Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÓLYMPÍULEIKARNIR í eðlis- fræði væru eins og hver önnur 500 manna ráðstefna í rúma viku ef ekki væri vegna verkefnanna sem 300 af- burðanámsmenn koma frá öllum heimshomum til að leysa. Samning verkefnanna, prófun þeirra og út- listun lausna tekur háskólaprófess- ora mörg ár. Samt virðast farar- stjóramir alltaf finna eitthvað sem betur má fara daginn áður en leggja á verkefnin fyrir keppenduma. Verklega verkefnið var kynnt far- arstjórum á fyrsta degi Ölympíu- leikanna og fjallaði það um snún- ingsvægi í stálvír og ólínulega hegð- un pendúls sem fall af massamiðju hans. Höfundurinn var Eduardo Milotti, agnaeðlisfræðingur og pró- fessor við Háskólann í Trieste. Hann hafði í mörg ár haft hugmynd um svona verkefni og fyrir einu og hálfu ári smíðaði hann fmmgerð til- raunatækisins. Maurizzio Richi, eðl- isfræðinemandi við háskólann í Bologne, prófaði tilraunina með leynd og var ánægður með árangur- inn. I vetur lét Eduardo hóp eið- svarinna stúdenta framkvæma til- raunina og skrifa skýrslu og komst þannig að því hve mikið mætti leggja á keppendur í Ólympíuleik- unum. Kennilegu verkefnin voru kynnt fararstjórum á þriðja degi Ólympíu- leikanna og Guiseppina Rinado reið á vaðið með verkefni um orkuísog tvíatóma gass. Paolo Violino, for- maður fi'amkvæmdanefndar leik- anna og prófessor í rannsóknar- stöðu við Háskólann í Tóríno, átti hugmyndina vegna vinnu sinnar með leysi og áhrif hans á gas. Gu- iseppina spann varmaaflfræðileg viðfangsefni inn í verkefnið og próf- aði með stúdentum sínum í Padova. Verkefni 2 var um segulsvið í kring- um V-laga straumberandi leiðara og höfundurinn, Elena Sassi, prófessor í eðlisfræðikennslu við háskólann í HÖFUNDARNIR kynntu verkefni sín frammi íyrir 110 fararstjórum daginn fyrir keppnina. Hér heldur Elena Sassi, prófessor í Napólí, á hljóðnemanum. Napólí, kynnti verkefnið. Við kennslu verklegrar eðlisfræði og fjarkennslu kennaranema vaknaði áhugi hennar á sagnfræði eðlisfræð- innar, tilurð kenninga og sönnun og afsönnun þeirra. Ampére og Biot&Savart settu fram frábrugðn- ar tilgátur um segulsvið í kring um V-laga leiðara og fjallaði verkefnið um erfiðleikana við að skera úr með tilraun hvor tilgátan var rétt. Elena segist vera fædd agnaeðlisfræðing- ur enda hafi hún unnið við rann- sóknastofur eins og CERN og INFN. Eduardo Milotti átti hugmyndina að síðasta verkefninu sem fjallaði um hvemig geimfar á leið út úr sólkerf- inu getur flogið inn í þyngdarsvið Júpíters og látið hann draga það spottakom. Þannig stelur geimfarið ögn af hreyfiorku Júpíters og tvö- faldar hraða sinn á meðan það breyt- ir stefnu sinni um nærri 90 gráður. KONSTANTIN KRAVTSOV Spilar djass á gítar í frístundum ÞEIR sem taka þátt í Ólympíuleik- unum í eðlisfræði hafa sannað að þeir eru meðal hinna bestu í sínu heima- landi. Slíkt afrek opnar þeim mögu- leika á námsstyrkjum og úrvali bestu háskóla í raunvísindum. Sigurvegari Ólympíuleikanna er hins vegar meðal hinna bestu í heiminum og háskólar víða um heim munu keppast um að fá hann sem nemanda. Konstantin Kravtsov var feiminn og vandræðalegur þegar hann tók við hverjum verðlaununum á fætur öðr- um við keppnisslit Ólympíuleikanna. Hann var langhæstur þátttakenda með 49,8 stig af 50 mögulegum, 2,2 stigum hærri en sá næsti. Að auki var hann með bestu lausnina á verk- 30. OLYMPIULEIKARNIR I EÐLISFRÆÐI FORU FRAM A ITALIU I AR Sigurvegarar t9§S| ■ m ROÐ sigurvegara, einstaklingar og lönd: Einstaklingar: 1. Konstantin Kravtsov, Rússlandi, 49,8 stig. 2. Serguei Syritsyn, Rússlandi, 47,6 stig. 3. Sadegh Dabiri, íran, 47,4 stig. 4. Mohammad Hossein Tag- havi, íran, 47,0 stig. 5. Ruimin He, Singapore, 47,0 stig. 6. Andrei Malashevich, Hvíta-Rússlandi, 46,9 stig. 7. Tao Ji, Kína, 46,6 stig. 8. Alexander Tchudnovski, Rússlandi, 46,3 stig. 9. Dongsung Huh, Kóreu, 46,2 stig. 10. Peter Uchenna Ezenweze Onyisi, Bandaríkjunum, 45,9 stig. Lönd: 1. Rússland, 46,26 stig að meðaltali. 2. íran, 45,48 stig að meðaltali. 3. Bandaríkin, 42,88 stig að meðaltali. 4. Kina, 42,82 stig að meðaltali. 5. Úkraína, 42,10 stig að meðaltali. 6. Júgóslavía, 41,16 stig að meðaltali. 7. Taiwan, 40,86 stig að meðaltali . 8. Kórea, 40,60 stig að meðaltali. 9. Hvíta-Rússland, 40, 58 stig að meðaltali. 10.lndland, 39,36 stig að meðaltali. OLYMPÍULEIKARNIR í eðlisfræði hófust 1967 í Var- sjá í Póllandi með þátttöku Búlgaríu, Ungveijalands, Póllands, Rúmeníu og Tékkóslóvak- íu. Markmiðið var að stuðla að al- þjóðlegum samskiptum um eðlis- fræðimenntun og hvetja ungmenni til frekari afreka á sviði raungreina. Síðan hafa Ólympíuleikamir verið haldnir árlega með tveimur undan- tekningum og því voru Ólympíuleik- amir í eðlisfræði á Italíu hinir 30. í röðinni. Fjöldi þátttökuþjóða hefur vaxið í 62 og þrjár þjóðir hafa sótt um að bætast í hópinn á næsta ári. Skrifstofa Ólympíuleikanna er í Póllandi, heima hjá Waldimar Gorzkowski, prófessor við Eðlis- fræðistofnunina í Varsjá, en hann hefur verið forseti leikanna frá 1984. Nýr ritari leikanna, Majia Ahtee frá Finnlandi, var kosin á Italíu, en hún hefur undanfarin 19 ár verið farar- stjóri finnska keppnisliðsins. Farar- stjórar frá löndum sem nýlega hafa haldið leikana og sem munu á næst- ISLENSKU keppendurnir, Páll Melsted, Jóel Karl Friðriksson, Haukur Þorgeirsson, Jens Hjörleifur Bárðar- son og Ingólfur Magnússon, aðstoðuðu fararstjórana, Viðar Ágústsson og Halldór Pál Halldórsson, við að lagfæra stigagjöf Italanna. ÁRLEG SAMK0MA AFBURÐAUNGMENNA Sívaxandi fjöldi þátttökuþjóða Islendingar sendu 5 manna keppnislið á 30. Olympíuleikana í eðlisfræði sem fram fóru 18.-27. júlí. Viðar Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Hugfangs, og Halldór Páll Halldórsson, deildarstjóri við Fjölbrauta- skóla Suðurlands, fóru sem fararstjórar með liðinu til Italíu. unni halda þá eiga sæti í Ráðgjafa- ráði Ólympíuleikanna. Fyrir íslands hönd hefur Viðar Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Hugfangs, setið und- anfarin þijú ár í ráðinu, en hann hefur verið framkvæmdastjóri Landskeppni í eðlisfræði frá upphafi hennar 1984. 30. Ólympíuleikamir í eðlisfræði era í öllum skilningi stærstu leikam- ir frá upphafi. 291 þátttakandi mætti nú miðað við 266 í íyrra á Is- landi og stóðu þeir nú í 9 daga í stað 8 daga í fyrra. Islenska keppnisliðið var skipað afburðanámsmönnum sem valdir voru með forkeppni 200 framhaldsskólanemenda í 14 skólum víðsvegar um landið í febrúar og úr- slitakeppni 14 hinna efstu í mars í Háskóla íslands. Jóel Karl Friðriks- son, Páll Melsted og Haukur Þor- geirsson koma frá Menntaskólanum í Reylqavík, Jens Hjörleifur Bárðar- son kemur frá Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi og Ingólfur Magnússon kemur frá Menntaskól- anum á Akureyri. Formaður leikanna á Italíu var Paolo Violino og var hann jaftiframt stjómandi verkefnagerðarinnar. „Með svo miklum fjölda þátttakenda verða tímamörk fyrir yfirferð úr- lausnanna, samanburður við fyrir- gjöf fararstjóra og að lokum sameig- inlegar niðurstöður viðkvæmari en ella,“ sagði Paolo. „Sérstaklega þarfnast vinnubrögð við samþykkt verkefnanna endurskoðunar því lík- ur þess era litlar að fararstjóramir á umræðuíúndinum kvöldið fyrir keppnina finni galla á dæmum sem færastu prófessorar hafa unnið að í tvö ár.“ Prófessorar frá fjórum ítölskum háskólum eru höfundar verkefna LANGUR MEÐGÖNGU TÍMI VERKEFNANNA EFTIR fiórtán ár sem gestir leik- anna tóku Italir að sér gestgjafa- hlutverkið undir stjórn Giuliana Cavaggione. Átta ára undirbúningstími 30. Ólympíuleikanna í eðlisfræði BYGGÐUM Á REYNSLU FRÁ ÍSLANDI Giuliana Cavaggione í fullu starfi í eitt ár við framkvæmd leikanna ÁRIÐ 1991 tilkynnti ítalska mennta- málaráðuneytið forseta Ólympíuleik- anna í eðlisfræði, Waldemar Gorzkowsky, vilja sinn til að halda leikana átta árum síðar. Fararstjóri ítalska liðsins, Giuliana Ca- vaggione, vann með kennslu- störfum sínum að undirbún- ingnum frá þeim tíma og fann út hag- kvæmustu stað- setningu þeirra á Italíu og afl- aði rekstrar- fjár. Hún kom við fimmta mann til Islands í fyrra og fylgdist með hvernig Ólympíuleik; arnir í eðlisfræði vora reknir hér. I september á siðasta ári var hún ráðin í fullt starf til eins árs sem fram- kvæmdastjóri leikanna. „Undirbúningstíminn er búinn að vera viðburðaríkur en við lærðum mikið af íslendingum um hvemig hugsa þarf fyrir minnstu smáatriðum því að á leikunum er enginn tími til að finna upp hjólið," sagði Giuliana á skrifstofu sinni í Copernico-stúdenta- garðinum. „Við útfærðum ýmislegt betur en þið Islendingar, sérstaklega í sambandi við fyrirgjöf fararstjór- anna. Það var mikið áfall fyrir okkur þegar tölvufyrirtækið, sem að fyrir- mynd frá Islandi hafði skipulagt tölvuver fyrir þýðingu verkefnanna yfir á öll tungumál keppenda, fór á hausinn í mars. Um tíma hugleiddum við að nota Linux-tölvur við háskól- ann í Padova en ekki var til notenda- viðmót fyrir öll tungumálin. Severi- tækniskólinn í Padova lánaði okkur tölvur sínar og aðstöðu og Denis Luigi Censi, starfsmaður leikanna, setti upp þýðingarstöðvarnar í tæka tíð.“ 30. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði eru þeir stærstu hingað til með 291 keppanda frá 62 löndum sem dvelja í Padova í 9 daga. Giuliana gerir ráð fyrir 1.200 milljóna líra kostnaði og greiðir menntamálaráðuneytið 45% af kostnaðinum. „Helming tilrauna- tækjanna, sem smíðuð vora til leik- anna, fá fararstjórarnir til að fara með heim með sér, en hinum helm- ingnum verður dreift víða um Italíu til að efla verklega eðlisfræðikennslu í framhaldsskólunum og háskólarnir á Norður-Italíu hafa styrkt samvinnu sína við framkvæmd leikanna," sagði Giuliana um ávinning af leikunum á Ítalíu. 16 óra Rússi var efstur með 49,8 stig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.