Morgunblaðið - 27.08.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.08.1999, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Viðurkenn- ingar fyrir fegrun um- hverfisins Viðurkenning var veitt fyrir endurgerð hússins að Sunnubraut 22. Umhverfíð skiptir miklu máli Vigdís S. Björnsdóttir og Þórir F. Helgason hafa að- eins búið í nýju húsi við Iða- Iind 3 í eitt og háift ár. Hverfið er allt í uppbygg- ingu og mörg handtökin eftir við frágang lóða við húsin þar. Þau hjónin lögðu þó mikla áherslu á að ganga strax frá lóðinni við húsið, enda segja þau um- hverfið skipta miklu máli. Þórir segist einnig hafa hellulagt strax til að losna við að sandur bærist inn í húsið. Þau fluttu úr einbýlishúsi við Fífuhvamm með grónum garði sem Vigdís segist svo sannarlega sakna. Astæðan fyrir því að þau fóru að byggja nýtt hús var sú að eldra húsið var á þremur hæðum en nýja húsið er á einni hæð. Þórir segir að þau endist örugglega lengur á einni hæð, auk þess sem skipulagið sé þægilegra. Þau segjast þó ekki vera búin að ganga frá lóðinni. Það sé töluvert eftir því næstu hús séu ennþá í bygg- ingu og ekki hægt að klára lóðina fyrr en framkvæmd- um við þau lýkur. Eftir er að setja upp skjólveggi í lóð- inni en húsið stendur ofar- lega í Lindahverfínu og þar er nokkuð vindasamt. Þó er norðanáttin ekki eins slæm og búast hefði mátt við, seg- ir Vigdís. UMHVERFISRÁÐ Kópa- vogs veitti í gær viðurkenn- ingar fyrir frágang lóða og húsa í Kópavogi. Einnig var veitt viðurkenning fyrir end- urgerð húsnæðis. Víghólastíg- ur var valin fegursta gata Kópavogs árið 1999. Vigdís S. Björnsdóttir og Þórir F. Helgason hlutu viður- kenningu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði, en þau búa í Iðalind 3. Fram- kvæmdir við húsið hófust síðla árs 1996 og fluttu þau inn í mars 1998. Þá þegar var hafist handa við frágang lóðarinnar og gengið frá hellulögn. Unnið er ennþá að lokafrágangi lóð- arinnar. Hönnun og gerð lóð- arinnar hefur að mestu verið í höndum eigenda og í máli Ás- dísar Ólafsdóttur, formanns umhverfisráðs, kom fram að yfirbragð húss og lóðar beri vott um vandvirkni og smekk- vísi þeirra hjóna, þar sem glögglega megi sjá áhuga þeirra fyrir garðrækt og fal- legu umhverfi. „Frágangur húss og lóðar við Iðalind 3 ber af öðrum lóðum á nýbygging- arsvæðum bæjarins þetta árið og er gott fordæmi um það hversu fljótt og vel hægt er að fegra sitt nánasta umhverfi." Steinþór Einarsson og Syl- vie Primel fengu viðurkenn- ingu fyrir endurgerð hússins á Sunnubraut 22. Upphaflega voru teikningar að húsinu samþykktar í byggingarnefnd árið 1952. Þau Steinþór og Sylvie fluttu inn í húsið um haustið 1993 og hafði þá við- haldi hússins verið nokkuð ábótavant um árabil. Fram- kvæmdir við endurbætur hófust árið 1994 og var þá hlaðinn kantur á lóðarmörkum sunnan við húsið og sökkull steyptur að vinnustofu við bfl- skúr. Vinnustofa var síðan reist og fullgerð árið 1995. Fyrir tveimur árum voru sam- þykktar nýjar teikningar að viðamiklum breytingum á hús- inu, þar sem byggt var við húsið sunnanmegin. Húsið var klætt að utan með bárujárni og gluggum og kvisti breytt. Efri hæð var fullgerð 1998, en eftir er að ljúka frágangi á neðri hæð og lóð. Arkitekt að breytingum á húsinu er Óli G.H. Þórðarson. í máli for- Morgunblaðið/Golli Iðalind 3. Eigendur hússins fengu viðurkenningu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði. manns umhverfisráðs kom fram að breytingamar auki gildi hússins og „endurgerð hússins að Sunnubraut 22 sé framúrskarandi góð, bæði stfl- hrein og einfóld. Skógræktarfélag Kópavogs og Vinnuskólinn hlutu viður- kenningu fyrir merkt framlag til ræktunarmála. Markviss skógrækt hófst í landi Kópa- vogs árið 1990. í umsögn um- hverfisráðs kom fram að fram- lag Skógræktarfélagsins og Vinnuskólans til umhverfis- og útivistarmála með gróðursetn- ingu og umhirður trjáræktar- svæða í Kópavogi eigi tví- mælalaust eftir að auka mögu- leika og gæði landsins til úti- vistar þegar fram líða stundir. Smáratorg, verslunar- og þjónustumiðstöð, hlaut viður- kenningu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði. Einnig hlutu arkitektamir Jakob E. Líndal og Kristján Ásgeirsson viðurkenningu íyr- ir hönnun tónlistarhúss Kópa- vogs. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins. Vigdís S. Björnsdóttir og Þórir F. Helgason taka við við- urkenningu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingar- svæði. Asdís Ólafsdóttir, formaður umhverfisráðs, afhenti viðurkenuinguna. Mikil vinna en margir kostir Steinþór Einarsson og Syl- vie Primel eru ánægð með húsið sitt en þau hlutu við- urkenningu fyrir endurgerð hússins Sunnubraut 22. Þau segjast fyrst hafa leitað að gömlu húsi í Hafnarfirði í tvö ár, því Steinþór sé gafl- ari, en ekkert fundið. Kost- irnir sem húsið þurfti að hafa voru möguleikar fyrir litla fjölskyldu, góð lóð og skemmtileg aðkoma. Þau hafi síðan dottið niður á þetta hús við Sunnubraut- ina í Kópavogi. Steinþór og Sylvie segja að endurgerð hússins hafi kostað mikla vinnu og að þeim hafi verið ráðlagt strax í upphafi að fara ekki út í slíkar framkvæmdir. „Það eru bara svo margir kostir sem fylgja þessu. Það er staðsetningin og umhverfið, að setjast að í grónu hverfi og vera þarna við Kópavoginn, það er al- veg ótrúlega dýrmætt," segir Steinþór. Þau hjónin segjast vera miklir nátt- úruunnendur og það sé ómetanleg upplifun þegar vogurinn fyllist skyndilega af farfuglunum á vorin. Það sé alveg dýrlegt að fylgjast með árstíðunum á þessum stað. Endurbætur hússins standa ennþá yfir og telja þau að tvö ár séu eftir. Þau segja að húsið sé afar nota- legt og því fylgi góður andi. Steinþór segir að dóttir hans hafi orðað þetta á skemmtilegan hátt:“Það er ekkert svo flott húsið okk- ar, pabbi, en það er nota- legt.“ Þetta segir Steinþór að endurspegli hug þeirra til hússins. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sylvie Primel og Steinþór Einarsson taka ásamt dóttur sinni á móti viðurkenningu fyrir endurgerð húsnæðis úr hendi Ásdxsar Ólafsdóttur, formanns umhverfisráðs Kópavogs. Kópavogur Götunöfn í nýju hverfi í Grafarholti tengjast landafundum og kristnitöku og er sú gata nefnd Kirkju- stétt. Kristnibraut endar í Krosstorgi. Frá því greinast þrjár höfuðgötur sem heita eftir þjóðardýrlingum; Jóns- geisli eftir Jóni helga Ög- mundarsyni, Þorláksgeisli eftir Þorláki helga Þórhalls- syni og Gvendargeisli eftir Guðmundi góða Arasyni. Síðastnefnda gatan endar í hringtorginu Þórðarsveig, sem nefnt er eftir Þórði Jóns- syni góðamanni, sem höggv- inn var 1385, og Þórhallur segir að lærðustu menn þess tíma hafi talið Þórð helgan mann. Þórhallur leggur jafnframt til að hverfið nefnist Þúsöld eða Þúsaldarhverfi. Borgar- ráð hefur samþykkt götu- nöfnin en ekki hverfisnafnið, að svo stöddu. Á blaðamannafundi hjá borgarverkfræðingi kom Stefán Hermannsson borg- arverkfræðingur segir að gera megi ráð fyrir að frum- býlingar flytji í nýja hverfið eftir um það bil ár en hverfið verði orðið þéttbýlt árið 2002. Skólastarf mun hefjast í fær- anlegum kennslustofum í hverfinu en eftir er að taka ákvarðanir um byggingu leik- skóla og skóla í hverfinu. ■ Greinargerð/55 fram hjá Magnúsi Sædal, byggingarfulltrúa borgarinn- ar, að framkvæmdir væru þegar hafnar við aðkomuleið- ir að hverfinu nyrst í holtinu og fyrstu gatnaframkvæmdir í hverfinu verði boðnar út í haust. 400-600 lóðir verða bygg- ingarhæfar á næsta ári og er ráðgert að auglýsa þær til út- hlutunar í október og úthluta þeim í nóvember. Þúsöld, Vín- landsleið og Ólafsgeisli Grafarholt GÖTUR í nýju hverfi í Graf- arholti, sem farið verður að byggja á næsta ári, munu bera nöfn sem minna á af- mæli landafunda og kristni- töku. Borgarráð hefur samþykkt tillögur Þórhalls Vilmundar- sonar prófessors að götu- nöfnum í hverfinu og voru nöfnin kynnt á blaðamanna- fundi í húsnæði borgarverk- fræðings í gær. Aðkomugatan inn í hverfið verður nefnd Þúsöld. Það ný- yrði leggur Þórhallur jafn- framt til að notað verði um árþúsund, þannig að segja mætti þúsaldamót en ekki ár- þúsundamót um aldamótin framundan. Frá Þúsöld liggja götur, sem nefnast Vínlandsleið og Grænlandsleið í minningu landafunda. Smærri götur til vesturs og austurs nefnast Guðríðarstígur, til minningar um Guðríði Þorbjarnardótt- ur, og Þjóðhildarstígur, til minningar um Þjóðhildi Jör- undardóttur, konu Eiríks rauða. Þúsöld endar í hringtorgi, sem lagt er til að verði nefnt Sólartorg. Þar taka við götunöfn, sem tengj- ast kristnitökunni. Frá forg- inu iiggja göturnar Ólafs- geisli, sem nefnd verður eftir Noregskonungunum Ólafi Tryggvasyni og Ólafi helga Haraldssyni, og Kristnibraut. Frá Kristnibraut liggur til suðurs hringlaga gata, sem gefið er nafnið Maríubaugur. Önnur gata liggur austar að væntanlegri kirkju hverfisins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.