Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Formaður Kaupmannasamtakanna um úrsögn Kaupmannafélags Akureyrar úr samtökunum Akvörðun félagsins kemur mjög á óvart BENEDIKT Kristjánsson, formað- ur Kaupmannasamtaka íslands sagði að úrsögn Kaupmannafélags Akureyrar úr samtökunum hefði komið sér mjög á óvart. Hann sagði að unnið hefði verið að lausn á ákveðnum málum er vörðuðu Kaup- mannafélag Akureyrar, sem m.a. snéru að félagsgjöldum og að menn hefðu verið á góðri leið með að leysa þau. „Við erum með aðalfund Kaup- mannasamtakanna á morgun (í dag, þriðjudag) og ég hef verið í sam- bandi við Ragnar Sverrisson, for- mann Kaupmannafélags Akureyrar, að leita skýringa á því hvað er að gerast. Eg taldi þessi mál í þokka- legum farvegi og því kemur þessi ákvörðun félagsins mér mjög á óvart.“ Ragnar sagði í Morgunblaðinu fyrir helgi að félagið hefði ávallt haldið eftir 50% af félagsgjöldum fé- lagsmanna sinna en helmingurinn hefði verið greiddur til Kaupmanna- samtaka íslands. Eftir að Kaup- mannasamtökin gengu til liðs við Samtök verslunar og þjónustu sl. haust hefðu norðanmenn talið sig hafa loforð fyrir því að ekki yrði um neinar breytingar að ræða varðandi félagsgjöldin, en það hefði ekki gengið eftir. Benedikt sagði að þegar Kaup- mannasamtök Islands gengu til liðs við Samtök verslunar og þjónustu hefði legið fyrir að samtökin tækju við innheimtu þein'i sem áður var í höndum Kaupmannasamtakanna. „Þetta lá fyrir og var samþykkt á okkar aðalfundi í fyrra og m.a. af Kaupmannafélagi Akureyrar. Hins vegar höfum við verið að beita okkur fyrir því að gerður verði sérstakur samningur við Kaupmannafélag Ak- ureyrar um ákveðna hlutdeild í fé- lagsgjöldum. Samningurinn miðar að því að Kaupmannafélag Akureyr- ar haldi eftir því sem þeir hafa farið fram á af þeim gjöldum sem inn- heimt eru af félagsmönnum Kaup- mannafélags Akureyrar. Sá samn- ingur hefur legið á borðinu og er á þeim nótum sem þeir vildu,“ sagði Benedikt. Hann gerir sér jafnframt vonir um að fulltrúi Kaupmannafélags Akur- eyrar sitji aðalfund Kaupmannasam- taka íslands í dag. Héraðsdómur Norðurlands eystra Bætur vegna slyss NORÐURVÍK ehf. á Húsavík hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra ver- ið dæmt til að greiða liðlega þrítugum trésmiði um 5,5 milljónir króna auka vaxta í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir er hann starfaði hjá fyrir- tækinu. Slysið varð í október árið 1995 en þá starfaði maðurinn við nýbyggingu Borgarhólsskóla á Húsavík og var hann að vinna ásamt öðrum við að koma kjöljárni á mæni byggingarinn- ar. Er maðurinn gekk eftir mæninum varð honum fótaskortur og rann hann niður af þakinu, lenti fyrst á vinnupalli en féll svo til jarðar um 6 metra fall. Hann varð fyrir alvarleg- um áverkum í kjölfar slyssins og var metinn með 40% varanlega örorku. Maðurinn taldi lögboðinn öryggis- búnað ekki hafa verið til staðar á þak- inu í umrætt sinn, en forsvarsmenn Norðurvíkur töldu að maðurinn hafi sjálfur sýnt stórkostlegt gáleysi þeg- ar hann gekk eftir þakinu. Tjón mannsins vegna slyssins þótti í Héraðsdómi Norðurlands eystra réttilega ákvarðað samtals að fjár- hæð um 8,3 milljónir króna og var fyrirtækinu gert að greiða manninum tvo þriðju hluta þess eða um 5,5 millj- ónir króna í skaða- og miskabætur. I sóknarhug Hvað boðar nýárs Byggðastofnun? Hádegisverðarfundur með Kristni H. Gunnarssyni, nýkjömum stjórnar formanni Byggðastofnunar, á Fiðlaranum, Skipagötu 14, miðvikudaginn 8. mars frákl. 12.00 til 13.00 • Hver er framtíð Byggðastofnunar? • Er von á breytingum á starfsemi Byggðastofnunar? • Verður Byggðastofnun hugsanlega flutt út á land? • Hvaöa hlutverki gegnir Byggðastofnun i að framfylgja stefnu stjórnvalda í byggðamálum? • Hvaða áherslur verða hjá stofnuninni í lána- og styrkjamálum? • Hvernig hugsar Byggðastofnun uppbyggingu þróunarstarfs á landsbyggðinni? • Mun rannsóknarstarf atvinnuveganna halda áfram að byggjast upp á höfuðborgarsvæðinu? Þetta, og ýmislegt fleira, mun Kristinn fjalla um og svara spurningum fundarmanna Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. Milljónatjón í bruna í Endurvinnslunni Morgunblaðið^Kristján Gunnar Garðarsson, forstöðumaður Endurvinnslunnar, við kolafram- leiðsluna í sótsvörtu húsnæði fyrirtækisins en talið er eldurinn hafi komið upp í kassa með kolum. MIKIÐ tjón varð í eldsvoða í End- urvinnslunni á Akureyri um helg- ina. Vegfarandi tilkynnti lögreglu að reykur kæmi út um loftræstiop á húsnæðinu um kl. 9.00 á sunnu- dagsmorgun og eftir að hafa skoð- að aðstæður kallaði lögreglan slökkviliðið út. Er slökkviliðið kom á staðinn var mikill reykur og nokkur eldur í aft- ari hluta húsnæðisins, þar sem framleiðsla á brettakubbum hefur m.a. farið fram. Eldur logaði í kolastæðu á gólfinu og eldurinn hafði komist í milliloft á einum tveimur stöðum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en reykurinn smaug um allt húsnæðið, m.a. í fremri hlutann þar sem móttaka á flösk- um og dósum fer fram. Gunnar Garðarsson, forstöðu- maður Endurvinnslunnar, sagði ljóst að milljónatjón hefði orðið á húsnæðinu en eftir væri að skoða vélar og tæki sem þar voru inni. Ekki mátti þó miklu muna að þarna hefði orðið enn meira tjón, enda mikill eldsmatur í húsnæðinu. Talið er að eldurinn hafi komið upp í kassa með kolakögglum sem framleiddir voru á laugardag. Unn- ið var við framleiðsluna fram til kl. 16.00 á laugardag en starfsmaður sem kom í eftirlitsferð um kl. 22.00 á laugardagskvöld varð einskis var. Talið er þó að eldurinn hafi kraum- að alia nóttina og þar til hans varð vart á sunnudagsmorgun. Starfsemi Endurvinnslunnar hefur verið með allra rólegasta móti að undanförnu en var nú rétt að fara í gang í ný þegar óhappið varð. Tilraunaframleiðsla á kola- kögglum úr koladufti, bylgjupappa og plasti fyrir Járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga var rétt komin í gang og fyrirhugað var að framleiða upp í stóra pöntun fyrir verksmiðjuna. Gunnar sagði ljóst að starfsemin myndi liggja niðri í einhverjar vikur vegna brunans og að það kæmi sér mjög illa fyrir fyrirtækið. Mótmæla lokun gæsluvalla með undirskriftasöfnun UNDIRSKRIFTASÖFNUN er hafin á Akureyri þar sem mótmælt er tillögu skólanefndar Akureyrar um að leggja starfsemi gæsluvalla bæjarins niður í núverandi mynd frá 1. september næstkomandi. Skólanefnd ákvað þetta á fundi í byrjun febrúar, en þar var lögð fram samantekt um nýtingu vall- anna frá árinu 1978 til 1999 og kom fram í henni að nýting hefði farið mjög minnkandi á tímabilinu. Nú væri svo komið að fjárhagslegur grundvöllur væri varla fyrir rekstri þeirra, eða í mesta lagi tveggja. Bent er á að með tilkomu nýs leik- skóla, Iðavallar, muni eftirspurn eftir leikskólaplássi fyrir börn á aldrinum 2ja til 5 ára fullnægt, en það sé aldurinn sem starfsemi vall- anna byggist á. Skólanefnd lagði því til að starf- semi gæsluvalla á Akureyri yrði lögð niður í núverandi mynd, en lögð er áhersla á að völlunum verði haldið við, enda sé það mikilvægt t.d. fyrir dagmæður og fleiri, sem geta þá nýtt vellina. Nokkrar umræður hafa verið á heimasíðu Akureyrarbæjar síðustu daga og vikur vegna þessa máls og þar hefur þess m.a. verið krafist að ákvörðun skólanefndar verði dregin til baka. Einnig eru bæjaryfirvöld krafin svara við því hver kostnaður sé við að halda úti rekstri gæslu- vallanna og einnig hversu margar heimsóknirnar séu. Þá er og bent á að leikskólar komi ekki í stað gæsluvalla, þeir séu annar kostur og henti til að mynda heimavinn- andi foreldrum vel sem og þeim sem ekki ætli að setja börn sín á leikskóla en viija hafa kost á öruggri gæslu fyrir þau þegar á þarf að halda. Undirskriftarlistarnir munu liggja frammi alla næstu viku eða fram til 10. mars næstkomandi en þá er m.a. að finna í eftirtöldum verslunum: DoReMí, Lyf & Heilsu í Hafnarstræti, Vöggunni, Skóhús- inu, Kátum krökkum, Esju, Brynju, Býflugunni og blóminu, Mynd- bandahöllinni við Viðjulund. Versl- unum í Kaupangi, verslunum í Sunnuhlíð og versluninni Síðu. REYKJAVÍ K- AKU REYRI - REYKJAVIK — Bókaðu í síma 570 3030 09 460 7000 Fax 570 3001 - websalesó>airicelaiid.is •www.fluffelaj.is ...fljújðufrekar FLUGFELAG ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.