Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 6
6 E LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVIK - MENNINGARBORG EVROPU Ný verk eftir Jón og Hjálmar '\ tvennum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- landsíHáskólabíói 9. nóvember og 7. desem- ber veröa frumflutt ný tónverk eftirJón Nordal og Hjálmar H. Ragnars- son. Á TÓNLEIKUM Sinfóníunnar hinn 9. nóvember verður frumfluttur klarinettkonsert eftir Jón Nordal. Konsertinn er saminn fyrir Einar Jóhannesson klarinettleikara og ein- leikara á tónleikunum. Jón Nordal er í hópi fremstu tónskálda Islend- inga á þessari öld. Með honum hafa Kammersveitin The Lon- don Mozart Players held- urtónleika í Salnum, Kópavogi, mánudaginn 6. nóvember kl. 20. KAMMERSVEITIN The London Mozart Players samanstendur af að- almeðlimum í The London Mozart Players sem er elsta kammersveit Bretlands. Kammersveitin kom fyrst fram sem sérstök sveit árið 1985 í Queen Elizabeth Hall í Lundúnum og síðan hefur sveitin haldið tónleika á tónlistarhátíðum og tónleikaröðum um allt Bretland ásamt tónleikaferð- um á Spáni, Norður-írlandi og ný- lega eftirminnilega tónleika í Sara- jevo og Banja Luca. Kammersveitin kemur fram með ýmsum hætti. í henni eru strengja- leikarar, tré- og málmblástursleikar- ar. Allir meðlimir sveitarinnar hafa komið fram með henni og einnig sem einleikarar um allt Bretland. The London Mozart Players er viðurkennd sem ein af bestu kamm- ersveitum Evrópu og fræg fyrir ein- stök gæði tónleika sinna, einkum þegar um er að ræða háklassíska efn- isskrá eftir tónskáld á borð við Haydn, Mozart, Schubert og Beetho- ven. Hljómsveitarstjórinn, Andrew Parrott, er nýr stjórnandi The Lon- borist straumar nútímatónlistar til íslands en þó bera verk Jóns því glöggt vitni að hann er engri einni listastefnu bundinn en hlýðir sinni eigin rödd. Einar Jóhannesson er 1. klarinettuleikari Sinfóníuhljóm- sveitar Islands og hefur frumflutt mörg verk eftir íslensk tónskáld. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. Einleikari: Einar Jóhannesson. Efn- isskrá: Jean Sibelius: Ránardætur Jón Nordal: klarinettkonsert, frum- flutningur Béla Bartók: Konsert fyrir hljómsveit. Á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar hinn 7. des- ember verður flutt nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem samið er fyrir tilstuðlan menningarborgar- innar. Hjálmar teflir fram andstæð- um og beitir til fullnustu þeim möguleikum sem hljómsveitin býr don Mozart Players og James Galway er aðalgestastjórnandi henn- ar. Auk þess að koma fram í helstu tónleikahúsum Bretlands og erlendis hefur tónlist sveitarinnar verið hljóðrituð með góðum árangri. Sveit- in vinnur nú að útgáfu á Con- temporaries of Mozart og heildarút- gáfu á Hummel Piano Concertos (með Howard Shelley) fyrir Chandos Records og hefur gefið út þrjá geisla- diska með James Galway hjá BMG. Þeir sem koma fram á tónleikun- um í salnum eru David Jurtiz 1. fiðla, Maya Magub 2. fiðla, Judith Bus- bridge 1. víóla, Julia Knight 2. víóla, Sebastian Comberti 1. selló, Julia Desbruslais 2. selló. Joseph Ognibe- ne, fyrsti homleikari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, mun einnig leika með kammersveitinni The London Mozart Players og finnst sveitinni það mjög ánægjulegt. Tónlistin á tónleikum The London Mozart Players er frá seinni hluta át- jándu aldar fram á miðja tuttugustu öld og eru Simple Symphony eftir Benjamin Britten, The Interlude fyrir strengjasextett úr óperunni Capriccio eftir Richard Strauss, Kvintett í E moll fyrir hom og strengjasveit eftir W.A. Mozart, Sextet No.l í B moll, Op. 18 eftir J. Brahms. Tónleikarnir eru á vegum breska sendiráðsins í samvinnu við M- 2000. HJÁLMAR H. RAGNARSSON. yfir þegar magna á upp átök og spennu. I bakgranninum býr sú við- leitni höfundarins að leita samsvör- unar milli ímyndunarheima tónlist- arinnar og þess sem við raunverulega sjáum og heyrum. Tónverkið er smækkuð mynd af stærri heimi og lögmálin era algild. Inntakið þekkjum við, við bara skilj- Þriöji hluti tónleikaraðar Tónskáldafélags íslands í samvinnu viö Reykjavík - menningarborg Evrópu áriö 2000fersenn í hönd. Yfirskrift hennar er íslensk tónlist frá lok- um 20. aldar og verður þar reynt að gefa nokkra mynd af því sem nýjast er úrtónsmiöju ís- lenskra tónskálda. í ÞESSUM þriðja hluta verður lögð sérstök áhersla á ungt tónlistarfólk, tónskáld og flytjendur sem og nýjar aðferðir til tónsköpunar með tilkomu tækninýjunga á sviði raf- og tölvu- tónlistar. Hátíðin hefst 18. október kl. 20 í Salnum sem hluti af opnun ART2000 alþjóðlegu raf- og tölvu- tónlistarhátíðarinnar. Þar verða flutt verk eftir íslenska brautryðj- endur á svið raf- og tölvutónlistar. Aðrir raf- og tölvutónleikar verða síðan haldnir í Salnum 22. október kl. 20. Hinn 4. nóvember koma sem gestir á hátíðina Agon kammersveit- in frá Prag, þeir munu flytja ný evrópsk tónverk, 8. nóvember heldur Peter Maté píanótónleika með ís- lenskum verkum og verða hvorir- tveggju þessara tónleika í Salnum og hefjast kl. 20. JÓN NORDAL. um það ekki. Hljómsveitarstjóri: Jerzy Maksymiuk. Einleikari: Evel- yn Glennie. Efnisskrá: Hjálmar H. Ragnarsson: Hljómsveitarverk. Mil- enko Zivkovic: Marimbukonsert. Antonio Vivaldi: Blokkflautukonsert umskrifaður f. víbrafón og hljóm- sveit. Frank Zappa: EnVelopes og Strictly Genteel. 11. nóvember heldur CAPUT- flokkurinn tónleika með nýjum ís- lenskum kammerverkum í Lang- holtskirkju kl. 17. Klukkan 14 sama dag verður börnum boðið upp á mjög sérstakt hljóðleikhús, POY, í Gerðu- bergi sem er farandsýning frá Nor- egi. Aðra gesti fær Tónskáldafélagið til sín 12. nóvember en það er kam- merhópurinn Music Attuale frá ítal- íu, sem munu kynna nýja ítalska tón- list og auk þess framflytja íslensk tónverk. Þessir tónleikar verða í Salnum og hefjast kl. 20 og á sama stað hinn 14. nóvember munu Guð- rún Birgisdóttir, Martial Nardau og Pétur Jónasson flytja og frumflytja það nýjasta í íslenskri tónlist sem samið hefur verið fyrir flautur og gít- ar. Helgina þar á eftir munu nokkrir tugir barna á höfuðborgasvæðinu flytja stóran hluta af þeirri tónlist sem samin hefur verið fyrir barna- kóra á íslandi síðastliðin 20 ár. Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Richard Tarkowsky sellóleikari og Öm Magnússon píanóleikari verða með túnleika hinn 20. nóvember í Salnum kl. 20. Að lokum mun Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur syngja út þessa hátíð og þar með þetta yfirlit íslenskrar tónlistar á síðustu öld. Hamrahlíðarkórinn hefur tekið þátt í öllum þremur hátíðarhlutunum sem undirstrikar þann þátt sem hann hefur átt í að kynna íslenska kórtón- list og vekja almennt áhuga á ís- lenskri tónlist innan lands sem utan. KVIKMYNDIR / FJÖLMIÐLAR 16.11.-19.11. íslendingasög- urnar og vestrinn með viðkomu hjá Hammett og Chandler. Hug- myndalegur og listrænn skyld- leiki með íslendingasögum og vestrum er mun meiri en al- mennt er trúað og til að kanna þessi tengsl frekar stendur Kvikmyndahátíð í Reykjavík í samvinnu við M-2000 og Kvik- myndasafn Islands, fyrir kvik- myndasýningum og málþingi í Háskólabíói. Fyiirlestrar og sýningar á á ýmsum þekktustu vestram og „film noir kvik- myndasögunnar munu fara fram á kvöldin. Málþingið verður haldið laugardaginn 18.11. og munu leikir og lærðir halda er- indi og taka þátt í pallborðsum- ræðum. Von er á hópi erlendra fræðimanna sem hafa kynnt sér þessi mál sérstaklega. Málþingið er opið almenningi og aðgangur ókeypis. www.reykjavik2000.is 26.11. „Þá verður líklega farin af mér feimni. Rödd kon- unnar í landslaginu Reykjavík er þema tilraunar til að lýsa þvi hvemig konan nær máli í Reykjavík og rödd hennar hljómai- og mótar borgina á þeirri öld sem nú er að h'ða. Um er að ræða 40 mínútna leikna heimildamynd sem framflutt verður samtímis í Ríkissjónvarp- inu og Rás 1. Myndin fjallar um tvær konur og baráttu konunnar í Reykjavík á íyrri hluta 20. aldar við að ná máli og vopnum sínum. Konurnar sem sagt er frá eru Málfríður Einarsdóttir og Elka Bjömsdóttir. Að verkinu standa María Kristjánsdóttir, leikstjóri Sigurður Sverrir Pálsson kvik- myndagerðarmaður og Bjarni Jónsson dramatúrg. www.ruv.is 8.12. Óvæntir bólfélagar. Á stefnumóti síðustu bólfélaga árs- ins verður áherslan lögð á kvik- myndir. Friðrik Þór Friðriksson og Didda munu vinna saman stuttmynd sem sýnd verður í Tjai-narbíói. Reykjavík í öðru ljósi. Hrafn Gunnlaugsson hefur unnið mynd um Reykjavík þar sem hann spyi' spuminga og veltir upp skemmtilegum möguleikum er snerta þróun borgarinnar: Hvað réði því að Reykjavík lítur út eins og hún birtist okkur nú við aldamótin? Myndin skoðar einn- ig skipulagshugmyndir sem aldrei urðu að veraleika, fram- tíðarsýnir manna á borð við Ein- ai- Benediktsson, Kjarval og Guðjón Samúelsson. Reykjavik í öðra ljósi verður frumsýnd í Ráðhúsi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs og í Sjónvarpinu um áramótin. www.reykjavik2000.is Ein fremsta kammersveit heims Frumflytja ný íslensk tónverk Blind ást, botnlaust hatur Morgunblaöiö/Þorkell Ný leikgerö gríska harmleiksins Medeu eftir Ingu Lísu Middle- ton, Þóreyju Sigþórsdótturog Hilmar Oddsson byggö á sam- nefndum harmleik eftir Evrí- pídes veröur frumsýnd í lönó 18. nóvember. MEDEA er magnþrunginn fjölskylduharm- leikur um blinda ást, botnlaust hatur, svik, afbrýði, hefnd og morð. Sagan er tímalaus, uppgjör og átök hjóna, sem vekur spurningar um það hversu langt er réttlætanlegt að ganga til að hefna fyrir svívirta ást. í hatrömmu stríði kynjanna verða börnin jafnt valdatæki sem fórnarlömb. Að sögn aðstandenda sýningarinnar er hér á ferðinni óvenjuleg tilraun til að færa forn- an, sígildan harmleik til nútíðar. Hópur lista- manna úr ólíkum áttum sameinar krafta sína í nýstárlegri glímu við leikhús í ljósi marg- miðlunar. Leikurinn fer fram á sviði, á skjám og á hljóðrás og öll hlutverkin eru leikin af tveimur leikuram, manni og konu. Leikarar eru Þórey Sigþórsdóttir og Vald- imar Örn Flygenring. Leikstjóri er Hilmar Oddsson. Utlitshönnun sér Sonný Þor- björnsdóttir um. Tónlist semur Jonathan Cooper Kórar: Hulda Björk Garðarsdóttir og Þórey Sigþórsdóttir. Lýsing Alfreð Sturla Böðvarsson. Radd- þjálfun: Nadine George. Sviðshreyfingar og aðstoðarleikstjórn: Ólöf Ingólfsdóttir. Leik- gerð: Inga Lísa Middleton, Þórey Sigþórs- dóttir og Hilmar Oddsson. Þýðandi er Helgi Hálfdanarson. Verkefnið er samvinnuverkefni Leikfélagsins Fljúg- ÞÓREY SIGÞÓRSDÓTTIR ER MEDEA. andi fiska, Leikfélags íslands, Þjóðleikhúss- ins og Stöðvar 2. Verkefnið er styrkt af leik- listarráði íslands og Evrópusambandinu - menningaráætluninni Culture 2000 og Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.