Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 39 -----------------------1 Heimir blés nýju lífí í kirlq'ustarfið, stofnaði æskulýðsfélag, stúlknakór við kirkjuna, stóð fyrir „opnu húsi“ í skólanum, fór með okkur í ferðalög og margt fleira sem of langt er upp að telja í stuttum kveðjuorðum. Eftir að við fluttum burt frá Seyð- isfirði hittumst við sjaldnar en alltaf voru það fagnaðai’fundir. Það var gott að spjalla við hann og aldrei var langt í glettni og hlátur. Alltaf vai’ hægt að rifja upp Guðrúnar ömmu sögur, sem voru ófáar. Ég vil að lokum þakka Heimi frænda mínum allt sem hann gerði fyrir mig. Allt það sem hann gerði fyrir fjölskyldu mína, þessa stórfjöl- skyldu þar sem frændsemin er alltaf í fyriiTÚmi. Ég veit að hann fær góða heim- komu og líður nú vel eftir allt þetta veikindastríð. Ég sendi Dóru, Þórhalli, Amþrúði og fjölskyldum þefrra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bryndís Pálína Hrólfsdóttir. Hann var fagurkeri austan af fjörðum, gáfaður menntamaður sem var margt til lista lagt. Hann var ljóð- rænn orðsins maður með ákeðnar hugmyndii’ um lífið og tilveruna sem aldrei fór með veggjum. Hann elsk- aði allt fagurt; fagi’a siði, framkomu og menntir, fagurt ritmál og tungu, fagra náttúru og fólk með snotra en ögrandi og vitra sál. Hann gekk ekki hvers manns vegu; var í raun Þorgeir á Þingvöllum alla tíð; hafði skoðun á flestu og uppskar eftir því. Drangar á berangri sverfast af gnauði vinda. Hálir eru hvers manns vegir sungum við í Kvennalistanum á sinni tíð. Það var þá! Ljúfsár er sú skylda mín að minn- ast Heimis, tengda- og fjölskylduvin- ar sem er alltof snemmkvaddur úr mannheimum til æðri starfa. Kynni okkar hófust þegar Heimir, ungur og stór í sniðum, með framtíð- ina í fanginu, fastnaði sér Dóru Erlu, glæsilega frænku míns látna ekta- maka, Matthíasar, sem Heimir jarð- söng, af sinni alkunnu fágun, en einn- ig alltof snemma. Fyrir það og ýmsar aðrar stórar stundir í fjölskyldunni er þakkað. Heimir kom eins og hvítui’ storm- sveipur inn í tengdafjölskyldu mína, maður sem talaði tæpitungulaust. Tengdafólkið sýndi hins vegar ekki af sér neina hjái’ænur og lá ekki á skoð- unum sínum; engin lognmolla þar. Pólitíkin var frá svarbláu yffr í fagur- rautt. Fólk gerði sér frekar upp skoð- anir af hreinni óart, sjálfu sér til skemmtunar, en hafa engar. Rökrætt var fullum hálsi - allfr á háa C...inu. Álengdar hefði mátt halda að allir væru komnir í hár saman og allt í leiðindum. Síður en svo. Gaman, gaman, prakkaraskapur réð för og Fossárættin gaf hvurgi eftir fyrir Austfirðingum. Prúða stúlkan vai’ þó alla tíð hún Dóra Erla, eiginkonan; stoðin og styttan hans Heimis, með sín jai’ðtengdu heilræði og ráðdeild. Saman lögðu þau gjörva hönd á margt. Jarðarberin úr garðinum þeirra á Danmerkurárum ólýsanleg, sömu- leiðis heimsóknir á prestsetur fyrir austan tungl og sunnan mána, orð- ræður um menntun og siðfræði ásamt góðum beina í Skálholti og á Þingvöllum. Fagrar myndir í minja- safni okkar sem nutum, sumar einnig þjóðarinnar allrar. Heimir Steinsson og þau hjón bæði voru glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar á Þingvöllum - sannir Þingvallagoðar. Minning um góðan dreng lifir. Megi góðar vættir geyma fjölskyldu Heimis Steinssonar, Dóru Erlu, Arn- þrúði, Þórhall, tengdabörn, barna- börn og aðra vandamenn. Elín G. Ólafsdóttir og Ijölskylda. Vinm’ er fallinn frá. Sr. Heimfr setti mjög svip sinn á allt kfrkjulegt stai’f þar sem hann kom nærri enda ótvíræður kirkjuleg- ur leiðtogi. Um langt árabil áttum við samleið með sr. Heimi í kirkju- fræðslunefnd. Verkefnið var um- fangsmikið og visst brautryðjenda- starf og fundfr okkar margir og langir og oftast nær afar skemmtileg- ir. Nefndarstörfum lauk með stofnun fræðsludeildar kirkjunnai’ en við vin- irnir héldum áfram að hittast okkur til mikillar ánægju og uppbyggingar. Frá þessari samvinnu sem við átt- um standa eftir sterkar myndir af Heimi um margt ólíkar, einkum kannski tvær, myndin af baráttu- manninum og hins vegar manni íhyglinnar. Þessfr tveir þættfr koma glögglega til skila í sálmi sem sr. Heimir þýddi nýlega og nefndi „í návist Guðs“ og verður sunginn við útför hans. Þessi sálmur hefur orðið okkur umhugsun- arefni er við kveðjum hann. Þar ávarpar hann Guð sinn með líkingu úr hernaðarlistinni. Þar segir: Ver þú minn skjöldur og skjómi á braut skjól mitt og vígtum í ævinnar þraut styrkur og göfgi í gleði og sorg græðsla og máttur í himneskri borg. Honum voru töm orð úr heimi hemaðar og baráttu, sum nokkuð forn og framandi. Sjálfur var hann ódeigur til atlögu og gat verið vígreif- ur og þunghöggur en jafnframt var hann viðkvæmur maður, innhverfur og íhugull. Hann brást við bæði hratt og hart ef málstaður eða stofnun sem hann var hollustubundinn átti í hlut, hvort heldur vai’ til sóknar eða varn- ar. Hann var heill í hollustu sinni og trúr embættismaður - af gamla skól- anum. Þrátt fyrir baráttugleðina var hann sáttfús þegar á reyndi. Hann hafði vopnin til baráttunnar, góð tök á tungunni og jós af þekking- ai’brunni, með latneskar tilvitnanir á hraðbergi, tilvísan í skáldskap foman sem nýjan, söguþekking hans var mikil og guðfræðin traust. Stundum vai’ mál hans fomt og nokkuð tilgert. Hann hafði fjölþætta menntun og X’eynslu, menntamaður og skólamað- ur. Allt frá uppvexti á Seyðisfirði til æviloka var hann tengdur skólum og skólastöðum. Nú síðast uppfi’æddi hann nemendur leikmannaskóla kirkjunnar um Passíusálmana og kristna mystík, en hvort tveggja var honum afar hugleikið. Skóli er dregið af grísku oi’ði og merkir næði og tóm. Hinir frjáls- bornu grísku menn fengu leyfi frá hennennsku til að sinna öðmm menntum í næði. Þai’ gafst næði til að leita dýpri lífsfyllingar. Sú var hin myndin af Heimi sem vitnað vai’ til hér að framan. Hann vai’ að vissu leyti einfari og naut þess að vera einn með sjálfum sér og sótti að brannum fornrar menningar sér til uppbyggingar og væðingar í starfi. Hann lét þau orð falla að sér mundi aldrei leiðast af því hann ætti eftir að lesa svo mikið af bókum. Þeirri þekkingu og visku sem hann öðlaðist miðlaði skólamaðurinn samferðamönnum sínum bæði í ræðu og riti. Heimfr fann sinni kristnu íhygli farveg í Ijóðum og sálmum. Auðlegð mér gezt ei né innantómt hrós; arfleifð þín, Guð, sé mitt tærasta ljós. Þú og þú einn, gef mér innheim þinn sjá, alfaðir huldi, mín leyndasta þrá. Heimir þekkti vel veikleika sína og háði oft mikla innri baráttu en átti jafnframt djúpa og margslungna trú sem bar hann að föðurhjarta þess Drottins sem gaf honum lífið og kall- aði hann ungan til fylgdar við sig. Baráttu Heimis vinar okkar er nú lokið. Nú gefst næðið þar sem hann mætir Drottni sínum. Konungur sólna, lát sigurinn þinn sigi'a í elsku hvem veikleika minn. Hjarta þitt, Kristur, við hjarta mér slær, himneska ásjóna, Drottinn minn kær. Með þakklæti felum við bróður okkar Heimi þeim Guði sem hann þráði að eiga návist við með hans eig- in bænarorðum: Herra og Guð, ver þú heilsulind mín; hverfi mér allt nema tilvera þin. Hugsun mín daglangt og draumur um nótt dvelji við auglit þitt kyrrsælt og rótt Bernharður Guðmundsson, Ingólfur Guðmundsson, Þorvaldur Karl Helgason. Séra Heimir Steinsson gleymist þeim ekki, sem kynntust honum og áttu við hann samskipti. Hann lét víða að sér kveða og gegndi mikil- vægum og viðkvæmum störfum bæði á kirkjulegum og veraldlegum vett- vangi af eftirminnilegri reisn. Sr. Heimir sinnti skólahaldi í Skál- holti, prestþjónustu og staðarforystu á Þingvöllum og leiðtogahlutverki innan ríkisútvai’psins. Hann tengdist þannig þremur höfuðbólum í tæpa þrjá áratugi og alls staðar markaði hann spor með þeim hætti, að fáfr geta farið í þau. Mörgum kom á óvart, þegar sr. Heimir vai’ skipaður útvai’psstjóri í október 1991. A vettvangi ríkisút- varpsins stjórnaði sr. Heimir með mjög persónulegum stíl. Hann vai’ öt- ull málsvari stofnunarinnar í ræðu og riti. Leit hann á útvarpið sem þjóð- lega fi’æðslu- og menningarstofnun. Eftir að ég varð menntamálaráð- herra vorið 1995 samhliða því að gegna formennsku í Þingvallanefnd, komst ég fljótt að því í sainræðum okkar sr. Heimis, að hugur hans var ekki síður bundinn Þingvöllum en ríkisútvarpinu. Hann hafði verið Þingvallaprestur og þjóðgarðsvörður í níu ár, þegar hann varð útvarps- stjóri. Skynjaði ég fljótt, að kyrrð og fegurð Þingvalla átti betur við hann en amstrið og hraðinn í ííkisútvarp- inu. Þróuðust mál á þann veg að ósk sr. Heimis, þegar prestlaust varð á Þingvöllum, að hann réðst þangað aftur sem sóknarprestur og staðar- haldari, því að þjóðgarðsvarðarstarf- inu hafði verið ráðstafað með öðram hætti. Samstarf sr. Heimis og Þingvalla- nefndar var með miklum ágætum og var hann vakinn og sofinn yfir vfrð- ingu Þingvalla og sérstaklega áhuga- samur um sögu staðarins og lagði áherslu á, að þar yrði ráðist í fom- leifarannsóknir. Fyrir utan prest- starfið tók hann að sér leiðsögn gesta um þinghelgina og sinnti jafnframt fræði- og ritstörfum í þágu Þingvalla. Lét honum einstaklega vel að taka á móti tignum gestum og leiða þá um hinn sögufræga stað og til kirkju. Persónulegar minningar af sam- skiptum okkar sr. Heimis era margar og góðar. Hann varð eindreginn tals- maður þess, að hugað væri með skynsamlegum hætti að varnai’- og öryggismálum þjóðarinnar og áttum við góða samleið í þeim efnum á tím- um kalda stríðsins og eftir að því lauk. f hugann kemui’ að lokum helgi- stund í Þingvallakirkju á dánardægri foreldra minna og lítils frænda. Sr. Heimir bauð okkur til hennar og flutti mál sitt með þeim hætti, að ekki gleymist. A ég ekki betri ósk til Dóra, bama þeirra hjóna og fjölskyldu en trúarstyrkur sr. Heimis á þeirri stundu vei’ði þeim leiðarljós í sorg þeirra. Blessuð sé minning Heimis Steins- sonar. Bjöm Bjarnason. Kveðja frá Hólum í Hjaltadal Vinur minn, séra Heimir Steins- son, var Ijóssins og andans prestur. Hann var viðkvæmur maður og fljót- huga, því tilfinningar hans vora næmai’. Það vora ógleymanlegar samverastundir, sem við áttum á há- skólaárunum, þegar okkur bárast í hendur ljóðabækur. Við lásum hvor fyrir annan, örir af hrifningu yfir því sem vel var gjört. Meðal annars vora ljóð Hannesar Péturssonar lesin og lærð. Við sáum fyrir okkur myndina, sem skáldið dregur upp af Hallgrími Péturssyni, er hann lýkui’ Passíu- sálmum: Ó loksins; og hann leggur seint til hliðar hinn létta ljöðurstaf og blaðar þögnll í verki sínu, veit að nú er allt sem vildi hann öðrum segja fólgið þar, fullskapað, heilt og hreinna en jarðarvatn. Rís svo á fætur; finnur svíða á ný hinn fúlu kaun sem aldrei batna en dýpka og breiðast út; sem hefði andlit hans og hendumar til yztu fingurgóma ei annað hlutverk átt að rækja á jörð en innibyrgja; geyma þetta verk og mætti nú opnast eins og bresti skum utan að hinum fullþroskaða blóma. Þetta Ijóð kemur upp í hugann nú, vegna þess að mér er minnisstæð hiifni Heimis vinar míns, þegar hann las það. Þau viðbrögð hans lýstu bet- ur en mörg orð lífsviðhorfi skapmik- ils manns, sem háði harða trúarbar- áttu, og náði sáttum við Guð og menn. Þannig kveður Heimfr. Við Matthildur biðjum Guð að gefa Dóra, börnum þeirra, barnabömum og öðram ástvinum styrk á kveðju- stund. Bolli Gústavsson, Hólum. Saumaklúbbssystur kallaði Heim- fr okkur vinkonurnar. Það var aðdá- andahreimur í röddinni. Við vinkon- umar höfðum kynnst í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1958-1959. Heimi fannst mikið til okkar koma og þar kom að hann og makai’ okkar komu nær og deildu með okkur vináttunni. Síðan höfum við auðsýnt hvert öðra systkinaþel án orða. Á hálfu ári hafa þrír úr þessum hópi kvatt og þar áður tvefr. Harmur okkar er sár en við eram þess fullviss að ekkert okkar hverfur hinum því við eram í minningunni ekki bara ung heldur líka þeir fullorðnu vinir sem við urðum. Húsmóðurhlutverkið var að mati Heimis mei’kilegt starf. Hann átti alltaf rós í barmi, eigin- konuna Dóra. Hún var alvöld drottn- ing í þeirra húsi. Þegar við héldum myndakvöld eftir sumarferðir okkai’ stóð Heimir ávallt upp og hélt ógleymanlegar ræður. Orðfærni hans var slík að á stundum fylgdum við ekki eftfr, enda var hann hugsuð- ur. Heimir vandaði alltaf fi-æðslu sína hvort um vai’ að ræða tiginborinn gest eða eina manneskju sem þyrsti í fróðleik. Svipmynd bi-egður íyrir núna þar sem Heimir segir stóram hópi ungra barna „Þið eigið Þing- velli.“ Augu barnanna stækka og þau horfa á þennan merka mann. Síðar stækka þessi börn og koma aftur á Þingvöll og þá ávaxtast orðin hans Heimis. Island vai’ land hans, Þing- vellir helgidómur þjóðarinnai’ og tungan lífæðin. Blessuð sé minning Heimis Steins- sonar. Saumaklúbbssystur og makar. Þegar systir séra Heimis hringdi í mig og tilkynnti mér andlát bróður síns varð mér að orði: Þetta er mér sorgarfregn og þetta er mannskaði. Það era orð að sönnu, því að fallinn er í valinn einn með mætustu samtíðai’- mönnum okkar og einn af merkustu þjónum kii’kjunnar okkar á meðal. Ég sakna og góðs vinar og góðs drengs sem verið hefur vinur minn frá því harm var barn að aldri og sótti í-eglulega og af áhuga sunnudaga- skólann minn á Seyðisfirði. Síðar kenndi ég honum kristin fræði og flefri fög í barna- og ungl- ingaskóla. Þá var hann fermingai’- sonur minn og ég leiddi hann fyrstu sporin í latínu áður en hann hóf menntaskólagöngu sína. Hann lærði að beygja agricola og hina dýrlegu sögn amo og vai’ fljótur að læra beyg- ingar þessar eins og önnur námsefni og ekki hef ég kennt áhugasamari og skarpari nemanda en þessum dreng. Mér er minnisstætt að þegar Heimir gekk til spuminga þá var það ekki að- eins pi’esturinn sem spurði heldur einnig fermingardrengurinn sem hafði einurð og þörf til að spyrja prestinn spurninga um námsefnið því að hann var leitandi ungur maður sem tók fermingarandirbúning og ferminguna alvarlega og vildi vita hvar hann stóð og ganga án efa og hiks upp að altari Drottins. Þannig vai’ séra Heimir alla tíð. Hann vildi í hvei-ju máli vita hvai’ hann stóð. Námsferill hans sýnir það vel. Hann lagði stund á foi’nleifafræði og noxrænu áður en hann lauk þeirri baráttu við sjálfan sig og Guð að nema guðfræði og gerast prestur. Sú ákvörðun hans var mér sérstakt gleðiefni. Mér er það og eftirminnileg ánægja að herra Sigurbjörn biskup fól mér að lýsa vígslu þegai’ séra Heimir var vígður til prestsþjónustu í mínu gamla, góða prestakalli, Seyðis- firði. Við þá athöfn lagði ég út frá orð- unum „Mátturinn fullkomnast í veik- leika“ (2. Kor. 12,9) því að það er aðeins þá er við stöndum nógu van- máttug gagnvart viðfangsefnum okk- ar, takmarki og gildum lífsins að Guð kemst að okkur og fyllir tómleika hugar og handa styrkleika tniar og trausts til athafna í hans nafni. Séra Heimir lét einhvern tíma í Ijós þakkir fyrir þessi orð, því að þannig var viðhorf hans sjálfs og þannig fann hann Guð og starfaði íyr- ir ríki hans, ekki í eigin mætti heldur mætti Guðs. Séra Heimir var djúpgreindur maður og einnig skáld og talaði fag- urt og kjarnmikið mál, enda vel lærð- ur í íslensku og ól í brjósti aðdáun ást á þessu ástkæra, ylhýra máli Jónasar Hallgrímssonar. Athyglisverðar þóttu mér hugleið- ingar hans á gamlárskvöld er hann var útvarpsstjóri og minnti um margt á gamlársræður Andrésar Bjöms- sonai’ fyrirrennara hans, hins frá- bæra ræðumanns. Ræður sem bára vitni fágætum lífsskilningi og mannskilningi veitndum trúaryl og bjartri eilífðarsýn. í slíkum anda talaði séra Heimfr eftirminnilega. Mai’gt gæti ég skrifað um sam- skipti okkar á þeim áram sem hann var rektor lýðskóla kirkjunnar í Skál- holti en ég ritari biskups. Áttum við þá margt saman að sælda og allt gott, en ég læt hér staðar numið. Margir munu sakna séra Heimis og mai’gir minnast hans. Kirkjan á á bak að sjá góðum og traustum þjóni. Mestur hai-mur er kveðinn að fjöl- skyldu hans og frændliði. Kæra frú Dóra, ég votta þér og bömum ykkar dýpstu samúð mína. Systkinum hans, sem einnig era kærir vinfr mínir, votta ég einlæga hluttekning. Blessuð sé minning séra Heimis Steinssonar. Erlendur Sigmundsson. Heimi Steinssyni kynntist ég fyrst í Menntaskólanum á Akureyri, þar sem leiðir lágu saman. Hann var glaðvær og söngelskur sem hann átti kyn til, óvenju víðlesinn, tilfinninga- ríkur og hrifnæmur. Á samkomum á Héraði naut hann sín vel í hópi jafn- aldra þar sem lagið var tekið við gít- arandfrleik. Síðan liðu áratugir. Þá atvikaðist það svo að ég sat í Þingvallanefnd og öðlingurinn Eiríkur J. Eiríksson hætti starfi sem prestur og þjó%= garðsvörður á Þingvöllum árið 1981 sökum aldurs. Verkefnið var auglýst og sammæli varð í Þingvallanefnd að mæla með ráðningu Heimis Steins- sonar. Um leið var sitthvað endur- skipulagt það er að þjóðgarðinum sneri, húsnæði endurbyggt og nefnd- in afsalaði sér aðstöðu sem hún lengi hafði haft í Þingvallabæ. Nýir hús- ráðendur, Heimir og Dóra, fluttu inn 1982 við skaplegri aðstæður en for- verar þeirra og stóðu þar fyrir búi í heilan ái’atug af miklum myndarskap og gestrisni. Þingvallanefnd hafði mikið undir á þessum áram, einkum að því er varð- aði skipulag þjóðgarðsins, bættar að- stæður fyrir almenning og frágang á ýmsum lausum endum. Heimir' reyndist afar starfsamur og dugandi þjóðgarðsvörður, bæði að því er sneri að framkvæmdum og verkstjórn og við móttöku ferðamanna og leiðsögn. Það skiptir alla sem Þingvelli sækja heim miklu að fá þar fræðslu um þennan helgistað okkar Islendinga. Á dögum Heimis og áratugina á undan hafði þjóðgarðsvörður á Þingvöllum fá tæki önnur en sjálfan sig, rödd sína og andagift, til að miðla gestum og gangandi fróðleik. Heimir sparaði ekki röddina og af andagift átti hann nóg fyrir háa sem lága, innlenda og erlenda. Ég hygg margir sem leið- sagnar hans nutu, hvort sem var í blíðviðri á Lögbergi eða í skjóli Þing- vallakirkju er regnið buldi, rifji þæir' stundfr upp þessa dagana. Eftir að langþráð gestastofa rís við Hakið með safni og söguskýringum verður það flestum ráðgáta hvemig hægt var að vera án hennar í 70 ár í þessum þjóðgarði. Verst er að staðarhald- arinn góði skuli allur í þann mund að sá draumur rætist. Heimi hitti ég á Kjarvalsstöðum á liðnum vetri og enn bar Þingvelli á góma. Heimboð var endumýjað og heit- strengingar um að láta nú verða af að líta við. Það er um seinan og enn ei^ um við minnt á dauðans óvissan tímæ' Austfirðingurinn glaðværi er fall- inn fyrr en varði. Eftir lifa með okkur góðar minningar og þakklæti fyrir ágæt störf hans í þágu lands og lýðs. Dóra, börnunum og öllum frænd- garði sendum við Kristín samúðar- kveðjur. Hjörleifur Guttormsson.st^ M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.