Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 16
FRJALSIÞROTTIR Jón Arnar rændur á Spáni BROTIST var inn í farangurs- geymslu bílaleigubifreiðar Jóns Arnars Magnússonar tugþraut- armanns og þjálfara hans, Gísla Sigurðssonar, fyrir utan hótel þeirra í Osuna á Spáni. í fyrr- inótt. Jón og Gísli hafa verið þar í æfingabúðum síðustu tvær vik- ur. I farangursgeymslu bifreið- arinnar geymdi Jón allt skótau sitt, þar með talda gaddaskó og sérstaka kast- og stökkskó, Er um eitthvert tjón að ræða en að sögn Gísla, þjálfara Jóns, var bifreiðin tryggð og því verður kostnaður þeirra félaga ekki umtalsverður af þessum sökum. Þá fær Jón alla skó bætta hjá hjá Reebok-umboðinu, en það sér honum fyrir íþróttafatnaði til æfinga og keppni. „Þetta gerist þegar æfinga- búðunum er að ljúka svo þetta kemur ekki mjög að sök,“ sagði Gísli í gær. Þeir félagar koma heim á morgun og Jón tekur þátt í bikarkeppninni í frjálsí- þróttum um helgina. Jón fer síð- an utan strax eftir helgi og verð- ur í Portúgal þar til heimsmeist- aramótið hefst í Sevilla 20. ágúst. „Okkur hefur gengið vel við æfingar hér á Spáni þannig að ég er ágætlega bjartsýnn, en maður er aldrei viss um hverju þær skila fyrr en fyllilega fer að reyna á kappann. Fyrsta prófið verður í bikarkeppninni um helgina. Reyndar tognaði Jón aðeins í kviðnum á dögunum en ég vona að það komi ekki að sök og dragi ekki dilk á eftir sér,“ sagði Gísli Sigurðsson. GUDRÚN Arnardóttir í keppni á Meistaramóti íslands. Mikið lyfjamagn fannst í Linford Christie WILHELM Schanzer læknir, sem rannsakaði sýnið sem felldi Linford Christie á lyfja- próíí á dögunum, segir að magn það sem fannst af stera- lyfinu nandroline í sýninu sé langt umfram það sem eðli- legt getur talist, sé eitthvað til sem eðlilegt getur er þegar þetta efni á í hlut. Christie hefur dregið niðurstöðuna í efa og sagt að þarna hijóti að vera um mistök að ræða því hann hafði aldrei notað ólög- leg lyf sér til framdráttar á hlaupabrautinni. „ Af öllum þeim sýnum sem okkur hafa borist síðustu mánuði, og hafa innihaldið nandrolin, var þetta það skýrasta að því leytinu að magnið var svo mikið,“ sagði Schanzer um helgina. Upp á síðkastið hafa nokk- ur tilfelli komið upp í Evrópu þar sem iþróttamenn hafa fallið á prófum vegna nandrolinsnotkunar, magnið hefur verið lítið og jafnvel ekki fundist í svo kölluðu B- sýni sem ævinlega er rannsak- að ef eitthvað misjafnt kemur fram í A-sýni. Þá er íþrótta- maður sýknaður. f hvert sinn sem lyfjapróf er tekið af íþróttamanni eru tek- in tvö próf, svo kölluð A- og B- próf. Siðara prófinu er eytt reynist allt með felldu í fyrra prófinu. „Það er á hreinu að notkun á nandrolini leiðir til sakfell- ingar finnist það í báðum próf- unum,“ sagði Brigir Guðjóns- son, læknir og formaður heil- brigðisnefndar Iþrótta- og ólympíusambands fslands. „Þetta er steralyf sem ekki er til í líkamanum og er einungis hægt að fá með sprautugjöf þannig að það er útilokað að það sé fyrir hendi í líkamanum af eðlilegum ástæðum," sagði Birgir ennfremur en vildi ekk- ert ræða mál Christies þar sem hann þekkti það ekki. Birgir sagði nandroline aðeins vera notað í einum tilgangi í læknisheiminum - til þess að byggja upp vöðva eyðnisjúk- linga eftir að lyíjameðferð þeirra væri lokið. „Að öðru leyti er það ekki notað.“ Guðrún Arnardóttir sækir í sig veðrið GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupa- kona úr Ármanni, varð í fjórða sæti í 400 metra grindahlaupi á stigamóti Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins í Köln á sunnudag- inn. Guðrún kom í mark á tíman- um 55,78 sekúndur sem er henn- ar besti tími síðan í lok maí að i, hún varð fyrir meiðslum. Bendir þetta til þess að Guðrún sé að ná sér á strik á nýjan leik eftir meiðslin. Guðrún hefur keppt talsvert síðustu tvær vikur eftir að hún náði sér af meiðslunum og hefur hún á þeim tíma ekki náð að hlaupa undir 56 sekúnd- ,um fyrr en nú. Besti tími hennar á þessu ári er frá því í vor, 55,31 sekúnda. Eftir þetta mót er Guð- rún í áttunda sæti í stigakeppn- inni í greininni, hefur 36 stig að loknum 7 mótum. Átta stiga- hæstur keppendur hverrar greinar taka þátt í lokakeppni mótaraðarinnar í Berlín 7. sept- ember. Sigurvegari í 400 metra grindahlaupinu í Köln varð Sandra Glover-Cummings frá Bandaríkjunum á 43,90 sekúnd- um. Andrea Blackett, Barbados, hreppti annað sætið á 54,68 sek- úndum og Tacko Mame Diouf, Senegal varð þriðja á 55,47. Einar Kari felldi byvjunarhæð EINAR Karl Hjartarson úr ÍR, í ' ' ' ............ ■ ilslandsmethafi í hástökki karla, felldi byrjunarhæð sína, 2,08 metra, á Evrópumeistaramóti unglinga 19 ára og yngri, í Ríga í Lettlandi um helgina. Var Einar þar með úr leik sem voru geysileg vonbrigði fyrir hann þar sem vonast var til að hann gæti verið í baráttu um efstu sætin í hástökkinu enda hafði hann stokkið keppenda hæst á þessu ári, 2,22 metra. Einar stökk auðveldlega yfir 2,10 metra í undankeppni hástökks- ins á fimmtudaginn. Svíinn Christian Olsson, stökk hæst keppenda og varð Evrópu- meistari, fór yfir 2,21 metra. Gregory Gabella, Frakklandi, varð annar með 2,19 og Rússinn Jaroslav Rybakov varð þriðji, vippaði sér yfir 2,16 metra. Fimm af tólf keppend- um hástökksins lentu í sama basli og Einar Karl, þ.e.a.s. felldu byrj- unarhæð og því börðust aðeins sjö keppendur um Evrópumeist- aratignina. Silja Úlfarsdóttir, FH, tók þátt í undanrásum 200 metra hlaups kvenna. Hún hafnaði í 19. sæti af 21 á 24,96 sekúndum, en meðvindur í hlaupinu var 2,6 metrar á sekúndu og því fær Silja tíma sinn ekki stað- festan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.