Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ . 30 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 . m Guð á galla- buxum „Þau ummæli einsþeirra að börn sem sæju guðinn myndu spyrja spurninga, sem vandrœðalegt yrði fyrir foreldra að svara, hljóta reyndar að vekja spurning- ar um getu þeirra sömu foreldra til þess að ráða við það sjálfskipaða hlutverk sitt að koma börnum sínum tilþroska. “ N Eftir eftlr Hönnu Katrínu Frlðriksen Ú er illa komið fyrir Poseidon, guði jarðskjálfta og sjávar, sem gat fákinn Pegasus við Medúsu og átti um hundrað af- kvæmi önnur enda frekur til gyðja. Þessi ógnvænlegi gríski guð, sem laust jörðina með þrí- forki sínum svo heimur allur skalf, hefur valdið miklum skjálfta í Kalifomíu. Ekki þó UIMJADC jarðskjálfta, v m nwif r eins 0g búast mætti við í því ríki, heldur skjálfta í hug- um fólks sem þolir ekki að líta styttu Poseidons augum. Þetta fólk sér ekki vold- ugan guðinn i formi styttu sem ríkisstjórn Grikklands gaf Sacra- mentoborg á árum áður, heldur sér það klám. Poseidon virðist nefnilega hafa gert þau ægilega ósmekklegu mistök að sitja kviknakinn fyrir þegar mynda- styttan var mótuð. Styttan af Poseidon er í mið- borg Sacramento, höfuðborgar Kaliforníuríkis. Þar hefur hún verið um árabil og enginn amast við henni. Guðinn horfir yfir mið- borgina og ráðstefnuhöllina sem Sacramentoborg leggur ofurkapp á að fá í sem flesta gesti á ári hverju. í fyrstu viku júlí komu samtök nokkur, sem hafa það á stefnu- skrá sinni að styðja við bak for- eldra sem vilja kenna bömum sínum heima í stað þess að senda þau í skóla, til Sacramento til skrafs og ráðagerðaí ráðstefnu- höllinni góðu, skammt frá guðin- um allsbera. Talsmenn samtak- anna, sem þykja í íhaldssamari kantinum, sáu strax að við svo búið mátti ekki sitja, illmögulegt væri að fjalla á ábyggilegan hátt um uppfræðslu ungviðisins með naktan guð á gangstéttinni. Þau ummæli eins þeirra að böm sem sæju guðinn myndu spyrja spurninga, sem vandræðalegt yrði fyrir foreldra að svara, hljóta reyndar að vekja spurningar um getu þeirra sömu foreldra til þess að ráða við það sjálfskipaða hlut- verk sitt að koma bömum sínum til þroska. Hvað sem því líður: „Við kæmm okkur ekki um svona klám,“ vora skilaboðin til stjórnenda ráðstefnuhallarinnar. Þar sem þessir hallarstjórn- endur eiga liflbrauð sitt undir sem flestum ráðstefnum í borg- inni samþykktu þeir beiðni sam- takanna um að nekt Poseidons yrði hulin þá daga sem ráðstefn- an stæði. Þeir sögðu að þetta hefði verið einföld bón gestanna og alveg sjálfsagt að verða við henni. Sem sagt, þeir voru bara kurteisir gestgjafar sem vildu allt fyrir góða gesti sína gera. Einn daginn var Poseidon sveipaður skikkju, þann næsta var hann í gallabuxum og þriðja daginn var hann líklega virðuleg- astur, í buxum og skyrtu með bindi um hálsinn. Ástæðan fyrir öram fataskiptum var sú að ein- hveijir dónar, sem vildu endilega hafa guðinn beran, stálu fötunum hans í skjóli nætur svo ráðstefnu- stjórar þurftu að sveipa hann upp á nýtt á hverjum morgni til að forða viðkvæmum augum frá kláminu. Poseidon, sem af einhverjum ástæðum hefur skilið þríforkinn sinn eftir heima í Grikklandi, haggaðist ekki meðan á öllu þessu stóð en margir íbúa Sacra- mento slepptu sér. Þeir sem telja mun á meiðandi klámi sem sýnir misnotkun og vanvirðingu og svo fallegum mannslíkama í formi guðastyttu. Annars vegar klám, hins vegar nekt. Skilin þarna á milli vora hins vegar ósýnileg í hugum hinna uppbyggilegu upp- alenda sem vildu ekki lenda í því að verða svarafátt þegar bömin bentu. Það hlýtur að vera leitun að annarri eins firringu. Þessar viðkvæmu sálir, sem litu undan þegar dýrð Poseidons blasti við þeim, gerðu sér líklega ekki grein fyrir afleiðingunum. Nú er töluvert um liðið frá því að ráðstefnu þeirra lauk en enn era íbúar Sacramento að ræða um hvað sé list, hvað sé klám, hvaða listaverk sé viðeigandi að hafa á almannafæri og hve langt borgin eigi að ganga til að næla sér í ráð- stefnur (og þiggja fyrir 30 silfur- peninga að sögn margra stuðn- ingsmanna gríska guðsins). Eiga þeir sem ráðstefnurnar halda að hafa sjálfdæmi um hvernig borg- in lítur út þá daga sem þeir era í heimsókn? Eiga gildi þeirra að ráða meira en gestgjafanna, hversu forpokuð sem þau eru? Er þetta boðlegt í sömu borg og heldur forkeppni bandarískra frjálsíþróttakappa fyrir Ólympíu- leikana, enn eitt merkilegt fram- lag Grikkja til alþjóðlegrar menningar? Heimamenn segjast ekki muna eftir jafn-fjöragri, skemmtilegri og nauðsynlegri umræðu og loka- niðurstaðan var á einn veg: Þetta er okkar borg, okkar list og héma ráðum við. Borgarbúar eru réttilega stolt- ir af þeirri staðreynd, að Sacra- mento varð ein fyrst borga í Bandaríkjunum til að leggja ákveðinn hundraðshluta tekna sinna til kaupa á listaverkum. Og viðkvæmni fólksins, sem huldi nekt Poseidons, hefur líka haft það í för með sér að fjöldi manns hefur lagt leið sína að styttunni undanfarnar vikur til að skoða nákvæmlega hvað það var sem særði augun. Sjaldan hefur ákveðinn líkamshluti fengið aðra eins athygli. Poseidon starir enn stoltur fram fyrir sig, fullviss um að fegurð mannslíkamans blífur en ekki firring kappklæddra púrítana. LISTIR Ljóð og bænir sungin í Islensku óperunni Ljóðatónleikar verða haldnir í ís- lensku óperanni á morgun, sunnu- dag, kl. 21. Söngvararnir Bergþór Pálsson, baritón, Bima Ragnarsdóttir, sópran, og Signý Sæmundsdóttir, sópran, munu flytja lög eftir Salbjörgu Sveinsdótt- ur Hotz við ljóð eftir Eðvarð T. Jóns- son og við ritningar og bænir eftir Bábinn, Bahá’u’lláh og Ábdul-Bahá. Píanóundirleik annast Salbjörg og munu flest lögin verða framflutt á þessum tónleikum. Titill tónleikanna er „Aldahvörf'1 og er yrkisefni þeirra og sögusvið íran á síðustu öld. í ljóð- unum era dregnar upp myndir af sönnum atburðum og miðla þau anda viðburðarásanna frá þeim tíma og fram á okkar daga. Sögusvið ljóðanna er Iran á síð- ustu öld. Á þessum tíma ríkti þar fá- fræði og fordómar gagnvart öllum nýjum hugmyndum. Klerkastéttin var ríkjandi og einráð í mótun skoð- Bergþór Pálsson Birna Eðvar T. Ragnarsdóttir Jónsson Signý Sæ- Salbjörg mundsdóttir Sveinsdóttir ana fólks, auk þess naut hún ein- drægs stuðnings ráðamanna í þeim efnum. I ljóðunum era dregnar upp myndir frá sönnum atburðum og miðla þau anda viðburðarásanna frá þessum tíma. Laugardagur 29. júlí M-2000 SUÐURGATA, FJARSKIPTASAFN LANDS- SÍMANS Samskipti Finnska vísindamiöstööin Heureka fékk í liö meö sér samstarfsaöila frá hinum menningarborgunum áriö 2000 til aö koma á fót víötækri sýn- ingu á möguleikum til samskipta í heiminum. Sýningin stendur til 29. október. VÍK í MÝRDAL, LEIKSKÁLAR KL. 10-22 Handverkssýning í Vík Samband vestur-skaftfellskra kvenna stendur fyrir sýningu í félags- heimilinu Leikskálum í Vík á nýju og gömlu handverki úr Mýrdalshreppi. í tengslum viö sýninguna standa heimamenn fyrir fjölbreyttri dagskrá meö tónlist og töluöu oröi. Dagskrá- inni lýkur á morgun. SKÁLHOLTSKIRKJA KL. 14 Sumartónleikar Sumariö 2000 er 25 ára afmælis- hátíö hinna árlegu sumartónleika í Skálholti haldin afmiklum myndug- leika. Dagskráin er fjölbreytt - bæói erindi og tóniist. www.kirkjan.is/sumartonleikar. í tengsium við handverkssýningu í Vík standa helmamenn fyrlr fjölbreyttri dagskrá með tónlist og töluðu orði. ÚLFARSFELL KL. 13-17 Jarðarhátíð SKIL 21. Endurvinnslu- og uppgræösluverk- efninu Skil 21 varhleypt afstokkun- um í febrúará síðastliðnu ári. Þegar hefur umtalsverður árangur náðst í uppgræöslu iands í landnámi Ingólfs og veröur haldin sérstök Jaröarhátíð til að fagna því. HF- Fjöllistahópur menningarborgarinnar, Heimsreisa Höllu og margt fleira veröur til aö gieðja þá sem láta sér umhugaö um menningu og náttúru. www.reykjavik2000.is, wap.olis.is Verk eftir Mörtu Maríu Hálfdanardóttur. Samleikur járns og glers MARTA María Hálfdanardóttir glerlistakona opnar sýningu í Stöðla- koti, Bókhlöðustíg 6, í dag, laugar- dag, kl. 14. Hún kallar sýningu sína Ljós-brot þar sem hún sýnir sjálf- stæð steind glerverk og samleik jáms og glers, þar sem ólíkir efnivið- ir tóna sig saman og mynda sérstök verk.. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 og stendur til sunnudagsins 13. ágúst. Furðufyrir- bærin Pokémon KVIKMYNDIR Stjörnubíó og Sambíóin POKÉMON: FYRSTA KVIKMYNDINÁr Leiksijórar: Michael Hargrey and Kunohiko Yuyama. Handrit: Nor- man J. Grossfeld og Takeshi Shudo. 4 Kids Entertainment 1999. POKÉMON dýrin hafa farið sig- urför um heiminn, í spilum, tölvu- leikjum og nú í bíómynd. Eg var svo sannarlega spennt að kynna mér þessi fyrirbæri og hvað í fari þeirra heillar böm hvarvetna í veröldinni. I fyrri hluta bíómyndarinnar fara pokémonamir („pocketmonster" eða vasaskrímli) í frí og ég verð að segja að ég hreinlega skildi hvorki upp né niður, og varð síður en svo nær því hver þessi furðudýr era eða hvað heim þau búa. Síðan hófst sagan af klónuðum pokémon sem er vondur og platar alla góðu pokémonana á eyjuna sína þar sem hann ætlar að klóna þá og ná þannig heimsyfirráðum. Fyrir þá sem ekki þekkja poké- mona, þá skildi ég eftirfarandi. Po- kémonar virðast vera allskonar furðudýr, bæði falleg og Ijót; allt frá þríhöfða pálmatréi til sætasta po- kémonsins hans Pikachu, lítils guls bangsa með skott er líkist eldingu. Allir, að ég held, búa þeir yfir ein- hveijum sérstökum hæfileika, eða vopni frekar, eins og að gefa frá sér eldingar, vatn eða geta snarað með öngum sem koma út úr hausnum. Allt gerir þetta þá færari um að berj- ast fyrir sína hönd eða þjálfara síns, en börn sem eiga pokémon geta orð- ið þjálfarar þess. Sagan er ekki upp á marga fiska og þessar japönsku „stórauga" teiknimyndir era lítið fyrir augað. Ef ég hefði séð þetta í sjónvarpi, þá hefði ég hugsað með mér; „Oskap- lega er sumt barnaefni fráhrindandi, börnunum getur ekki fundist þetta skemmtilegt," en ó, jú, þetta finnst börnunum skemmtilegt. Mér er næst að halda að hér hafi hin alkunna sterka markaðssetning tekið völdin, og mig langar til að halda það áfram. En ef börnum leiðist eitthvað, þá þykjast þau ekki skemmta sér. Þau byrja að iða. Hin krúttlegi Pikachu er án efa sá sem heillar krakkana, það væri gaman að eiga einn svona. En hvar er sagan? Hvar er fegurð- in? Hvar er mannlegi þátturinn, og sú persóna sem börnin ná að tengj- ast? Galdurinn? Eða bara eitthvað? Hvergi. Mér finnst þessi mynd ljót, leiðin- leg og hreinlega mjög ómerkileg, en ég ætla að gefa henni eina stjörnu fyrir að ná til bamanna með ein- hveijum óskiljanlegum hætti. Hildur Loftsdóttir ------4-*-4------- Sýning framlengd Hár og list, Hafnarfírði Sýning Jóns Thors Gíslasonar í Hár og list við Strandgötu 39, Hafn- arfirði, hefur verið framlengd til 4. ágúst. Á sýningunni gefur að líta ný verk eftir listamanninn, grafík- teikningar og olíumálverk. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-18. Ólföf Péturs- dóttir í Eden NÚ stendur yfir 10. einkasýning myndlistarkonunnar Ólafar Péturs- dóttur frá Hafnarfirði í Eden í Hveragerði. Ólöf sýnir verk unnin með vatnslitum, bæði uppstillingar og landslagsverk. Sýningin er opin alla daga til og með 6. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.