Morgunblaðið - 16.04.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 16.04.2000, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Með lík bak við hurð Stefán Jörgen kemst varla fyrir í herberg- inu sínu fyrir kynjaverum ýmsum, hræri- vélum, höndum og hausum. Hildur Lofts- dóttir reyndi að troða sér þangað inn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefán Jörgen er að vinna að því að elda vin um nokkra áratugi, Geimvera úr Oiko logos. EG ER ekki sammála Óskarsverðlaununum hvað förðunina varðar. Mér finnst Rick Baker eiga þau skilið fyrir myndina Life með Eddie Murphy og Martin Lawrence," segir Stefán jjjörgen Agústsson 23ja ára áhuga- maður um þessi mál. „A ensku heitir þetta „special ma- ke-up effects“, en íslenska þýðingin á því er misjöfn. Mér finnst fiottast að segja tæknibrelluförðun, af því að það er verið að blanda saman brellum og förðun." Og Stefán Jörgen veit um hvað hann er að tala því hann hefur sjálf- ur verið að farða leikara, búa til grímur og brúður, og er auk þess að kenna grundvallaratriði í gn'mugerð í Förðunarskóla Islands. „Eg er að l^enna þeim að smíða aukastykki í andlit, mótleira, teikna og allt sem þessu fylgir." Stefán Jörgen hefur þegar fengið nokkur stór verkefni ásamt aðstoð- armanni sínum Sigurjóni Garðars- syni við Myrkrahöfðingja Hrafns Gunnlaugssonar, Oiko logos stutt- mynd Rúnars Rúnarssonar og Gríms Hákonarsonar og Latabæ „og svo nokkur minni verkefni. Ég bjó til gervisár fyrir myndina Popp í Reykjavík og var aðstoðarmaður í Stikkfrí, þar sem ég hjálpaði til við að gera litlu stelpuna sjálflýsandi,“ segir Stefán Jörgen. Herbergið hans Stefán Jörgens er vægast sagt ótrúlegt einsog hálfóhuggulegur ævintýraheimur; fullur af skrímsl- um, blóðugum hausum og það liggur meira að segja lík við hurðina! Blaðamaður er þó hræddari við risastóra dalmatíuhundinn sem vill endilega koma með inn í herbergið, en má það sem betur fer ekki. „Ég hef alltaf haft áhuga á þessu,“ rifjar Stefán Jörgen upp. „Ég man að við afi vorum að líma saman beinagrind með sílíkoni og þá fannst mér þetta mjúka efni svo skemmtilegt en þá var ég alltaf að leira og föndra. Þegar ég var tíu ára þráði ég af öllu hjarta að eignast grímur einsog þær í kvikmyndun- um; Svarthöfða og fleiri, og reyndi að búa þær til, án þess að kunna neitt, og með þrjóskunni varð ég laginn. Þegar ég er 15 eða 16 ára fékk ég fyrstu bókina um brellugerð, en þar sem ég kunni ekki að lesa ensku skoðaði ég bara myndinar og rýndi í hvaða verkfæri voru notuð og hvaða aðferðum var beitt, og þannig hef ég lært tæknibrelluförðun sem er aðal- áhugamálið mitt í dag og mig langar til að vinna við í framtíðinni.“ - Er þetta ekki frekar þrá- hyggja? „Jú, ég er alltaf að eins og sést á herberginu mínu. Það eru ekki margir sem myndu nenna að sofa í fullu herbergi af drasli og kynjaver- um, mótum, hausum og höndum. Ef ég er ekki að gera eitthvað, er ég að hugsa um það og pæla hvernig ég geti gert þetta og hitt betur, reyna að finna einhverjar nýjar aðferðir. Ég ætlaði alltaf að verða upp- finningamaður þegar ég var lítill og þetta er mjög svipað því.“ Geimverur og dúkkur í þrívídd Innan um afskorna hausa og hendur leynast áhöld meistarans eins og hrærivél, örbylgjuofn og Skemmtun • menning • útivist • matur • hvíld 'V Frábær páskastemmng á Hótel Örk dagana 19.-25. apríl CJ-iJ Njótið páskanna á ógleymanlegan hátt í fögru umhverfi. Dagarnir líða við endur- nærandi útivist; hestaferðir, vélsleðaferðir eða gönguferðir. Á hótelinu er falleg sundlaug og heitir pottar þar sem hægt er *' að slaka vel á. Til að kitla bragðlaukana verður haldin kynning á vínum og mat. Frábær skemmtiatriði verða síðan öll kvöldin: Bergþór Pálsson, Margrét Eir, Helgi Björns og Jóhann Örn dansari. Furstarnir spila fyrir dansi en þar eru innanborðs þeir Geir Ólafsson, Karl Möller og Guðmundur Steingrímsson. Bókanir og nánari upp- lýsingar í síma 483 4700. mciL HÖHL Hótel örk Hveragerði Sími 483 4700 ínjurJj/jnlir n r í yerdsj/jjr pbiinur /jJuíuíjj I Jí/j<j}y IG VBrbur £i //joryu/j, /5 oy //jiíiyjJujdcJtj í Á'jziíiniir-aíi 3. lULTRY MOMENTS isamt nýjum litum KYNNIN( "ðosturstræú 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.