Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.01.2000, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FIMMTUDAGUR13. JANÚAR 2000 $--------------------------- V Kvótaþrá- hyggj an Andstaðan við kvótakerfið er mun minni en oft erjullyrt ífjölmiðlum, enda koma ótvírœðir kostir þess æ betur í Ijós. EITT mál slær um- ræðuna um Eyja- bakka út í leiðind- um og það er umræðan um kvót- ann. Rétt sem maður var laus við þvæluna um „lögformlegt um- hverfismat" úr fjölmiðlaumræð- unni fær maður nú kvótann í hausinn. Þráhyggjumenn um kvótann eru komnir á stjá á ný, búnir að dusta rykið af gömlum langhundum um kvótakerfið og farnir að fylla blöðin með stagli sínu. Eins og fyrri daginn þykj- ast þeir allir tala fyrir munn þjóðarinnar. „Almenningur krefst...“ er orðalag sem gjarn- an heyrist t.d. úr herbúðum flokks Sverris Hennannssonar sem nýtur 2% fylgis í skoðana- könnunum. Kvótaþráhyggjumenn telja sér trú um að VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson þjóðin sé að springa af hneykslun út- af kvótakerf- inu. Vissulega hafa margir hneykslast á sögum sem öðru hverju heyrast um svokallaða „kvótakónga" sem hætta að vinna og snúa upp tánum á sólar- ströndu eða snara út milljónum fyrir verslunarhúsnæði til að koma hagnaði sínum í lóg. En sú hneykslun er í rauninni af sama toga og hneykslun á stórgróða sem stundum fréttist um að sum- ir stingi í vasann með kaupum og sölu á hlutabréfum - og ekki hvarflar að neinum að afnema hlutabréfamarkaðinn. Fólk er auk þess sífellt að hneykslast á einhverju - og oft réttilega - án þess að hneykslunin risti mjög djúpt og fólk flykkist á götur út með steytta hnefa. Hvað kvótann varðar gera flestir sér auðvitað grein fyrir að heildarmyndin er margþættari en einstök atvik sem vekja stundarhneykslun gefa til kynna. Sennilega er mesta reiðin með kvótakerfið meðal útgerðar- manna smábáta sem ekki hafa kvóta. En undirrót þeirrar reiði er takmörkun aflaheimilda, eða Hafrannsóknarstefnan, en ekki kvótakerfið í sjálfu sér. Hafrann- sókn trúir að hægt sé að geyma fisk í sjónum eins og í banka og með sparsemi núna munum við njóta ávaxtanna síðar meir. Því miður bendir reynslan ekki til þess að þetta sé rétt skoðun. Enn erum við að veiða 200.000 tonn af þorski, en þegar veiðar voru frjálsar var þorskafli á Islands- miðum til jafnaðar um 450.000 tonn á ári (frá stríðslokum og fram á áttunda áratuginn). Má segja að undanfarinn aldar- fjórðung höfum við ekki nýtt kúf- inn á náttúrulegum aflasveiflum. En afnám kvótakerfisins mun ekki breyta neinu um takmörkun heildaraflans. Rík samstaða virð- ist ríkja meðal þjóðarinnar, og ekki síst meðal ýmissa sem harð- ast hafa barist gegn kvótakerf- inu, að Hafrannsóknarstefnan sé hin eina rétta. Og meðan heilda- rafli er takmarkaður verða alltaf til útgerðarmenn sem eru ósáttir við hlut sinn, hvort sem kvóta- kerfið í núverandi mynd er við lýði eða ekki. Sú byggðaröskun sem kvótakerfinu er stundum kennt um hefur ennfremur fyrst og fremst hlotist af takmörkun heildaraflans; óhjákvæmilegt er að einhveijir verði útundan þeg- ar þorskafli er skyndilega skor- inn niður um þriðjung og þeim niðurskurði viðhaldið. Þegar heildaraflinn var tak- markaður stórlega var eðlilegt að aflaheimildum væri úthlutað í samræmi við veiðireynslu. Nauð- synlegt var að festa þá úthlutun í sessi því of mikil afskipti stjórn- málamanna af atvinnugreininni eru óæskileg; ekki síst væri árleg úthlutun aflaheimilda fráleit. Frjálst framsal aflaheimildanna leiðir síðan til þess að þeir styrkj- ast sem reka fyrirtæki sín best. Þannig skapast eðlilegt markaðs- umhverfi í atvinnugrein þar sem stjómvöld takmarka heildarum- svifin í nafni fiskvemdar. Oft er talað um að innheimta sérstakt veiðileyfagjald af útgerðarfyrir- tækjum. Því má halda fram að sjávarútvegurinn borgi nú þegar slíkan skatt í ýmsu formi og væri raunar sjálfsagt að gefa þeirri gjaldtöku heitin „auðlindaskatt- ur“ eða „veiðileyfagjald" ef það mætti verða til þess að þagga niður í einhverjum kvótaþráhyggjumönnum. Ljóst er hins vegar að sjávarútvegur- inn ber tæplega hærri heildar- skatta en nú er raunin. Stundum er því haldið fram að í kvótakerfinu felist aðfór að stjómarskrárvernduðu atvinnu- frelsi. Þetta er með öllu fráleitt. Það hafa allir frelsi til að stunda útgerð, þótt stofnkostnaður hafi hækkað verulega á undanförnum ámm. Rétt eins og allir hafa t.d. frelsi til að gefa út dagblað, en hár stofnkostnaður gæti reynst mörgum óyfirstíganlegur þrösk- uldur. Stofnkostnaður við að hefja stórútgerð er kannski ekki fjarri því sem þarf til að hefja al- vöm dagblaðarekstur. Þannig er gangurinn í flestum atvinnu- greinum; menn verða að hafa fjárhagslega burði og gott láns- traust til að hasla sér þar völl. Þetta er hins vegar mikil breyt- ing fyrir veiðimannaþjóð þar sem duglegir fiskimenn hafa allt fram á síðustu ár getað hafið eigin út- gerð með tiltölulega litlum stofn- kostnaði. En tími veiðimanna- samfélagsins er liðinn og sjávarútvegurinn lýtur orðið sömu lögmálum og aðrar at- vinnugreinar að þessu leyti. í allri umræðunni um kvótann á undanfömum árum hefur kom- ið í ljós að andstæðingar kvóta- kerfisins hafa ekki getað bent á raunhæfan valkost. Þetta hefur almenningur auðvitað fundið. Með tímanum hafa kostir kvóta- kerfisins auk þess komið æ betur í Ijós og þýðing þess fyrir ís- lenskt efnahagslíf, en fyrir skömmu var m.a. skýrt frá því að framleiðniaukning í sjávarútvegi á tíma kvótakerfisins hefði skilað a.m.k. 13 milljörðum í þjóðarbúið! Umdeildur dómur héraðsdóms Vestfjarða hefur vakið upp gaml- an draugagang. Nú reynir á Hæstarétt að taka af skarið með fullskipuðum dómi og kveða, með afdráttarlausum hætti, uppúr um stjórnarskrárlegt gildi þeirra lagagreina sem um er deilt. Hlut- verk Hæstaréttar er að eyða réttaróvissu en ekki að skapa hana eins og reyndin hefur orðið með dómi réttarins og málsmeð- ferð í svokölluðu Valdimars-máli. UMRÆÐAN Má engu breyta? í KJÖLFAR upp- kvaðningar Héraðs- dóms Vestfjarða í máli Vatneyrar BA hafa orðið miklar vangaveltur um hvað við taki í framhaldinu. Ekki hafa verið mikl- ar umræður um það hvernig dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannes- sonar eða öllu heldur þær lagabreytingar sem fylgdu í kjölfarið hafa leikið þá aðila sem þá nýlega höfðu „keypt“ sér endurnýj- unarrétt (veiðileyfi) fyrir skip sín. Einnig hefur mér virst að allan brodd vantaði í lýsingu á ástandinu eins og það í raun er í dag í sjávar- útveginum og kannski hjá lands- mönnum almennt. Utgerðarfélag mitt hafði nokkrum misserum áður fjárfest í slíkum veiðileyfum fyrir 98,6 milljónir króna og stóðu yfir þreifingar um sölu á mestum hluta þeirra aftur þegar ósköpin dundu yfir. Hugðist mitt félag breyta stærra skipi í frystiskip og halda til veiða á Flæmska hattinum eins og fjöldi útgerða hefur gert eftir að hrun varð í veiðum á rækju hér heima, en skipin voru keypt til þeirra veiða. Alþingi breytti lögun- um þannig að „eignin" varð að engu, útgerðarfélag mitt hafði skuldsett sig fyrir rétt tæpar 100 millj kr. án þess að nokkrar eignir sem framseljanlegar eru með Iík- um hætti standi eftir. Engar komu til bæturnar í staðinn, þó að Hæstiréttur hafi sagt að 5. gr. lag- anna um veiðileyfi hafi stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins og þessi viðskipti hafi því verið stund- uð vegna gildandi „ólaga“. Ekki hef ég orðið var við að LÍIJ hafi vakið sérstaka athygli á þessari eignaupptöku þó að samtökin vari við að hreyfa við „eignum“ manna í aflamarkskerfinu, enda kannski ekki hægt að ætlast til þess að samtök þeirra stóru og sterku lýsi yfir áhyggjum af afdrifum vesa- linganna sem eru að þvælast fyrir í greininni. Þó er nú málum þannig komið að einn af þeim stærstu, og kannski sá sterkasti, Sigurður Ein- arsson í Eyjum hefur farið í mál við ríkissjóð vegna sinna viðskipta. Nærri má geta hvernig er komið fyrir félagi sem mínu eftir þessi ósköp. Þeir sem seldu veiðileyfin gengu mjög hart fram í innheimtu þegar svona var komið og hljóta allir að sjá að erfitt var að fjár- magna kaup á „engu“. Viðbrögð forsætis- ráðherra við dómi Héraðsdóms eru með miklum ólíkindum. Hefur formaður Sjálf- stæðisflokksins ekki meiri trú á greind þjóðarinnar en svo að hægt sé að segja henni hvað sem er? Koma erlend skip í kippum falli núverandi lög úr gildi? Koma engin ný lög í staðinn? Fer Alþingi varanlega heim? Þurfa veiði- heimildir sem þjóðin sannanlega á að milli- lenda hjá öðrum en þeim sem nýta þær? Hefur það eitthvað með stjórn á heildarafla að gera? For- sætisráðherra sagði m.a. að allar veiðiheimildir myndu klárast á tveimur mánuðum og þjóðin gæti bara farið í frí til 1. sept. ár hvert. Kvótakerfið Pjóðin er klofín í kjölfar mestu eignatilfærslna síðan byggð hófst, segir Eirfkur Böðvarsson. Því verður trauðla breytt, en mál er að linni. Þetta er ótrúleg framsetning hjá annars ágætum æðsta talsmanni ríkisstjórnar landsins. Hvað með veiðar á rækju, síld, loðnu, karfa og mörgum fleiri stofnum sem ekki nást að veiðast árum saman eins og tillögur gera ráð fyrir þrátt fyr- ir „uppbyggingu" stofnanna sem kvótakerfinu er hampað fyrir? Er mikið af þorski í sjónum eftir allt saman? Ekki hef ég orðið var við það. Togarar eiga í vandræðum með að veiða þorsk þó að örfáir séu eftir á miðunum. Hvað með netaveiðina t.d. í haust syðra? Rækjuveiðar liggja nánast niðri. Svona má endalaust halda áfram. Verð á leigukvótum eru svo kapít- uli út af fyrir sig. Leiga á þorski 115 kr. Verð fyrir fiskinn upp úr skipi 150 til 170 kr., ýsukvóti á 85, verð á fískinum til útgerðar kannski 130-150. Ástandið er ótrú- legt. Svo til að kóróna vitleysuna hafa forystumenn sjómanna þverskall- ast við að viðurkenna þennan kostnað við veiðarnar og krefja kvótalausar útgerðir um að greiða laun úr heildarverði, svo að allir menn hljóta að sjá hvernig komið er. Þeir sem eiga kvóta, s.s. þeir stærstu, búa svo til fiskverð upp á kannski 60 til 70 kr. og allt er í stakasta lagi þar sem ekki er „sukkað" með kvóta, svo að notað sé algengt orð um leigu heimilda. Hvað svo með hagræðinguna? Hún er óumdeild, segja fræðingarnir. Er hún svo óumdeild? Tökum dæmi. Kvóti er fluttur varanlega frá bæ úti á landi, t.d. Isafirði þar sem ég er fæddur og uppalinn, og færður á skip Samherja. Þetta er eflaust hagræðing hjá Samherja og sérstaklega þar sem kvótinn bætist við „skipstjórakvótann" sem þeim var úthlutað í byrjun. En hvað með bæinn minn gamla, hver borgar Ibúðalánasjóði félagslegu íbúðirnar og skuldir bæjarins sem urðu til við að byggja upp bæ fyrir 5.000 manns, og svo má einnig segja um eignir einstaklinga og fyrirtækja sem verða verðlaus við hagræðing- una? Hvað með kostnað við að taka við fólkinu þegar það svo flýr und- an hagræðingunni suður? Á að senda þeim sem fengu kvótann reikninginn? Það hefur enginn sýnt mér fram á hver niðurstaðan er, þó ég fari nærri um útkomuna. Forstjóri FBA (gamli Fiskveiða- sjóður að hluta) mikill „spútnikk" í fjármálaheiminum sagði í sjónvar- psþætti á dögunum að hagræðing- in verði að ná fram, bæirnir verði bara að tæmast. Til upprifjunar skal fólk minnt á að hann keypti sér bréf um daginn í bankanum sínum upp á rúmar 100 milljónir, (bréfin sjálf helsta tryggingin) og hafa þau hækkað um 40 milljónir síðan. Hann á sennilega mjög auð- velt með að setja sig inn í málin hjá venjulegu fjölskyldufólki sem situr uppi með eigur sínar. Þátt- astjórnendur hljóta að keppast við að spyrja hann næst spjörunum úr þegar hagræðingarmálin ber á góma. Þetta er að sögn hinn ágæt- asti maður, það hefur ekkert með þetta að gera. Þetta er allt orðið með ólíkindum. Ein helsta röksemd kvótamanna er að fjármálakerfið hrynji þegar veiðiheimildir verði teknar af „eig- endum“ sínum, engu megi breyta varðandi eignarhaldið þess vegna. Skoðum þessi mál svolítið. En eitt fyrst. Er þetta einkamál útgerð- anna? Hvað með fiskvinnsluhúsin hringinn í kringum landið? Hækka þau ekki í verði? Hækka ekki skip- in í verði sem notuð eru við veið- arnar? Verða þeir sterku ekki Eiríkur Böðvarsson Rétt skal rétt vera MJÖG mikilvægt er, þegar fjallað er um jafn viðkvæm mál og kynferðislegt ofbeldi gegn bömum, að ekki sé hallað réttu máli. Því miður gerir for- stöðumaður Barna- vemdarstofu sig sekan um það í grein, sem birtist í blaðinu á þriðjudag, þar sem hann heldur því m.a. fram, með vísun til greina eftir mig um þetta efni, að ég líti á kynferðislegt ofbeldi gegn bömum „sem mál réttarvörslukerfisins einvörðungu". Þetta er rangt. Því til stuðnings leyfi ég mér að vitna til fyrri greinar minnar um efnið sem birtist í blaðinu 6. janúar sl. Þar segir orðrétt: „Þegar fjallað er um kynferðisbrot gegn bömum er mikilvægt að greint sé á milli hlutverks bamavemdaryfir- valda annars vegar og lögreglu og dómstóla hins vegar. I 23. gr. bama- vemdarlaga er mælt fyrir um það að barnaverndaryfirvöld skuli aðstoða bam, sem orðið hefur fyrir áreitni, ofbeldi eða öðmm afbrotum, með ráðgjöf eða meðferð eft- irþvísemviðá. Þegar gmnur leikur á því að barn hafi sætt kynferðislegri misnotk- un er bamavemdaryfir- völdum heimilt og jafn- vel skylt að kæra það til lögreglu. Rannsókn og meðferð slíks sakamáls er þaðan í frá í höndum lögreglu og dómara, eftir því sem nánar er fyrir mælt í lög- um um meðferð opin- berra mála...“ Það liggur þannig ljóst íyrir að sé mál þess eðlis, að ekki sé tilefni til að kæra það til lögreglu, kemur það aldrei til kasta réttar- vörslukerfisins. Jafnljóst er að viðtöl, sem starfs- menn bamavemdaryfirvalda eiga við barn áður en málið verður að saka- máli, geta ekki ein og sér orðið við- hlítandi sönnunargögn og nægt til sakfellingar í slíku máli samkvæmt íslenskum réttarfarslögum og Mann- Barnaverndarmál Eg hvet þá, sem áhuga hafa, til þess að kynna sér greinar mínar frá 6. og 7. janúar sl., segir Þdrhildur Lfndal, áður en þeir gera mér upp skoðanir í þessum málum. réttindasáttmála Evrópu. Sé ég ekki ástæðu til að elta ólar við fleiri getsakir, sem fram koma í íyrmefndri grein forstöðumannsins í minn garð, en hvet þá, sem áhuga hafa, til þess að kynna sér greinar mínar frá 6. og 7. janúar sl., áður en þeir gera mér upp skoðanir í þessum málum. Höfundur er umboðsmaður bnrnu. Þórhildur Líndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.