Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Forstjóri Þjóðhagsstofnunar setur þróun hlutabréfaverðs í heiminum í sögulegt samhengí Lækkun hlutabréfaverðs í Bandaríkjunum í aðsigi Alþj óðagj aldeyrissj óðurinn birti nýlega spá sína um 3,5% haffvöxt í heiminum á næsta ári. Bjartsýni á framhaldið virðist ríkjandi þótt hættumerki meffi sjá. Til að mynda gæti verðfall á hlutabréfum sett strik í reikninginn, að mati Þórðar Frið- jónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Steingerður Olafsdóttir ræddi við Þórð. ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, segir oftrú á framhald góðæris í Bandaríkjunum líklega hafa leitt til hærra hlutabréfaverðs en efnahagslegar forsend- ur séu fyrir til lengdar. Hann bendir þó á að um skammvinn áhrif verði líkast til að ræða, ólíkt því sem var í kreppunni miklu í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum. Breyttar hagstjómar- aðferðir gegni þar lyk- ilhlutverki. Máli sínu til stuðnings hefur Þórður tekið saman töluleg gögn um þróun hlutabréfaverðs í aðdrag- anda kreppunnar miklu í Banda- ríkjunum á fjórða áratugnum, ný- legrar efnahagskreppu í Japan og þróun hlutabréfaverðs í Bandaríkj- unum á árunum 1991 til 1999. Fer- illinn er áþekkur eins og sést á með- fylgjandi mynd og margt bendir til að hlutabréfaverð í Bandaríkjunum fari nú niður á við, að mati Þórðar. „I Bandaríkjunum hefur ríkt gíf- urleg trú á yfirburði bandarísks efnahagslífs sem byggist á góðum árangri undanfarin ár,“ segir Þórð- ur. „Það er hætt við því að við slíkar aðstæður skapist oftrú á áframhald- andi hagvöxt og góðæri. I leiðara Economist nýlega var spurt hvað gerðist ef blaðran spryngi og þar var verið að vísa til þess að eigna- og hlutabréfaverð hefur hækkað mjög mikið í Bandaríkjunum og sumir telja að ekki séu raunhæfar efnahags- legar forsendur fyrir þessum hækkunum. Bandaríkin hafa sér- stöðu að þessu leyti því gengið í efnahagsmál- um hefur verið einstak- lega gott og ýtt undir tiltrú á varanleika góð- æris.“ Svipaðar aðstæður og áður Nýlega gaf Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn, IMF, út spá um efna- hagsþróun í heiminum á næstu árum. „Það ríkir bjartsýni í efnahagsmálum í heiminum," segir Þórður. „Flestir telja að áfram verði viðunandi hag- vöxtur eftir erfið ár 1997 og 1998 í Asíu. Að því er varðar verðbólgu og helstu hagstærðir er útlitið einnig bjart,“ segir Þórður. Ahyggjur hafa þó vaknað um að hlutabréfaverð kunni að lækka verulega og af því tilefni hefur Þórður rifjað upp aðdragandann að tveimur kreppum. „Oft áður í sög- unni hafa menn haft á tilfinningunni að staða efnahagsmála væri mjög traust og hagsveiflur meira eða minna að baki. A báðum þessum tímabilum voru menn mjög ánægðir með stöðu efnahagsmála og horfur í þeim efnum. I Japan og Bandaríkj- unum á sínum tíma töldu menn að tækniframfarir og aðstæður væru með þeim hætti að búast mætti við endalausum hagvexti án áfalla. I Japan höfðu menn geysimikla trú á Þórður Friðjónsson 100 stærstu fyrirtækin Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna stærst í fyrra VELTA 100 stærstu fyrirtækja á Islandi jókst um 61 milljarð króna á síðasta ári og nam um 500 millj- örðum króna, sem er u.þ.b. 13% aukning á milli ára. Þrátt fyrir veltuaukninguna minnkaði hins vegar hagnaður stærstu fyrirtækj- anna umtalsvert, eða um 6 millj- arða frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýútkomni skýrslu Frjálsrar verslunar um 100 stærstu fyrirtæki á landinu. Hugsanlegar skýringar á minnkandi hagnaði eru m.a. tald- ar felast í því að fyrirtæki bættu al- mennt við sig starfsfólki á sama tíma og meðallaun fyrirtækja í einkageiranum hækkuðu um 8% að jafnaði og námu 217 þúsund krón- um á mánuði en voru árið áður 201 þúsund. Bent er á að þrátt fyrir að hagn- aður hundrað stærstu félaganna hafí dregist saman, þá gildi það ekki um fjármálafyrirtækin en hagnaður þeirra jókst umtalsvert. Athygli vekur að erfiðleikar hafa verið í rekstri stóru hótelanna í Reykjavík sem þykir koma á óvart á tímum metfjölda eriendra ferðamanna til landsins auk þess sem koma þeirra dreifist meira yfir árið. Ljóst er að með nýlegum sam- runa ÍS og SÍF stefnir SÍF í að verða stærsta fyrirtæki á listanum yfir 100 stærstu fyrirtækin en af því verður þó ekki fyrr en á næsta ári. Það kemur því í hlut Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna að skipa efsta sætið með tæplega 34 milljarða króna veltu í fyrra. I öðru sæti eru Flugleiðir með 28 milljarða. Is- lenskar sjávarafurðir eru í þriðja sæti með 27 milljarða. Baugur í fjórða sæti með 19 milljarða og SIF í því fimmta, einnig með um 19 milljarða króna veltu á síðasta áil. efnahagskerfi landsins, það væri betra en annarra landa og gæti staðið undir miklum væntingum," segir Þórður. Myndin sýnir að hlutabréfaverð hækkar talsvert í aðdraganda kreppu en lækkar svo mikið á skömmum tíma. „Þegar við setjum þróun hlutabréfaverðs í Bandaríkj- unum undanfai'in ár inn á myndina, vii'ðumst við vera komin nálægt þeim punkti þegar verðfall varð, við sambærilegar aðstæður i Banda- ríkjunum og Japan,“ segir Þórður. Líklegt að um skammvinn áhrif verði að ræða Aðspurður segh' Þórður aðstæð- umar um sumt sambærilegar við nútímann. „Andinn og viðhorfin í þjóðfélaginu eru svipuð og nú. Það var góður gangur í efnahagslífinu og bjartsýni ríkti eins og nú. Fjöldi manna sótti inn á hlutabréfamark- aðina með von um hagnað af hluta- bréfaviðskiptum. Það sem hins veg- ar er frábmgðið er að nú hafa menn meiri þekkingu á því hvernig er rétt að bregðast við aðstæðum af þessu tagi. Því getur vel verið að þegar að því kemur að lækkun eða leiðrétting verður á hlutabréfaverði, verði um skammvinn áhrif að ræða. Þetta verði eins og að fara í kalt bað sam- anborið við margra ára kuldaskeið í kjölfar verðhrunsins 1929. Það gerðist til dæmis dimma mánudag- inn í október árið 1987 þegar hluta- bréfaverð hríðféll en áhrifin urðu ekki varanleg. Vel getur verið að hið sama muni eiga sér stað nú bráðlega," segir Þórður. Að sögn Þórðar er engin ástæða til að ætla að hlutabréfaverð í Bandaríkjunum haldi áfram að hækka í þessum takti í það óendan- lega. „Líklegra er að vemleg lækk- un verði innan skamms tíma á hlutabréfum í Bandaríkjunum, jafn- vel lækkun upp á tugi prósenta á mjög skömmum tíma. Þetta gæti truflað þá mynd sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn dregur upp af hag- vexti og bjartri framtíð og valdið tímabundnum erfiðleikum." Tryggja nægjanlegt peningamagn í umferð „Mér finnst ekki rétt að nota myndina til að mála skrattann á vegginn heldur til að vekja athygli á að aðdragandinn er svipaður og mjög líklegt er að einhver leiðrétt- ing verði, jafnvel hrun. Það er ekki þar með sagt að kreppa og volæði verði til margra ára eins og var í kreppunni miklu. Þá brugðust menn ekki rétt við,“ segir Þórður. Aðspurður segir Þórður rétt við- brögð við kreppu þau að tryggja nægjanlegt peningamagn í umferð. „Aukið peningamagn og lækkun vaxta er nauðsynlegt til að tryggja að hjól efnahagslífsins haldi áfram að snúast. Flestir hagfræðingar telja það sem gert var rangt í kreppunni miklu sé að dregið var úr peningamagni í umferð og þar með lánamöguleikum. Þegar verðhrunið varð í Bandaríkjunum árið 1987, jók Stofnun Kvennabanka Islands undirbúin STOFNAÐ hefur verið undir- búningsfélag til stofnunar Kvennabanka Islands. Safna þarf 400 milljónum til að hægt verði að stofna kvennabanka en bankinn yrði sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Félagið mun gangast fyrir söfnun hlutafjárloforða á meðal landsmanna og eriendum aðil- um mun einnig bjóðast þátt- taka. Eignarhlutur hvers og eins verður að lágmarki 2.000 krónur en 24 milljónir króna að hámarki, en eignaraðild skal vera dreifð, eins og fram kemur í tilkynningunni. Framkvæmdabanki kvenna „Fyrirhugað er að Kvenna- bankinn verði framkvæmda- banki kvenna og jafnframt ann- ast alla almenna bankastarf- semi, fyrir karla jafnt sem kon- ur. Markmið og tilgangur með Kvennabanka Islands er að hvetja konur til enn frekari þátttöku í efnahagslífinu og ýta undir framkvæmdir á þeirra vegum, svo sem að stofna og stjórna fyrirtækjum," segir í fréþtatilkynningunni. I tengslum við Kvennabanka Islands er áætlað að stofna Ráðgjafamiðstöð fjármála sem gangast myndi fyrir fræðslu og upplýsingum á sviði fjármála, s.s. við stofnun fyrirtækja. Tugir Islendinga standa nú þegar að baki undirbúningsfé- laginu, en stofnendur þess eru Asgerður Jóna Flosadóttir kaupsýslukona og Arnþrúður Karlsdóttir kaupmaður. bandaríski Seðlabankinn peninga- magn og lækkaði vexti til að ná efnahagslífinu aftur á strik, enda urðu áhrifin ekki varanleg," segir Þórður. Islenskur hlutabréfamarkaður laustengdur heimsmarkaði Að mati Þórðar er Island laustengt umheiminum hvað hluta- bréfamarkað varðar. „Það er erfitt að svara þeirri spurningu hvort hlutabréfamarkaður hér á landi yrði fyrir áföllum ef þróunin yrði með þessum hætti í Bandaríkjun- um. Islenskur hlutabréfamarkaður er mjög ungur og það hefur ekki verið hægt að sýna fram á sterk tengsl á milli verðþróunar hluta- bréfa hér á landi og erlendis. Þrátt fyrir að mikið fall yrði á hlutabréfa- verði í Bandaríkjunum um tíma, þyrfti það ekki að hafa mikil áhrif á verð hlutabréfa á íslenskum mark- aði. Það er ekkert hægt að fullyrða um slík tengsl og ég held að enn eigi nokkur ár eftir að líða áður en hlutabréfamarkaðurinn hér á landi fylgi náið sveiflum í hlutabréfaþró- un erlendis. En smám saman á tenging þarna á milli eftir að verða nánari," segir Þórður. Hann segir hlutabréfaverð hér á landi fremur ráðast af því sem ger- ist í íslensku hagkerfi, en verðþró- un hlutabréfa erlendis. „Ef tekst að ná niður þenslunni í íslensku efna- hagslífi og tryggja mjúka lendingu, eins og það er nefnt, held ég að engin sérstök ástæða sé til að ætla að hlutabréfaverð hér á landi taki miklum breytingum vegna sveiflna í hlutabréfaverði á Wall Street. Hins vegar, ef hrun á erlendum mörkuðum yrði varanlegt og hefði áhrif á heimsbúskapinn, næðu áhrifin að sjálfsögðu hingað til lands á endanum." Olíklegt er að hlutabréf á íslandi hækki verulega í verði á næstunni, að mati Þórðar. „Mun líklegra er að hlutabréfaverð hér verði með svip- uðum hætti og verið hefur, hvorki miklar hækkanir né miklar lækkan- ir. Þetta byggist á þeim tveimur meginforsendum sem skipta mestu máli við mat á horfum í efnahagslíf- inu. Annars vegar að það takist með hagstjórn að draga úr vexti umsvifa og eftirspurnar í efnahags- lífinu þannig að tryggt verði að þensla og verðbólga fari ekki úr böndunum. Hins vegar eru það kjarasamningarnir sem eru framundan, en þetta eru mestu óvissuþættirnir í þeim áætlunum og spám sem gerðar hafa verið um framvindu efnahagsmála á næstu misserum,“ segii’ Þórður Friðjóns- son. Portline siglir til Esbjerg PORTÚGALSKA skipafélagið „Portline", sem verið hefur í föstum ferðum milli Portúgals, Islands, Nor- egs og Spánar síðastliðið ár, hefur ákveðið að bæta Esbjerg í Danmörku við áfangastaði sína. Að sögn Björns E. Haraldssonar, samstarfsaðila Portline er talsvert um að Islendingar eigi í viðskiptum á svæðinu og því hafi verið ákveðið að hefja siglingar til Esbjerg. Hann seg- ir reksturinn hafa gengið vel undan- farið ár. „Við erum að bjóða upp á beinar siglingar inn á saltfiskmarkaði í Suður-Evrópu á meðan stóru sam- keppnisaðilarnir sigla þetta í fleiri áföngum sem krefst umskipunar á farmi. Þá leiddi innkoma okkar inn á þennan markað til þess að Samskip og Eimskip lækkuðu flutningsgjöld úr u.þ.b. 18 kr. á hvert kíló í 12 krón- ur, sem er það verð sem við bjóðum." Félagið notar eitt skip í siglingun- um og flytur alla hefðbundna vöru, bæði í gámum og á pöllum, ferskt og frosið. Fyrsta viðkoma skipsins í Es- bjerg verður 22. október næstkom- andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.