Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ t «4. 56 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 KVIKMYNDASKÓLI ÍSLANDS HAUSTONN 27. september - 20. desember 1999 Kvikmyndaskóli fslands • Ármúla 38 • 108 Reykjavík* Sími 588 2720 • kvikmyndaskoli@islandia. Nám í kvikmyndagerð undir leiðsögn fagfólks. Bóklegt nám í handritagerð, leíkmyndagerð, kvikmyndatöku, lýsingu, klippingu, hljóövinnslu, leikstjórn o.fl. Nemendur fá verklega þjálfun við gerð fjögurra stuttmynda. Boðið er upp á kvöldskóia og dagskóla. Nemendur hljóta viðurkenníngu í námstok sem nýtist þeim hvort heldur vegna starfsumsókna eða umsókna í framhaldsnám. Utskrifaðir nemendur Kvikmyndaskóla islands starfa víðsvegar í kvikmyndaiðnaði, til dæmis hjá sjónvarpsstöðvum, auglýsingafyrirtækjum og kvikmyndaframleiðendum. Skráning er hafin í síma 588 2720 Takmarkaður fjöldi nemenda! FÓLK í FRÉTTUM SÖFNUNIN SUND l' ÞÁGU BARNA Morgunblaðið/Þorkell Hildur Margrétardóttir, Una dóttir hennar og Jan við eitt verka Hildar. ALLIR GETA LAGT HÖND Á PLÓGINN HILDUR Margrétardóttir mynd- listarkona útskrifaðist úr málara- deild Myndlista- og handíðaskólans vorið 1999 og heldur nú sölusýningu á nokkrum mynda sinna í Galleríi Geysi. Ágóði af einni myndanna sem allar eru af bömum mun renna til söfnunarinnar Sund í þágu bama sem Jan Murtomaa hóf með því að synda þvert yfír Hvalfjörðinn, alls fimm og hálfan kílómetra. Sundið var þreytt til styrktar bömum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu of- beldi eða áreiti og rennur allt söfn- unarfé til Bamahússins. Söfnunin verður í gangi til 18. september. Að leggja sitt af mörkum „Eg heyrði í Jan í fréttunum og sá líka þegar hann synti og fannst hann vera búinn að leggja mjög mikið á sig, svo ég ákvað að gera það líka og gefa vinnu mína,“ segir Hildur. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég mála böm,“ segir hún og brosir. „Eg tek mikið af ljósmyndum, aðal- lega af bömum og dýmm. Ætli það sé ekki sakleysi þeirra sem heillar mig. Síðan mála ég eftir ljósmynd- unum.“ Jan segir sundið hafa gengið vel en söfnunina því miður ekki eins og hann hafði vonast til. „Ég hitti vin minn sem hafði tekið upp á því að synda eins og brjálaður maður,“ segir Jan sem er Finni en hefur verið búsettur á Islandi um árabil og talar lýtalausa íslensku. „Hann leit svo vel út að ég ákvað að fara að dæmi hans. Þegar ég var farinn að synda þrjá kílómetra á dag fannst mér hundleiðinlegt að snúa mér sextíu sinnum við í sundlauginni. Mig langaði að synda frá einum stað til annars og datt þá Hvalfjörðurinn í hug. Þá fannst mér tilvalið að nota tækifærið og styrkja þetta góða málefni. Ég sá einu sinni heimiidar- þáttaröð í sjónvarpinu í Svíþjóð um kynferðislegt ofbeldi á bömum og það hafði mjög mikil áhrif á mig.“ í síðustu viku höfðu safnast rúm- lega 220 þúsund krónur, sem eru mikil vonbrigði að sögn Jans og Hildar. „Inn í þeirri upphæð eru 100 þúsund krónur sem Búnaðar- bankinn gaf, sem var mjög rausnar- legt.“ „Við óbreyttir Islendingar getum ekki hjálpað þessum bömum fag- lega séð en við getum lagt hönd á plóginn og styrkt Bamahúsið fjár- hagslega," segir Hildur. „Því miður er fjöldi bama sem þarf á því að halda og því fyrr sem gripið er inn í ferlið þeim mun meiri líkur eru á að þessi böm komi til með að þroskast eðlilega og fá bót meina sinna." Fleiri mál en reiknað var með Bamahúsið tók til starfa fyrir tæpu ári og er Vigdís Erlendsdóttir forstöðumaður þess. Markmið húss- ins er að bæta aðstoð og þjónustu við böm sem sætt hafa kynferðis- legu ofbeldi eða áreiti. „Málin hafa orðið mun fleiri en við höfðum reiknað með,“ segir Vigdís. „Við höfum rætt við yfir hundrað böm vegna gruns um að þau hafi sætt kynferðislegu ofbeldi og það eru miklu fleiri en við áttum von á.“ Hlutverk hússins er m.a. að sam- hæfa vinnu þeirra sem koma að rannsóknum á kynferðisafbrotum sem framin eru gagnvart börnum á Islandi. Húsið er ríkisrekið og er til- raunaverkefni til tveggja ára á veg- um Barnavemdarstofu. vVið teljum að þetta hafi tekist vel. Áður þurftu böm stundum að fara í viðtal til fleiri en eins aðila en núna fer allt fram á einum stað. Þessi mál þola enga bið. Það er mikilvægt að þau séu tekin föstum tökum frá upphafi og samhæfð vinnubrögð em lykill að því.“ Vigdís segist ekki efast um að þeir fjármunir sem safnist komi til með að nýtast Bamahúsinu og yrði mjög vel varið við gerð á kynningar- efni fyrir lærða og leika. „Fólk þarf upplýsingar um hvemig staðið er að því þegar svona mál koma upp. En þegar grunur vaknar um kynferðis- brot ber þeim sem vitneskjuna hef- ur að tilkynna það til Barnavemd- amefndar. Það er skylda allra sam- kvæmt bamavemdarlögum.“ Þeir sem vilja styrkja málefnið og Bamahúsið, bæði einstaklingar og fyrirtæki, geta gert það með því að leggja inn á reikning nr. 0313-13- 250025 í Háaleitisútibúi Búnaðar- bankans. Eiffelturn- inn í Vegas ►LJÓSADÝRD lýsti upp himin- inn yfír Las Vegas á miðvikudag og bætti enn við neonljósadýrð bæjarins þar sem fínna má spilaglaða ferðamenn í hrönnum. Tilefnið var opnun nýja staðarins Paris Las Vegas þar sem frönsk kennileiti eru höfð í hávegi. Á nýja staðnum verður risastórt spilavíti, ráðstefnusalir og margt margt fleira. Eins og sjá má á myndinni er hluti staðarins f líki Eiffelturnsins franska. Gód skemmtun framundan - IÐNÖ 1999-2000 Kýldu á IÐNÓ-kortið og þú drifur þig f leikhús Aðeins 7500 kr. ef greitt er með VISA kreditkorti Hringdu í 5303030 FRÍÐINDA KLÚBBURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.