Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 49. HESTAR Kynningarátak um íslenska hestinn í Norður-Ameríku. Upplýsingar á Netið og kynning í fjölmiðlum VEL hefur gengið að hrinda af stað átaki til kynningar á íslenska hestin- um í Norður-Ameríku. Upphaflegt markmið átaksins var að auka vit- neskju almennings um að þetta hrossakyn væri til. I vor var stofnað Islensk-ameríska hestaráðið með fulltrúum hagsmunaaðila og þeirra sem hafa áhuga á útbreiðslu íslenska hestsins í Norður-Ameríku. í ráðinu sitja Dan Slott frá Mill Farm og Icelandic Sports Ltd. sem er formaður, Hulda G. Geirsdóttir, markaðsstjóri Félags hrossabænda, Erna Arnardóttir frá Félagi hrossa- útflytjenda, Karen Winhold frá Vermont Icelandic Horse Farm, Einar Gústavsson frá Ferðamálaráði íslands og Magnús Bjarnason, við- skiptafulltrúi hjá sendiráðinu í Was- hington. Hann er framkvæmdastjóri ráðsins. Auk þess hafa verið skipaðir tveir tengiliðir við amerísku og kanadísku Islandshestasamtökin. Það eru þau Anne Elwell í Banda- ríkjunum og Goetz George í Kanada. Að sögn Huldu G. Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda hefur því mark- miði verið náð, sem sett var í upphafi að á fyrsta ári verkefnisins, að hægt yrði að fá öllum fyrirspurnum um ís- lenska hestinn svarað. Nú er þessi þjónusta veitt bæði hjá sendiráðinu í Washington og Viðskiptaþjónust- unni í New York. Þá er búið að safna saman upplýsingum um öll bú og staði í Bandaríkjunum sem kynna ís- lenska hestinn, flytja hann inn, selja eða rækta. Þessi listi er kominn inn á heimasíðu Íslensk-ameríska verslun- arráðsins á Netinu (www.icelandtra- de.com/horse). Þar verður hægt að nálgast upplýsingar frá hestaráðinu þar til sérstök heimasíða verkefnis- ins verður tilbúin, en verið er að vinna að gerð hennar. Hulda segir að einn mikilvægasti hluti verkefnisins væri að fá umfjöll- un um íslenska hestinn í fjölmiðlum vestanhafs. Vel hefur tekist að ná fram þessu markmiði og hafa verið birtar góðar greinar í tímaritum. Svo lítur út sem meiri umfjöllun sé nú og verði á næstunni um íslenska hestinn í þessum heimshluta en nokkru sinni fyrr. Einnig hefur komið fram mikill áhugi hjá sjónvarpsfyrirtækjum og kvikmyndafyrirtækjum sem vinna heimildarmyndir og kynningarefni að fjalla um íslenska hestinn. Hulda segir að nú sé markmiðið að halda áfram á þessari braut og leita uppi öll tækifæri til að koma íslenska hestinum á framfæri. Miklar vonir eru bundnar við að eitt leiði af öðru eins og oft gerist í Bandaríkjunum og segir hún að það hafi sýnt sig eins og til dæmis með áðurnefnd kvik- myndafyrirtæki. Þegar umfjöllunin fer að spyrjast út eykst áhugi ann- arra fjölmiðla á að fjalla um efnið. Auk þessa er unnið markvisst að dreiíingu á myndbandi, sem Dan Slott hefur látið gera um íslenska hestinn, til sjónvarpsstöðva í N-Am- eríku. Myndin hefur einnig farið á kvikmyndahátíðir og unnið til verð- launa. Hulda segist vera ánægð með hvernig verkefninu miðar jafnt og þétt að því markmiði sem sett var í upphafi. Hún segist vona að hægt verði að bregðast við auknum áhuga á íslenska hestinum, sem verkefnið vonandi kemur af stað, með vinnu- framlagi og upplýsingum frá íslandi og áframhaldandi stuðningi við verk- efnið frá íslenskum yfirvöldum. Hún segir að allar upplýsingar til dæmis um útflutningsaðila sem ætla að ein- beita sér að þessum markaði eða bjóða upp á þjónustu við hann séu vel þegnar og er hægt að koma þeim annað hvort til Félags hrossabænda eða á heimasíðuna. Einnig eru allar aðrar upplýsingar sem tengjast þessu vel þegnar, til dæmis ef ein- hver veit af búgarði í Norður-Amer- íku sem ekki kemur fram á áður- greindum lista. Viðskipti við Hood-íjölskylduna Dómur fallinn DÓMUR féll nýverið í Bandaríkjun- um þar sem Jim og Karen Hood og fjölskylda 1 Washingtonríki er dæmd til að ganga frá greiðslum fyrir hesta sem hún keypti af þeim Sigurbimi Bárðarsyni og Axel Omarssyni. Fyrr láti þeir ekki af hendi upprunavott- orð hrossanna sem þeir héldu sem tryggingu fyrir greiðslu. Að sögn Axels Ómarssonar seldu þeir Sigurbjörn Hood-fjölskyldunni fjölmörg hross og hófst útflutningur þeirra árið 1994. Ákveðið var að þeir héldu upprunavottorðunum sem tryggingu fyrir greiðslu á öllum hrossunum. Axel sagði að Hood-fjöl- skyldan skuldaði enn nokkuð stóran hluta af hestunum og samkvæmt dómnum hafa þeir Sigurbjörn alltaf haft rétt á að halda eftir vottorðunum og eiga að gera það þangað til allar skuldir eru greiddar. Mikii óánægja hefur ríkt hjá við- skiptavinum Hood-fjölskyldunnar í Bandaríkjunum yfir því að hafa keypt af þeim hross og ekki fengið upprunavottorðin með þeim. Hrossin haf því ekki fengist skráð hjá Is- landshestasamtökunum í Bandaríkj- unum. Axel segir að samkvæmt dómnum sé þeim ekki heimilt að af- henda öðrum upprunavottorðin en Hood-fjölskyldunni þegar hún hefur greitt skuldina. Axel segir að þeir félagar hafi ver- ið alveg ákveðnir í að sækja mál sitt fyrir dómstólum þegar ekki tókst að innheimta skuldina. Þeir hafi gert sér grein fyrir hversu gífurlega kostnað- arsamt það yrði, eins og raunin varð, en töldu grundvallaratriði að fó nið- urstöðu í málinu og ekki koma til greina annað en að láta reyna á það. Töldu þeir mannorð sitt á Banda- ríkjamarkaði í húfí. Axel segir að á meðan á málaferlunum stóð hafi eng- inn af viðskiptavinum þeirra í Banda- ríkjunum vitað með vissu hver ætti sökina, enda mikið rætt um málið milli fólks sem ekki endilega vissi sannleikann í málinu. Eftir að dómur féll þeim í vil hafi hann hins vegar strax séð rofa til. Málsóknin og dóm- urinn hafi verið prófmál og sýnt fram á hversu mikilvæg gögn uppruna- vottorðin eru og að seljendur hafi þau í höndunum þar til greiðsla fæst fyrir útflutt hross. Utflutningssjóður íslenska hestsins 7 umsækjendur skipta með sér 3,6 milljónum ÚTFLUTNINGS- og markaðsnefnd hefur úthlutað úr útflutningssjóði ís- lenska hestsins og fengu allir um- sækjendurnir að þessu sinni styrk úr sjóðnum. Upphæðin nemur alls 3.600.000 krónum og skiptist á sjö aðila. Hæsti styrkurinn, 1.250.000 krón- ur, fer til Félags hrossabænda vegna starfs markaðsfulltrúa. Pétur Jökull Hákonarson og fjölskylda fá 750.000 krónm- vegna markaðsstarfs í Bandaríkjunum, Eiðfaxi ehf. 500.000 krónur vegna útgáfu 40.000 eintaka af Eiðfaxa International í september sem dreift verður til allra eigenda ís- lenskra hesta erlendis sem vitað er um, Bændasamtök íslands 500.000 vegna frekari þróunar á forritinu Is- landsfengur, aðallega til að bæta inn í það myndum, Eysteinn Leifsson og Elías Þórhallsson 250.000 vegna út- gáfu kynningarefnis og markaðs- starfa í Bandaríkjunum, Helga Thoroddsen fær 200.000 krónur í ferðastyrk og vegna útgáfu kynning- arefnis, en hún hyggst fara í tveggja mánaða kynningarferð til Bandaríkj- anna í haust og Stina Helmersson fær 150.000 krónur vegna útgáfu bóka um íslenska hestinn í Sviþjóð. Sveinbjörn Eyjólfsson formaður útflutnings- og markaðsnefndar sagði í samtali við Morgunblaðið að fleiri umsóknir hafi ekki borist að þessu sinni. Hann sagði að þessar umsóknir hafi verið óvenjulega vel unnar og virtist hugur fylgja máli. Verkefnin eru annaðhvort komin vel af stað eða vel mótuð. Hann segir að því hafi verið gaman að geta veitt öll- um þessum umsækjendum styrk. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Riðið út í fögru umhverfi á góðum reiðgötum á Þingvöllum. Uppbyggingu og merkingu reiðleiða á Þingvöllum að ljúka UNDANFARIN sumur hafa verið byggðar upp götur í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ann- ars vegar á leiðinni sem liggur frá Sandskeiði niður í Hrauntún, í Skógarhóla, niður í Vatnsvík og upp í Gjábakka. Hins vegar úr Skógarhólum í Stekkjargjá til norðurs um Langastíg og Norð- lingaveg og aftur í Skógarhóla. Göturnar eru byggðar upp með möl og em ætlaðar bæði fyrir gangandi og ríðandi fólk. Að sögn Sigurðar Oddssonar, framkvæmdastjóra Þingvalla- nefndar, em þessar götur mikið notaðar bæði af gangandi og ríð- andi fólki og þessa dagana er verið að leggja lokahönd á merk- ingu leiðanna. Sigurður sagði að einhveijir árekstrar hefðu orðið milli gang- andi og riðandi manna en ekki mikið kvartað undan því. Hann sagði að helst væri kvartað þeg- ar hestamenn færa með rekstur eftir þessum götum. Hann segir að þrátt fyrir að það væri í raun og vem ekki leyfilegt virtist vera erfitt að banna það. „Við reynum að biðja fólk að fara ekki þarna um með rekstur þar sem ekki er þægilegt fyrir gangandi fólk að mæta hópi af hrossum á fullri ferð,“ sagði Sig- urður. „Einnig þarf að fara yfir þjóðveginn og við teljum að það geti skapað hættu þegar rekstur kemur beint úr skóginum og inn á veginn. Nú emm við að reyna að finna lausn á þessu með því að beina hestafólki með rekstur meira inn á Langastíg og á Skóg- arhóla og þannig komast hjá mestu umferðaræðunum. Við mælumst til þess að ef fólk ætlar að fara ríðandi að Skógarkoti og Hrauntúni fari það helst ein- hesta.“ AIls era göturnar innan þjóð- garðsins um 6 kílómetra langar. Nú á aðeins eftir að byggja upp um 100 metra kafla við Hrauntún. Merkingar em komn- ar vel á veg og þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á verkið. Á skiltum sem komið hef- ur verið upp eru merkt leiðar- nöfn, örnefni og vegalengdir. SERVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 .. i Austurver Simi 568 4240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.