Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 4
April Heinrichs vissi nær því ekkert um íslenska landsliðið Renndi blint í sjoinn „ÉG er ánægð með útkomuna í þessum leik, úrslitin skipta okkur ekki meginmáli heldur að leikmenn nái að framkvæma þau at- riðið sem við höfum verið að æfa. Það tókst að þessu sinni og því get ég ekki verið annað en nokkuð sátt,“ sagði April Heinrichs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, um fyrri landsleikinn við ísland á miðvikudag. Ljósmynd/THE CHARLOTTE OBSERVER Bandaríska stúlkan Nandi Pryce stekkur vel yfir Rakel Ögmundsdóttur og skallar knöttinn. Þær bandarísku vel launaðar Auðvitað viljum við vinna alla and- stæðinga okkar, en það sem við ætluðum að gera tókst. Boltinn gekk mög vel hjá okkur, jvar hreyfingin á liðinu Benediktsson var fin og boltinn skrifarfrá gekk upp kantana Chariotte ejns 0g leikmönnum var upp á lagt að gera, ekki sækja upp miðjuna eins liðið gerði áður. Þá var kraftur í leikmönnum mínum og þeir héldu sínu striki frá upphafi til enda.“ Heinrichs sagði lið sitt vera í miðj- um æfingabúðum um þessar mundir en þeim lyki í næstu viku og þá yrði gefið viku frí, en komið saman að nýju eftir það og m.a. leikið í æfingamóti í San Diego þar sem liðið verður í fimm vikna æfingabúðum. I lok maí verður farið í tæplega þriggja vikna æfinga pg keppnisferð til Sydney, þar sem m.a. verða leiknir fimm landsleikir. Síðan héldi áfram stöðug dagskrá allt fram að Olympíuleikum, en þar á bandaríska liðið titil að verja. Heinrichs vildi lítið gefa upp um hvort hún gerði mikiar breytingar á liðinu fyrir síðari leikinn við Island á laugardag. „Ég reikna ekki með mikl- um breytingum á liðinu, en auðvitað verða einhverjar breytingar gerðar. Það er enn langur tími fram að Ól- ympíuleikum og ég vil leyfa sem flest- um leikmönnum að spreyta sig. Við unnum fyrri leikinn og ég trúi því að það verði til þess að auka sjálfstraust leikmanna minna og að þeir sætti sig ekld við neitt annað en sigur á laugar- dag. Það má alls ekki slaka neitt á 'þótt sigurinn í fyrri leiknum hafi ver- ið nokkuð stór. Um leið vonast ég til þess að leikmenn bæti enn við sig og leiki enn betri knattspymu.“ Við hverju bjóst þú af íslenska lið- inu fyrir leikinn ? „Sterkum stúlkum sem væru fuEar af baráttu og góðar í návígjum. Einn- ig að liðið léki 4-5-1, sem það reyndar gerði ekki, það lék 5-3-2, en voru stundum með fimm menn á miðjunni. Þetta er keimlíkt þeirri leikaðferð sem mörg evrópsk hð leika. Það tók okkur um tuttugu mínútur að brjóta (gikaðferð liðsins niður og það var svo sannarlega lærdómsríkt." Attir þú vona á að íslenska liðið væri sterkara en raun bar vitni um ? „Fyrirfram vissi ég ekki mikið um íslenska liðið, hvort það væri sterkara eða veikara en raun varð á. Ég hef aidrei séð það leika áður og hafði nær engar upplýsingar um það. Því renndi ég nokkuð blint í sjóinn. N okkrir liðsmanna minna sem mættu Islandi í tveimur leikjum fyrir tveim- ur árum sögðu mér að þá hefði ís- lenska liðið leikið mjög aftarlega á vellinum og barist hart og af ákveðni. Þá leiki sá ég ekki og heldur ekki að- stoðarmenn mínir. Því lögðum við upp með það sama og í aðra leiki, þ.e. að leika eins og lagt er upp með og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði April Heinrichs, landsliðsþjálfari Banda- ríkjanna. Ráðningin kom á óvarf Heinrichs tók við liðinu í janúar en fyrrverandi þjálfari þess, Tony DiCicco, sagði starfi sínu lausu. Hann hafði verið með liðið um nokkurra ára skeið og m.a. stýrt því til sigurs á Ólympíuleikunum 1996 í Atlanta og á HM í fyrrasumar í Bandaríkjunum. Ráðning Heinrichs kom nokkuð á óvart þar sem hún hafði aðeins þjálf- að unglingalið áður auk þess að vera til þess að gera nokkuð ný í stétta þjálfara vestanhafs. Hún gjörþekkii' hins vegar bandaríska kvennaknatt- spymu og ráðningu hennar hefur verið vel tekið af leikmönnum lands- liðsins. Heinrichs var m.a. fyrirliði sigurliðs Bandaríkjanna á HM1991. Heinrichs segir að verkefni sitt sé að koma liðinu á rétt ról á nýjan leik eftir alla þá athygli sem það fékk við sigurinn á HM í fyrra. Stærsta verk- efni ársins sé hins vegar titilvörnin á Ólympíuleikunum í Sydney í haust. Þar megi ekkert bregðast og í þeim tilgangi hafi hún valið þrjátíu manna hóp til æfinga og leikja. Uppistaðan í þeim hópi er sigurliðið frá HM í fyrra auk þess sem hún kallaði til æfinga einnig nokkrar efnilegar stúlkur til þess að tryggja eðilega endumýjun liðsins þegar fram líða stundir. Þjálfarastíll Heinrichs þykir mun persónulegri en forvera hennar. Heinrichs hefur þrjá aðstoðarþjálf- ara að markmannsþjálfara meðtöld- um. Allir hafa þjálfaranir skýrt verksvið en Heinrichs fylgist afar vel með þjálfun hvers leikmanns. Segja leikmenn liðsins að Heinrichs leið- beini hverjum leikmanni fyrir sig og komi skOaboðum afar skýrt til hvers og eins, ólíkt forveranum sem notaði oftast undirtyllur sínar til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis. Leikmenn bandaríska kvenna- landsliðsins í knattspymu em ágætlega launaðar, a.m.k. miðað við stöllur þeirra víðsvegar í heiminum. Nýlega fengu þær nokkrar hækkun eftir að flestar af eldri og leikreynd- ari höfðu farið í verkfall í byrjun árs og neituðu að æfa og keppa nema komið yrði til móts við kröfur þeirra um hærri laun, en þau höfðu verið óbreytt frá 1996. Fastalaun leikmanns liðsins vom um 220.00 krónur á mánuði auk þess að aukalega vom greiddar um 18.000 krónur fyrir hvern sigur. Þetta var nokkuð sem heimsmeist- aranir gátu ekki sætt sig við, ekki síst þar sem leikmenn karlaliðsins fengu meira fyrir sinn snúð þá mán- uði sem þeir eru saman. Það sem meira var, karlaliðið stóð konunum langt að baki í alþjóðlegri viðmiðun. Karlarnir hafa t.d. ekki komist ná- lægt því að verða heimsmeistarar. Eftir nokkurt stapp þar sem bestu leikmenn kvennaliðsins, s.s. Mia Hamm, neituðu að æfa og leika tók- ust samningar sem stúlkurnar sætta sig vel við. Hver leikmaður fær fasta greiðslu á mánuði frá jan- úar á þessu ári og til loks september og sú upphæð er 350.000 krónur. Leiki landsliðið hins vegar fleiri en þrjá leiki á mánuði fellur fasta- greiðslan niður og í staðinn kemur greiðsla upp á 140.000 krónur fyrir hvern leik. Þetta kemur vel út þegar leiknir eru margir leikir í mánuði, t.d. í júní þegar það spilar fimm leiki. Þar með er ekki öll sagan sögð því fyrir hvern sigur eru aukalega greiddar frá 70.000 til 140.000 til hvers leikmanns eftir leikreynslu og fyrir jafntefli fá leikmenn 35.000 til 70.000, allt eftir reynslu. Þá eru Ólympíuleikarnir eftir og Banda- ríkjamenn leggja gríðarlega áherslu á að verja titilinn sem þeir unnu á Ólympíuleikunum í Atlanta fyrir fjórum árum. Til þess að brýna leik- menn hefur þeim verið heitið að þeir muni skipta jafnt á milli sín 7 millj- ónum króna komist þeir í undanúr- slit. Potturinn hækkar síðan í 10,5 milljónir vinni liðið bronsverðlaun, í 21 milljón króna komi silfrið í þess hlut en takist að verja titilinn munu leikmenn skipta á milli sín tæplega 50 milljónum króna. Það eru um 2,5 milljónir á mann en reiknað er með að 20 leikmenn af 30 manna hópi, sem nú æfir saman, taki þátt í Ólympíuleikunum í Sydney í sept- ember. ■ GUÐJÓN Þórðarson tilkynnti í gær að hann ætlaði að taka áhættu á lokakafla 2. deildarinnar og fjölga í sóknarlínu Stoke. Hann ætlar að tefla Arnari Gunnlaugssyni sem þriðja sóknarmanni, fyrir aftan hina tvo, þegar Stoke fær Brentford í heimsókn á morgun. Brynjar Björn Gunnarsson fer hins vegar af miðj- unni og í vörnina. ■ GUÐJÓN sagði við The Sentinel að Stoke myndi einnig leika djarft á útivöllum til vorsins. „Við verðum að vinna leikina, öðruvísi ógnum við ekki liðunum fyrir ofan okkur,“ sagði Guðjón. ■ HEIÐAR Helgrison hefur jafnað sig eftir tognun í nára og leikur nær örugglega með Watford gegn Derby í ensku úi-valsdeUdinni í knattspymu á morgun. Heiðar missti af leik Watford við Everton um síðustu helgi. Leikurinn við Derby á morgun er síðasta hálmstrá Watford um að eiga möguleika á að forðastfall. ■ HERMANN Hreiðarsson er einn- ig tilbúinn í slaginn á ný eftir nokk- urra vikna fjarveru vegna aðgerðar á hné. Hann verður að öUu óbreyttu í vöm Wimbledon gegn Sunderland og líkur em á að Ben Thatcher verið við hlið hans, en óttast hafði verið að Thatcher léki ekki meira á tímabU- inu. ■ GUÐNI Bergsson féll á meiðsla- prófi á síðustu stundu fyrir leik Bolton gegn Manchester City í ensku 1. deUdinni í fyrrakvöld. Eið- ur Smári Guðjohnsen lék hins vegar allanleikinn. mPÁR Zetterberg, sænsld knatt- spymumaðurinn hjá Anderlecht í Belgíu, var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús í vikunni. Zatterberg, sem er sykursjúkur, var akandi á heimleið þegar hann fékk skyndi- legt kast. Honum tókst að stöðva bUinn og stíga út en hneig niður í vegarkantinum. Vegfarandi náði að hringja strax á sjúkrabfl. Zatter- berg var fljótur að jafna sig og leik- ur með Anderlecht gegn Westerlo um helgina. ■ FALUR Harðarson og félagar í finnska Uðinu Honka unnu Huima 106:83 í þriðja leik Uðanna i fyrra- kvöld. Staðan er nú 2:1 fyrir Honka en það Uð sem fyrr sigrar í þremur leikjum kemst áfram í úrslitakeppn- inni. Falur lék í 15 mínútur og gerði 7 stig. mRONNIE O’Sullivan, snókerspU- ari frá Englandi, átti góðan dag á skoska meistaramótinu á miðviku- daginn. Hann hreinsaði borðið í einu stuði og fékk fyrir vikið tæplega 600.000 krónur auk Vauxhall bfls að verðmæti rúmlega tveggja milljóna króna. Hann fékk annan slíkan skömmu fyrir áramót þegar hann gerði 147 í einu stuði á móti í Prest- on. Kappinn var 6,40 mínútur að hreinsa borðið. ■ ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Lothar Matthaus hefur hug á að byggja fimm stjömu gæðahótel í Bæjara- skógi, við Deggendorf á Dónár- bökkum. HóteUð á að vera með 25 gæðaherbergjum og 150 rúmum í eins- og tveggja manna herbergjum. ■ STUÐNINGSMENN Aston Villa eru ekki ánægðir með að þeir fái ekki nema 25.500 miða á bikarúr- slitaleikinn á Wembley 20. maí. Þeir fengu 36 þús. miða á undanúrslita- leikinnvið Bolton. ■ ÞAÐ er ekki lengur hægt að fá miða á leiki Englands, Hollands, Frakklands, Þýskalands og Noregs á EM í Belgíu og Hollandi í sumai' - uppselt er á leiki þessara þjóða. ■ ELBER, miðherji Bæjara, sem var rekinn af leikveUi í leik gegn Wolfsburg um sl. helgi, mun aðeins missa úr einn leik í meistarabarátt- unni - fékk eins leiks bann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.