Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 75 FÓLK í FRÉTTUM Heimurinn byrjar í Hafnarstrætinu Félagarnir úr sveitinni Herbaliser verða á Kaffi Thomsen í kvöld. í FLJÓTU bragði virðist óljóst hvernig Hjartslátt- arkvöldin kæmu út á hjartalínuriti en á morgun koma þau út á geisla- diski og verður haldið upp á það með viðeigandi hætti; plötusnúð- arnir Ollie Teeba og Jake Wherry, sem mynda „hip hop“-sveitina Her- baliser munu halda uppi stemmningu og einnig þýskur raftónlistar- og teknóplötusnúður frá Þýskalandi að nafni Ronnie Krieger. Hæð ofar verður plötusnúð- urinn Thor eða Þórhallur Skúla- son. En hvaða út- gáfa er þetta? Jú, safndiskur- inn Heartbeat (The Sunday Sessions in Reykjavik) með öll- um þeim Iistamönnum sem heimsótt hafa Hjartsláttar- kvöldin hingað til, að sögn Snorra Sturlusonar. Hann seg- ir að helmingur laganna hafi aldrei verið gefinn út áður. Og að þessu sinni verður leitað út fyrir Hafnarstrætið og allur heimurinn verður vettvangur útgáfufyrirtækisins Uni:Form, dótturfyrirtækis Thule. Verður þá haldið áfram með Hjartsláttinn í Hafnarstræt- inu? „Já,“ svarar hann. Hefur ræst úr þessum kvöld- um eins og vonir stóðu til? Algjörlega og langt umfram það. Af hverju? „Ja, nú veit ég ekki,“ segir hann og hlær. „Viðtökumar hafa bara verið frábærar bæði hvað varðar fjölda og líka hvernig fólk hefur tekið þessu; af því þetta er svolítil jaðartónlist og megnið af þess- um tónlistarmönnum sem hafa komið í heimsókn spilar ekki sérlega aðgengilega tónlist. Það er kannski þess vegna sem þessar góðu viðtökur koma pinulítið á óvart.“ ERLENDAR ooooo Hrafn Björgvinsson, söngvari hljómsveitarinnar Mínus, skrifar um nýjustu plötu Korn, „Issues“. Agætis gripur fyrir unga fólkið ÁRIÐ 1994 gáfu Korn út sína fyrstu breiðskífu og hristi hún mikið upp í rokkheiminum á þeim tíma. Með þessari fyrstu plötu sinni brutu þeir þær hefðbundnu reglur rokksins með því að blanda hipp hoppi í tón- list sína sem nokkrar aðrar hljóm- sveitir voru nú reyndar búnar að gera og þar má nefnahina æðislegu sveit sem kom hingað á sínum tíma, Rage Against the Machine. Kom hefur gefið út fjórar breið- skífur og er „Issues“ sú nýjasta. Þriðja breiðskífa þeirra, „Follow the Leader“, kom þeim eiginlega á kortið hérna heima þrátt fyrir að lög eins og „A,D,I,D,A,S“ og „Good God“ af annarri breiðskífu þeirra „Life is Peachy“ hafi verið með fyrstu lögum Korn sem vora mikið spiluð í útvarpi. Þessi nýja 16 laga breiðskífa þeirra byrjar á stuttu lagi sem kall- ast „Dead“ og er hálfgerður inn- gangur plötunnar þar sem Jona- than Davis endurtekur eina setningu sem segh- „All I Want in Life Is to Be Happy“ með sekkja- pípu og bjöguðum hipp hopp- trommutakti. „Falling Away From Me“ er mjög létt á nótunum með melódísku viðlagi. Eg spái því að það eigi eftir að verða mjög vinsælt. Næsta lag er dæmigert Korn-lag í þessum sama stíl og lögin era á „Follow the Leader.“ Sjötta lag plötunnar „Make Me Bad“ er bara ágætt lag með róandi laglínu þrátt fyrir lélegan titil og er besta lag plötunnar að mínu mati. Lagið „Hey Daddy“ byrjar á rokkuðu hipp hopp-„grúvi“ með allskonar gítarhljóðum og „effekt- um“ sem gítarleikararnir Munky og Brain era þekktir fyrir en samt vantar eitthvað upp á viðlagið. „Somebody Someone“ er mjög poppað í byrjun með þessum fyrir- sjáanlegu gítarhljóðum með svolítið pirrandi söng á köflum. Maður rennur í gegnum tólfta lagið og heyrir ágætis bassalaglínu í byrjun- inni sem Fieldy býr til á fimm strengja bassa sínum. Hann er með sérstakan bassastíl en alltof ein- hæfur. Ég hef heyrt að hann sé hinn mesti asni, með mikla stjörnustæla og þess háttar. Tónlistarlega séð skiptir það náttúrulega engu máli og er hann líka stór partur af hljómnum hjá Kom, þessum þykka niðurstillta bassahljóm sem allir rokkáhugamenn þekkja. „Lefs Get This Party Started" er með óhappatöluna þrettán fyrir framan sig og hefur fólk tjáð sig um það við mig að það sé harðasta lag plötunnar, en það eina sem er hart við lagið er viðlagið þar sem Jon- athan Davis öskrar aðeins harðar enhannervanur. (T — Næstu lög era átakalítil en sein- asta lagið, ef lag skyldi kalla, er bara svona hávaði eins og heyrist í gömlu sjónvarpi sem er ekki stillt á neina stöð. Með þessari plötu sýnir Korn að þeir ætla að hafa poppívaf í þunga- rokkinu sem þeir spila. Það er ekk- ert slæmt við það nema fyrir þá sem era aðdáendur fyrstu plötunnar sem er hreinasta snilld. Þróunin var svo mikil á þessari einu plötu að ég held að þeir hafi átt í miídum vand- ræðum með að gera aðra plötu með sama krafti og framsæknum laga-\ smíðum. Söngurinn hans Jonathans varð alltaf væmnari með hvei-ri plötu og það má segja að hann sé núna orð- inn með þessari plötu krýndur poppsöngvari og oft á tíðum hrein- lega óþolandi. Óskrin hjá honum núna era ekki nálægt því að vera eins tilfinningarík og þau vora á fyrstu plötunni. Korn voru með mjög sniðuga keppni í sambandi við þessa nýju plötu. Þeir létu fólk senda inn sínar eigin hugmyndir af kápumynd plöt- unnar og völdu síðan flottustu myndina. Það voru svo margir hæfi- leikaríkir krakkar sem sendu inn að þeir gátu ekki gert upp á milli fjög--*- urra mynda og létu þær fylgja með á bakhlið plötunnar. Að mínu mati var það versta myndin sem þeir völdu. Þetta er eina platan sem þeir vinna ekki með Ross Robinson (Soulfly og Slipknot) á sem tók upp og mixaði allar hinai’ plötumar. Á þessari plötu unnu þeir með manni að nafni Brendan O’Brien sem hef- ur tekið upp fullt af góðum „hard- core“-böndum. Þrátt fyi-ir það að Kom er ekki „hardcore“-hljómsveit náði hann þessum Kom-hljómi aÉ veg fullkomlega. í heildina er þetta ágætis gripur og inniheldur slatta af melódískum ballöðum sem munu eflaust snerta hjörtu unga fólksins á aldrinum 12-18 ára. Vel úti látnar kræsingar SELMA tekur vinsældalistann með stormi aðra vikuna í röð með breið- skífuna I am. Fast á hæla hennar fylgir hljómsveitin Kom með Issues (Limited Edition) ogbera þessar plötui’ nokkuð af þessa vikuna. Celine Dion bætir sig um næst- um helming og fer í þriðja sæti með Ali The Way... A Decade Of Song; en hún virðist eiga sér trygga aðdá- endur hér sem annars staðar. Sálin hans Jóns míns er ekki komin fram yfir síðasta söludag þótt platan sé dagsett 12. ágúst 1999 og stígur upp í sjötta sæti. Þá eru ferskar íslensk- ar sveitir í efstu sætum á borð rið Mínus, sem stekkur hátt með Hey Johnny, Quarashi, sem heldur sér ofarlega með Xeneizes, Sigur Rós með sannariega Ágætis byrjun, Ensími með BMX, Jagúar með samnefnda plötu, Emilíana Torrini með Love In The Time Of Science, Maus með í þessi sekúndubrot sem ég flýg, Land og synir með Her- bergi 313 og loks Páll Óskar með Deep Inside. Kræsingamai’ era vel úti látnar fyrir íslenska tónlistaran- nendur þessa dagana og kannski rið hæfi að íslandslög 4 úr smiðju Björgvins Halldórssonar séu ein- mitt í fjórða sæti. ÍA(ceturgaíinn Smiðjuvegi 14, ‘Kópavofii, sími 587 6080 í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms ásamt hinum síunga og eldhressa Skafta Ólafssyni Opió frá kl. 22 Næturgalínn — alltaf lifandi danstónlist fyrir fólk á öllum aldri =5 Nú veröur HEITT i kolunum á stórdansleik með Stjórninni HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.