDN séu nú 9-10 þúsund. Sá hópur sem líklegastur er til að fá sér ASDL sé minni og því verði þetta hámark ekki vandamál í náinni framtíð. Þegar að því komi að fleiri vilji öflugri tengingar verði að öll- um líkindum búið að skipta yfir í breiðbandsflutninga. Um 7 00 CI miðlun ^ gerð við Gilsárvötn og Eyjabakkalónið þá minnkað sem því nemur 'sdalsvirkjun Aðalból o Aðrennsiisqöng \'32,5;lim liing. . Að mesui leyti boruðþ en umA km sprengdir :urluf|öt Hölknárveita Hálslón 624 m.y.s. . íugarárveita Kálffell Grjótárveita Sauða-; y-N fell fí/ • Hafuis- fell hnúkar hnúkar Snæfells- r háls . Þjófa- hnúkar ieldinga- fell Stœkkoð svœði ón / stað Eyjabakkalóns kæmi 7 0 Cl lón I v-/ farvegi jökulsár neðan við Eyjabakkafoss. Það tengt með veitugöngum við aðrennslis- göng frá Hálslóni sem yrði aðalmiðlunin og yrði þá að ná 6 m hœrra en nú er áætlað. Þessu myndi fylgja aukin vatnsmiðlun á y <\Hraunum, allt að 70 Cl í Sauðárveitu, hS\ Kelduárveitu og Folavatni. ÚT) Eyjabakkastífla byggð nokkrum v-'/ kílometrum ofar en nú er áætlað. Eyjabakkalón yrði svipað að stærð a skali Stífla — Göng = Veituskurður Friðland Náttúruminjar 100 m hæðarlínur 10 km —I Er tæknilega liægt að hlífa Eyjabökkum? Unnið er að gerð skýrslu um umhverfisá- hrif Fljótsdalsvirkjunar á vegum Landsvirkjun- ar. Helgi Bjarnason greindi Rögnu Söru Jónsdóttur frá nokkrum hugsanlegum miðlunar- möguleikum fyrir Fljótsdalsvirkjun sem miða að því að hlífa Eyjabökkum. LANDSVIRKJUN vinnur nú að gerð skýrslu um umhverf- isáhrif Fljótsdalsvirkjunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að leggja hana fyrir hjá Skipulagsstofnun, en að sögn Helga Bjarnasonar, deildarstjóra umhverfis- deildar Landsvirkjunar, er skýrslan unnin þannig að möguleiki er á því. Hann segir jafnframt að Landsvirkjun muni ekki taka ákvörðun um að fara með skýrsluna í gegnum kærumeð- ferð hjá Skipulagsstofnun, nema fyrir- tækið fái boð um að gera slíkt frá Al- þingi eða stjórnvöldum, eins og áður hefur komið fram í máli Friðriks Sophussonar forstjóra Landsvirkjun- ar. I frummatsskýrslunni eru umhverf- isáhrif Fljótsdalsvirkjunar eins og til- högun hennar er í dag tíunduð, en einnig er greint frá öðrum afbrigðum virkjunarinnar sem gætu verið hugs- anlegir valkosth. „Flestar þessara hugmynda eru gamlar áætlanir sem við erum að dusta rykið af. Við endurskoðum ávallt gamlar hugmyndir í ljósi nýrrar tækni en það eru til dæmi um að gaml- ar áætlanir, sem voru óheppilegar á sínum tíma, reynist heppilegar með nýrri tækni,“ segir Helgi. Minnka lónið og færa neðar í farveg Jökulsár Stærð Eyjabakkalóns er í dag mið- uð við 500 gígalítra og vatnsborð í 664 metrum yfir sjávarmáli. Vatni úr lón- inu yrði miðlað með jarðgöngum beint niður í Fljótsdal, virkjuð fallhæð yrði um 576 m og afl virkjunarinnar 210 MW. Hagkvæmni þessarar tilhögunar felst í mikilli fallhæð auk þess sem miðlun fyrir virkjun af þessari stærð og með sambærilegt rennsli þarf að vera um 4-500 G1 til þess að vera hag- kvæmur kostm- á þessu svæði, að sögn Helga. „Ein helsta tillaga að breytingum á lóninu felst í því að minnka Eyja- bakkalón verulega og færa það neðar í farveg Jökulsár í Fljótsdal. Lónið yrði um 10 G1 og yrði stífla þess nokkrum km neðar en núverandi stífla, skammt ofan við mynni Hafursár í Jökulsá. Lónið myndi ná upp að núverandi stíflustæði svo Eyjabakkai- færu ekki undir vatn. Þessi tilhögun krefst þess þó að Hálslón við Kárahnúka kæmi til framkvæmda og hækka yrði vatns- borðið í því úr 618 m.y.s. í 624 m.y.s. og samsvarar sú stækkun 300 Gl. Lítið veitulón í Folavatni myndi einnig tilheyra framkvæmdunum auk þess sem Kelduárveita og Sauðárveita á Hraunum yrðu jafnframt hluti af henni. Sú miðlun gæti aldrei orðið stærri en 70 Gl, sem er fímm sinnum minni veita en Eyjabakkalón. „Þá værum við komin með tvö til þrjú lón og þeim fylgir annars konar umhverf- isröskun en stóru lóni, m.a. aukið gróðurtap, svo við sjáum ekki hag um- hverfísins vænka með því móti,“ segir Helgi. I öðru lagi er hugmynd sem felur í sér að færa núverandi Eyjabakka- stíflu ofar, þ.e. nær Eyjabakkajökli, um nokkra kílómetra. Að sögn Helga væri slík framkvæmd líklega tækni- lega möguleg ef einhver hagur væri í því út frá umhverfissjónarmiðum. Megnið af Eyjabökkum myndu þó fara undir vatn og segir Helgi helsta vandamálið við breytingar á yfirborðs- hæð í lóninu felast í því hvað landið á svæðinu sé flatt. „Jafnvel þótt við lækkum lónsyfir- borðið um marga metra minnkar land- ið sem fer undir vatn hlutfallslega lítið miðað við það. Allt frá fyrstu áratug- um virkjunar Jökulsár í Fljótsdal hafa menn verið opnir fyrir því að finna miðlun annars staðar en á Eyjabökk- um og þá einkum á Hraunum, sem eru austan Eyjabakka, en ekkert svæði er þar að finna sem miðlunarstaður fyrir jökulsá," segir Helgi og á þar við lón- stæði sem gæti rúmað að minnsta kosti 400 G1 lón. Þriðja hugmyndin sem hefur verið skoðuð, er miðlun við Gilsárvötn vest- an við Fljótsdal. Hún yrði þó aldrei stærri en 100 Gl, eða 1/5 af Eyja- bakkalóni, en það yrði minnkað sem því nemur. Við þessar breytingar minnkar fallhæð vatnsins um 20 m og yrði orkugeta virkjunarinnar um 2-3% lægri en ella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.