Morgunblaðið - 28.03.2000, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 28.03.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 53 > Óvæntur sigur Hellis í Deildakeppninni SKAK Deildarmeistarar Hellis: Helgi Ólafsson, Björn Þorfinnsson, Davíð Kjartansson, Bram Halldórsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Kristján Eð- varðsson, Helgi Áss Grétarsson og kampakátur liðsstjórinn Hrannar B. Amarsson. Á myndina vantar Jón L. Árnason, Karl Þorsteins, Ingvar Ásmundsson, Jóhannes Gísla Jónsson og Davíð Ólafsson. íslandsfluc sdeildin 1999 -2000 Félag 1 2 3 4 6 6 7 8 Vinn. Stifl Röö Taflfélagið Hellir B 214 4 5 5 4 4 0 24% 7 4. Taflfélag Reyldavikur A 5% y2 VÁ 4 4/2 7 8 4 40% 12 2. Skákfélag Hafnarfiarðar A 4 I4% V/2 5/2 4/2 314 24 7 5. Taflfélag Garðabæjar A 3 4 314 2'A 4'/2 4/2 0 22 5 6. Skákfélag Akureyrar A 3 314 614 5/2 6/2 5/2 21A 33 8 3. Tafldeild Bolungarvíkur 4 1 2/2 314 1'Á 1'A 2/2 16% 1 8. Taflfélag Reykjavíkur B 4 0 3% 3/2 2'A ^54 1'A 21% 3 7. Taflfélagið Hellir A 8 4 414 8 5'A 514 6'A 1 42 13 1. Deildakeppni S. [. 1999-2000. Önnurdeild Félag 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Stig Röö Taflfélag Kópavogs A 3 3 314 414 5 2'A 4’/2 26 10 1. Skákfélag Akureyrar B 3 3 3 3 314 3'A 314 22% 10 3. Skákfélag Selfoss og nágr. 3 3 1 3/2 2/2 214 0 16% 4 8. Taflfélag Reykjavíkur C 2Vi 3 5 11/2 31/2 14 3 19 6 6. Taflfélag Reykjavíkur D VÁ 3 2/2 41/2 3 2 VA 18 4 7. Skákfélag Reykjanesb. A 1 2 % 3/2 2’/2 3 5 3 20% 6 6. Taflfélag Akraness A 3/2 214 3/2 5'/2 4 1 5 25 10 2. Taflfélagið Hellir C IV2 2Vi 6 3 414 3 1 i 21'h 6 4. Deíldakeppni S.í. 1999-2000. Þriðja deild Félag 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Stig Röð Skákfélag Akureyrar C 3 V2 1 214 41A 1 31/2 16 5 7. Skáksamband Austurlands - I '/2 2 2 5 4 3 19% 6 5. Skákfélag Grand-Rokk A 5/2 5/2 5 5 6 5/2 6 38% 14 1. Skákfélag Seltjarnarness 5 4 1 4 2 5 2/2 3/2 23 8 2. Taflfélag Reykjavlkur G 314 4 1 ,4 3 3 22% 10 3. Taflfélagiö Hellir D VA 1 0 1 2 1 'A 7 0 8. Taflfélag Vestmannaeyja 5 2 /2 3/2 3 5 3'A 22% 9 4. U.M.S. Eyfirðinga A 2'A 3 0 2/2 3 5'A 214 | 19 4 6. Félagsheímilí TK DEILDAKEPPNI SKÁKSAMBANDS ÍSLANDS 24.-25 mars 2000 LOKAUMFE RÐIRNAR í ís- landsflugsdeildinni urðu meira spennandi en nokkum hafði órað fyrir. Eins og undanfarin ár voru það Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir sem börðust um meistaratitil- inn. Hellir sigraði með yfirburðum í Sfyrra, en að þessu sinni virtist TR standa með pálmann í höndunum eftir fyrri hluta keppninnar, sem fram fór sl. haust. Þá voru tefldar fjórar umferðir, en nú í seinni hlut- anum voru þrjár síðustu umferðirn- ar tefldar. TR hafði tveggja vinninga forystu eftir fyrri hlutann. TR og Hellir tefldu saman í þriðju umferð og skildu jöfn, fengu bæði fjóra vinn- inga. Almennt var talið að það væri nánast formsatriði fyrir TR að landa jtitlinum. Hellismenn virtust sjálfir vera búnir að sætta sig við þessa nið- urstöðu, og stilltu nú upp veikara liði en í fyrri hlutanum, en tvo titilhafa félagsins vantaði í sejnni hluta keppninnar, þá Jón L. Arnason og Karl Þorsteins. I fimmtu umferð mætti TR liði Garðbæinga og Hellir mætti Hafn- firðingum. I báðum viðureignum var búist við öruggum sigri Reykjavík- urrisanna, en það fór á annan veg. 31 Garðbæingar, sem höfðu styrkt lið sitt með áströlsku hjónunum Ian og Cathy Rogers, héldu jöfnu gegn TR. Hafnfirðingar, sem TR hafði sigrað V/2-V2 fyrr í keppninni, stóðu nú í Hellismönnum, en urðu þó að lokum að játa sig sigraða með minnsta mun, 4V2SV2. Við þessi úrslit breyttist vígstaðan örlítið, Hellir saxaði hálfan vinning af forskoti TR-inga, sem höfðu nú IV2 vinning í forskot fyrir tvær síðustu umferðimar. Ií sjöttu og næstsíðustu umferð mætti TR Akureyri og Hellir glímdi við b-sveit TR. Jóhann Hjartarson var í fararbroddi sterkrar sveitar Akureyringa. Þegar ein skák var eft- ir var staðan 41/2-2‘/2 TR í vil, en þeir Áskell Örn Kárason (SA) og Jón Viktor Gunnarsson (TR) sátu enn að tafli yfir athyglisverðu endatafli þar sem Áskell stóð betur. Á sama tíma var einnig ein skák eftir í viðureign Hellis og TR-b og þar var staðan 16-1, Helli í vil. í síðustu skákinni átt- ust við þeir Kristján Eðvarðsson (Hellir) og Ingvar Þór Jóhannesson (TR). Upp var komið endatafl þar sem Kristján virtist standa örlítið betur. Þegar hér var komið sögu voru liðin því jöfn að vinningum og síðustu tvær skákirnar mundu ráða úrslitum um það hvort félagið hefði forystu í keppninni fyrir síðustu um- ferðina. Skák þeirra Kristjáns og Ingvars lauk með jafntefli og þar Imeð hafði Hellir náð hálfs vinnings forystu. Augu allra beindust því að skák þeirra Áskels og Jóns Viktors. Tækist Jóni að halda taflinu mundi TR jafna metin og ætti þá einungis eftir að tefla við neðsta Uðið í deild- inni, Bolvíkinga. Eftir mikla spennu og tímahrak tókst Áskeli hins vegar að nýta sér yfirburðina til vinnings á lokasekúndunum og sú óvænta staða var komin upp að Hellir hafði náð forystu í íslandsflugsdeildinni fyrir Ilokaumferðina. í sjöundu og síðustu umferð tefldi TR gegn Tafldeild Bolungarvíkur, en Hellir gegn Taflfélagi Garðabæj- ar. Nú var ljóst að barist yrði til síð- asta blóðdropa og engin grið gefin, því meistaratitillinn var í húfi. I við- ureign Hellis og Garðbæinga gaf Hannes Hlífar tóninn fyrir það sem koma skyldi. Hann tefldi æsispenn- andi skák við ástralska stórmeistar- ann Ian Rogers (2.574). Gífurlega flókin staða kom upp í þessari fórn- ■ arskák, sem líklega verður að teljast athyglisverðasta skák seinni hluta i keppninnar. Hannesi tókst að verj- ast ágangi Ástralans og sigraði. Þeg- ar leið á kvöldið og úrslit urðu Ijós á öðrum borðum var greinilegt að það stefndi í stórsigur Hellis. Svipað var upp á teningnum hjá TR og þeir gjörsigruðu Bolvíkinga með 7-1. Það dugði þó ekki til því Hellir vann Garðabæ 8-0 og tryggði sér þar með fyrsta sæti í þessari spennandi keppni. Þetta er annað skiptið, og reyndar annað árið í röð, sem Taflfélagið Hellir hampar meistaratitlinum, sem Taflfélag Reykjavíkur var nánast áskrifandi að fyrstu 24 skiptin sem keppnin fór fram. Það segir sína sögu um yfirburði TR, að nú er Hell- ir það félag sem hefur næstoftast sigrað í Deildakeppninni! Sigursveit Hellis skipuðu: Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Karl Þorsteins, Ingvar Ásmundsson, Björn Þor- finnsson, Davíð Kjartansson, Bragi Halldórsson, Jóhannes Gísli Jóns- son, Kristján Eðvarsson og Davíð Ólafsson. Liðsstjóri var Hrannar B. Amarsson. Skákfélag Akureyrar lenti í þriðja sæti í deildinni, sem félagið verð- skuldaði fyllilega. Bolvíkingar verða að bíta í það súra epli að falla úr ís- landsflugsdeildinni og keppa í 2. deild á næsta tímabili. Þótt allra augu hafi beinst að ís- landsflugsdeildinni, þá var ekki síður hart barist í neðri deildunum. í ann- arri deild fór fram mjög spennandi keppni milli Taflfélags Kópavogs og Taflfélags Akraness um efsta sætið. Kópavogsbúar höfðu betur á enda- sprettinum og urðu vinningi á undan Ákurnesingum. Taflfélag Kópavogs flyst því upp í íslandsflugsdeildina. Skákfélag Grandrokk vann yfir- burðasigur í þriðju deild, fékk 38!4 vinning af 42, og færist því upp í aðra deild í haust. Félagið hóf þátttöku í Deildakeppninni í fyrra og er á hrað- ferð upp deildirnar með sterkt lið. B- lið félagsins fylgir fast á hæla A-liðs- ins, en það sigraði í fjórðu deild. Skákstjórn önnuðust þeir Ólafur Ásgrímsson, Þráinn Guðmundsson, Jón Rögnvaldsson, Guðmundur Sverrir Jónsson, Þorftnnur Bjöms- son og Birgir Sigurðsson. Teflt var í félagsheimili TR. Jón Viktor Hraðskákmeistari Hraðskákmót íslands fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur 26. mars. Tefldar vom 2x9 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Urslit urðu sem hér segir: 1. Jón Viktor Gunnarsson 15V4 v. 2. Helgi Áss Grétarsson UV2 v.3.- 4. Róbert Harðar- son, Amar E. Gunnarsson 12 v. 5.-7. Gylfi Þórhallsson, Sigurður Daði Sigfusson, Sig- urjón Sigurbjömsson 11 v. 8.-9. Stefán Kristjánson,Ögmundur Kristinsson 10*/z v. 10.-12. Davíð Kjartansson, Þorsteinn Dav- íðsson, Ámi Ármann Ámason 10 v. Þátttakendur voru 34. Skákstjóri var Rík- harður Sveinsson. Ókeypis fyrirlestur Ians Rogers Ástralski stórmeistarinn Ian Rogers heldur fyrirlestur í boði Taflfélags Garða- bæjar miðvikudaginn 29. mars kl. 20:30. Fyrirlesturinn verður haldinn í Garðaskóla. Taflfélag Garðabæjar býður alla skákmenn á aldrinum 16-20 ára velkomna á fyrirlestur- inn. Shirov heldur forystunni á Amber-mótinu Shirov heldur enn forystunni á Amber- skákmótinu eftir sigur á Gelfand l'/t-'A í níundu umferð: 1. Shirov 13V4 v. 2.-3. Kramnik, Topalov IH/2 v. 4. Anand 11 v. 5. Ivanchuk 10V4 v. 6.-7. Gelfand, Karpov 9 v. Daði Örn Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.