Morgunblaðið - 23.01.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 23.01.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 5 7 FÓLK í FRÉTTUM sandi. Við þurftum alveg að æfa okk- ur sérstaklega í flissi. - Þið haSð ekki faríð í vettvangs- ferð að fylgjast með unglingum ? „Nei, við erum ekki það gamlar!" segir Hafdís Huld og skellihlær. Fastar í gelgjuhamnum Þrautreynda leikkonan Álfrún Helga Ömólfsdóttir bætist nú í um- ræðuhópinn, en hún lék litlu stelpuna í Svo á jörðu sem á himni eftir Krist- ínu Jóhannesdóttur auk annarra aukahlutverka í kvikmyndum og ótal hlutverka á sviði. Hún segir okkur að Guðrún sem ekki kemst í spjallið leiki í kvikmyndinni 101 Reykjavík sem Baltasar Kormákur tók upp í sumar. Hafdís Huld og Álfrún komast strax í gott stuð við það að rifja upp lokapartí myndarinnar. „Við létum eins og smástelpur því við komust ekki úr gelgjuhamnum, og við þrjár áttum alveg dansgólfið,“ segir Hafdís Huld. „Svo keyrði Huldar okkur heim og þegar við sátum í flisskasti aftur í sagði hann: „Mér líður bara eins og ég sé að skutla heim persónum sem ég hef sjálfur skrifað," segja þær og hlæja mjög mikið. Inga Li'sa: Það er alveg sérstök tál- finning að sjá persónumar lifna við. - Hvemig var annars að leika í myndinni, stelpur? „Það var mjög gaman,“ segja þær báðar. Alfrún: Við fengum alveg að sleppa okkur og vera algjörar gelgjur sem er mjög ijarri því sem við erum vana- lega! Hafdís Huld: Það er líka mjög óvenjulegt að eiga að vera komin níu mánuði á leið, og því margt nýtt til að pælaí. Álfrún: Mín heitir Tóta og hún er komin styttra á leið. Og er að berjast við að ákveða hvort hún setti að láta eyða fóstrinu eða ekki. Og margt í kringum það er býsna óhugnanlegt. - Eruð þið ólíkar týpur í myndinni? Hafdís Huld: Nei, þær eru bestu vinkonur og eru með sömu takta. Og báðar með alvarlegar áhyggjur af líf- inu. En munurinn er aðallega sá að Silja mín verður ólétt fyrr, og er eig- inlega farin að sætta sig við það. Álfrún: Já, hún er orðin ábyrgðar- fuU, svona í samræmi við ástandið sem hún er í. Hafdís Huld: Þó að Siija hafi róast miðað við Tótu eftir að hún varð óirísk er ekki hægt a kalla hana ábyrgðarfulla, því að þá myndi hún varla hanga keðjureykjandi í spilasal komin níu mánuði á leið. Með persónuna í marga hringi - En hvernig stóð Inga Lísa sig? Álfrún: Ótrúlega vel finnst mér, á þessum löngu tökudögum. Hún var ólétt og stjómaði úr hægindastólnum sínum með kakó á brúsa... Hafdís Huld: ...og samlokur með hnetusmjöri og sultu! Meirí hlátur. Álfrún: Hún var rosalega þolin- móð. Hafdís Huld: Sérstaklega þegar við vorum komnar í gelgjuhaminn. Álfrún: Mér finnst samt undirbún- ingurin aðaltíminn. Þá köfuðum við alveg ofan í persónumar og fórum með þær í marga hringi. Það var rosalega áhugavert. - Hvernig fóruð því að því að Gnna ykkar karakter? Álfrún: Við unnum í bákgmnni stelpnanna og það hjálpað ótrúlega mildð. Hafdís Huld: Ég var farin að þekkja persónumar svo vel að í sum- um atriðunum fann ég virkilega til með þeim. Inga Lísa: Þær vom allar svo sann- færandi að maður sat bara grátandi yfir mónítómum. - Eitthvað að lokum ? Álfrún: Lengi lifi gelgjumar! Eða þó! Ég er farin að blóta miklu meira envanalega! Hafdís Huld: Það tók nokkra daga að skiija við Silju, og hætta að segja „kiikkað“. Inga Lísa: Þetta var góður tími þótt prógrammið væri strangt, við hefðum lítinn tíma og margt að huga að. Ég var komin í ham undir lokin og hefði alveg verið til í taka upp í mánuð í viðbót. „0, já,“ andvarpa Álfrún og Hafdís Huld sem nærast greinilega ennþá á góðum minningum. Þar sem ferskleikinn býr KVIKMYNDAHÁTÍÐ sem kennd er við Sundance var opnuð í Park City í Utah í nítjánda sinn á fimmtudag en hún hefur vaxið að virðingn og verðleikum með hverju árinu sem líður. Á hátíð- inni er ár hvert bæði hægt að finna stúrmyndir úr verksmiðjum Hollywood sem og frumlegar og ferskar myndir eftir úháða leik- stjúra og hefur margur þeirra fyrst hlotið viðurkenningu einmitt á Sundance. Sumir leikstjúrar og leikarar hafa jafnvel freistað þess eftir nokkrar misheppnaðar til- raunir til að verða vinsælir í Hollywood að vinna fyrir lítið sem ekkert kaup að myndum sín- um og vonast til að þær komist á hátíðina í Utah sem verði síðan stökkpallur fyrir þá í peningalaug Hollywood. Aðsókn eykst ár frá ári Síðan Robert Redford Sun- dance-stofnunin túk yfir Kvik- myndahátíðina í Utah árið 1985 hafa seld sæti á hátíðinni farið úr 15.750 árið 1985 og í 135.922 árið 1999. Sem dæmi um kvikmynd sem varð vinsæl í kjölfar sýningar hennar á Sundance má nefna Sex, Lies And Vidiotapes sem varð ár- ið 1991 algjör smellur ef svo má að orði komast. Einnig má nefna myndina The Brothers McMullen eftir Ed Burns sem var sýnd þar árið 1994. En hvað sem því lfður má enn finna myndir á Sundance sem væru jafnvel hvergi annars staðar sýndar ef hátíðarinnar nyti ekki við, svo súrstakar og úhefð- bundnar eru þær og það er ein- mitt það sem er svo gaman og öðruvísi við hátíðina. Það er gulltryggt að einhver myndanna sem á hátíðinni er sýnd verður vinsæl og dreift af stúrum Holly- wood-verksmiðjum en einnig að þar verður sýnd mynd sem verður minnst lengi fyrir ferskleika og jafnvel fyrir að leggja öðrum Ieik- stjúrum línurnar f framtíðinni. Nokkrar af þeim myndum sem sýndar verða á hátfðinni í ár hafa þegar vakið töluverða athygli og er myndin American Psycho með- al þeirra auk The Tao of Steve með Donal Logue sem er vfst sprenghlægileg. Myndin Hamlet með Ethan Hawke verður líka frumsýnd á hátfðinni. Einnig verður þar að finna myndina Rated-X sem leikarinn Emilio Estevez leikstýrir og leik- ur í ásamt brúður sfnum Charlie Sheen en myndin er byggð á sögu frægra klámmyndakúnga. AP Á Sundance-kvikmyndahátíðinni verða margar myndir frumsýndar og ýmislegt um að vera. air terra Irumara Kr. 9.990,- max loftpúðar í hæl og tábergi. air tuned max kr. 9.690,- loftpúði í hæl og táhergi. air terra humara kv. kr. 9.990,- max loftpúðar í hæl og tábergi. Vertu með t valinu! Vinsældalisti þar sem þu hefur áhrif! Sundance-kvikmyndahátíðin hafin SKHAKEtMIN mbl.is Listinn er valinn á mbl.is Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. cortez kv. kr. 6.990,- bringyagame stærðir 36-38,5 3.990 NIKE BUÐIN Laugavegi 6 JUST DO IT Sími 562 3811

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.