Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 námskeið AutoCAD 10 Snertill er viðurkennt sölu- og þjónustufyrirtæki fyrir öll helstu hugbúnaðarhús heimsins á sviði tölvustuddrar byggingar- og landhönnunar ásamt landupplýsingavinnslu (GIS, (LUK)). Snertill býður upp á hnitmiðuð námskeið, kennslu og þjónustusamninga. 10 Meðal þeirra fyrirtækja sem Snertill er söluaðili fyrir eru Autodesk, CADPOINT, Cadett, Rasterex, þau fremstu í sinni röð þegar um forrit til tölvustuddrar hönnunar er að ræða. Hönnunin fer fram hlutbundið (Object Orientated) þannig að þrívldd og magntaka verður leikur einn. Þannig fæst veruleg framlegð I teiknivinnu. lílAutodesk Authorised Training Ceritre > AutoCad 2000 grunnur 2x2ja iags nrnslL AutoCad 2000 framhald 2ja tsga némí. > AutoCad 2000 nýjungar 2jaiagaDámt > AutoCad 2000 3D 2jaiaganímt > AutoCad Map 2000 3jalaganámt > 3D Studio Viz 3ja iaga námst > POINT 2is}ir;jínikiiiliDii/3 ism: nrkfmllj , sls/pa, stál gg tri SneRTIlL í aldamótabúningi inn í nýja öld Snertill er viðurkenndur sölu-, þjónustu- og kennsluaðili ó POINT og AutoCad Hlfðasmári 200 Kópavogur Sími: 554 0570 Fax: 554 0571 sneitill@snertill.is www.snertill.is semi efnistökunnar á lífríki vatnsins og vilja leggja reksturinn af. Skýrsla um skýrslur Vegna þessarar óánægju ákvað ríkisstjómin í fyrra að kalla til nefnd erlendra sérfræðinga til að fara yfir fyrirliggjandi rannsóknir íslenskra vísindamanna og gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Skýrsla erlendu sérfræðinganna, Dag Olav Hesse, prófessors við Ós- lóarháskóla, Amflnn Langelands, prófessors við norska vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi og Lennarts Perssons, prófessors við Umeá-háskóla í Svíþjóð, var birt nú um áramótin og þar er að fínna út- tekt á þeim rannsóknum sem fram hafi farið á lífríki Mývatns og að hvaða marki þær skýri sveiflur í líf- ríki vatnsins. Allir era þeir sérfræð- ingar í vatnalíffræði og var jafnframt falið að meta áhrif kísilgúrvinnslunn- ar á lífríkið og að vera ráðgefandi um frekari rannsóknir á sveiflum í lífrík- inu, auk þess að meta áhættuna af því að hefja kísilgúrvinnslu í Syðri- flóa. Sérfræðingarnir þrír höfðu dr. Van Rijn, hollenskan sérfræðing í setlagaflutningum, sér til ráðgjafar og fólst vinna þeirra í lestri fyrir- liggjandi skýrslna og gagna um mál- ið, könnun óbirtra gagna auk þess sem þeir áttu mikil samskipti við þá vísindamenn sem komið hafa að mál- inu. Þá dvöldu sérfræðingamir hér á landi í vikutíma í september sl., sóttu heim Mývatn og áttu fundi með full- trúum heimamanna, stjórnvalda og vísindamanna. Gildi varúðarreglunnar Þremenningarnir segja í skýrslu sinni að fyrirliggjandi rannsóknir á lífríki Mývatns leyfi ekki að ákveðnar ályktanir séu dregnar um þá krafta sem stjóma sveiflum í líf- ríkinu. Hins vegar er ekki hægt að tengja sveiflurnar kísilgúrnámi í botni vatnsins með neinum beinum hætti. Sérfræðingarnir telja einsýnt að varúðarreglan (precautionary principle) hljóti að hafa mikið gildi í svo viðkvæmu lífríki sem Mývatn er. Hins vegar taki þeir ekki frekari af- stöðu til svo pólitískra álitamála. Með hliðsjón af niðurstöðum um set- flutninga leggist þeir mjög gegn vinnslu á svæðum 3 og 4 í Syðriflóa, en telja að vinnsla á svæði 1 í fulla dýpt sé í lagi en á svæði 2 í um tvo metra. Segja þeir því að verði tekin sú ákvörðun að leyfa vinnslu í Syðriflóa sé mikilvægt að allri frekari kísilgúr- vinnslu sé fylgt eftir með nákvæm- um rannsóknum, en hafa beri í huga að skortur á einkennum fyrst í stað þurfi ekki að tengjast hinni endan- legu útkomu þegar unnið hefur verið stærra svæði og á meira dýpi. í skýrslu sérfræðinganna kemur fram að þótt ekki sé hægt að draga ákveðnar ályktanir af fyrirliggjandi rannsóknum um orsakir sveiflna í líf- ríkinu, sé samt sem áður fyrir hendi nægileg þekking til að benda á rann- sóknir og rannsóknaspurningar sem orðið geti til þess að svörin finnist. Jafnframt kemur fram að þótt ekki sé mögulegt, enn sem komið er, að skilja sveiflumar til fulls sé ekki hægt að tengja þær kísilgúrvinnsl- unni með neinum beinum hætti. Þessi niðurstaða sé aukinheldur studd þeirri staðreynd að sveiflur í lífríkinu hafi orðið einna mestar í Syðriflóa, en ekki sé líklegt að rask í Ytriflóa hafi svo mikil áhrif um gmnnt Teigasundið. Með þessu segjast sérfræðingarnir norrænu ekki vera að halda því fram að kísil- gúrvinnslan sé án áhrifa á lífríkið, t.d. sé vinnslan í Ytriflóa að öllum lík- indum komin á alvarlegt stig í ljósi þess að lífríkið bregðist ekki við áreiti með línulegum hætti. Lýsa þeir yfir áhyggjum sínum af frekari vinnslu þar, enda geti hún haft mikil áhrif á einstakar tegundir. Gera þeir því tillögu um að hætt verði kísilgúr- töku í Ytriflóa, núverandi vinnslu- svæði verði að minnsta kosti ekki stækkað. Afar ólík viðbrögð Óhætt er að fullyrða að viðbrögð við skýrslu hinna erlendu sérfræð- inga hafi verið blendin. Athygli hefur vakið hversu ólíkar ályktanir menn hafa dregið af niðurstöðum hennar og svo er að sjá að bæði fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar og stjómarformaður Náttúmrann- sóknastöðvarinnar við Mývatn telji sjónarmið sín hafa orðið ofan á. Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf., taldi skýrsluna mikinn sigur fyrir fyrir- tækið í samtali við Morgunblaðið í vikunni. „Hún segir einfaldlega það, sem flestir Mývetningar og Kísiliðj- an hafa haldið fram í mörg ár, að sökudólginn fyrir einhverjum sveifl- um i lífríki Mývatns er ekki að finna hjá fyrirtækinu, heldur einhvers staðar allt annars staðar. I öðm lagi að það sé því ekkert til fyrirstöðu að fara yfir í Syðriflóa og halda áfram þar vinnslu," sagði hann. Gunnar Örn taldi meginniður- stöðurnar tvær afdráttarlausar og jafnframt að fái Kísiliðjan leyfi til að fara yfir í Syðriflóa sé búið að stíga fyrsta skrefið til að tryggja rekstrar- grandvöll hennar. Sagði hann engan vafa á að Kísiliðjan muni nota skýrsl- una þegar hún bregst við óskum skipulagsstjóra um frekari gögn og frekari rannsóknir á umhverfisáhrif- um vegna aukinnar vinnslu í Mý- vatni. Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði og stjómarformaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, vísaði hins vegar til þess að erlendu sérfræðingarnir séu sam- mála því mati Náttúrurannsókna- stöðvarinnar að vatnið sé mjög ein- stakt á norðurhveli jarðar. Þeir bendi einnig á það í skýrslu sinni að á þessi mál megi horfa frá tvenns kon- ar sjónarmiðum, annars vegar út frá „prinsippi" og hins vegar út frá reynslu. Fram komi skýrt að það sé mat þeirra að í „prinsippi" eigi ekki að vera með iðnrekstur í svona ein- stöku vatni. Vegna ýmissa samfé- lagsþátta geti eigi að síður verið nauðsynlegt að gera það. Sagði Gísli Már sérfræðingana þrjá hafa komist að mjög svipaðri niðurstöðu og forsvarsmenn Nátt- úrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn hefðu alla tíð haldið á lofti. „Sveiflurnar hafa aldrei skipt neinu máli varðandi Kísiliðjuna," sagði hann við Morgunblaðið sl. þriðjudag. „Ekki öðmvísi en þannig að þær gera okkur erfiðara fyrir að sjá hvaða áhrif Kísiliðjan hefur á vatnið.“ Benti Gísli á í þessu sam- bandi að erlendu sérfræðingarnir komist þannig að orði að þeir geti ekki tengt sveiflur í lífríki vatnsins á afgerandi hátt við Kísiliðjuna. Hitt komi hins vegar íram að vissulega hafi Kísiliðjan áhrif á lífríki vatnsins. Lokun þýddi byggðahrun Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Skútustaðahreppi, segist fagna skýrslu erlendu sérfræðing- anna mjög. „Mér finnst alveg einsýnt að þessi skýrsla hljóti að flýta fyrir því að vinnsla hefjist í Syðriflóa," sagði hann. „Um leið skapast ágætur rekstrargmndvöllur fyrir Kísilið- juna og þar með er óvissu eytt í at- vinnumálum í byggðarlaginu.“ „Ef stjómvöld hafa einhvem tíma velkst í vafa um hvort óhætt væri að heimila kísilgúrtöku í Syðriflóa þá tel ég að nú hafi þau vopn í höndunum til að heimila það og beinlinis hvatn- ingu til þess. Vísindamenn segja eins og raunar svo margir aðrir að það sé ekkert augljóst samband milli kísil- gúrtöku úr Mývatni og sveiflna í líf- ríkinu," sagði Sigbjörn. Sveitarstjórinn hefur áður gagn- rýnt rannsóknir íslenskra vísinda- manna á lífríki Mývatns, en hann tekur fram að í sjálfu sér skipti hann ekki máli hvort innlendir eða erlend- ir vísindamenn eigi í hlut. „Mér er tjáð að þessir erlendu sérfræðingar hafi mikla reynslu og þekkingu á því sviði sem þeir era að fjalla um, en mér hefur einmitt þótt helsti veik- leiki rannsókna hér í vatninu og túlk- ana á þeim að þar hafa um langan tíma sömu mennimir verið að verki - með fullri virðingu fyrir þeim. Ég held að það sé afar æskilegt að fá fleiri aðila með þekkingu til að líta á málið.“ Illa hefur horft í atvinnumálum Skútustaðahrepps í ljósi líkinda á lokun Kísiliðjunnar, en Sigbjöm tel- ur nú einsýnt að málin taki ákveðna stefnu í átt til frekari vinnslu. „Lok- un vinnslunnar hefði þegar í stað þýtt fækkun íbúa um helming, sam- drátt tekna sveitarfélagsins um helming með öllum þeim afleiðingum sem menn sjá fyrir sér. Hér yrði al- MORGUNBLAÐIÐ gjört byggðahrun og það er auðvitað nokkuð sem maður vill ekki hugsa til enda. Hér er ágætis mannlíf og ég vona að þannig megi það verða sem lengst.“ Pólítískt framtak Dr. Sigurður S. Snorrason, vatna- líffræðingur, átti sæti í setflutninga- hópnum og hann segist ekki undrast mismunandi túlkun málsaðila á skýrslu hinna erlendu sérfræðinga. „Ég hef reyndar ekki náð að lesa skýrsluna sjálfur, en út frá því sem ég hef heyrt frá þeim sem hafa lesið hana og einnig í fjölmiðlum, er ljóst að niðurstöður þessara vísinda- manna era ekki nein ný sannindi, enda heldur ekki við slíku að búast. Ég hef heyrt forsvarsmenn Kísiliðj- unnar tjá ánægju sína með það að þannig sé um mælt að ekki séu færð- ar sönnur á að starfsemi iðjunnar tengist sveiflum í lífríki vatnsins. Mér finnst þarna gæta mikils mis- skilnings; ég kannast ekki við að því hafi verið haldið fram af einhveijum þunga. Þessar sveiflur era af nátt- úrulegum toga að miklu leyti og Mývatn er mikið sveifluvatn, eins og mörg önnur grann vötn. Það er ein- mitt rétt sem sagt hefur verið, að vegna þessara sveiflna sé enn erfið- ara en ella að nema utanaðkomandi inngrip í lífkerftnu. Þar er því ein- mitt komin ástæðan fyrir því hversu erfitt er að meta hugsanleg inngrip í lífkerfið af völdum kísilnámsins, jafnvel þótt vandaðar rannsóknir taki yfir langt tímabil," sagði hann. Sigurður sagði ljóst að tilurð skýi-slunnar væri pólítískt framtak - ekki væri unnt að túlka málið á nokk- urn annanhátt. í Morgunblaðinu í vikunni sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að sér hefði ekki gefist mikill tími til að fara yfir skýrsluna „Mér sýnist að hún sé mjög vel unnin. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í vor að fá erlenda sérfræð- inga til þess að koma að málinu vegna þess að það hefur alltaf verið ágreiningur um það hvort okkar vís- indamenn em að vinna faglega eða ekki. Að því leyti er mjög mikilvægt að fá þessa skýrslu," sagði Valgerður þá. Sigurður segist ekki skilja um- mæli ráðherrans til hlítar. „Ég veit ekki hvað mönnum ætti að ganga til með því að vinna ekki faglega að vís- indarannsóknum. Ég get þess vegna ekki ímyndað mér hvað er átt við með þessum ummælum. Hins vegar verð ég að geta þess að ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að fá fleiri aðila að þessu borði, ekki síst erlenda sérf- ræðinga. Það getur reynst hollt. En hinu má ekki gleyma að þeÚTa vinna felst í því að kynna sér gríðarlegt magn upplýsinga frá íslenskum vís- indamönnum úr fjölmörgum rann- sóknum og mér sýnist þessir aðilar hafa komist í gegnum þetta á tUtölu- lega stuttum tíma, eflaust fjölmörg- um öðram störfum hlaðnir. Að auki hlýt ég að lýsa undmn minni á því að ekki hafi fuglafræðingur verið hafð- ur þarna með í ráðum. Fiskalíf í Mývatni er vissulega merkilegt, en ég hygg að flestir samþykki að heimsfrægð þess sé tilkomin vegna hins fjölskrúðuga fuglalífs," sagði Sigurður. Umhverfísráðherra verst svara Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði við Morgunblaðið að hún vildi ekki tjá sig um efni skýrslunn- ar. Sér hefði aðeins nýlega borist hún og því hefði sér ekki tekist að kanna hana til hlítar. Nú stæði yfir vinna við frekara mat á umhverfis- áhrifum gagnvart frekari náma- vinnslu og líkur séu til þess að skýrsla erlendu sérfræðinganna komi til álita í sambandi við það. Hugsanlegt sé að hún sem ráðherra fái málið til úrskurðar eftir opið kæmferli ó seinni stigum og ekki sé eðlilegt að hún tjái sig um skýrsluna fyrr en þá. Eins og fyrr segir hefur skipulags- stjóri óskað eftir frekari upplýsing- um frá Kísiliðjunni vegna umhverfis- matsins og stendur sú vinna nú yfir. Heimildir Morgunblaðsins herma að forsvarsmenn Kísiliðjunnar stefni að því að skila þeirri vinnu í mars eða apríl og í framhaldi af því ættu að verða ljósir næstu kaflar í langri og viðburðaríkri sögu stóriðju í við- kvæmu lífríki Mývatns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.