Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Halldór Ingi Ásgeirsson Björn Friðþjófsson, framkvæmdastjóri Tréverks, Fanney Hauksdóttir, arkitekt, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri, og Anna Bald- vina Jóhannsdóttir, skólastjóri, fögnuðu því að nýbygging við Dalvík- urskóla var tekin f notkun. Nýbygging við Dalvíkur- skóla tekin í notkun Nýbyggingin var tekin í notkun að við- stöddu íjölmenni, en myndin er tekin í samkomusal skólans við athöfnina. NÝBYGGING við Dalvík- urskóla var formlega tckin í notkun við athöfn síðasta sunnudag en af því tilefni var opinn dag- ur í skólanum sem og einnig í tónlistarskóla og hjá Utvegssviði VMA á Dalvík. Nýbyggingin er rúmir 1.400 fermetrar að stærð og að mestu á einni hæð eða tæpir 1.200 fermetar og um 260 á annarri hæð. Þar eru sérgreinastofur, s.s. fyrir handmennt, myndmennt, smíðar, heimilis- fræði og raungreinar. Þá er sam- komusalur og skrifstofur fyrir yfirstjórn skólans í nýbygging- unni. Bókasafnið, tölvuver og ein sérkennslustofa eru í nýbygg- ingu vestan við eldra skólahús- næði. Gott samspil við eldri byggingar Einkenni nýbyggingarinnar er mjúk bogalína austurveggjarins. Þessi mjúka lína er mótvægi við hinn einfalda stfl eldri bygginga og næst þannig gott samspil bygginganna. Austurveggurinn, sem er áberandi hluti nýbygging- arinnar, er klæddur með timbri og verður náttúrulegur litur við- arins látinn halda sér og nýtur það sín vel í því umhverfi sem skólalóðin skapar. Hönnun byggingarinnar var í höndum Arkitekta- og verkfræði- skrifstofu Hauks ehf. og er Fann- ey Hauksdóttir aðalhönnuður byggingarinnar. Tréverk á Dal- vík sá um allar framkvæmdir við bygginguna, lóð og breytingar á eldra húsnæði. Kostnaður nemur um 220 millj- ónum króna með lóð og búnaði og er hlutur sveitarfélagsins um 180 milljónir að frádregnum framlögum Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga. Nú í haust þegar framkvæmd- um Iauk var hægt að einsetja skólann og er því umgjörð skóla- starfsins eins og best verður á kosið. Austurveggur Dalvíkurskóla einkennist af mjúkri bogalínu og er mót- vægi við hinn einfalda stíl eldri bygginga. Ljóðakvöld á Sigurhæðum Þórarinn gestur á ljóðakvöldi ÞÓRARINN Guðmundsson, lengi kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, verður gestur á ljóða- kvöldi í Sigurhæðum - Húsi skálds- ins í kvöld, miðvikudagskvöldið 20. október. Hann hefur gefið út nokkrar ljóðabækur á síðustu árum og á einnig sitthvað óprentað og er ekki ósennilegt að hann leyfi áheyrend- um að njóta góðs af því í eigin með- förum í Húsi skáldsins. Jóns Helgasonar minnst Á ljóðaskrá kvöldsins ætlar Erl- ingur Sigurðarson, forstöðumaður Sigurhæða, einnig að minnast skáldsins Jóns Helgasonar, prófess- ors. í sumar var liðin ein öld frá fæðingu hans og þar að auki eru 60 ár síðan fyrsta útgáfa ljóðabókar hans „Úr landsuðri" kom fyrir al- menningssjónir. í stofum Sigurhæða er sýning á ljóðum látinna Akureyrarskálda sem gestum gefst kostur á að njóta á ljóðakvöldunum. Þar fyrir utan er tekið á móti hópum sem sýninguna vilja sjá og hlýða á dagskrá henni tengda að höfðu samráði við for- stöðumann. Húsið er opið frá kl. 20 til 22 á miðvikudagskvöldum, en flutningur ljóðadagskrárinnar hefst kl. 20.30 og tekur um það bil þijá stundar- fjórðunga. Forsvarsmenn símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni funda Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Frá fundi forsvarsmanna símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni. Flutningsgeta fjarskipta- kerfísins ekki næg Reykholti - í síðustu viku héldu fulítrúar símenntunarmiðstöðvanna ásamt fulltrúum ýmissa stofnana sem að símenntunarmálum koma tveggja daga fund í Reykholti í Borgarfirði. I samtali við blaðið segir Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sí- menntunarmiðstöðvar Vesturlands í Borgarnesi, að ekki sé um nein formleg samtök að ræða en þetta sé í annað sinn sem fulltrúarnir hittist. „Það er afskaplega gaman að vera með í þessu frumkvöðlastarfi vegna þess að allir hafa svo óbilandi áhuga og trú á því sem verið er að gera. Starfsemin er sprottin úr grasrótinni til að mæta þeirri rétt- mætu kröfu fólks í dreifbýli að geta stundað nám,“ segir Björg. Atvinnulífíð getur aukið lífsgæði fólks Síðastliðin tvö ár hafa verið stofnaðar eða er verið að vinna að undirbúningi stofnunar símenntun- armiðstöðva í öllum kjördæmum utan Reykjavíkur og eru þær nú orðnar sjö. Hlutverk þessara mið- stöðva er að efla símenntun og full- orðinsfræðslu á öllum sviðum og þjóna jafnt einstaklingum sem at- vinnulífi. Á fundinum voru rædd þau mál sem brenna á miðstöðvunum og ber þá fjár- og fjarskiptamálin hæst. Björg segir rekstrargrundvöll þessarar starfsemi ekki vera nægi- lega vel tryggðan. Þetta séu sjálfs- eignarstofnanir sem eigi að standa undii- sér, en starfsemin sé þess eðlis að hún þurfí stuðning til að geta orðið sjálfbær. „Sem stendur njótum við fjárstuðnings frá ríkinu, en höfum ekki hugmynd um hversu lengi það varir. Með einu penna- striki getur sá stuðningur horfið og þá stöndum við á brauðfótum. Auð- vitað stefnum við að því að fyrir- tækin standi undir sér og skili jafn- vel hagnaði í framtíðinni, en það gerist ekki nema atvinnulíílð nýti sér þjónustu okkar.“ Björg segir að útlitið sé reyndar gott á Vestur- landi og hafi atvinnurekendur og stéttarfélög sýnt málinu áhuga og skilning og stórfyrirtækin séu líka farin að skipta við þau. „Ég er t.d. mjög hreykin af fiskvinnslufyrir- tækjum og stéttarfélögum á Snæ- fellsnesi sem hafa gert pólskum verkamönnum kleift að stunda ís- lenskunám. Nú eru um 50 Pólverj- ar á grunnnámskeiði í íslensku í Snæfellsbæ og Grundarfirði og margir bíða eftir framhaldsnám- skeiði.“ Fjarnám og fjarkennsla um myndfundabúnað og tölvur voru einnig rædd. „Okkur finnst ganga hægt að koma á sómasamlegu fjar- skiptasambandi með aukinni flutn- ingsgetu, þannig að fólk um allt land geti stundað nám eftir þessum leiðum,“ segir Björg. „Fólk er ein- faldlega farið að bíða við tölvumar sínar. Annað vandamál er að kenn- arar eru ekki búnir undir þessar aðstæður og því tregir til að kenna á þennan hátt.“ Hún bendir á að menntun eftir að formlegri skóla- göngu Ijúki sé að verða æ mikil- vægari þáttur menntakerfisins. Fólk hafi auðvitað alltaf verið að safna í menntunarsarpinn, en nú sé þetta form menntunar farið að skipta máli við atvinnuumsóknir." Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra staðfestir aðalskipulag Þorláks- hafnar með undirskrift sinni. Á myndinni eru frá vinstri: Ingimar Sig- urðsson, starfsmaður umhverfisráðuneytisins, Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra, Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Olfuss, og Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi. Nýtt aðal- skipulag í Þorlákshöfn samþykkt Þorlákshöfn - Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur staðfest nýtt aðalskipulag fyrir Þorlákshöfn. Landslagshönnuðimir Gísli Gísla- son og Ingibjörg Gísladóttir hjá Landmótum ehf. hafa unnið skipu- lagið í samvinnu við Sigurð Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúa Ölf- uss, og fleiri heimamenn. Sesselja Jónsdóttir sveitarstjóri sagði að það væri mikils virði að fá umhverfisráðherra á staðinn til að staðfesta aðalskipulagið og þakkaði hún arkitektunum vel unnin störf og bað Sigurð Jónsson, skipulags- °g byggingarfulltrúa Ölfuss, að skýra skipulagið. I máli Sigurðar kom fram að endurskoðun á skipu- laginu hefði staðið í tvö ár og taldi hann vel hafa til tekist. Hann sagði að þetta væri trúlega fyrsta aðal- skipulag sem er staðfest þar sem ný lög um hverfisvemd væm tekin inn í skipulagið. Á þessu svæði eru m.a. gamlar tóftir og minjar um byggð og útræði sem var í Þorlákshöfn áður en þorp fór að myndast þar, sem var 1951. Sunnan við þorpið er svæðið Hafn- ames, sem er friðlýst og á náttúru- minjaskrá vegna gróðurs og fugla- lífs. Nýja skipulagið gerir ráð fyrir nýrri aðkomu að bænum og miðað er við að Suðurstrandarvegur komi norðan við bæinn og frá honum liggi þrjár aðkomuleiðir í bæinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.