Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Rúnar og Tryggvi í liði ársins | RÚNAR Kristinsson, leik- | maður Lilleström og Tryggvi I Guðmundsson, leikmaður Tromsö, voru valdir í lið árs- ins hjá Nettavisen. Lokaum- ferð norsku deildarinnar fór fram um helgina. Lið ársins var skipað eftir- töldum (einkunnagjöf í sviga): Markvörður: Frode Olsen, Stabæk (5,45). Varnarmenn: Erik Hoftun, Rosenborg (6,00) Torgeir Bjarmann, Lilleström (5,66) Per-Ove Ludvigsen, Brann (5,66) Tommy Bemtsen, Lilleström (5,52) Miðvallarleikmenn: Oijan Berg, Rosenborg (6,90) Magnus Svensson, Viking (5,76) Rúnar Kristinsson, Lilleström (5,72) Karl Oskar Fjörtoft, Molde (5,50) Frandierjar: Andreas Lund, Molde (5,62) Tryggvi Guðmundsson, Tromsö (6,28). Rúnar var eini Islending- I urinn í liði ársins hjá Verdens Gang. Hann var þar í fimmta sæti á lista yfir bestu leik- menn deildarinnar að mati norska blaðsins. Hann hlaut 5,65 stig í meðaleikun, en Sví- inn Magnus Svensson, leik- maður Viking, var stigahæst- ur með 6,04 stig. Næstur kom Erik Hoftun frá Rosen- borg, sem var stigahæstur í einkunnagjöf Nettavisen með 6,00 stig, Bjöm Johansen, Tromsö, í þriðja sæti með 5,76 og sama stigafjölda hlaut Frode Olsen, markvörður Stabæk. Pétur Marteinsson Pétur með að nýju PÉTUR Marteinsson lék að nýju með Stabæk sem vann Ríkharð Daðason og Auðun Helgason í Vik- ing 3:1 í Stavangri í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar. Pétur hafði misst af tveimur leikjum liðsins á undan vegna veikinda. „Við urðum nauðsynlega að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á Evrópusæti og tryggðum okkur fimmta sæti og sæti í Intertoto- keppni næsta sumar.“ Stabæk lenti í þriðja sæti og bikarmeistari árið á undan og Pétur sagði að leikmenn og forsvarsmenn væru allt annað en ánægðir með árangur liðsins í deild- inni nú. „Við urðum fyrir nokkrum skakkaföllum, einn meiddist og lék lítið með, annar hætti og nokkrir voru seldir til liða í Evrópu, svo sem Helgi Sigurðsson.“ Pétur sagði að Helgi reynst liðinu mikilvægur og skorað mikið af mörkum fyrir liðið og því skarð hans vandfyllt." Pétur, sem gerði þriggja ára samning við félagið síðasta vetur, sagði að hann hefði misst af undir- búningstímabili Stabæk vegna meiðsla og það hefði háð honum í sumar. „Þá fékk ég flensu eftir ferð mína með landsliðinu til Parísar og gat ekki verið með í næstu tveimur leikjum. Nú stefni ég á að komast í form í vetur og ætla mér að eiga gott tímabil næsta sumar.“ Morgunblaðið/Golli Ríkharður Daðason á hér í höggi við franska leikmanninn Alain Boghossian. Heiðar átti þátt í 25 mörkum HEIÐAR Helguson, framherji Lii- leström, var næst efstur á lista yfir þá sem skora og leggja upp mörk í norsku deildinni. Hann skoraði sjálfur 16 mörk og átti níu stoðsendingar, eða samtals 25 mörk. Rune Lange, framherji Ros- enborgar, var stigahæstur, gerði 23 mörk og lagði upp níu eða 32 mörk. Heiðar var í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem áttu flestar stoðsend- ingar í deildinni. Þar var Bent Skammesrud, Rosenborg, efstur með 13 stoðsendingar og Jan Derek Sörensen, Rosenborg, annar með 10 stoðsendingar. Brynjar maður leiksins og Har- aldur skoraði BRYNJAR Björn Gunnarsson átti mjög góðan leik fyrir Örgryte er lið- ið vann Norrköping, sem hafði unnið 8 leiki í röð, 3:1, í næstsíðustu um- ferð sænsku úrvalsdeildarinnar í Gautaborg um helgina. Hann var út- nefndur maður leiksins af dagblað- inu Aftonbladet annan leikinn í röð. Örgryte hafnaði í 4. sæti deildarinn- ar og er það besti árangur liðsins í 14 ár. Malmö tapaði fyrir AIK 3:0 og er fallið úr deildinni. Sverrir Sverrisson lék allan leikinn með Malmö, sem er með 22 stig. Djurgárden er í næstneðsta sæti með 23 stig en þar fyrir ofan er Hammerby með 26 stig. Elfsburg tryggði sæti sitt í deild- inni með því að vinna Örebro 3:1 á heimavelli. Haraldur Ingólfsson átti góðan leik og skoraði annað mark liðsins og lagði upp það þriðja. Elfs- burg er með 29 stig í 9. sæti. Baráttan um sænska meistaratitil- inn stendur á milli Helsingborg og AIK, en aðeins eitt stig skilur liðin að. Halmstad er öruggt með þriðja sætið. Árni Gautur Arason fékk á sig fimm mörk á lokadegi í Noregi „Nær allt gekk á afturfótunum" ÁRNI Gautur Arason stóð í markinu hjá meisturum Rosenborg sem fengu skell á heimavelli gegn Odd Grenland, 3:5. Rosen- borg náði að jafna 3:3 eftir að Odd Grenland komst í 3:0 og þannig var staðan í hálfleik. Árni Gautur átti ekki góðan dag að sögn norsku blaðanna. Rosenborg var fyrir löngu búið að tryggja sér norska meistaratitilinn þannig að tapíð breyttu engu þar um. Molde hafnaði í öðru sæti og Brann í þriðja. Eg átti ekki minn besta leik og nær allt gekk á afturfótunum hjá liðinu. Það er ekki gaman að fá á sig fimm mörk þegar maður fær tækifaeri í byrjunarliði lið.sins,“ sagði Árni Gautur Arason, sem lék í marki Rosenborg sem tapaði 5:3 fyrir Odd Grenland í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar um helg- ina. Ami Gautur sagði að í lið Rosen- borg hefði vantað nokkra lykilleik- menn og ungir og óreyndari hefðu fengið að spreyta sig. „Ég hefði get- að komið í veg fyrir eitt mark og hugsanlega getað komið í veg fyrir fleiri mörk á góðum degi.“ Arni Gautur á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið, sem er Noregs- meistari annað árið í röð. Hann sagðist ætla að skoða sín mál í vet- ur, en félagið á enn tvo leiki eftir í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu og góða möguleika á að komast áfram í keppninni. „Það kemur til greina að vera áfram en ég þarf að velta því fyrir mér hvaða möguleika ég hef á næsta tímabili," sagði Árni Gautur sem oftast hefur setið á bekknum á tímabilinu. Skeid og Kongsvinger féllu í 2. deild en sæti þeirra taka Hauga- sund og Bryne. AIls voru 697 mörk skoruð í deildinni og er það nýtt met. Stabæk hafnaði í fimmta sæti, á eftir Lilleström sem varð í fjórða. Pétur Marteinsson lék með Stabæk sem heimsótti Viking heim í Stavan- ger og hafði sigur, 3:2. Ríkharður Daðason og Auðun Helgason léku báðir með Viking og gerði Ríkharð- ur síðara mark liðsins. Tryggvi Guðmundsson skoraði síðasta mark Tromsö sem vann Strömsgodset 6:3 í ótrúlegum leik á útivelli. Staðan í hálfleik var 3:1 fyr- ir Strömsgodset, en Tryggvi og fé- lagar gerðu fimm mörk á 20 mínút- um í síðari hálfleik. Tryggvi byrjaði leikinn sem bakvörður og var síðan færður framar á völlinn í síðari hálf- leik. Hann gerði markið úr víta- spyi-nu. Strömsgodset, sem bræð- urnir Valur Fannar og Stefán Gísla- synir leika með, rétt slapp við fall þrátt fyrir tapið. Ríkharður skoraði í níu leikjum í röð RÍKHARÐUR Daðason skoraði síðara mark Vik- ing er liðið tapaði, 3:2, fyrir Stabæk í lokaumferð norsku knattspyrnunnar um helgina. Þetta var 17. mark Ríkharðs í deildinni, en þess má geta að hann skoraði í níu síðustu leikjunum í deildinni. Hann var í Qórða sæti yfir markahæstu leik- menn deildarinnar ásamt John Carew, Rosen- borg. Þeir voru báðir með 17 mörk. Rune Lange, Tromsö, var markahæstur með 23 mörk, Andre- as Lund, Molde, kom næstur með 21 mark og Jostein Flo, Strömgodset, í þriðja sæti með 18 mörk. Heiðar Helguson var í sjötta sæti með 16 mörk og Helgi Sigurðsson gerði 14 mörk í aðeins 18 leikjum með Stabæk. Þá var Tryggvi Guðmunds- son með 13 mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.