Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 35

Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hrunadans réttlætisins ALDAMÓTAÁRIÐ 2000 heilsar íslending- um hressilega. A fyrstu dögum þess gerast stórtíðindi mikil og mestu spámenn Is- lands rísa á fætur, þungir á brún, og tala beint til þjóðarinnar, en á ská til dómaranna. Þeir eru reiðir og þeim er spurn: Skiljið þér hvorki né sjáið, Islands almúgafólk og þér dómarar? Að framund- an er aðeins sultur og seyra, því hagkerfi þjóðríkisins mun hrynja, ef hin vest- firsku ótíðindi verða að veruleika! Verði svo, þá muni ekki standa steinn yfir steini á Islandi, því land- helgin muni fyllast af útlenskum sjó- ræningjum, bankar og sjóðir yrðu gjaldþrota og keðjuverkandi afleið- ingarnar rústa innviði þjóðarbúsins! Og allt þetta segja hinir miklu spá- menn vegna þess eins, að þeir elska svo heitt land sitt, dómarana, já og þjóðina alla, sem heima situr agn- dofa hjá viðtækjum sínum. Þjóðin veit nefnilega að hér tala engir venjulegir spámenn, heldur vörslumenn almannahags; menn, sem ætti að treysta. Þess vegna hlustar þjóðin á skilaboð þeirra, leggur saman tvo og tvo og nær inni- haldinu: Gjafakvótakerfið verður að fá að brjóta í bága við jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar vegna þess að íslenska hagkerfið krefst þess! Svo einfalt er það. Þetta verða bæði dómarar og þjóðin að skilja. Hvort tveggja saman, gott hagkerfi og jafnræði, gengur alls ekki og því verða menn að velja. You can’t have it all, segja menn i útlöndum. Og það eru auðvitað orð að sönnu. En er valið svo erfitt? Vill einhver skipta á heilu góðæris- hagkerfi og smá jafn- ræði plús kreppu, eins og spámennirnir eni að boða? Vill einhver kaupa jafnræði og rétt- læti á þessu verði? Því trúa spámennirnir ekki. Þess vegna ætlast þeir til þess að meiri- hluti þjóðarinnar og dómaranna breyti rétt og kjósi hagkerfið um- fram jafnræðið. Velji eins rétt og þegar þorri þjóðarinnar og dómar- anna kusu yfir sig spámennina sjálfa. En spámönnunum miklu og reiðu kann að mistakast ætlunarverkið. Því íslandsmaðurinn er nefnilega ekki jafn heimskur og þeir halda. Menn eru farnir að hugsa og efast. Efast um sannleikann fyrst og fremst. Er það til dæmis satt og rétt hjá spámönnunum, að menn verði að fórna íslenska hagkerfinu til að fá að njóta jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar við fiskveiðar? Eru spámenn- irnir að veija eitthvað annað en ís- lenskan almannahag með heims- endaspám sínum? Af hverju eru spámennirnir svona úrillir og of- stopafullir? Er það vondur málstað- ur sem veldur? Sumir eni famir að halda það. Og hver veit, nema þjóðin og dómararnir haldi að reiðu spá- mennirnir séu aðeins að hræða menn til hlýðni við gjafakvótakerfið í þeim tilgangi, fyrst og fremst, að verja þrönga og ríka hagsmuni kvótakóng- anna? Og ef nógu margir telja að svo sé, þá er allt eins víst að bæði þjóðin og dómararnir fari alls ekki að vilja Kvótakerfið Gjafakvótakerfið verður að fá að brjóta í bága við jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar, seg- ir Gunnar Ingi Gunn- arsson, vegna þess að íslenska hagkerfið krefst þess! spámannanna. Því þótt sagt hafi ver- ið um Islandsmanninn, að honum virðist stundum líða best illa, þá eru vissulega takmörk fyrir því, hversu lengi hann lætur misbjóða sér. Jafn- vel gæti farið svo, að Islandsmaður- inn gerðist mun reiðari en spámenn- imir miklu, lemdi í borð þeirra og segði: hingað og ekki lengra! Við krefjumst réttlætis og jafnræðis! Við viljum lög um fiskveiðistjórnun sem virða allar jafnræðisreglur stjórnar- skrárinnar. Og við vitum að íslenska hagkerfið þolir slík lög! Við krefj- umst þess að menn hefjist strax handa við að ná sáttum um nýtt kerfi fiskveiðistjórnunar á þessum gmnd- velli. Málið þolir enga bið. Bregðist Islandsmaðurinn þannig við falsi spámannanna miklu, þá verður aldamótaárið 2000 fært til bókar, sem síðasta merkisár tuttug- ustu aldarinnar. Geri hann það hins vegar ekki, þá mun réttlætið á ís- landi sennilega dansa hranadans spámannanna til enda. Höfundur er læknir og varaformað- ur Frjálslynda flokksins. Gunnar Ingi Gunnarsson Gúmrní dreglar ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 35 Tilvalið í bílskúrinn I Tlífir gólfinu fyrir óhreinindum HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is 1 Veður og færð á Netinu ^mbl.is ALLTAf= €=ITTH\/A-Ð A/ÝT7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.