Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 63 FRÉTTIR KIRKJUSTARF 31. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði: Ágætur árangur íslenska liðsins FIMM íslenskir keppendur tóku þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnii- voru í Lechester í Bretlandi dagana 8-16. júlí sl. Þeir eru: Martin JB Swift, Jón Öm Friðriksson, Stef- án Ingi Valdimarsson, Haukur Þor- geirsson og Karl Sigurjónsson, allir nýstúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Fararstjórar liðsins voru þau Ingibjörg Haraldsdóttir áfanga- stjóri, Menntaskólanum í Kópavogi, og Kristján Rúnar Kristjánsson mastersnemi í eðlisfræði við Háskóla Islands. Slíkir leikar eru haldnir á hverju sumri og mætast þar afburða- nemendur frá 63 löndum til að keppa bæði í kennilegri og verklegri eðlis- fræði. Kennilegi hluti keppninnar var mánudaginn 10. júlí og reyndist hann mjög langur og erfiður að þessu sinni. Um var að ræða þijú stór verkefni. Fyrsta verkefnið var í fimm liðum þar sem mismunandi eðlisfræðileg efni voru tekin fyrir og fjallaði það m.a. um teygjustökkvara sem féll úr kyrr- stöðu niður af hárri brú og um hring úr koparvír sem snerist í segulsviði jarðar. Annað verkefnið var úr raf- segulfræði og var talsvert flókið en þriðja verkefnið tengdist þyngdar- bylgjum og áhrifum þyngdar á Ijós. Keppendur fengu samtals fimm klukkustundir til að leysa öll verkefn- in og voru margir í tímahraki að þessu sinni. Verklegi hlutinn var tvískiptur og í fyrri tilrauninni átti að nota brot úr geisladiski sem ljósgreiðu og m.a. rannsaka hvemig leiðni í Ijósháðu við- námi breyttist með bylgjulengd sýni- legs ljóss. Seinni tilraunin var opnari og reyndi verulega á hugkvæmni við skipulagningu og fi’amkvæmd. Hún fjallaði um segulpökk á skáfleti. Reyndist hún keppendum erfið og þá ekki síður dómurum sem áttu að gefa fyrir mjög mismunandi nálgun kepp- enda við lausn verkefnisins. Að venju var kínverska liðið sigur- sælt á Ólympíuleikunum en Kínveij- amir fengu flest stig samanlagt og hlutu allir fimm keppendur liðsins gullverðlaun. Næst komu lið Rúss- lands, Indlands, Ungveijalands, ír- ans, Taiwan, Bandaríkjanna, Kóreu, Víetnam og Indónesíu. Ef listinn yfir tíu efstu löndin í keppninni er skoðað- ur vekur það óneitanlega athygli að BandarDdn em eina vestræna landið Dagbók lögreglunnar 20 grunaðir um ölvun við akstur Helgin 28.-31. júlí MIKILL erill var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina. Talsvert bar á ölvun aðfaranætur laugardags og sunnudags og mikið um útköll vegna hávaða í heimahúsum. Ekkert lát er á ölvunarakstri. Umferðarmál Um helgina voru 20 ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og 50 ökumenn vora stöðvaðh’ vegna þess að þeir virtu ekki hraðatakmarkanir. Ökumaður sem ók um Miklubraut við Skeiðaiwog á sunnudagskvöld var sviptur ökuréttindum á staðnum þar sem hann ók á 127 km/klst en þar er hámarkshraði 60 km/klst. Fíkniefnamál Fjórir menn voru handteknir á laugardagskvöld í rjóðri í Öskjuhlíð. Á þeim fundust sprautur og efni sem talin eru fíkniefni. Ofbeldisbrot Stúlka var flutt á slyadeild með höfuðáverka eftir að henni hafði verið hrint utan í ljósastaur á Laugavegi á aðfarnótt laugardags. Gerandinn hélt á brott á bifreið sinni. Einn aðili var handtekinn aðfaranótt sunnudags eftir að hafa gert tilraun til að slá starfsmann veitingastaðar í miðborginni með flösku í höfuðið. Auðgunarbrot Á föstudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í vinnuskúi- í Grafarvogi, þar var stolið ýmsum verkfærum. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um aðila sem höfðu verið að hoppa ofan á vélarhlíf bifreiðar, var þeim sleppt lausum að viðræðum loknum. Á sunnudag var tilkynnt um innbrot í heimahús í vesturbæ. Þar voru tekin ýmis húsgögn og heimilistæki. Annað Aðfaranótt sunnudags bjargaði lögreglan manni úr sjónum sem hafði stokkið til sunds í Reykjavíkurhöfn. Síðar um nóttina tókst lögreglu að tala annan til sem var langt kominn á sömu leið. 15% aukaafsláttur af útsöluvörum 2Q' Lokað á laugardögum í sumar IStan LAURA ashley Laugavegi 99, sími 551 6646. Keppendur með tölvur sem Heimilistæki hf gáfu Iiðinu en þær eru í samræmi við reglur Ólympíuleikanna. Frá vinstri: Martin, Jón Örn, Stefán Ingi, Haukur og Karl. sem kemst á blað og nær reyndar að- eins í sjöunda sæti. Þetta er til marks um erfiða stöðu eðlisfræðinnar á vest- urlöndum en aðsókn í eðlisfræði og skyldar greinar hefur minnkað þar mjög undanfaiin ár. Er talið nauð- synlegt að grípa til rótttækra aðgerða ef takast á að snúa þessari þróun við. íslenska liðið stóð sig vel þótt það blandaði sér ekki í slag þeirra efstu og fékk einn íslensku keppendanna, Stefán Ingi Valdimarsson, viður- kenningu fyrir árangur sinn. I hálfop- inberri keppni Norðurlandaþjóðanna stóð íslenska liðið sig betur en norska og danska liðið, svipað því sænska en finnska liðið var hins vegar langbest Norðurlandanna að þessu sinni. Ólympíuleikamir em þó ekki ein- göngu keppni heldur gefst einnig mikill tími fyrir keppendur til að kynnast innbyrðis og er gildi leikanna ekki hvað síst fólgið í því tækifæri sem keppendur fá til að kynnast vís- indamönnum framtíðarinnar víðs vegar að úr heiminum. Einnig var að vepju farið með keppendur í ýmsar skoðunarferðir, m.a. til Oxford og í skemmtigarðinn AJton Towers þar sem látið var reyna á eðlisfræðilög- málin. Þessir Ólympíuleikar vom 31. leik- arnir í eðlisfræði en þeir em haldnh’ árlega og hefur þátttökuþjóðunum fjölgað ár frá ári. Er þess skemmst að minnast að íslendingar skipulögðu leikana hér í Reykjavík í júlí 1998 með miklum sóma. Lið frá Islandi hafa farið á Ólympíuleikanna í eðlis- fræði á hverju ári frá 1984. ------------------ Leiðrétt Leiðbeiningarstöð heimilanna í viðtali við Helgu Guðmundsdótt- ur í Mbl. sl. sunnudag var hún rang- lega nefnd formaður Félags psorias- is- og exem-sjúklinga. Helga er framkvæmdastjóri félagsins. I sömu grein var rætt um Leiðbeiningarstöð húsmæðra en rétt heiti er Leiðbein- ingarstöð heimilanna. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Rangt nafn í sunnudagsblaði Morgunblaðsins var rangnefnd Bryndís Björgvins- dóttir sellóleikari en hún var sögð heita Bryndís Halla Gylfadóttir. Beðist er velvh-ðingar á mistökunum. Dr. Vésteinn Ólason, forstöðumað- ur Árnastofnunar, var rangnefndur Vésteinn Ólafsson í Morgunblaðinu á laugardag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Safnadarstarf Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Samvera- stund með litlu börnunum kl. 10-12. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára böm í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára böm. Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Borgarneskiriga. TTT tíu-tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudögum kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. mbl.is 3ja daga sprengitilboð miðvikudag - fimmtudag - föstudag Allir sumarskór Kringlunni 8-12 • sími 568 6211 Skóhöllin • Bæjarhrauni 16 • Hf. • sími 555 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.