Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓNA > ALBERTSDÓTTIR + Guðjóna Alberts- dóttir fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 23. septem- ber 1916. Hún lést föstudaginn 19. maí síðastliðinn, þá til heimilis að Hrafnistu við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jóna Guðna- dóttir, f. 31.10. 1883, 29.12. 1970 frá Skálavík í Norður- Isafjarðarsýslu og Al- bert Finnur Jóhann- esson, f. 13.11. 1884, d. 20.11. 1945, sjómaður á Suðureyri. Guð- jóna var þriðja í röð fimm systk- ina. Elstur var Kristján, f. 1910, d. 1930, þá Guðjóna P., f. 1914, d. 1916 næst henni var Guðjóna, f. 1916, d. 2000, síðan Jóhannes, f. 1918, d.1923 og yngst og eftirlif- andi er Pálmfríður, f. 1920. Árið 1941 giftist Guðjóna eftir- lifandi eiginmanni sinum Jóni Valdimarssyni frá Súgandafírði, hann er sonur Guðrúnar Sveinbj- arnardóttur, f. 1883, d.1952 frá Laugum í Súgandafirði og Valdi- mars Örnólfssonar, f. 1860, d. 1942, frá Isafirði, síðar kaupmað- ur á Suðureyri. Guðjóna ólst upp á Suðureyri og bjó þar og starfaði til ársins 1989 er hún flutti að Hrafnistu í Reykja- vík. Börn Guðjónu og Jóns eru: 1) Jóhann- es Kristján, f. 1940, búsettur í Reykjavík, kona hans er Guðrún M. Hafsteinsdóttir. Börn þeirra eru Bára, Guðjón og Al- bert. 2) Valbjörg, f. 1942, búsett í Bisk- upstungum. Fyrr- verandi maki var Bergþór G. Úlfarsson. Börn þeirra eru Ulfar, Sigríður og Jón Þór. 3) Albert Finnur, f. 1947, búsettur í Brisbane í Ástralíu, hans kona er Julie Wilkins Jónsson. 4) Svein- björn Jónsson, f. 1949 , búsettur í Reykjavík. Kona hans er Elín Bergsdóttir . Þeirra dætur eru Jóna Lára , Berglind og Björg. 5) Sigrún, f. 1952, búsett í Reykjavík. Fyrrverandi maki var Clive B. Halliwell. Þeirra synir eru Jón Er- ic og Ómar Daníel. Barnabarnabörnin cru orðin fimm. Guðjóna verður jarðsett frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. an hátt einstök manneskja, en það sem sérstaklega stendur upp úr minningunni er smitandi glaðværð hennar og söngelska. Lítið þurfti til að hún brygði sér í lag og flest mótlæti í lífinu virtist, a.m.k. að hluta til, eiga sér lækningu í söng. Hún virtist hafa óþrjótandi lífsorku sem hún deildi með fjölskyldu sinni, vinum, og öðru samferðafólki í ýmiss konar félagsstarfi. Heimili þeirra afa og ömmu var annað heimili mitt og þar varði ég flestum sumrum æsku minnar. Það var ævintýralegur tími. Lyktin af salti, þangi og nýtjörguðum bátum sem mætti mér á hverju vori þegar ég kom til Suðureyrar er mér enn í fersku minni, og við tóku sumur full af nýjum uppgötvunum og dorgi á bryggjunum gömlu sem núna eru allar horfnar. Garðurinn þeirra, þar sem ömmu tókst að láta ólíklegustu plöntur þrífast, var líka heimur út af fyrir sig. Heimili þeirra var fastur punktur í annars síbreytlegum og hverfulum heimi og þar gat verið mjög gestkvæmt. Þangað komu vinir og vandamenn í heimsókn alls staðar að af landinu til þess að njóta upplyftandi félags- skapar og heimabakaðs góðmetis. Það er engin leið til þess að gera fulla grein fyrir þakklæti mínu til ömmu fyrir allt sem hún og afi hafa gert fyrir mig á lífsleiðinni, og sam- vistir við þau fyrir vestan, og börn þeirra, hafa haft ómetanleg áhrif á mig. Eg sendi afa mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Úlfar Bergþórsson. GUÐRUN AGUSTINA BERNHARÐSDÓTTIR + Guðrún Ágústína Bernharðsdóttir fæddist á Kirkjubóli í Valþjófsdal 24. októ- ber 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Bolung- arvíkur 14. maí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Kirkjubólskirkju í Valþjófsdal 22. maí. Allt frá þvi að ég sat við rúmstokkinn þinn í síðasta sinn og fól hend- ur mínar í öldnum vinnuhöndum þínum hafa minningar um þig amma mín streymt í gegnum huga minn. Allt frá því ég man eftir mér varstu amma „hinumegin" þ.e. í húsinu við hliðina. Það að fara yfir til ykkar afa var alltaf gaman og því fylgdi alltaf sérstök tilfinning. Við bræðurnir urðum að vera stilltir og prúðir en alltaf var einhvað að gera okkur til dundurs. Þú kenndir okkur hin ýmsu spil, allt frá veiðimanni upp í vist og ekki má gleyma skákinni, fyrstu skrefín í þeim heimi voru stig- in í eldhúsinu heima hjá þér. Seinna þegar ég varð eldri og þið voruð flutt í Bolungarvík dvaldist ég hjá ykkur afa tvo vetur. Eg hugsa um það í dag hve gaman það væri að hverfa ein 10 ár aftur í tímann og sitja við eld- húsborðið og ræða um alla heima og geima, hlusta á vísur sem þú hafðir gripið upp og síðast en ekki síst renna þessu öllu niður með heitum kleinum og ískaldri mjólk. I einum af þessum eldhúsumræðum okk- ar sagðir þú mér frá minningu sem þið afi áttuð saman þegar þið voruð að kynnast. Þú sagðir mér hvernig þið afi hefðuð setið í fjörunni heima og horft á sólsetrið í sinni fegurstu mynd og gengið svo saman heim undir tunglskinsbjörtum himni. Ég veit að afi var hjá þér síðustu dagana og tók á móti þér hinumegin þegar þú kvaddir okkur og ég veit líka hvernig umhorfs er í ykkar paradís á himnum. I kvöldroða kyrrð þið sitjið og kúrist upp við hvort annað. Og rifjið upp stundir, þið vitið um okkur öll og hvort annað. Hvíl þú í friði á himnum amma mín og ber þú kveðju frá okkur til afa. Þinn sonasonur, Björgmundur Öm. Elsku besta Jóna amma. Við viljum minnast þín með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um með þér í húsinu á Aðalgötunni sem var okkar annað heimili. Það var alltaf mikil gleði þegar þú hringdir í okkur og bauðst okk- jjf í kleinubakstur, við hlupum eins hratt og við gátum niður brekkuna eins og við ættum lífið að leysa og ruddumst inn í eldhúsið þar sem þú varst tilbúin með deigið og líka nokkrar skemmtilegar sögur í pokahorninu. Alltaf voru einhver ný lög eða sálmar til að syngja sem við sungum óspart. Það var alveg sama hvort það var sporður af lúðu, þari eða skeljar, úr öllu var hægt að föndra. Að stíga inn i garðinn var eins og að stíga inn í annan heim, lakkrístrén náðu langt til himins, baðkarið í miðjum garðinum og öll fallegu blómin sem þú hugsaðir svo vel um og gerðir stundum töframeðöl úr sem lækn- uðu öll sár. Þetta eru allt minning- ar sem hverfa aldrei og erum við þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Elsku amma, nú kveðjum við þig í síðasta sinn með miklum söknuði, og sendum afa styrk á þessum erfiðu tímum. Þínar Jóna Lára, Berglind og Björg. Guðjóna Albertsdóttir, eða Jón- amma eins og við systkinin kölluð- um hana oftast, lést 19. maí síðast- liðinn, 83 ára að aldri. Mestan hluta ævi sinnar lifði hún með afa okkar, Jóni Valdimarssyni, á Suðureyri við Súgandafjörð. Hún var á marg- + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN KR. SVEINSSON rafvirkjameistari, Grundarlandi 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 26. maí, kl. 13.30. Jórunn G. Kristrún H. Jónsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Jóhannes I. Jónsson, Sveinn E. Jónsson, Soffía V. Jónsdóttir, Jón B. Jónsson, Rósa G. Jónsdóttir, Sigurður P. Jónsson, Árni P. Jónsson, Rósmundsdóttir, Steingrímur Jónasson, Óskar Guðmundsson, Ólöf Stefánsdóttir, Guðlaug Harðardóttir, Hafsteinn Ó. Þorsteinsson, Helgi E. Kolsöe, Annette Nielsen, Ásta Emilsdóttir, Guðbjörg L. Pétursdóttir, María H. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, *. SIGRÍÐAR GUÐMUNDU PÉTURSDÓTTUR, Ásavegi 7, Vestmannaeyjum. Ásta Sigurðardóttir, Hreinn Gunnarsson, Sveinn Sigurðsson, Ásta Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. £__________________________________________________________ + Hrefna Gísla- dóttir Thorodd- sen fæddist á Seyðis- firði 4. júní 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfírði 13. maí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 23. maí. Það er einn af þess- um fallegu maídögum hér í Noregi, þegar sól- in hækkar og geislar hennar streyma í gegn- um sál og líkama. Ég horfi í kringum mig þar sem ég sit niðri í fjöru, spegilsléttur sjór, fjöllin í fjarska, skógurinn sem verður grænni og grænni frá degi til dags. Já, öll náttúran er byrjuð að springa út - brátt er allt í fullum blóma. Hverju er þetta að þakka? Það eru mörg svör, en ég horfi upp til sólar- innar - finn hitann, orkuna, kærleik- ann, allt þetta streymir um mig. Ég hugsa til hennar, um hana og hvern- ig hún hefur áhrif á líf mitt og ann- arra. Þegar hún skín gefur hún mér bjartsýni og gleði, þegar hún hverfur á bak við skýin veit ég að hún er þar og ég veit að hún mun koma í ljós á ný - með nýja útgeislun og meiri orku þannig að lífið geti spírað og blómgast á ný. Þannig var hún nafna mín sem nú er horfin á bak við skýin. Hún var þar og hún er þar. Hún gaf mér bjartsýni, visku og gleði. Það gera og margir en fyrir mér mun Hrefna vera sú persóna sem gaf mér leið- beiningu og ljós þegar líf mitt var sem svart- ast. Hún opnaði dyrnar sínar og heimili þegar hún sá að nafna hennar hafði það ekki gott. Ég var 14 ára og Birgir heitinn nýdáinn, þann- ig að Hrefna hafði það ekki svo létt heldur. Það varð úr að ég bjó hjá nöfnu þennan vet- ur, við deildum rúmi fyrstu vikurnar eftir að ég flutti. Plássið hans Birgis var tómt og henni fannst gott að hafa einhvern til að tala við. Ég minnist margra kvölda þar sem við lágum uppi í rúmi - hún las Hjemm- et og ég átti að lesa dönsku. Lestur- inn fór fyrir ofan garð og neðan því ég fann ráð til að sleppa við lærdóm- inn, það var bara að spyrja hana nöfnu um lífið og tilveruna. Hún kom með svar og ráð og langa fyrirlestra. Við tengdumst sterkum böndum á þessum tíma, hún gaf mér af visku sinni og gleði, hún leiðbeindi mér inn í skóla lífsins og gaf mér mörg ráð sem ég nota enn í dag. Það stærsta sem nafna mín gaf mér var friðsælt heimili, öryggi og ástúð. Ég hef oft hugsað um hvað hefði orðið úr mér, vegalausri sál, ef hún hefði ekki verið sú sem hún var. Ég þori einnig að segja að hún kom oft móður minni, Helgu, í móðurstað og gaf henni góð ráð og öryggi á hennar lífsleið. Móðir mín vitnaði oft í Hrefnu, „hún Hrefna hafði verið í dönsku húsi“ og vissi hvernig átti að framkvæma hlutina og ekki minnst hvernig maður á að hegða sér. Það segir kannski meira en mörg orð að móðir mín sem dvaldist sem ung stúlka hjá Hrefnu og Birgi valdi að gefa mér, sínu fyrsta barni, nöfn þeirra hjóna. Hún mat þau mikils og átti þeim mikið að þakka eins og ég. Ég er þakklát og stolt yfir að bera nöfn þeirra hjóna og vona að ég sé verðug þess að bera nöfn þeirra áfram inn í framtíðina. Ég vil minnast þeirra með þakk- læti, þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista tveggja svo stórbrot- inna persónuleika og ekki síst fyrir leiðbeiningar og hjálp þeirra beggja. Það er erfitt fyrir mig að skrifa um Hrefnu án þess að nefna Birgi, þau voru fyrir mér hluti hvort af öðru og bæði hluti af mér. Hrefna er nú horf- in á bak við skýin en ég veit að hún er og mun alltaf vera. Ég veit að hún er nú hjá Birgi. Hún er komin heim. Elsku Börkur, Ragnar og Gísli, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar mínar kærustu kveðjur, með djúpu þakklæti fyrir lánið á móður ykkar sem var ekki bara góð mamma held- ur einnig góður vinur og félagi. Ég veit að mamma Helga hefði skrifað undir orð mín. Takk til ykkar allra og Guð gefi ykkur styrk og gleði. Á bak við skýin skín sólin.' Hún er! Kveðja, Hrefna Birgitta Bjarnaddttir, Sekkesæter, Molde, Noregi. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför DRAFNAR FRIÐFINNSDÓTTUR myndlistarmanns, Hindarlundi 6, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsmanna heimahlynn- ingar á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Óskar Guðmundsson. HREFNA GÍSLADÓTTIR THORODDSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.