Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 20
20 C ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ± MENNTAFÉLAG BYGGINGARIÐNAÐARINS: Þátttaka í námskeiðum 1998/1999 Menntun í þágu byggingariðnaðarins Félög iðnaðarmanna leggja sífellt meiri rækt við menntamál sinna manna. Þannig komu félög í byggingariðnaði sér upp sameiginlegu menntafélagi á sínum tíma, til að hlúa að bæði grunnmenntun og sí- menntun innan sinna starfsstétta. Kristján Karlsson, framkvæmdastjóri Menntafélags byggingariðnaðarins ræddi við Soffíu Haraldsdóttur um starfsemi félagsins. Menntafélag byggingariðnaðar- ins er samstarfsvettvangur fyrirtækja, meistara og starfs- manna í byggingariðnaði, um menntun", segir Kristján Karlsson, framkvæmdastjóri félagsins, þegar hann er beðinn um að lýsa tilgangi þess. „Fyrirtæki og starfsmenn í byggingariðnaði sameinast um þennan málaflokk, koma sér saman um sameiginleg markmið og láta ekki annað sem fer þeim á milli, s.s. kjarasamninga, trufla þennan málaflokk." Að sögn Kristjáns var Menntafé- lagið stofnað á haustmánuðum árið 1996 en þá voru einmitt kjara- samningar í gangi. Að félaginu koma bæði sveina- og meistarafé- lög iðngreinanna en innan félagsins eru sjö iðngreinar: bólstrarar, húsasmiðir, húsgagnasmiðir, múr- arar, málarar, pípu- lagningamenn og veggfóðrarar. Starf- semin er að stærstum hluta fjármögnuð með svokölluðu símenntar- gjaldi en það er gjald greitt af þeim starfs- mönnum sem eru fé- lagar í aðildarfélögum að Menntafélaginu. Grunnmenntun og símenntun „Menntamálunum getum við skipt í tvennt, símenntun og grunnnám. Starfsemi Menntafélagsins bygg- ist að langmestum hluta á að efla sí- menntun. Við sinnum símenntun- arstarfinu með námskeiðahaldi fyr- ir þá iðnaðarmenn sem eru komnir út á vinnumarkaðinn en símennt- unarnámskeiðum okkar er skipt í tvo meginflokka: fagnámskeið iðn- greinanna og námskeið á rekstrar- sviði, þ.e. stjórnunar- og rekstrar- námskeið fyrir meistarana eða þá sem eru að reka fyrirtæki," segir Kristján. Hann segir að félagið taki sam- an ýmsar tölulegar upplýsingar varðandi námskeiðahaldið í lok hvers starfsárs. „Við, eins og aðrir skólar, skiptum námskeiða- haldi upp í haust- og vorönn og við gerum gæða- og upplýsinga- kannanir á hverju námskeiði, sem við vinnum úr einu sinni á ári. Pípulagningamenn hvað flestir „I niðurstöðum kannana sem gerðar voru síðastliðinn vetur kemur til dæmis fram að konur eru ekki nema 3% þátttakenda á námskeiðunum en 97% eru karlar en það kemur svo sem ekki mikið á óvart. Rúm 60% eru á aldrinum 30-50 ára og það er náttúrulega alveg í takt við það sem við höfum stefnt að, að fá inn þá sem hafa verið á vinnumarkaðnum í ákveðinn tíma. Nú, 40% þeirra sem koma á námskeiðin eru með sveinspróf og 44% eru með meistarapróf í sinni iðngrein. Þær iðngreinar sem eru hvað duglegastar við að koma á námskeið eru húsasmiðir sem eru um 36% þátttakenda og pípulagn- ingamenn 37%. Það sem er helst athyglisvert í þessu er að húsa- smíðin er langstærsta iðngreinin innan Menntafélagsins. Sem sýnir að hlutfallslega sinna pípulagn- ingamennirnir símenntunarmálun- um mjög vel enda meiri ástæða fyrir þá að gera það. Þar er að koma inn mikið nýtt efni sem þeir eru að vinna úr og í sumum tilfell- um er gerð krafa frá byggingar- Húsbréf brúa bilið Félag Fasteignasala Kristján Karlsson, framkvæmdastjóri Menntafélags bygg- ingariðnaðarins. fulltrúa að þeir séu búnir að fara í ákveðin námskeið. Þannig að það á sér ákveðnar skýringar hversu stór þeirra hlutur er“, segir Krist- ján. Færri koma á haustin Hann segir að við val á nám- skeiðum hverrar annar sér tekið mið af óskum aðildarfélaganna. „Við höfum þann háttinn á að þegar líður að vorönn og haustönn sendum við út á bæði meistara- og sveinafélögin, lista yfir þau nám- skeið sem við getum boðið upp á og biðjum félögin um að velja þau námskeið sem þau mæla með að verði tekin inn. Síðan eru starf- ræktar fagnefndir innan félagsins og þar er þetta líka tekið upp. Við reynum svo að púsla þessu saman og til dæmis núna á haustönn bjóðum við upp á ein 24 fagnámskeið og 5 námskeið á rekstrarsviði af alls um 40 til 50 námskeiðum sem við getum boðið upp á. I byggingariðnaðinum er erfíð- ara að fá menn á námskeið á haustin, einfaldlega vegna þess að þá eru menn að keppast við að ljúka verkum áður en veturinn skellur á. Þess vegna hefjast nám- skeiðin tiltölulega seint, s.s. í lok október eða byrjun nóvember. Ai- menna reglan er að það er mun betri þátttaka á vorönninni hjá okkur heldur en á haustönninni.“ Sveinspróf, námssamningar og námsskrárgerð Auk símenntunar sinnir Mennta- félagið grunnnámi í byggingaiðn- greinum að sögn Kristjáns. „Við erum með nokkurs konar verktökusamninga við mennta- málaráðuneytið varðandi grunn- nám í byggingaiðnaði. Þannig hef- ur Menntafélagið til að mynda um- sjón með sveinsprófum og náms- samningum í byggingaiðngreinun- um. Ailir námssamningar í þessum greinum eru gerðir á vegum Menntafélagsins og það hefur með sveinspróf að gera í samstarfi við sveinsprófsnefndir viðkomandi iðn- greina. Samkvæmt nýju framhalds- skólalögunum frá 1996 skipar menntamálaráðherra svokölluð starfsgreinaráð og eitt af fjórtán starfsgreinaráðum er Starfsgreina- ráð bygginga- og mannvirkja- greina. Hlutverk ráðsins sam- kvæmt þessum lögum er að skil- greina þarfir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna. Þetta þýðir til dæmis að á borði starfsgreinaráðsins er námsskrár- gerð fyrir þessar iðngreinar í byggingariðnaðinum. Menntafélagið er nokkurs konar bakhjari fyrir þetta starfsgreina- ráð. Þannig að sú vinna sem er á vegum starfsgi'einaráðsins er að langmestu unnin af Menntafélag- inu“, segir Kristján að lokum. r IK” O-. t g 533 3444 ^ Opiö virka daga frá kl. 9-17, Pasteignasala [Suðurlandsbraut 54, bláu húsin H einbýli j |mh hhhé Bræðraborgarstígur - vest- urbær. Fallegt 185 fm timburhús sem er kjallari, hæð og ris. Húsið er vel viðhaldið og mikið endurnýjað, s.s. lagnir, rafm. o.fl. Nánari uppl. á skrifstofu Þingholts. Verð 17,3 millj. 4044 Fellsás - Mosfellsbæ. Glæsilegt 188 fm einbýli auk 50 fm bllskúrs á einum besta útsýnisstað á höfuðborgarsvæðinu. 4- 5 svefnherbergi. 2 stofur. Glæsilegur garður með verönd og 3x9 metra sundlaug. Frá- bært útsýni úr húsi og garði. Verð 19,8 millj. hæðir Kambsvegur. Ca 154 fm efri sérhæð m. ca 29 fm innb. bílsk. 3-4 herb., 3 stofur, þrennar svalir. Gott útsýni. Áhv. 6,5 millj. Verð 13,5 mill. 4077 Eyjabakki. Vorum að fá í sölu góða íbúð á 3. hæð I fjölb. Hús I góðu standi. Verð 8 millj. Kríuhólar - 120 fm góö ibúð á 2. hæð í lyftuhúsi. 3 svefnherbergi og stórar stofur. Góð aðstaða fyrir börn. Skólar og flest þjónusta við hendina. Verð 9,1 millj. 4070 Álfhólsvegur - Kóp. 3ja herb (b. á jarðhæð í tvíb. Sérinng. Ibúðin er mikið endurnýjuð. 36 fm bílskúr. Verð 9,2 millj. 4082 Framnesvegur - laus. Vorum að fá I sölu 3ja herb. risibúð I þrlbýli. Gólfefni endurnýjuð. Mögul. að taka bíl upp I kaupverð. Verð 7,2 millj. 4098 Grettisgata - m. sérinng. Falleg ca 100 fm (búð á jarðhæð í nýl. fjölb. Tvö stæði fylgja íbúðinni. Verð 9,6 millj. 4026 Hringbraut - aukaherb. Falleg 3ja herb íbúð á efstu hæð í nýl. fjölb. Aukaherbergið er með sérsnyrtingu og eld- unaraðstöðu og hentar vel í útleigu. Parket og flísar. Verð 8,9 millj. Lyngmóar - Gbæ. góö 3ja her- bergja íbúð á 3. hæð ásamt bílskúr. Yfir- byggðar svalir. Góð (búð á vinsælum stað. Verð 9,2 millj. H _________2ja herb. Ásvallagata - vesturbær. Mjög góð Ibúð á jarðh./kjallara I fallegu steinhúsi á þessum vinsæla stað. Ibúðin er mjög rúmgóð. Garður í rækt. Verð 7,1 millj. VANTAfí - VANTAfí allar stærðlr elgna á skrá. Mikll sala!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.