Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Öll umferð í Grafarvog um Gullinbrú vegna lokunar Víkurvegar Umferðin gengið skínandi vel Morgunblaðið/Eiríkur P. GATNAMÓTIN við Víkurveg eru nú lokuð vegna breikkunar á Vesturlandsvegi. Grafarvogur UMFERÐ til og frá Grafar- vogshverfi hefur gengið að mestu snurðulaust fyrir sig eftir að Víkurvegi var lokað við Vesturlandsveg á mánu- dagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá umferðar- deild lögreglunnar í Reykja- vík um miðjan dag í gær hef- ur Gullinbrúin haft vel undan að bera umferðina frá Halls- vegi og Strandvegi og gengið skínandi vel. í gærmorgun urðu tveir smávægilegir árekstrar við Gullinbrú sem orsökuðu biðraðir í stutta stund á með- an ein akreinin lokaðist. Að sögn Sigurðar I. Skarphéðins- sonar, gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar, á lokun Víkurvegar ekki að valda um- talsverðum töfum á umferð, svo framarlega sem ekki verða óhöpp á veginum. Framkvæmdum við Gullin- brú er að mestu lokið nú þeg- ar brúin hefur verið tvöfölduð og umferð komin á fjórar akreinar. Ýmiss konar frá- gangur er eftir í kringum brúna og utan með götunni austan og vestan megin. Þá er eftir að setja upp hljóðskerma og reiknar gatnamálastjóri með að þeim framkvæmdum ljúki í haust. Þær aðgerðir eiga þó að valda lágmarks- truflun á umferð, að sögn Sig- urðar. „Við höfum einnig haldið að okkur höndunum með þennan frágang núna til þess að valda ekki frekari truflunum nú þegar Víkurvegur er lokaður vegna framkvæmda við Vest- urlandsveg,“ sagði Sigurður. Hann reiknar ekki með að loka þurfi brúnni að einhverju leyti vegna frágangsverka þar í haust. Hjáleið lokuð almenningi Hægt er að komast af Vest- urlandsveginum í Grafarvogs- hverfið með því að aka gömlu heimtröðina að rannsóknar- stöðinni við Keldnaholt, sem liggur út á Vesturlandsveg. í dag er aðkoman að stöðinni frá Víkurvegi. Að sögn Sig- urðar skoðaði Vegagerðin gaumgæfilega þann mögu- leika að opna þá leið og setja þar upp ný gatnamót og um- ferðarljós á Vesturlandsvegi. Þegar málin voru skoðuð hafi menn hins vegar fundið út að of kostnaðarsamt yrði að gera ný bráðabirgðagatnamót sem einungis ættu að vera op- in í 13 daga. Þar að auki var talið að umferðaröryggi yrði ekki fullnægjandi. Þegar ljós eru færð til skapar það ætíð slysahættu fyrstu dagana á meðan fólk er að kynnast nýju ljósunum og slíkt væri ekki forsvaranlegt fyrir hálfan mánuð, að sögn Sigurðar. Þessi hjáleið er því lokuð al- menningi, en lögregla og slökkvilið hafa hins vegar þann möguleika að nota veg- inn í neyð. Hann er lokaður af með borðum sem þessir aðilar geta keyrt niður ef með þarf. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar höfðu þessir borðar verið slitnir niður á mánudaginn og því greinilegt að einhverjir hafa svindlað sér þá leið. Borðarnir hafa verið settir upp aftur og fengið að vera í fiiði, enda er svæðið lokað. Morgunblaðið/Árni Sæberg. UMFERÐ yfir Gullinbrú hefur gengið vel þrátt fyrir lokun Víkurvegar. Myndin er tekin um miðjan dag í gær. Framkvæmdum við breikkun Vesturlandsvegar við Vfkurveg miðar vel Sex mánuð- um á undan áætlun Grafarvogur FRAMKVÆMDUM við breikkun Vesturlandsvegar miðar vel áfram og stefnir verktakinn, Háfell ehf., á að ljúka framkvæmdum í nóvem- ber næstkomandi, sex mánuð- um á undan áætluðum verk- lokum. Ásamt breikkun vegarins um tvær akreinar er unnið að gerð undirganga undir veginn. Eiður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Háfells, segir að samið hafi verið við Vegagerð- ina um að ljúka framkvæmd- um í nóvember. „Ráðgert var að opna veginn 15. júní árið 2000 en við áætlum að skila af okkur verkinu í nóvember næstkomandi,“ segir Eiður. Mikil samgöngubót Framkvæmdir hófust í maí síðastliðnum. Á milli 20 og 30 manns vinna við verkið. Veg- urinn er breikkaður á um 1,5 km kafla, rétt austan Víkur- vegar að Suðurlandsvegi. „Eg held að þetta hljóti að eiga eft- ir að verða mikil samgöngubót því þetta er sá vegarkafli sem kvartað hefur verið hvað mest yfir hér á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Eiður. Háfell vann einnig að breikkun Gullinbrúar inn í Umferðareyjar lækkaðar Gardabær VEGAGERÐIN vinnur nú að því að lækka um- ferðareyjar á Hafnarfjarð- arveginum. Grasið hefur verið rifið af og síðan er tyrft á nýjan leik. Tilgang- urinn með lækkun um- ferðareyjanna er að forð- ast vandkvæði sem verða þegar snjóar á veturna og snjóinn skefur í skjóli af eyjunum. Umferðareyjarnar hækka með tímanum vegna þess að slitið af veginum, mal- bik, salt og ryk, berst upp á eyjarnar þegar göturnar eru ruddar á veturna. Þar að auki fýkur fínt ryk og sest í grasið. Grasið vinnur sig í gegnum þetta og yfír- borðið hækkar. Vegagerð- in hefur því gripið til þess ráðs að lækka eyjarnar og var þetta einnig gert á Miklubrautinni fyrra. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Grafarvogshverfið. Eiður seg- ir að þetta hafí kannski ekki verið vinsælustu verkin frá sjónarmiði vegfarenda en þeir hafa þó ekki steytt göm við starfsmenn Háfells. Háfell bauð 207 milljónir króna í verkið. FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við breikkun Vestur- landsvegar. Neðst á mynd- inni má sjá gatnamótin við Víkurveg sem verða lokuð í hálfan mánuð vegna fram- kvæmdanna. Efst á myndinni sést hjáleiðin ofan við Graf- arholt, en þar fyrir neðan er unnið að gerð mislægra gatnamóta. Farfugla- heimilið stækkað Laugardalur BORGARSTJÓRN hef- ur samþykkt að breyta deiliskipulagi við Sund- laugarveg 34 þar sem nú er farfuglaheimili við tjaldstæðið í Laugardal. Breyting á skipulaginu miðar að því að breyta lóðinni úr útivistarsvæði til sérstakra nota í at- hafnasvæði. Tilgangurinn með þessari breytingu er að gera kleift að byggja við- byggingu við farfugla- heimilið til stækkunar þess. Um lóðina gilda þeir sérskilmálar að þar verði ekki gert ráð fyrir annarri starfsemi en gistiheimili, ski-ifstofum og þjónustu við útivistar- svæðið í Laugardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.