Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 4
KÖRFUKNATTLEIKUR Magic Johnson leikur með Magic M7 í Svíþjód Bandaríski körfuknattleiks- maðurinn Magic , Johnson, hefur ákveðið að leika með sænska liðinu Magic M7, sem ætl- ar sér að ná langt í evrópskum körfuknattleik. Johnson greindist með HlV-veiruna, sem leyðir til eyðni, árið 1991 og hætti að leika með Los Angeles Lakers í banda- rísku NBA-deildinni í kjölfarið eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með liðinu. Reiknað er með að Johnson þreyti frumraun sína með liðinu, sem lenti í fimmta sæti sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð, hinn 26. október nk. Hann mun þó ekki leika statt og stöðugt með liðinu út leiktíðina, heldur hefur hann í hyggju að taka þátt í nokkrum leikjum til að leiðbeina leikmönn- unum. „Ég mun spila allnokkra leiki með liðinu, sem er hluti af leiðsögn minni. Vitaskuld læra þeir á æfingum, en svo ég geti sýnt hvað ég á við verðum við _að spila saman,“ sagði Johnson. „Ég hlakka mikið til að heimsækja Svíþjóð og að leika með liði mínu,“ bætti hann við. Eftir að hann hætti afskiptum sínum af bandarískum körfu- knattleik beindi hann athygli sinni að viðskiptum og stofnaði fyrirtæki, Magic Johnson Enter- prise, sem hefur fjárfest í kvik- myndahúsum, tónlistarútgáfufyr- irtæki og æfingabúða fyrir körfuknattleiksfólk. Hann keypti einnig stóran hlut í M7 Boras og var nafni þess þá breytt í Magic M7. Steve Haney, lögfræðingur Johnsons, hefur dvalið í Svíþjóð að undanförnu til að leggja Svíun- um lið við skipulagningu á breyt- ingum innan félagsins. „For- gangsmál hjá mér er að koma á vináttuleik við eitt stórliðanna í Evrópu, svo sem Real Madrid eða Zalgaris Kaunas frá Litháen. Pannig vitum við hversu gott liðið er,“ sagði Haney. Johnson, sem er orðinn fertug- ur, vann Ólympíugull í Barcelona 1992, eftir að hafa hætt leik í NBA-deildinni, en þar hóf hann aftur að leika í janúar 1996 - hætti aftur þegar Lakers var slegið út úr úi-slitakeppninni. « Robson tekur við Newcastle BOBBY Robson, fyrrverandi landsliðsþjálfari enska landsliðsins, er sagður næsti knattspyrnustjóri úrvalsdeildarliðs Newcastle. Hann tekur við starfi Ruud Gullit, er sagði starfi sínu lausu um síðustu helgi. Robson, sem er 66 ára, fór í gær til þess að leggja lokahönd á samning sinn við félagið og er búist við að skrifað verði undir í dag. Robson hefur ekki stjómað liði í Englandi frá því að hann þjálfaði Ipswich Town frá 1968-82. Hann Tók við enska landsliðinu árið 1982 til 1990. Þá þjálfaði hann lið í Portú- Sigurður frá mánuðum saman Sigurður Sveinsson, horna- maður Islands- og bikarmeist- ara Aftureldingar, er meiddur í öxl og verður frá keppni í sex til sjö mánuði. Sigurður sagði að liðpoki væri rifinn frá axlarbeini í vinstri öxl en hann hefði átt við slík meiðsli að stríða í tæp tvö ár. „Þetta hefur ágerst með tínianum og eftir síðasta tfmabil lagaðist ég lítið og ákvað því að fara í uppskurð. Læknar tjá mér að 70% Iíkur séu á að aðgerðin takist. Ég geri mér þvf vonir um að vera kominn á kreik í mars-apríl. Ég gerði tveggja ára samning við félagið í sumar og er því ekki á þeim buxunum að hætta keppni strax.“ Þorkell Guðbrandsson er genginn til liðs við Aftureld- ingu á ný og hann leysir Sig- urð af hólmi. Valdimar leikur með gegn Frankfurt Forráðamenn þýska 1. deildarliðs- ins Wuppertal hafa óskað eftir að Valdimar Grímsson, leikmaður liðsins, leiki með því gegn Frankfurt um næstu helgi þrátt fyrir að hné- skel hans sé brotin. Valdimar hefur komið við sögu í tveimur fyrstu leikjum liðsins á keppnistímabilinu þrátt íyrir meiðsli. Hann lék með liðinu gegn Kiel á miðvikudag og gerði þrjú mörk. Þá tók hann lítil- lega þátt í fyrsta leik mótsins er var gegn Dormagen. „Forráðamenn félagsins lögðu á það mikla áherslu að ég léki þrjá leiki með liðinu í upphafi móts vegna þess að margir leikmenn eru að ná sér af meiðslum, svo sem Dagur Sig- urðsson. Mér hefur verið tjáð að það ætti ekki að skipta verulegu máli þó að ég leiki nokkra leiki þannig á mig kominn. Ég vonast til að vera eitt- hvað með gegn Frankfurt," sagði Valdimar. Hann sagðist vera deyfð- ur fyrir leiki en fyndi engu að síður til á velli. „Ég geri mér vonir um að komst í uppskurð í næstu viku. Ef endur- hæfing gengur vel verð ég frá í um þrjá mánuði," sagði Valdimar. gal og á Spáni. Síðast var hann hjá hollenska liðinu PSV Eindhoven. Þrátt fyrir árin 66 kveðst Robson vera við góða heilsu og hafi enn mikinn metnað, en hann hafði áður lýst yfir miklum áhuga á að taka við starfi hjá Newcastle. „Mér líður betur en oft áður og mig langar að halda áfram að vinna. Ég hef ekki áhyggjur af því starfi sem ég hyggst taka mér fyrir hendur því ég hef mikla reynslu.“ Kevin Keegan, landsliðsþjálfari enska liðsins, sem þjálfaði Newcastle fyrir nokkrum árum, sagðist vona að erfiðleikar félagsins væru að baki og hann taldi að Rob- son væri rétti maðurinn tii þess að snúa félaginu á sigurbraut. Reuters Bobby Robson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, sem hef- ur þjálfað í Portúgal, Hollandi og á Spáni undanfarin ár. HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Sundmetin falla í Ástralíu ÞRJÚ heimsmet hafa verið sett á ástralska meistara- mótinu í sundi, í 25 metra langri laug, en það fer fram í höfuðborginni, Canberra. Auk þess var eitt heimsmet jafnað. Susan O’Neill bætti eigið heimsmet í 200 metra flugsundi um tæpa sekúndu er hún synti í mark á 2.04,03 mín. Landi hennar, Michael Klim, endurheimti heimsmetið í 100 metra flugsundi er hann synti á 50,99 sekúndum, sem er þremur hundraðshlutum betra en tími Bretans James Hickmans, sem hann náði í Sheffield í fyrra. Þá jafnaði Matt Welsh met Þjóðveijans Thomas Rupp- arths í 50 metra baksundi, 24,13 sek. Þessi eftirtektarverði ár- angur náðist aðeins degi eftir að fjögurra manna sveit, skipuð Klim, Matthew Dunn, Todd Pearson og Bill Kirby, stórbætti heimsmet- ið í 4x200 metra skrið- sundi. Á hinn bóginn kom nokkuð á óvart að táningn- um Ian Thorpe tókst ekki að setja heimsmet, en hann setti ijögur slík á sund- meistaramóti Kyrrahafs- þjóða í fimmtíu metra laug á dögunum. ■ LOTHAR Mntihiius, leikmaður þýska knattspymuliðsins Bayern Miinchen, hefur hótað að yfirgefa félagið í kjölfar slagsmála við Frakkann Bixente Lizarazu á æf- ingu fyrir skömmu, þar sem Matt- háus var sagður eiga að hluta til sök á uppsteytunum. ■ MATTHÁUS sætti sig ekki við að vera sakaður um að valda vand- ræðum og tilkynnti framkvæmda- stjóranum, Uli Höness, og þjálfar- anum, Ottmar Hitzfeld, að þeir gætu rift samningi hans við félagið undir eins ef áminning, sem honum var veitt, yrði ekki afturkölluð. ■ ÞJÓÐ VERJINN hafði upphaf- lega í hyggju að leika með liðinu þar til vetrarhlé verður gert á deildarkeppninni og ganga þá til liðs við bandaríska liðið MetroSt- ars frá New Jersey. Hann hefur gert samning við liðið þess efnis. ■ KAISERSLA UTERN hefur sektað fyi'irliðann Ciriaco Sforza um 1,2 millj. ísl. kr. íyrir að gagn- rýna þjálfarann Otto Rehhagel. ■ SÁ orðrómur er nú uppi að Sforza fari á ný til Bayem Miinchen, sem myndi láta Mario Basler í staðinn til Kasierslautern. Sforza er sagður vilja fara aftur í herbúðir Bæjara, en hann tæki þá stöðu Mattháus sem aftasti varnar- maður í leik liðsins. ■ JAMIE Redkrmpp, miðvallar- leikmaður hjá Liverpool, og Chris Sutton, miðherji Chelsea, eru meiddir og leika ekki með Englandi gegn Lúxemborg á laug- ardaginn. Þeir bætast því við sjúkralistann, en á honum voru áð- ur komnir Rio Ferdinand, Sol Campbell, Darren Anderton og David Seaman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.