Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Lífshættir Er unga fólkið að snúa baki við heil- brigðu líferni? Ný lyf Ofurpilla sögð hjálpa fólki að léttast og hætta að reykja. Rannsóknir Lítið blóðfitumagn bendlað við alvarlegt þunglyndi. Verslun með lyf á Netinu SVONEFNDAR Netlyfjaverslanii- eru með því ábatasamasta sem Internetið hefur haft í för með sér, en um leið hefur gefist möguleikinn á misnotkun. Bandarískir frétta- menn hafa látið reyna á hveru langt er hægt að ganga, hversu mikið af lyfjum er hægt að panta á Netinu án þess að fá uppáskrift frá lækn- um. Fréttamaður CNN sjónvarpsins bandaríska fann meðal annars þessa auglýsingu á Netinu: Kaupið Viagra á Netinu - án lyfseðils! Með því einu að fylla út spurningalista á leitarvélum á Netinu tókst frétta- manni CNN að fá samband við nokkrar heimasíður þar sem boðið var upp á lyfseðilsskyld lyf án þess að lyfseðils væri krafist. En flest þau fyrirtæki sem selja lyf á Netinu gera kröfur um að við- skiptavinimir leggi fram lyfseðla frá læknum og tryggingu fyrir greiðslu- Talið er nauðsynlegt að koma á alþjóðlegu samstarfí til að sporna við verslun með lyf á Netinu. Þar getur fólk nú keypt ýmis lyf - jafnvel án þess að fá uppáskrift frá lækni þótt flest séu þessi lyf lyfseðils- skyld - bara með því að leita svolitla stund og ýta svo á takka. | NÝ AÐFERÐ VIÐ TÆKNIFRJÓVGUN Aukin þungun- artíðni meðal eldri kvenna getu áður en keypt er eitthvað sterkara en magnyl. Mörg fyrirtækj- anna bjóða þjónustu sína eingöngu á meginlandi Norður-Ameríku. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að flest af þeim lyíjum sem fáanleg eru með sem auðveldustum hætti á Netinu eru pillur sem eiga að lækna ýmislegt sem karlmenn óttast - getu- leysi eða hármissi. Stundum er því lofað að pillumar komi í póstinum innan sólarhrings. Einnig em vinsæl lyf, sem fáanleg em án lyfseðils, sem hjálpa fólld við að hætta að reykja, eða auðvelda því að léttast. Greint hefur verið frá því að geðjöfnunarlyf á borð við Prozac hafí verið fáanleg á Netinu án lyf- seðils, en fréttamaður CNN segist ekki hafa fundið heimasíður þar sem boðið var upp á það lyf án lyf- seðiis. Spurt um kyngetu Þeir sem standa að þessum heima- síðum, og einnig sumir lyfjaframleið- endur, telja að vinsældir þessara að- ferða við að nálgast lyf megi ekki síst rekja tO þæginda og minni feimni. I Bandaríkjunum getur það tekið upp undir mánuð að fá tíma hjá lækni, reiði maður sig á opinbera heilsu- gæslu, og sé ekki í neyð. Og ef við- komandi þarf að svara spumingum um viðkvæm efni á borð við kyngetu þá fer sá hinn sami kannski síður hjá sér ef hann skrifar þau á tölvu frem- ur en svarar lækni augliti til auglitis. CNN hefur eftir fulltrúum þekktari Netlyfjabúða að ekki komi til greina að selja lyfseðilsskyld lyf „undir borðið“. Stephanie Schear, einn stofnenda og varaforstjóra Netapó- teksins PlanetRx, segir fyrirtækið vera í samstarfi við yfirvöld um að setja reglur um Netviðskipti af þessu tagi. Heilbrigðisyfirvöld í sum- um ríkjum Bandaríkjanna era farin að grípa í taumana. I júní kærðu yf- irvöld í Kansas sjö fyrirtæki sem seldu lyfseðilsskyld lyf, þar á meðal Viagra og lyf sem eiga að auðvelda fólki að léttast, á Netinu. Cai-la Stovall, dómsmálaráðherra Kansas, sagði CNN að fyrirtækin hefðu brot- ið gegn lögum ríkisins. Helsta laga- brotið mun hafa verið að lyfm vora seld af læknum eða lyfsölum sem ekki höfðu starfsleyfi í Kansas. Kelli Benintendi, aðstoðardóms- málaráðherra Kansas, sagði það engu skipta þótt viðskiptavinir séu krafðir um viðurkenningu á að hafa lesið leiðbeiningar og viðvaranir um lyfin sem þeir kaupi. Ekki væri raunhæft að ætlast til þess að allir ^ApckRx Pioducl IníoimaUon Viöqia Mictosoft Inlcmct EkpIoici Efc fio Fjvoilet Uelp . 4> . & Bxk FoiVMtd Slop ta' Refresh fð Home 1 m a 0 9 Se«ch Favoofet Hitioiy Chamefe a m a Fulscteen Mað Print Addmt |gj hUp//opo»x.com/yi«sia/- ••í>.> •**««**•>•% VIAGRA for sfxutl dycftjnction VIAGRA FAO's OKDER VIAGRA REHLL VIACjRA Viagra " O In an efíott to hetp the 30 million Americane sufíering from erectile dysfunction (ED), Viagra was approved by fhe FDA for fhe treatment of sexually dysfúnctional or impotent men. Viagra, developed by Pfizer, is a revolutionary treatment that has been shown to help about 75% of men with impotency problems. Only $4.99 per50mg dosage Private & secure doctor consultation S* Secure online ordering g** Fast & confidential service Worldwide shipping ÍTALSKIR vísindamenn hafa þróað nýja aðferð sem þeir segja geta tryggt að líkurnar á þungun kvenna yfir 37 ára aldri við tæknifrjóvgun verði hinar sömu og meðal yngri kvenna og dragi ennfremur úr tíðni fósturláta. Með þessari aðferð er læknum gert kleift að kemba eina frumu úr fósturvísi áður en honum er komið fyrir í legi konunnar. Þegar konur eidast margfaldast líkurnar á óeðlilegum fjölda litninga í fósturvísinum, en það ástand er kallað mislitnun. Litningar era aðsetur gena og mislitna fósturvísar auka líkurnar á því að þeir festist ekki við legið og fósturlát eigi sér stað. Mislitna fóst- urvísar geta einnig leitt til alvarlegr- ar vansköpunar og til að mynda stafa Downs-heilkenni yfirleitt af röngum fjölda litninga. Mislitnun er ein af meginástæðum þess að tæknifrjóvganir hafa ekki verið jafn árangursríkar meðal kvenna yfir 37 ára aldri og meðal yngri kvenna. Fósturlátstídnin aðeins 4% Að sögn BBC hafa vísindamenn í Bologna á Ítalíu þróað aðferð til að skilja frá mislitna fósturvísa og tryggja að þungunartíðnin meðal kvenna á aldrinum 38-44 ára sé hin sama og á meðal yngri kvenna. Þessi aðferð byggist á genakembirann- sókn með svokallaðri FISH-tækni, sem gerir rannsóknir á ákveðnum genaupplýsingum úr einni frumu mögulegar. Aðferðin reyndist ár- angursrík við glasafrjóvgun og sæð- ingu. Vísindamennirnir buðu konum að Presslink Ný aðferð eykur líkur á að kon- ur á aldrinum 38-44 ára verði þungaðar eftir tæknifrjóvgun. gangast undir genakembirannsókn með FISH-tækni til að skilja mis- litna fósturvísa frá þeim sem metnir vora eðlilegir. 128 konur á aldrinum 38-44 ára, sem gengust undir glasa- frjóvgun, þáðu boðið og þungunar- tíðnin meðal þeirra var hin sama (41%) og meðal 700 yngri kvenna sem gengust undir hefðbundna tæknifrjóvgun án genakembirann- sóknar. Fósturlátstíðnin meðal eldri kvennanna var aðeins 4%. Meðal 182 kvenna eldri en 37 ára, sem höfnuðu þessari nýju aðferð, var þungunartíðnin hins vegar aðeins 25% og fósturlátstíðnin 15%. Vísindamennirnir vara þó við því að þar sem FISH-tæknin takmark- ist við eina íramu sé frávikshlutfallið enn 5-7%. COMTACT ' NEWSLETTER AFFIUATES ' ilOME JSsSSú «£ CLICK HERE to Order Viaora • ^ j • c «*'*> • % V i & % • •■5» J ■» » Cs 0 * • -í> S <■» i Viagra boðið falt á Netinu. Spá aukinni drykkju ungmenna RANNSÓKN sem gerð hefur verið í Vestur- Evrópu og Bandaríkj- unum gefur til kynna að drykkja ungmenna muni aukast á næstu ár- um. Er því spáð að árið 2003 muni þeirrar við- horfsbreytingar gæta að „í tísku“ verði á með- al ungs fólks að neyta áfengis í meira magni en nú er. Könnun þessi var unnin á vegum fyrir- tækis er nefnist Data- monitor og fæst m.a. við markaðsrannsóknir. Rannsóknin var gerð í Bandaríkjunum og í átta ríkjum Vestur-Evrópu. Niðurstaðan er sú að spáð er aukinni drykkju ung- menna í öllum löndunum að þremur undanskildum. „I mörgum rikjum, sérstaklega í Bretlandi og Banda- ríkjunum, verður vart þeirrar tilhneigingar að risa upp gegn ríkjandi viðhorfum um ágæti líkamsræktar og annars heilsubæt- andi atferlis“, segir í skýrslunni. Er því og bætt við að á siðustu ár- um hafi mátt greina til- hneigingu á meðal ungs fólks að snúa baki við heilbrigðum lífsháttum. Einnig er vikið að því að kokteil-drykkja sé nú mjög að komast í tísku hjá ungu fólki í Bret- landi og Bandaríkjun- um. Jafnframt verði þeirrar þróunar vart að sífellt fleiri álíti við hæfi að „verðlauna sig“ með áfengum drykk eftir að hafa lagt eitthvað á sig eða sýnt af sér athæfi sem samfélagið telur jákvætt. Því er spáð að drykkja muni aukast mest í Þýskaiandi en skammt þar á eftir koma Bretland, Spánn og Frakk- land. Reynist könnun fyrirtækisins rétt mun ungt fólk í þessum mu ríkjum alis drekka 9,3 milljarða litra af áfengi árið 2003 samanborið við 8,4 milljarða lítra í ár. Reuters Ef fram fer sem horfir mun drykkja ungs fólks aukast í Evrópu og Bandaríkjunum á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.