Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dreng á eg einn Hjá Nýja bókafélaginu er komin út bókin Nú heilsar þér á Hafnarslóð eftir Aðalgeir Kristjánsson. Bókin er byggð á áralöngum ✓ rannsóknum, og fjallar um ævi og örlög Is- lendinga í höfuðborg Islands, Kaupmanna- höfn, á árunum 1800-1850, og þátttöku þeirra í straumum og stefnum þeirrar tíðar. Hér segir af launsyni Gríms Thomsen. Þrjú af börnum Ingibjargar og Þorgríms gullsmiðs á Bessastöðum náðu fullorðinsaldri. Grímur var þeirra yngstur, fæddur 1820. Faðir hans hafði mikinn metnað fyrir hönd sonarins og orti: Drengáegeinn dável gáfaðan... Móðir hans lýsti honum svo að hann væri „laglegur í andliti, með blá augu, mikið hörð og snör“. Þegar Grímur var kominn hátt á annað ár dró móðir hans enga dul á að hann væri „illur og harður" í bréfi til Gríms bróður síns 1. mars 1822 (HúsfrBst., 92). Grímur var brautskráður úr heimaskóla af séra Áma Helgasyni sautján ára gamail. „Grímur Þor- grímsson Thomsen, gáfaður ungl- ingur, siglir nú til háskólans, og fær- ir yður líklega þetta bréf,“ skrifaði Sveinbjörn Egilsson Finni Magnús- syni 25. ágúst 1837 (RA. Prark. nr. 5943). Námsferill Gríms hófst ekki með glæsibrag. Hann fékk aðra einkunn bæði á inntökuprófi og öðru lær- dómsprófi 1838. Föður hans kom þetta ekki á óvart „því fáir hafa vel gefist, sem Árni hefur kennt“ skrif- aði hann Grími mági sínum (Sgullsm., 14). Grímur virðist hafa átt að skjól hjá Guðrúnu Bjarnadóttur, konu Gísla kaupmanns Símonarsonar, þegar hann kom til Hafnar. Þar syrti að í ranni skömmu eftir komu Gríms þegar Gísli lést af slysförum. Finnur Magnússon lýsti málavöxtum á þessa leið í bréfi til Bjama Þor- steinssonar 13. apríl 1838: Hörmulegt var fráfall Gísla okkar Símonssonar, skömmu eftir að hann var heim kominn frá Islandi, að út- litinu heill og frískur. Hann ætlaði, sem maður hér segir, að keyra einn lítinn túr til gamans Grími, syni gullsmiðs Thomsens, er nýkominn var frá Islandi (til að stúdera hér). Sonur hans sjálfs var líka með. Ferð- in átti ekki að vera lengri en út um Norðurport og heim aftur inn um Austurport. En á Farimagsveginum byltist vagninn skyndilega um koll og sá gamli maður úr honum, en höf- uðið kom á tré, svo að hann rotaðist að kalla. Samt merktist líf í honum, og hann var strax fluttur á Friðriks hospital, hvar hann lá, án þess að geta talað eða hreyft sig, með lítilli rænu eða tilfinning (að menn meintu), uns líf hans leið burt sem ljós hér um bil viku síðar (tilv. rit, 9 nm.). Gísli Símonarson var sómi sinnar stéttar og reyndist íslenskum stúd- entum oft mikil hjálparhella. Finnur orti eftir hann erfiljóð sem birtust í Skírni ári síðar. Þar voru þessi er- indi: FlaugSemör um öðlings borg sú fáheyrða harmafregn: Byltist vagn á braut sléttri, moldfast tré varð manns skaði. Ælþaðvar íslendingur helstur einn á Hafnar torgum. Kaupmanns stéttar stoð og heiður, Móðurjarðar meginstytta. Grímur Thomsen komst heill úr þessum háska og tók inntökupróf í Hafnarháskóla þegar um haustið og flutti inn á Garð. Hann var þá svo lítt þroskaður líkamlega að hann þótti ekki hæfur til að ljúka heræfingum í stúdentahersveitinni fyrr en hann vai' kominn undir tvítugt (AB.Skapf., 107). Á Garði gekk sam- býlið við herbergisfélagana stirð- lega. Garðprófastur þurfti að áminna hann aftur og aftur og her- bergisfélagar kærðu hann fyrir brot á reglum Garðs. I sögu Garðs - Reg- ensen gennem Hundrede Aar - er Grími nokkuð lýst og hann borinn saman við Jón Sigurðsson. Andrés Björnsson hefir kannað feril Gríms manna best og segir að Grímur hafi tekið mikinn þátt í stúdentalífinu á Garði um 1840, en kynnt sig misjafn- lega og vitnar til orða höfundar: [...] engum sem kynntist þessum stórglæsilega og lýtalausa sendiráðunauti á seinni árum hans hefði til hugar komið að annálar frá æskudögum hans á Garði bæru vott um stirfið og ástríðufullt skaplyndi, þannig að sambýlismaður hans sagði upp vistinni með honum vegna óró- semi hans, þjónn hans kærði hann fyrir að greiða sér ekki laun, og að lokum var honum meinaður aðgang- ur að lestrarsalnum af því að hann hafði látið hendur skipta í orðasennu við annan Garðbúa (tilv. rit, 106). Árekstrar urðu með Grími og ýmsum framámönnum í Stúdentafé- laginu meðan hann bjó á Garði. Hann sagði sig úr félaginu á haust- dögum 1841 og um sama leyti lauk garðvist hans. Það var ætlun foreldra Gríms að hann legði stund á lögfræði og fetaði í fótspor nafna síns og móðurbróður. Einnig fékkst hann eitthvað við málfræði og var bendlaður við þess- ar námsgreinar í þrjú ár. Varðveittir eru vitnisburðir þriggja prófessora við lagadeild Hafnarháskóla um að Grímur hafi sótt fyrirlestra í lög- fræði fram á vorið 1840 (Sguilsm., 28). Brátt sökkti hann sér niður í lestur heimspekirita og fagurbók- mennta samtímans. Móðir hans orð- aði það svo í bréfi til Gríms bróður síns 3. júlí 1841 að hann væri hættur við laganám og farinn að „drabba“ í skáldskap (HúsfrBst., 197). Hann gerðist „Hegelianer" og hafði sig meira í frammi meðal danskra menntamanna en venja var meðal ís- lenskra stúdenta. Á stúdentsárum sínum kynntist Grímur Chr. Jul. de Meza og konu hans Elizabeth Birgitte, systur A.F. Tscherning ráðherra. Enda þótt de Meza væri hermaður að mennt lagði hann jafnframt mikla stund á tónlist og bókmenntir. Hann var frábær málamaður og franska var höfð í há- vegum á heimili hans. Þar komu saman skáld og listamenn og nutu gestrisni húsráðenda. Sum kvöldin var eingöngu töluð franska og vænt- anlega hafa franskar bókmenntir þá skipað öndvegið. Grímur Thomsen Magdalena Thoresen Peter Axel Jensen, launsonur Gríms og Magdalenu. Frumraun Gríms sem skálds var þýðing hans á Alpaskyttunni eftir Schiller sem birtist í fjórða ári Fjöln- is. Kvæði sem þar birtust áttu að boða byltingu, „og þegar gullsmiður- inn komst að því, [...], þá bannaði hann honum að yrkja í Fjölni“ (BG.Dægrdv., 66). Árið 1844 birtist Ólund, fyrsta frumorta kvæði Gríms, í VII. árgangi Fjölnis. Árið 1840 skrifaði Grímur all- hvassyrtan ritdóm um ljóðabók eftir danska skáldið H.P. Holst sem hét - H.P. Holst, et Bidrag til den nyere danske Litteraturhistorie - undir dulnefninu Leonard Groth. Tveimur árum síðar sneri hann vopnum sín- um gegn skáldinu J.L. Heiberg og í þetta skipti undir réttu nafni. Bækl- ingurinn hét Folk, Publicum og of- fentlig Mening. Ekki þótti Ingi- björgu á Bessastöðum þetta lofa góðu. Hún skrifaði Grími bróður sín- um 25. sept. 1842 og sagði: Mikla mæðu hef eg af Gr[ími]. Nú er hann farinn að semja stríðsrit. Eitt er komið út og eitthvað segist hann ennþá hafa á prjónunum. Ott- ast eg, þar eð hann er byrjaður á þessu, að hann viti sér ekkert hóf og hætti nú ekki þessum leik fyrr en hann er kominn í skömm og ógæfu (HúsfrBst., 206). Um þetta leyti samdi Grímur sam- keppnisritgerð í fagurfræði um skáldskap Frakka á 19. öld. Hún var svar við verðlaunaspurningu Hafn- arháskóla í fagurfræði árið 1841. Grímur hafnaði í öðru sæti í keppn- inni, enda þótti ritgerðin með „ung- gæðisbrag". Engu að síður sögðu dómararnii' að hefði ekki borist önn- ur og betri ritgerð, hefðu þeir ekki hikað við að veita honum verðlaunin. Tveimur árum síðar birtist ritgerðin á prenti undir heitinu Om den ny- franske Poesi. Grímur ritaði formála þar sem hann lét þess getið að hann léti ritgerðina koma fyrir almenn- ings sjónir til að stuðla að réttu mati á frönsku þjóðinni; hún sé nær dag- lega dæmd ranglega í ræðu og riti. Séra Árni Helgason skrifaði Bjama Þorsteinssyni 30. okt. 1841, þar sem Grím bar á góma, og sagði: Frá Grími syni gullsmiðsins fékk eg þá gleðifregn, hvað sem hans juridiska studio líður, að hann fékk „accessit" fyrir besvar- else þeirrar æstetisku spurningar, og það svo heiðarlegt, að facultet- ið bað directionina að gefa honum líka medallien, en sem þóknaðist ekki. Svo er skrifað, að einn af pró- fessorunum hafi tekið að sér að snúa þessari ritgjörð á þýsku, svo hún komi út ekki ein- asta á dönsku, heldur og í því máli, sem af flestum er lesið. En gengur ekki yfir þig, að það er eins og móður Gríms þyki ekki neitt til koma. Mér sýnist þó þetta votti, að drengur- inn sé hvorki iðjulaus né heldur sé búinn að sleppa sér (Sgullsm., 27 nm.). f riti sínu um ný- franska skáldskapinn kallaði Grímui' þá Goethe og Byron höf- unda að ljóðagerð sam- tímans - den moderne Poesis Fædre. Grímur heillaðist mjög af Byr- on og varð fyrstur íslendinga til að þýða hann á íslensku. Árið 1844 kom sitt kvæðið eftir hvorn þeirra Byron og Goethe í Nýjum félagsritum í þýðingum Gríms. Eftir að Grímur fluttist út af Garði bjó hann um skeið undir sama þaki og námsmær frá Jótlandi, Ánne Magdalene Kragh að nafni. Hún hafði komið til Hafnar vorið 1840 til að hefja kennaranám og bjó í Ma- demoiselle Lindes Pension og Instit- ut for unge Piger. Magdalene stund- aði nám sitt af frábærri kostgæfni. Sumarið 1842 lauk hún námi og bjart virtist framundan. Af einhverjum ástæðum kaus Magdalene samt að hverfa frá Danmörku og freista gæf- unnar í framandi landi. Skýringin kann að vera sú að ástarsamband hafði tekist með henni og Grími Thomsen. Heimildir um það eru að mestu frá henni komnar. Magdalene var svarthærð, suðræn og glæsileg, tilfinningarík en jafnvægislaus.1 I bréfi til Gríms tveimur áratugum síðar bar hún á hann að hann hefði aldrei unnað sér þann skamma tíma sem kynni þeirra stóðu yfir (Sgullsm., 197). Samverustundum sínum eyddu þau í umræður og lest- ur fagurbókmennta. I bréfi sem Magdalene skrifaði leikkonunni J.L. Heiberg 28. apríl 1867 sagði hún frá kynnum sínum og Gríms og dró upp mjög athyglisverða mynd af ungum og glæsilegum hæfileikamanni, en talaði jafnframt um sjálfselsku hans og drottnunargirni (tilv. rit, 198). Síðasta sept. 1842 sté Magdalene um borð í skip sem sigldi til Kristjan- íu, og fjórum dægrum síðar gekk hún þar á land eftir stormasama sigl- ingu. Sama dag og Magdalene fór til Noregs flutti Grímur í nýtt húsnæði á Hauserpladsen (tilv. rit, 39). Lík- legt má telja að hann og Magdalene hafi búið undir sama þaki þar til leið- ir skildi. Hún kvað upp þann dóm um sjálfa sig að hún hefði aldrei verið „letsindig", heldur ógætin. Ef til vill hafði hún þá í huga síðustu vikurnai' í Höfn 1842. í Kristjaníu beið hennar væntanlegur húsbóndi, Hans C. Thoresen, prófastur í Herpy. Hann var ekkjumaður með ung börn sem Magdalene átti að uppfræða og ann- ast um. Víst má telja að séra Thores- en hafi fljótlega litist á kennslukon- una sem konuefni. Magdalene var ekki fyrr komin til Herpy en henni var ljóst að hún fór kona ekki einsömul. Það bam var komið undir svo snemma að ekki var hægt fyrir hana og séra Thoresen að halda brúðkaup með heiðri og sæmd vegna of bráðrar bameignar. Því var bragðið á það ráð að snúa hið bráð- asta á ný til Hafnar. Þangað kom Magdalene í fylgd séra Thoresens fyrstu daga marsmánaðar. Hinn 16. júní 1843 ól hún son á hinni konung- legu fæðingarstofnun 1 Kaupmanna- höfn, og 20. sama mánaðar var hann skírður Peter Axel, síðar var Jensen bætt við. Hvorki föður né móður var getið. Magdalene fór aftur til Noregs jafnskjótt og hún var ferðafær. Fjór- um mánuðum síðar varð hún prófastsfrú Thoresen. Fullvíst má telja að Grími hafi ekki verið kunnugt um hvernig hag Magdalene var komið þegar leiðir þeirra skildi. Enginn veit hvort þau hittust í Kaupmannahöfn vorið eftir þegai' hún beið þess að verða léttari. Eins og málum var háttað hefir hún væntanlega forðast að hitta Grím. Á sama hátt hvílir hula yfir því hvenær Grímur varð þess vísari að hún var orðin frú Thoresen. Sama dag og skipið, sem hafði Magdalene Kragh innanborðs, sigldi út á Eyrar.sund haustið 1842 skrifaði Finnur Magnússon Þorgrími á Bessastöðum. Skuldamál Gríms voru tilefnið og leiðir til að greiða úr verstu flækjunum: Eg varð að sönnu að ráða syni yð- ar að fara til íslands (hvert hann þó nú ekki kemst, vegna plássleysis, með póstskipinu), en það var mjög móti geði mínu, því síðan eg réði hon- um að sækjast eftir Magister-Gra- den, veit eg hann hefur verið iðinn og að hann er búinn að inngefa petitum til háskólans um leyfi að mega undir- kasta sig því þar til heyrandi prófi, sem á að ske um jólaleytið. Þar að auki er hans ritgjörð um franska skáldskapinn (um hvers rannsókn enginn íslendingur fyiT hefur skrif- að) nú í prenti, og nokkrar arkir bún- ar, en vart gæti hann hlaupið frá eor- rectúru og gegnumsjón þeirra eftirfylgjandi arka án þess að það yrði ritinu og álitum sjálfs hans til skaða. Líka hefur hann grundvallað Magister-Disputatzen, sem höndlar um þann engelska skáldskap eftir Shakespeares tíð, en allt þetta mundi ónýtast eða fara út um þúfur, ef hann nú rifi sig upp og færi til Is- lands að sinni (Sgullsm., 37-38). Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvers virði stuðningur Finns var fyrir Grím í þeim ógöngum sem hann hafði ratað í. Finni var ljóst að Grím- ur var að halda inn á svið bókmennta og fagurfræði til að nema þar ný lönd sem Islendingar þekktu lítið til og skynjaði mikilvægi þess að ekki yrði lokað fyrir honum öllum leiðum að settu marki, og Finnur bætti við: Eg segi yður það satt, að ef eg hefði verið ríkismaður eða jafnvel átt peninga aflögu hefði eg ekki vælt fyrir mér að hjálpa syni yðar um peninga vetrarlangt á eigin kostnað, en því er miður, að öðruvísi stendur á pökkum. - Nú stendur hann þá eins og á eyðimörk, yfirgefinn af öllum, en var annars sannarlega staðráðinn í framhaldi hans áðurnefnda loflega, til hans heiðurs og lukku miðandi, fyrírtækis. Eg neyðist þannig til að reyna til að útvega honum eitthvert lán að nýju, svo að hann ekki krókni hér af sulti og seyru í vetur, í stað þess að undirbúa sig til að verða ætt sinni og föðurlandi til sóma (tilv. rit, 38). Finnur hélt áfram og hnykkti enn á undir lok bréfsins og sagði: Eg skal útvega honum hvað eg get, en sjálfsagt sjá til, að það verði brúkað með sparnaði, og annars ann- ast hagi hans af ýtrustu efnum. Það er mér bæði kært og ókært að þurfa að skrifa þetta til góðs fornvinar, en góðan og andríkan kjarna ætla eg líka vera í syni hans, er synd væri að hrinda út á kaldan klaka, svo að hann yrði að engu, hvað nær því hafði hent sjálfan mig af líkum orsökum á mín- um ungdómsáram (tilv. rit, 38). Það er tæpast nokkrum vafa und- irorpið að góðvild Finns og trú hans á hæfileika Gríms skiptu sköpum fyrir hann. Samt leitaði þunglyndi og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.