Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Daglegt amstur er gjarnan skipulagt eftir tvennu; minni nennu. En getur verið að ákveðinn tími dags eða mán- ,( aðar henti betur en aðrír til tiltekinna verka? Sigurbjörg Þrastardóttir spurðist fyrir um „rétta tímann“, m.a. í ljósi hormóna, líkamshita og x karlsins í tunglinu. SOLARHRINGUR í lífi einstakl- ings líður alla jafna þannig að hann sefur, vaknar, nærist, lærir, þrífur, ferðast, vinnur, verslar, spjallar og sofnar á ný. Reyndar gerir meðal- jóninn yfirleitt margt fleira og kannski í annarri röð, en höfuðverk- urinn er ávallt sá sami: að finna hverri athöfn tíma. Flestir raða af handahófi en svo eru þeir sem spá nákvæmlega í ytri og innri aðstæð- ur og smíða dagskrá daglegs lífs út frá því. Hvenær er best að fata sig upp? Allir vita að það er óheppilegt að fara í banka um mánaðamót - þá er svo mildl biðröð. Það er heldur ekki vænlegt að fara í kjör- búð þegar svengdartilf- inning ríkir yfir holl- ustu- eða spamaðar- ásetningi - þá er hætta á að of mikill vamingur rati í körf- una. En hvað með fatainnkaup, hvenær á helst að sinna þeim? I septemberhefti breska tímaritsins Zest er bent á að konur skyldu ekki máta fðt rétt fyrir tíðir, enda sé kviðarholið þá þan- ið og hætta á að konan passi ekki í sína eðlilegu stærð. Anna Þórhildur Salvarsdótt- ir kvensjúkdómalæknir segir að rétt sé að fyrir tíðir safni líkami sumra kvenna bjúg. „Það er meiri vökvasöfnun í líkamanum rétt fyrir blæðingar og það er ekki frá- leitt að álykta að einhverju geti munað í fatastærðum," segir Anna en bendir á að sveiflumar komi mis; jafnlega fram hjá einstaklingum. í Zest, þar sem byggt er á þýskri er best að.. rannsókn og at- hugunum breskra sálfræðinga, seg- ir ennfremur um verslun- arferðir kvenna fyrir tíðir: „Konum hætt- ir til að kljást við neikvæða sjálfsmynd á þessum tíma, auk þess sem sveiflur í hlutfalli estrógens og prógesteróns kalla fram ör- væntingu, pirring, depurð, óöryggi og jafnveí grátköst. Verslunarferð- in getur þannig orðið að óyndislegri upplifun." Anna Þórhildur bendir á að hin margfræga fyrirtíðaspenna kvenna feli það vissulega í sér að konur verði af líffræðilegum ástæð- um uppstökkari, við- kvæmari og verr fyrir kallaðar en á öðmm tímum. Hins vegar finni konur, eins og áð- ur segir, alls ekki allar fyrir slíkum einkenn- um. í Zest kemur að endingu fram það álit að síðari hluti dagsins henti síst til þess að fata sig upp. Líkamsþyngd eigi þá til að aukast og þreyta, jafnt af völdum líkam- legrar dægursveiflu og ytri skil- yrða, geti traflað einbeitinguna. Hvenær er best að stunda líkamsrækt? „Brennslan er mest á morgnana - á fastandi maga,“ útskýrir Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur. Hún segir að við þær aðstæður brenni líkaminn þeirri fitu sem fyrir sé í líkamanum í stað þess að nýta orku úr nýlega innbyrtri fæðu. „Ef íþróttaiðkandinn er hins vegar að hugsa um vöðvauppbyggingu á hann einfaldlega að æfa á þeim tíma sem honum finnst hann upplagður, eftir að hafa neytt kolvetnis, prót- eins og fitu í réttum hlutföllum. Og rétti tíminn er afar einstaklings- bundinn." Jónína segir hvíldardaga ekki nauðsynlega í dagskránni nema keppni sé í nánd. „Best er, fyrir hinn almenna borgara, að hreyfa sig á hveijum degi. Hreyfingin þarf að vara í minnst 20 mínútur og tvennt skiptir höfuðmáli: að gera fjölbreyttar æfmgar sem lúta að lið- leika, styrk og úthaldi, og að hafa gaman af hreyfingunni." Hvenær er best að taka lyfin sín? „Það er afar misjafnt eftir lyfja- tegundum hvenær sólarhringsins ber að taka þau inn,“ segir Páll Guðmundsson, lyfjafræðingur. „Mörg lyf skal taka inn með mat, önnur á fastandi maga, og þannig mætti áfram telja. Ef skilyrði er að lyf sé tekið á ákveðnum tímum er þess getið í leiðbeiningum, en ef engar slíkar ábendingar fylgja merkir það að engu máli skipti hve- nær lyfið er tekið inn.“ Páll kveður þannig ekkert einhlítt svar til við spumingunni um hvenær lyfjataka henti best, nema ef vera skyldi hvað varðar einn flokk lyfja: „Eg held að mér sé óhætt að fullyrða að svefn- lyf sé farsælast að taka inn á kvöldin!" segir hann hlæjandi. Hvenær er hættulegast aðakabíl? I rannsókn sem gerð var fyrir skemmstu við Wa- les-háskólann í Swansea komust sálfræðiprófessor- ar að því að hætta á árekstram næði hámarki milli klukkan 3 og 6 að næturlagi. Orsökin væri gáleysi sökum syfju. Þótt svefndrakknir ökumenn séu án efa varasamir hérlendis sem annars staðar era líkumar á árekstrum við aðra bfla þó minnstar að næturlagi þar sem langfæstir era þá á ferli. Samkvæmt upplýs- ingum frá Umferðarráði verða flestir árekstrar í umferðinni í lok dagsins, þegar þorri fólks er á leið heim úr vinnu. Af 1041 slysi, sem ollu meiðslum eða dauða í umferð- inni árið 1997, urðu 89 á tímabilinu klukkan 18-19. Næstum jafnmörg slys, eða 87, urðu á klukkutímanum á undan og 83 slys á milli klukkan 16 og 17. Fæst slysin, ef undan er skilin nóttin, áttu sér stað um miðj- an morgun. Milli klukkan 9 og 10 á morgnana urðu 34 slys og 39 á kiukkutímanum þar á eftir. Meðal- tal áranna 1988-1997 sýnir svipað mynstur árekstra yfir daginn. Eftirmiðdagamir era augljóslega erfiðari en aðrir tímar sökum þess að þá er umferðarþungi í þéttbýli langmestur. Að auíd má hugsa sér fleiri áhrifaþætti, svo sem streitu ökumanna að loknum löngum vinnudegi, blind- andi síðdegis- sól að haust- lagi, erfið akstursskil- yrði í Ijósa- skiptunum, síðdegismyrkur að vetrarlagi og fleira. Hvenær er best að sofa? Gamlar kerlingabækur herma að farsælast sé að fara í háttinn fyrir miðnætti. Björg Þorleifsdóttir, líf- fræðingur á svefnrannsóknadeild Landspítalans, segir talsvert til í þessari grónu trú. „Fram að mið- nætti fellur líkamshiti einstaklings hvað hraðast, sem myndar kjörað- stæður til þess að sofna. Þeir sem fara að sofa löngu eftir fallið, til dæmis klukkan fimm að morgni þegar hitastigið er að byrja að rísa á nýjan leik, sofa yfirleitt lítið og laust og ná ekki góðum djúpsvefni, en djúpsvefn er forsenda þess að við vöknum úthvfld," segir Björg. Nóttin er þannig nátt- úrulegur svefntími mannsins ef tekið er mið af líf- klukku og dæg- ursveiflum líka- mans. „Framleiðsla melatónins, efnis- ins sem gerir okk- ur kleift að sofna, er einnig háð birtustigi á þann hátt að hún eykst í rökkri. Þess vegna er talið gott að draga smám sam- an úr birtu á heimil- inu á kvöld- in til þess að örva melatónín- framleiðslu og mynda aðstæður svefns," segir líffræð ingurinn. Hvenær er best að fara i myndatöku? „Besti tíminn er um miðjan dag - þá er maður hvorki nývaknaður og stúrinn né þreytulegur eftir dag- inn,“ segir Gréta Boða, hárkollu- og förðunarmeistari. Flestum er í mun að myndast vel, hvort sem um er að ræða passamynd eða vandaða por- trettmynd, en margt getur haft áhrif á útlitið. „Þreyta og streita geta kallað fram bauga, slappari andlitsdrætti og sljóleika til augn- anna auk þess sem litaraftið dofnar. Reyndar er margt hægt að fela í stúdíói en þá borgar sig líka að láta fagmenn sjá um förðun og lýsingu," segir Gréta. Anna Þórhildur Salvarsdóttir kvensjúkdómalæknir kveðst kann- ast við að konur þrútni í andliti síð- ustu dagana fyrir blæðingar, sökum vökvasöfnunar, og sumar reyni að sneiða hjá myndatökum á því tíma- bili. Við bætist aukinn bóluvöxtur fyrir tíðir, sér í lagi hjá þeim ungl- ingsstúlkum sem stríða við bólur að staðaldri. Gréta Boða bætir við að óráðlegt sé að fara í klippingu rétt fyrir myndatöku, þá virki hárið of „klippt og skorið" á myndinni. „Best er að fá nokkurra daga færi á að þvo hárið og koma lagi á það sjálfur svo það líti eðlilega út. Og talandi um hár, þá ættu konur ekki að reyna að lita hár sitt með- an þær hafa á klæðum. Það hefur verið sannreynt að á þeim tíma tekur hárið verr við litnum, auk þess sem það er líflausara á allan hátt á þeim tíma og hentar kannski ekki vel til uppsetn- Ferðafélag íslands Mörkinni 6 f I08 Reykjavfk Slmi 568 2533 ® Fax 568 2535 • www.fl.is • fi@fi.is Við erum alltaf á ferðinni! Sunnudagur 17. október Id. 10:30: Keflavík - Miðnesheiði - Hvalsnes. Ný ferð um gamla áhugaverða þjóðleið. Hvalsnesveg. Um 4-5 klst. láglendisganga. Hvalsneskirkja skoðuð. Verð 1.600 kr. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Þeir, sem vilja taka rútuna á leiðinni, láti skrifstofuna vita 1 dag. , ,,v*■ '■? , Adventuferð f Þórsmör)e 27. - 28. nóvember er góð upplyfting f skammdeginu. Kjörin fjölskylduferð. Áramótaferð 'í Þórsrriörjt 31. desember - 2.'jánöáf,l-í^VÍ Pantið og takið farmiða tímanlega I báðar ferðirnar. STJÖRNUSPEKIN lumar á ýms- um viðmiðum þegar valinn er túni til ákveðinna athafna. Gunn- laugur Guðmundsson stjörau- spekingur segir það gamla og góða reglu að sinna öllu sem tengist vexti á tveggja nátta tungli. „Þegar tveir dagar eru liðnir frá nýju tungli er gott að fara í klippingu, gróðursetja af- leggjara eða slá blettinn," segir Gunnlaugur. Til frekari upp- lýsinga vísar hann í bók sína Hvað býr í framtíðinni? þar sem fjallað er um tímasetningar at- hafna miðað við tunglgang. Gott að fara í klippingu á tveggja nátta tungli Tunglmánuður skiptist í Qögur kvartil; tunglið er annaðhvort nýtt, vaxandi, fullt eða minnk- andi. Á 1. kvartili er samkvæmt bók- inni best að byrja á athöfnum sem krefjast vinnu og þróunar- tíma, enda er náttúruorkan „sterk og hrá“ undir nýju tungli. Þetta er „góður túni fyrir vinnu sem krefst afls frekar en hug- vits,“ segir í bókinni. Á 2. kvartiU fram að fúllu tungli er túnabil fyrir „orku- miklar athafnir sem eiga að skila sér í fljótlegri ávöxtun. Það er til dæmis ágætt að sefja upp mál- verkasýningu nokkrum dögum fyrir fullt tungl, eða halda sam- kvæmi sem á að vera Ufandi og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.