Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Þröstur Guðjónsson, Svanur Ingvarsson, Jimmy, keppandi og formaður stjórnar Challenge Aspen, og Paul Specht, framleiðandi búnaðarins. Skíðin gefa fötluð- um nýja möguleika Selfossi - „Við erum að reyna að fá fólk til að átta sig á þeim mögu- leikum sem þetta gefur. Skíðin eru frábært tæki til að vera frjáls, óháður einhverjum vólum. Við þurfum að breyta viðhorfi fatlaðra sjálfra og aðstandenda þeirra þannig að þeir fínni sig í að reyna þetta,“ segir Svanur Ingvarsson formaður vetraríþróttanefndar Iþróttasambands fatlaðra. Hann fór fyrir skömmu ásamt Þresti Guðjónssyni íþróttakennara á Akureyri í 10 daga ferð til Asp- en í Colorado í Bandaríkjunum til að kynnast starfsemi skíðamið- stöðvarinnar Challenge Aspen þar sem tekið er á móti fötluðu fólki til skiðaiðkunar. Tilgangurinn með ferðinni var að læra af starfsem- inni í Aspen og skoða búnað sem notaður er. Kynning á Vetrar- íþróttahátíðinni Þessi ferð þeirra var liður í und- irbúningi fyrir Vetraríþróttahátíð ÍSÍ en hún er að hluta helguð vetr- aríþróttum fyrir fatlaða. Til hátíð- arinnar koma 5 leiðbeinendur frá Aspen til að kynna þá möguleika sem eru fyrir hendi og hvernig þeir eru útfærðir þannig að fatlað- ir geti notið þess t.d. að renna sér á skíðum. Mjög góð þátttaka er þegar komin á þetta námskeið 10.- 12. mars, um 50 manns, þar af 20 fatlaðir. Hinir eru aðstandendur sem koma til að læra. „Þarna mun gefast einstakt tækifæri fyrir fólk að sjá tækin sem notuð eru og hvernig þau eru notuð, einnig að hlusta á fyrirlestra og sjá fatlaða skíðamenn í keppnisbraut," sagði Svanur. Aðalatriðið að gefa sér tíma Hjá Challenge Aspen er tekið á móti fötluðum, einstaklingum og hópum, í skíðaferðir. Miðstöðin út- vegar tæki og er með leiðsögn og kennslu á svæðinu. Fyrirtækið er 5 ára gamalt og hefur náð miklum árangri. Annar tveggja fram- Þorlákshöfn - Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, sagði við vígslu toll- vöruskemmu í Þorlákshöfn að nú væri ekkert því til fyrirstöðu að Þor- lákshöfn og Höfn í Hornafirði yrðu aðaltollhafnir. Ráðherra sagði að fyrir þinginu lægi frumvarp sem Is- ólfur Gylfi Pálmason og aðrir þing- menn Suðurlands stæðu að, þess efnis að þessar tvær hafnir yrðu gerðar að aðaltollhöfnum. Fjármála- ráðuneytið hefur meðal annarra staðið gegn því að málið, sem lagt hefur verið fram á þremur þingum, næði fram að ganga. Nú lofaði ráð- herra að beita sér fyrir því að málið fengi greiða leið gegnum þingið. Þorvaldur Garðarsson, formaður hafnarstjórnar, bauð gesti velkomna fyrir hönd hafnarstjórnar. Hann sagði m.a.: „Vöruinnflutningur gegn- um Þorlákshöfn hefur verið ört vax- andi hin síðari ár og skortur á geymsluhúsnæði sem þessu stöðugt aukist. Það var því brugðið á það ráð að reisa skemmu í eigu hafnarinnai- kvæmdastjóranna slasaðist a skið- um á svæðinu sem miðstöðin starf- ar á í Snowmass. Að sögn Svans starfar miðstöðin mikið með blinda og hjólastólafólk, tekur reyndar á móti fólki með allar gerðir fötlunar. „Mér leið mjög vel innan um fólkið. Ég skiðaði mikið með manni sem er keppnismaður á sams konar tæki og ég nota,“ sagði Svanur. Tækin sem hjólastjólafólk notar er stóll með einu skíði undir og stafír. Þetta er kallað hækjuskíði. Svanur segir sömu krafta notaða og á venjulegum skíðum þannig að þunginn er fluttur á sinn hvorn kantinn á skíðinu til þess að beygja alveg eins og skíðamenn flytja þungann á milli skíða. Hann er sá eini sem stundar að fara á skíði á þennan hátt en segir um 15 manna hóp kominn sem reynt hafi þessa skíðamennsku af og til. „Að- alatriðið er að reyna þetta og gefa sem er til reiðu fyrir hvern sem er. Þetta er aðferð sem ég veit ekki til að viðhöfð hafi verið annars staðar, heldur hafa stórir innflytjendur reist skemmur fyrir sína starfsemi." Þor- valdur sagði einnig að á fundi hafn- arstjórnarinnar 11. mars 1999 hefði verið ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir og var efnt til alút- boðs. Tekið var tilboði frá Virki ehf. í Hafnarfirði. Fyrsti þingmaður Sunnlendinga, Árni Johnsen, óskaði Ölfusingum til hamingju með áfangann og fagnaði orðum fjármálaráðherra. Hann til- kynnti að lögregla og aðaltollvörður sýslunnar fengju aðstöðu í nýja stjórnsýsluhúsjnu sem er að rísa í Þorlákshöfn. Árni sagði ennfremur að forráðamenn bæjarfélagsins væru óendanlega duglegir að þrýsta á þingmenn kjördæmisins til að koma málum sínum áleiðis. Oddviti Ölfuss, Hjörleifur Brynjólfsson, tók næstur til máls og þakkaði bæði fjár- málaráðherra fyrir loforðið um aðal- sér tíma til að kynnast tækjunum og það á bæði við um þá fötluðu og aðstandendur þeirra. Það er til búnaður fyrir byijendur að reyna sig á og fikra sig áfram, allt eftir hvað hentar,“ sagði Svanur. Getum það sama og aðrir í brekkunum „Það tekur tíma að koma fólki á bragðið, mörgum vex í augum úti- veran og mögulegur kuldi en það er ekkert óyfirstíganlegt fyrir fatlaða frekar en ófatlaða. Svo er þetta svo einfalt þegar maður er búinn að ná tökum á tækinu sem maður notar. Þá getur maður gert nánast það sama í brekkunum og aðrir skíðamenn. Maður fer upp brekkuna í stólalyftunni eins og aðrir, reyndar þarf að hægja á lyftunum þegar maður fer í hana og úr henni en ég hef alltaf upp- lifað mikinn velvilja hér gagnvart því þegar ég er á ferð í lyftunni og í brekkunum. Reyndar eru brett- tollhöfn og Árna Johnsen fyiir þá ákvörðun að í Þorlákshöfn yrði stað- settur aðaltollvörður og að lögreglan yrði þar með aðstöðu. Hjörleifur sagði ennfremur: „Nú- tíma flutningar krefjast skjótrar og lipurrar þjónustu. Með tilkomu toll- hafnar og tollvörugeymslu skapast sú aðstaða sem nauðsynleg er fyrir þá aðila sem þegar eru að nota þá flutningsmöguleika sem í boði eru. Einnig skapast aðstaða fyrir þá sem hingað vilja beina flutningum sínum og tollafgreiða sínar vörur. Um nokkurt skeið hafa verið reifaðar hugmyndir um uppbyggingu nýrra og fjölbreyttari iðnfyrirtækja í Ölf- usi sem nýta myndu þá kosti og möguleika sem staðsetning í og við astrákarnir yfir sig hrifnir af þessum græjum sem ég nota.“ Það er allt hægt „Sjálfur kynntist ég þessum tækjum íLillehammer 1994 og varð í framhaldi af því formaður vetraríþróttanefndar IF. Ég hef alltaf dembt mér út í að reyna ýmsa möguleika og sannleikurinn er nú sá að það þarf maður að gera til þess að komast áfram. Það er nú þannig reyndar líka hjá þeim sem eru ófatlaðir, menn þurfa að reyna á sig til að ná árangri. Ég horfði agndofa á keppnis- fólkið í Lillehammer 1994 þegar það kom niður brekkurnar á allt að 100 kílómetra hraða í sleðum eða á hækjuskíðum og svo alla baráttuna hjá þeim í íshokkíinu þar sem menn léku af jafn miklum krafti og þeir ófötluðu. Það gerðist einnig eitthvað innra með mér þarna í Aspen við að sjá hvernig starfið var útfært og til dæmis að sjá blinda renna sér á skíðum með mann fyrir aftan sig kallandi leiðbeiningar og veru- lega sjónskerta með mann á undan sér. Þetta sýndi mér að það er engin ástæða til að gefast upp, það er allt hægt,“ sagði Svanur og hló við. Fyrir alla fötlunarhópa „fþróttasamband fatlaðra er í mjög góðu samstarfi við Vetrar- íþróttamiðstöð Islands á Akureyri sem er að kaupa búnað til þess að geta tekið á móti fötluðum í skíða- ferðir. Við sjáum fyrir okkur að fólk geti farið til Akureyrar og fengið búnað og kennslu. Einnig að unnt sé að fá lánaðan þaðan búnað á önnur skíðasvæði á land- inu. Svo sjáum við fyrir okkur að fólk muni fá sér sinn eigin búnað þegar það hefur kynnst þessu vel. Markmiðið er að flestir ef ekki all- ir fötlunarhópar geti kynnst þess- um möguleika til útiveru og betra lífs,“ sagði Svanur Ingvarsson. Þorlákshöfn hefði upp á að bjóða. Verði þetta að veruleika, kallar það á aukna flutninga um höfnina. Árið 1990 tók Ölfushreppur við rekstri hafnarinnar. Það ár fóra tæplega 60.000 tonn af fiski og vöram um höfnina en á síðasta ári vora tonnin 180.000. Þrátt fyrir töluverðar hafn- arbætur á undanförnum áram er höfnin of lítil til að anna væntanlegri aukningu. Siglingamálastofnun vinnur nú að framhönnun á stækkun hafnarinnar sem miðast við að hún geti þjónað 55-60.000 tonna skipum. Höfnin yrði þá meðal stærstu og öflugustu hafna landsins. Gróf kostnaðaráætlun ligg- ur fyrir og hljóðar hún upp á 3,5-4,0 milljarða ki'óna." Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Systir Elise við St. Frans- iskusspítalann í Stykkis- hólmi hefur starfað í klaustri í 50 ár og þar af verið í Stykkishólmi í 33 ár þar sem henni líður vel. Systir Elise búin að starfa í klaustri í 50 ár Stykkishólmi - Systir Elise Watté við St. Fransiskusspít- alann í Stykkishólmi fagnaði á sunnudaginn 50 ára klaustur- afmæli sínu. I tilefni af þess- um tímamótum í lífi systur El- ise var haldin hátíðarmessa í kapellu systranna í Stykkis- hólmi. J. Gysen biskup kaþ- ólsku kirkjunnar á Islandi kom til systranna og messaði. Bæjarbúar voru boðnir til messu til að samfagna. Systii' Elise er fædd í Belgíu og ólst þar upp. Hún er elst 6 systkina. Hún segir klaustur- starf sitt vera köllun frá Guði. Þegar hún fermdist 12 ára gömul hafi vaknað löngun til að þjóna Guði. Það var svo þegar hún var 24 ára gömul að hún gekk í St. Fransiskusregl- una í Belgíu. Hún klæddist klausturbúningi fyst þann 19. mars 1950 og vann þá klaust- urheit sitt. Príorían hennar í Belgíu bað hana að fara til ís- lands og varð hún við þeirri bón og kom til Stykkishólms 11. febrúar 1967 og hefur verið hér síðan. Hún hefur starfað alla tíð við þvottahúsið og eru mörg stykkin sem hafa farið í gegnum hennar hendur í þessi 33 ár. Það var mikið að gera í þvottahúsinu fyrstu árin. Systurnar höfðu barnaheimili á sumrin og því fylgdi mikill þvottur. I frístundum sínum vinnur systir Elise við hann- yrðir, einkum saumar hún og prjónar. Henni líður vel í Stykkishólmi, samfélagið er eins og ein stór fjölskylda þar sem tekið er tillit til hvers ein- staklings og það kann hún vel að meta. Fjármálaráðherra við opnun nýrrar tollvörugeymslu í Þorlákshöfn Þorlákshöfn verði gerð að aðaltollhöfn Dagbjartur Sveinsson bæjarstjórnarmaður, Skúli B. Árnason, tollvörð- ur á Selfossi, Kristján Pálsson þingmaður, Hjörleifui- Brynjólfsson, odd- viti Ölfuss, Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri Ölfuss, Drífa Hjartardóttir þingmaður, Geir H. Haarde fjármálaráðherr a, Ingunn Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar, og Árni Johnsen þingmaður. fWMi Sex smnu ...fljújíu frekar Bókaðu í síma 570 3030 oj 1,60 7000 Fax 570 3001 * websalessairicelamUs * www.flu5felag.is FLUGFELAG ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.