Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 29 ERLENT Palestínumenn neita aðild að Lockerbie-tilræðinu Damaskus, Camp Zeist. AFP. HÓPAR róttækra Palestínumanna neita allri aðild að Lockerbie-tilræð- inu en verjendur sakbominga í mál- inu lýstu því yfir við upphaf réttar- halda á miðvikudag, að samtökin PFLP-GC og PPSF væru ábyrg fyr- ir því að Boeing 747 vél Pan Am flug- félagsins fórst yfir Lockerbie í Skot- landi fyrir ellefu árum. „Við höfum sagt áður og endur- tökum nú að við tengjumst árásinni ekki á neinn hátt. Við krefjumst þess að þeir leggi fram einhverjar sann- anir af því að við vitum að þær eru engar,“ sagði Talaj Naji, aðstoðar- framkvæmdastjóri PFLP-GC, sem aðsetur hafa í Damaskus og bætti við að rannsóknin ætti frekar að beinast að Mossad, leyniþjónustu ísraela. Samtökin hafa áður verið sökuð um aðild að Lockerbie-málinu en Naji hélt fast við að samtökin hefðu frá stofnun einungis látið til sín taka innan Palestínu. Sökinni komið á aðra Samir Gosheh framkvæmdastjóri PPSF, sem eru í bænum Ramallah á Vesturbakkanum, var sama sinnis. Hann sagði lítið réttlæti felast í því að kasta sökinni á aðra en verjendur höfðu nafngreint Mohamed Abu Tal- eb, fyrrum meðlim PPSF, sem setið hefur í fangelsi í Svíþjóð sl. 10 ár, sem þátttakanda að sprengjutilræð- inu. AIls fórust 270 er vélinni var grandað yfir Lockerbie í desember 1988 og hófust réttarhöld vegna málsins í Camp Zeist í Hollandi sl. miðvikudag. Sakborningamir og Lýbíumennimir Abdel-Basset Ali al- Megrahi og Al-Amin Khalifa Fahima neita báðir allri aðild. Vill auka herútgjöld í Þýskalandi RUDOLF Scharping, varnar- málaráðherra Þýskalands, sagði í fyrradag, að yrðu her- útgjöld ekki aukin væri hætta á, að þýski herinn yrði enn meiri eftirbátur herjanna í bandalagsríkjunum en hann er nú. Kom þetta fram á ráð- stefnu með foringjum í hern- um og fulltrúum meira en 600 fyrirtækja. Sagði Scharping, að vegna lítilla herútgjalda í langan tíma skorti herinn alls konar búnað, t.d. nýjustu her- gögnin. Vegna þess gæti hann í raun ekki uppfyllt skyldur sín- ar í NATO og væri heldur ekki búinn undir það í væntanleg- um Evrópuher. Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, hét í sinni ræðu fullum stuðningi við endurnýjun inn- an hersins enda væri það í samræmi við þýska öryggis- hagsmuni og utanríkisstefnu landsins. Pútín undirritar START II VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, undirritaði í fyrra- dag START Il-afvopnunar- samninginn en hann er um fækkun bandarískra og rúss- neskra kjarnavopna. Er stefnt að því, að kjarnaoddarnir verði ekki fleiri en 3.000 til 3.500 í hvora ríki. Pútin varar hins vegar Bandaríkjastjórn við og segist munu rifta öllum af- vopnunarsamningum komi hún á laggirnar sérstöku varnar- kerfi gegn kjarnavopnum. Seg- ir hann, að það fari í bága við samninginn frá 1972 um lang- drægar eldflaugar og geti leitt til nýs vígbúnaðarkapphlaups. Minnkandi frjósemi KOMIÐ hefur í ljós við rann- sókn á vegum Alþjóðanáttúra- verndarsjóðsins, að sæðis- frumutala nýliða í danska hemum er óvenju lág og þar með frjósemi þeirra. Er ástæð- an sögð vera efnamengun af mannavöldum. Er einkum um að ræða efni, sem hafa áhrif á hormónastarfsemi líkamans, en þau er meðal annars að finna í plastflöskum og leik- föngum, ýmsum ílátum undir matvæli, hreinsiefnum og skordýraeitri. Vegna þessa hefur Evrópusambandið verið hvatt til að banna notkun þess- ara efna en þau og áhrif þeirra eru nú í rannsókn jafnt austan- hafs sem vestan. Kasmírbúum sleppt INDVERJAR hafa sleppt fimm aðskilnaðarsinnum frá Kasmír úr fangelsi og hefur það komið af stað orðrómi um, að þeir hyggist taka upp við- ræður við hreyfingar aðskiln- aðarsinna. Einn þessara manna, Yasin Malik, leiðtogi einnar hreyfingarinnar, gerir þó lítið úr hugsanlegum við- ræðum enda hafa Indverjar margsagt, að þær gætu aðeins átt sér stað innan ramma ind- versku stjórnarskrárinnar. Það þýðir í raun, að múslimar í Kasmír muni aldrei geta sagt skilið við Indland. fólginn í framtaki einstaklingsins. Hann birtist ekki síst í því að sýn okkar verður víðari og gleggri ef við njótum sjónarmiða og þekkingar fleiri. Við erum frumkvöðlar að framþróun og mikilvægustu samlegðaráhrifin koma fram í auknum krafti okkar til rannsóknar- og þróunarstarfs. Árangursríkt vísindasamstarf AstraZeneca við íslenskar heilbrigðisstéttir hefur vakið athygli að undanförnu. Ljóst er að þessi þátttaka íslendinga í fjölþjóðlegum rannsóknum skilar íslensku samfélagi ávinningi í formi fjármagns, atvinnu, þekkingar og ekki síst betri heilsu og betra lífi í framtíðinni. AstraZeneca^ annt um líf og líðan Urnboðsaðili: Pharmaco hf. • Hörgatúni 2. 210 Garðabæ • Sími 535 7000 • Fax 565 6485 • Fax pantanamóttöku 565 5628 • pharmaco®pharmaco.is • www.pharmaco.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.