Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUN BLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Gatnager ðargj öld fjölbýlishrisa hækka um 50,4% Hafnarfjörður LAGÐAR hafa verið fyrir bæjarráð Hafnarfjarðar til- lögur að breyttu gatnagerð- argjaldi. Þær fela í sér 50,4% hækkun vegna fjöl- býlishúsa og 8,3% hækkun vegna raðhúsa, parhúsa og tvíbýlishúsa. Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að tillögur þessar þýddu ekki að Hafnfirðingar væru að fara í kjölfar borgar- stjórnar Reykjavíkur sem lét verð á tilboðsmarkaði ráða gjaldtöku vegna lóða í Grafarholti. „Það er ekki verið að fara út í Reykjavíkurleiðina,“ sagði Magnús. Hann segir að þegar nú- gildandi gjaldskrá tók gildi fyrir nokkrum árum hafi verið farið að miða gjald- töku við fermetrastærð lóð- ar en ekki stærð húss í rúm- metrum eins og áður. „Það virðist ekki hafa verið litið til þess að nýtingarhlutfall lóða er mismunandi eftir húsgerð," sagði Magnús. „Fyrri gjaldskrá tók mið af þessu og þess vegna voru rúmmetragjöld af raðhúsum lægri en af einbýlishúsum og rúmmetragjöld af fjölbýl- ishúsum lægri en af raðhús- um. Nú eru þessi rök ekki lengur fyrir hendi; raðhúsa- lóð hefur nýtingarhlutfall 40-45%, einbýlishúslóðir 35- 40% og fjölbýlishúsalóðir um 65%. Þannig verður gjaldið á byggðan fermetra í fjölbýlishúsi mun lægra en í einbýlishúsi þótt sama gjald sé á fermetra í lóð. Tillög- urnar þýða í reynd að við erum að samræma gatna- gerðargjöldin en um leið ér- um við að horfa til þess að gatnagerðargjöldin þurfa auðvitað að standa undir gatnagerð í viðkomandi kerfi. Það má því segja að gjaldskráin hafi í upphafi verið of lág, sérstaklega varðandi fjölbýlishúsin. Það er óeðlilegt að einbýlishúsin, tvíbýlishúsin og raðhúsin eigi að bera uppi þessa skekkju sem varð við breyt- ingu úr rúmmetragjaldi í fermetragjald," sagði Magn- ús. Hann sagði að bæjarverk- fræðingur hefði reiknað út að gatnagerðargjöld sam- kvæmt gildandi gjaldskrá stæðu ekki undir kostnaði við gatnaframkvæmdir. Tillögur bæjarverkfræð- ings, sem bæjarráði hafa verið kynntar, gera ráð fyrir 50,4% hækkun gatnagerðar- gjalda vegna fjölbýlishúsa, 0,3% hækkun vegna einbýl- ishúsa en 8,3% hækkun vegna par-, rað-, og tvíbýlis- húsa. Magnús sagði að tillög- urnar leiddu til þess að gjaldskrá bæjarins yrði áþekk gildandi gjaldskrá í Garðabæ. Hann sagði stefnt að því að þessi nýja gjald- skrá mundi gilda fyrir út- hlutun 2. áfanga í Áslandi en um þessar mundir er verið að auglýsa lóðaúthlutun þar. Hann sagði tekið tillit til þess að kröfur um umhverf- isfrágang í hverfum hefðu aukist verulega, einnig kröf- ur vegna umferðaröryggis- mála. „Varðandi 2. áfangann í Áslandi má nefna að það þarf að ganga frá tveimur undirgöngum til að tryggja íbúum Áslands greiða leið niður í önnur hverfi bæjar- ins. Annar þáttur er að Ás- landshverfið er tiltölulega dýrt í skipulagi; göturnar rúmar og tengibraut hverf- isins umlykur það og er til- tölulega löng,“ sagði Magn- ús Gunnarsson. Beðið eftir há- tíðinni Laugavegur f kvöld kemur Ioksins að því sem börn á öllum aldri hafa beðið með óþreyju á aðvent- unni. Hátíðin gengur í garð með gleði og frið og líka góð- um mat, sparifótum og jóla- gjöfum. Kannski er bók í pakka, sem hann fær, litli bókaormurinn, sem stytti sér stundir með bók í hönd með- an foreldramir versluðu í bókaverslun Máls og menn- ingar. Nýr forstöðumaður félagsþjónustu Hafnarfjörður BÆJARSTJÓRN Hafnar- fjarðar hefur ráðið Sæmund Hafsteinsson í stöðu for- stöðumanns Félagsþjón- ustu Hafnarfjarðar. Níu sóttu um starfið. Á síðasta bæjarstjómar- fundi fór íram atkvæða- greiðsla og hlaut Sæmund- ur 10 atkvæði en Þór Garðar Þórarinsson 1. Eftir atkvæðagreiðsluna var lýst yfir ráðningu Sæmundar. Fulltrúar Samfylkingai-- innar létu bóka um málið að þeir hefðu greitt atkvæði með þeim sem þeir teldu hæfastan margra góðra um- sækjenda til að halda vel ut- an um starfsemi og rekstur Félagsþjónustunnar og ekki síst að tryggja það starfsumhverfi og þann starfsfrið sem sé nauðsyn- legur svo mikilvægri þjón- ustu. Um leið sé ítrekað að vinnubrögð mehihluta bæj- arstjómar við brottvikningu íyrrverandi félagsmála- stjóra og aðstoðarfélags- málastjóra á sl. sumri hafi verið óvenjuósmekkleg og ólögmæt að mati fulltrúa Samfylkingarinnar. Morgunblaðið/Ásdís Mikil óánægja er með ráðnimm skólastjóra Tónlistarskóla Garðabæjar Skólanefndarformaður segir af sér að óbreyttu Garðabær BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur boðið skólanefnd Tón- listarskóla bæjarins og full- trúa kennara þar til fundar næstkomandi þriðjudag til að ræða ráðningu Agnesar Löve í starf skólastjóra skólans og óánægju starfsfólks með að gengið var fram hjá Smára Olasyni yfirkennara, sem skólanefnd mælti með. Skólanefndin hefur áréttað tillögu sína um að Smári verði ráðinn. Guðmundur Hall- gn'msson, formaður skólan- efndar Tónlistarskólans og formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar, segir að afsögn sín úr skólanefnd vofi yfir, komi Agnes til starfa sem skólastjóri. Allir starfsmenn skólans hafa undirritað yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með málsmeðferðina. Yfirlýsing þeirra verður borin í öll hús í bænum. Óánægja óvenjuleg þegar bæjarstjórn er einhuga „Það er ákvörðun bæjar- stjórnar að ráða Agnesi Löve í þetta starf og hún er sam- róma um þá niðurstöðu,“ sagði Ingimundur Sigurpáls- son bæjarstjóri í samtali við Morgunblaðið. Hann segir óvenjulegt að óánægja komi upp í bæjarfélaginu um mál sem bæjarstjórnin er einhuga um. Um gagnrýni starfsmanna Tónlistarskólans á málsmeð- ferðina sagði bæjarstjóri að skólanefnd Tónlistarskólans væri ráðgefandi nefnd fyrir bæjarstjórn, samkvæmt sam- þykktum sem bæjarstjórn hefði sett. „Umsögn skólan- efndar liggur fyrir en það úti- lokar ekki að bæjarstjórn afli umsagna hjá öðrum aðilum. Það fer ekki milli mála að bæjarstjórn ræður skóla- stjóra samkvæmt sveitar- stjórnarlögum og samþykkt- um um stjórn Garðabæjar. Að sjálfsögðu er tekið tillit til umsagnar skólanefndar, eftir því sem hægt er, og annarra umsagna. En bæjarstjórn ber ábyrgð á rekstri skólans og hefur þar af leiðandi síðasta orðið í sambandi við manna- ráðningar,“ sagði bæjarstjóri. Vona að við verðum öll menn til að leysa málið Spurður hvort hann hefði áhyggjur af starfsanda og starfsemi Tónlistarskólans á nýju ári í ljósi megnrar óánægju starfsmanna sagði Ingimundur að vissulega væri það alltaf miður þegar svona mál koma upp. „Það fer ekkert á milli mála. En ég vona að við verðum öll menn til þess að leysa það farsæl- lega í þágu nemenda, kennara og framtíðar Tónlistarskól- ans,“ sagði Ingimundur. Skólanefnd Tónlistarskól- ans hefur með nýrri sam- þykkt áréttað þá afstöðu sína að ráða beri Smára Ólason, yfirkennara, í starfið. Ingi- mundur sagði að bæjarráð hefði boðað skólanefndina og fulltrúa kennara á sinn fund næstkomandi þriðjudag. „Meiningin er að fara yfir ábyrgð bæjarstjórnarinnar og feril þessa máls,“ sagði Ingimundur. Hann sagði að enginn gæti undið ofan af samþykkt bæjarstjórnarinn- ar annar en bæjarstjórnin sjálf og næsti formlegi fundur hennar verði eftir áramót. Ingimundur kvaðst ekkert geta sagt um hvort hugsan- legt væri að málið yrði tekið að nýju til meðferðar, og e.t.v. endurskoðunar, í bæjar- stjórn, þar sem ráðning Agn- esar var ákveðin með atkvæð- um allra fulltrúa. Með samþykkt bæjarstjórnar um að ráða Agnesi væri hún orð- in aðili að málinu. í máli Ólafs Elíassonar, kennara við Tónlistarskól- ann, í Morgunblaðinu í gær kom fram gagnrýni á að kosningin í bæj- arstjórn virtist hafa farið fram án um- ræðu. Ingimundur sagði að yfirleitt færu mál í gegnum bæjarráð og aðeins fundargerð bæjar- ráðs komi til umfjöll- unar í bæjarstjórn. Einungis brot þeirra mála væru tekin til umræðu í bæjar- stjórn. „Þannig að það er ekki óeðlilegt að menn séu ekki að ræða það á opinber- um fundi hver er ráðinn og forsendur fyrir því. Ég minnist þess reyndar ekki að það hafi gerst,“ sagði bæjarstjóri. Óvenjulegt væri hins vegar að annar aðili en bæjarráð væri umsagnaraðili. „I þessu tilviki, af því að skólanefnd var umsagnaraðili og bæjar- ráðið hafði aðrar meiningar en skólanefnd, var afgreiðsl- an í bæjarráði sú að vísa þeim tillögum sem lágu fyrir um nöfn til afgreiðslu í bæjar- stjórn. Það er ekkert óvenju- legt við það að mál séu ekki tekin upp og rædd sérstak- lega í bæjarstjórninni. Það sem er óvenjulegt í þessu er að bæjarstjórnin skuli vera einhuga í máli sem síðan er misklíð um úti í bæ. Yfirleitt eru svona mál tilkomin vegna þess að það er verið að væna menn um að vera með pólitísk hrossakaup. Það að bæjar- stjórn er einhuga ber að minnsta kosti vott um að það er ekki pólitík í þessu máli,“ sagði Ingimundur. Varaði við stórslysi Guðmundur Hallgrímsson, formaður skólanefndar Tónl- istarskóla Garðabæjar, sem mælti með ráðningu Smára, sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér þætti sú staða sem komin er upp í málum Tónlistarskólans ekki góð. Hann segist ekki skilja hvað búi að baki afgreiðslu bæjar- stjórnar. „Ég var búinn að vara meirihlutann alvarlega við að það gæti orðið stórslys ef þeir tækju ekki tillit til þess sem ég var að segja,“ sagði Guðmundur. „Þessi manneskja, sem þeir vilja fá, hlýtur að vera búin gífurleg- um kostum ef þeir vilja fara í þennan slag og setja allt í uppnám. Ég hef ekki fengið skýringu á því. Reynsla mín af yfirkennara skólans, sem við mælum með, hefur verið þannig að hann hefur vaxið í áliti hjá mér. Við höfum átt ágætt samstarf og hann á stuðning fyrrverandi skólast- jóra og allra kennara.“ Guðmundur segir að skól- anefndin hafi lagt mikla vinnu í að fara yfir umsóknir og komast að þeirri niðurstöðu að mæla með ráðningu Smára. Hann kveðst telja að bæjarstjórnin hafi vanmetið stöðuna og telur þau vinnu- brögð, að efna til atkvæða- greiðslu án umræðu, furðuleg. Hann kveðst þó ekki draga í efa lagalegt vald bæjai-stjórn- arinnar í málinu. Skólanefndin hefur komið saman til fundar og ítrekað fyrri tillögu sína með rökstuð- ningi. „Við segjum í seinna áliti okkar að okkur finnist það ekki góð stjórnsýsluað- gerð að líta fram hjá tillögu okkar án þess að gefa rök og skýringar heldur fara beint í atkvæðagreiðslu,“ segir hann. Telur fleiri en einn munu segja af sér úr skólanefnd Á fundi með kennurum eftir bæjarstjórnarfundinn lýsti Guðmundur því yfir að hann mundi segja af sér úr skólan- efndinni gengi ráðning Agnes- ar eftir og hann segir að sú yf- irlýsing hafi verið eðlileg og ekki gefin í neinu reiðikasti. „Ég varð svo yfir mig hissa á þessari afgi-eiðslu,“ sagði hann. „Það var verið að segja við mig að ég hefði ekki verið traustsins verður í þessu starfi og viðvörun mín var að engu höfð. Ef Agnes kemur þarna hef ég ekkert að gera í skólanefnd og reikna með að fleiri fari úr skólanefndinni - en ekki allir.“ Guðmundur segist hafa skilning á því að það hljóti að vera erfitt fyrir bæjarstjórn- ina að ljúka málinu undir þrýstingi. Á hinn bóginn sé al- varlegt að setja starfsemi skólans í uppnám. „Menn verða að vera vissir um nauð- syn þess að skera upp ef þeir ætla út í slíkar aðgerðir. Starf skólans hefur verið í góðu lagi og þar hefur ríkt góður andi. Það hafa ekki komið neinar ábendingar um nauðsyn þess að fá nýtt blóð eða skera upp í starfi skólans," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.