Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HULDAAUÐUR KRISTINSDÓTTIR + Hulda Auður Kristinsdóttir fæddist í Rcykjavík 13. febrdar 1932. Hún lést 24. scptem- ber siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seltjarnar- ncskirkju 30. sept- ember. Við fjórar systurnar viljum minnast ást- kærrar ömmu okkar sem jarðsungin var frá Seltjarnameskirkju 30. september. Þegar litið er til baka rifjast upp margar góðar minningar. Eni okkur minnis- stæðar allar grillveislurnar, veiði- ferðir á Þingvöll, sunnudagar þegar sest var niður með kanelsnúða og bollur en enginn var henni fremri í að baka slíkt góðmeti og síðast en ekki síst laufabrauðsveislurnar þar sem kátínan var í hávegum höfð. Á sumrin lékum við okkur í garðinum eða aðstoðuðum við garðverkin og var oft og títt laumast inn í horn- skápinn í eldhúsinu þar sem alltaf var geymdur lakkrís í tonnatali. Á veturna sátum við saman og röbbuð- um eða spiluðum. Svo má ekki gleyma kisunum hennar fjórum sem fylltu heimili hennar á Melabraut og yngstu meðlimir fjölskyldunnar gátu dundað sér tímunum saman við að leika eða gæla við þær. Við tvær elstu systurnar urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá tækifæri til að kynnast henni vel þegar við bjuggum hjá henni á mennta- og háskólaárum okkar. Heimilislífið gekk út á að drífa sig í strætó á morgnana og við trítluðum þrjár niður á strætóstöð á Lindar- braut. Þegar erli hvunndagsins var lokið var iðulega sest niður við kvöldmat um hálfníuleytið. Var borðað og talað saman langt fram á kvöld um hin ýmsu hugðarefni, vinn- una eða skólann eða bara um allt milli himins og jarðar en það var ekki til neitt sem amma vissi ekki um. Oft á tíðum var trítlað á bóka- safnið þar sem tekinn var heill bunki af hnappasögum eins og amma kall- aði þær. Bráðavaktin í sjónvarpinu var fastur liður í heimilislífinu en að mati ömmu var George Clooney hverjum karlmanni fremri, þó svo að hann kæmist nú ekki tærnar þar sem Clint Eastwood hafði hælana. Þegar leið að jólum var amma í ess- inu sínu en hún elskaði jólin. Þegar við vorum við próflestur um jól bak- aði hún á kvöldin og var svo sest nið- ur um tíuleytið til að taka sér frí frá próflestri og talað saman og borðað- ar nýbakaðar smákökur. Undirbún- ingur jólanna hjá henni snerist um að útbúa konfekt, áðurnefnda laufa- brauðsgerð, að hengja jólasveina- myndir gjörsamlega um allt hús en enginn veggur fékk vægð, kaupa jólagjafir og síðast en ekki síst þegar hún fór á stúfana til að finna stærsta og flottasta jólatréð sem hún gat fundið. Þegar það fór að lfða að vori og kominn tími fyrir okkur að flytja til Njarðvíkur til að vinna í slippnum yflr sumartímann var ekki laust við að fundið væri til saknaðar. En sumrin liðu fljótt við að mála skip og fyrir ömmu að annast garðinn sinn en hann var á stærð við heilan fót- boltavöll og fór ómældur tími í um- önnun hans. Svo leið að því að við ungarnir flugum úr hreiðrinu henn- ar en við vorum aldrei langt undan og hittumst þá oft og iðulega. Síðustu ár sem við áttum með ömmu markast af veikindum hennar en við reyndum að vera hennar stoð og stytta í þeim. Við fórum með henni þegar hún þurfti að halda upp á eitthvað eða þegar hún fékk slæm- ar fréttir á McDonald’s eða Amer- ican Style til að fá hamborgara en í hennar tilfelli gat hamborgari alltaf bjargað málunum eða sett punktinn yfir i-ið. En síðustu ár voru þrátt fyr- ir veikindin ekki eintóm leiðindi. Brúðkaup, heimsóknir til og frá Kanada, fyrstu bamabamabömin er það sem manni dettur fyrst í hug. Hún flutti í nýja íbúð og vom það ófáar hús- gagnaverslanir sem við fómm í til að hjálpa henni að finna hina full- komnu hönnun fyrir íbúðina sína sem tókst mæta vel. Minnkun húsnæðis gerði henni kleift að kaupa sér marga fallega hluti. Efst á innkaupalistan- um var tölva til að hafa heima fyrir en hún hafði frá því hún sá tölvu fyrst f Háskólan- um um 1970 verið af- skaplega hrifin af þeim og var fljót að tileinka sér þessa nýju tækni við vinnu sína. Hún uppfyllti gamlan draum þegar hún byrjaði í tölvunar- fræðinni í Háskólanum og vom það mikil vonbrigði þegar hún þurfti að hætta þar vegna veikinda. Það var því mikil gleðistund þegar henni var boðið að hefja störf í tölvudeild Fiskistofu en hún hafði haft umsjón með vefsíðugerð stofnunarinnar frá upphafi. Amma er nú horfin á vit nýrra æv- intýra og kveðjum við hana í dag með angurværð í hjarta en höfum þó hugfast að amma sagði að það væri í lagi að syrgja svo lengi sem við fögn- um því líka að nú líður henni vel. Passaðu þig nú vel, gullið okkar. Þórhildur, Guðrún Björk, Hulda Katrín og Stefanía Helga. Ég hafði aldrei kynnst annarri eins ömmu. í fyi-sta sinn sem ég hitti ömmu sambýlismanns míns snerist umræðan strax yfir í spjall um efni sem hún hafði fundið á Netinu. Hulda var með allar nýjustu mark- aðsrannsóknir sem gerðar höfðu verið um þetta ákveðna umfjöllunar- efni á hreinu. Við nöfnumar og Auð- ur tengdamamma sátum, spjölluðum og hlógum. Auðvitað var líka verið að gera grín að öllu saman. Þetta er bara lítið dæmi sem er mér ofarlega í huga því að seinna sá ég að einmitt þetta var alveg dæmigert fyrir Huldu. Hún var full af fróðleik og sama hvemig á stóð; alltaf var kímnigáfan í lagi. Mann fram af manni hafa konurnar í þessari fjöl- skyldu skorið sig úr fjöldanum, skar- að fram úr og sýnt ótrúlegan styrk. Ég nýt þeirra forréttinda að hafa kynnst Huldu og er stolt af því að dóttir mín skuli fá þennan bakgrann í foðurarf. Ég mun alltaf varðveita minninguna um Huldu. Hulda K. Guðmundsdóttir. Hinn 1. janúar 1993 var Ríkismat sjávarafurða lagt niður og verkefni þeirrar stofnunar flutt til Fiskistofu, sem tekið hafði til starfa aðeins fjór- um mánuðum áður. Nokkrir starfs- menn Ríkismatsins fluttu með verk- efnunum, gerðust starfsmenn Fiskistofu og tóku þátt í uppbygg- ingu eftirlits með sjávarafurðum á nýjum granni. Hulda Kristinsdóttir viðskipta- fræðingur var fjármálastjóri Ríkis- matsins þegar þessar breytingar áttu sér stað. Ráðið hafði verið í þá stöðu hjá Fiskistofu en engu að síður var falast eftir Huldu í starf sem þá var ómótað að öðra leyti en því að hún skyldi vera nýráðnum sérfræð- ingum og forstöðumönnum, á hinu nýja gæðastjórnunarsviði, innan handar við uppbyggingu nýs eftir- litskerfis. Það segir sitt um eiginleika og hæfileika Huldu, sem þá stóð á sex- tugu, að henni skyldi falið slíkt ný- sköpunarstarf með ungu fólki í nýrri stjómsýslustofnun. Og Hulda öðram fremur mótaði starf sitt þannig að stöðuheiti hennar, verkefnisstjóri, hefði ekki síður getað verið „nýsköp- unarstjóri". Hún var ein af þeim allra fyrstu til að sjá möguleika Ver- aldarvefjarins og ekki leið á löngu áður en hún hafði sett sig svo vel inn í það völundarhús að fáir stóðu henni þar á sporði. Enda var það Hulda sem var í fararbroddi og rak aðra starfsmenn áfram við að gera vefsíð- ur Fiskistofu þannig úr garði að sómi væri að, alveg frá fyrstu tíð, en Fiskistofa var með fyrstu opinbera stofnunum til að opna eigin vefsíður, snemma á árinu 1995. En þetta var ekki eina verkefni Huldu á Fiskistofu. Þeir upplýsinga- bæklingar á ensku og íslensku, sem prentaðir hafa verið, era allir hennar verk og fjölmargar era þær fyrir- spurnir, einkum erlendis frá, sem Hulda tók að sér að svara. Það var raunar sama hvað Hulda var beðin fyrir. Hún tók öllum verkefnum fagnandi og var svo jákvæð og nú- tímaleg gagnvart öllu sem hún tók sér fyrir hendur að aðdáunarvert var. Énda var hún afhaldin af öllum sem kynntust henni og víst er að margir starfsmanna Fiskistofu munu sakna hennar, ekki einungis sem vinnufélaga, heldur einnig sem vinar. Löng og hörð barátta Huidu við sjúkdóminn illvíga var í senn aðdá- unar- og áhyggjuefni. Við samstarfs- fólkið hlutum að dást að kjarki henn- ar og óbilandi trú á lífið, að ekki sé talað um hið sígóða skapferli og létt- leika. Áhyggjurnar lutu að því að svo myndi fara sem fór og að hún væri að ganga alltof nærri sér í vinnunni, sem átti hug hennar allan. Hulda gerði jafnan lítið úr veikindum sín- um og jafnvel þótt fárveik væri sneri hún talinu alltaf að vinnunni. Virtist hún oftast hafa miklu meiri áhyggjur af því að ekki væri búið að uppfæra einhverja vefsíðu, eða þá hvaða nýju tækni við þyrftum að tileinka okkur, en af veikindum sínum. Það er sannarlega skarð fyrir skildi á Fiskistofu þessa dagana. Enn meiri er þó missir barna henn- ar, fjölskyldu og nánustu vina, sem við samstarfsfólkið sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Fiskistofu, Þórður Ásgeirsson. Allir þeir sem sest hafa niður til að skrifa minningargrein um látinn ættingja eða vin vita hversu erfitt er að koma orðum að öllu því sem fer um hugann á slíkri stundu. Fyrir mig hefur það aldrei verið jafn erfitt og nú þegar mig langar bæði að koma á blað hve þakklátur ég er fyr- ir að hafa kynnst Huldu Kristins- dóttur og líka lýsa henni á þann veg að þeir sem lesa skynji hvers vegna ég tel mig hafa orðið ríkari eftir að hafa átt hana að sem starfsfélaga og vin. Ég veit að ég get sett hér á blað hvert lýsingarorðið á fætur öðra sem myndi lýsa Huldu á réttmætan hátt og koma fyrst orð eins og hetja, vandvirk, dugleg og ósérhlífin upp í hugann en vegna þess að ég þekki líka hversu lítillát hún var, og yrði fyrst til að mótmæla því sem fyrr er nefnt, þá læt ég nægja að nefna lítið dæmi sem mér fínnst vera ein- kennandi fyrir hvernig Hulda var og verður ávallt í minningunni hjá mér. Á vegg á skrifstofunni hennar hékk lítill platti sem á stóð „Ef Int- ernetið er ekki í himnaríki... þá fer ég ekki“! og þó að það hljómi skringi- lega þá segir þetta mikið um konu sem var komin fast að sjötugu. Það sem var nefnilega dýrmætast við Huldu var hve hún var ung í hjarta og lét okkur, sem yngri eram, hik- laust heyra það ef við voram farin að staðna og/eða verða „gömul“ í hugs- un og anda. Tölvan, sem oft hefur verið litið á sem tæki hinna ungu, var verkfæri sem Hulda undi sér vel við og á Fiskistofa henni m.a. að þakka vandaða og smekklega heimasíðu sem, þó að margir hafi komið að þvi verki, ber öll merki þess að hún lét aldrei frá sér neitt fara nema það gæti staðist allan samanburð. Það mætti mörg ung manneskjan óska þess að búa yfir því áræði og þeim krafti sem Hulda sýndi þegar hún tókst á við þessa nýju tækni. Ég vona að ég, sem og aðrir sem henni kynntust, beri gæfu til að hugsa eins og hún, eða „maður er bara eins gamall og maður ákveður sjálfur". Hún hlakkaði t.d. mikið til að komast á eftirlaunaaldurinn því þá gæti hún hætt að vinna og gert það sem henni þætti skemmtilegt og það var m.a. að fara í tölvunarfræði við Háskóla ís- lands. Þó að mér þyki leitt að Hulda náði ekki að komast á eftirlaun og að upp- lifa ekki að fylgjast með henni byrja í tölvunarfræðinni og þó að það sé mikill missir að góðri konu þá kveð ég hana með gleði og frið í hjarta. Það er það sem hún vildi og ég veit að henni h'ður vel þar sem hún er nú, og jafn ákveðin og hún var þá veit ég að hún væri hér ennþá nema hún hafi fengið staðfest að himnaríki er komið með Intemetið. Hulda kenndi mér ótalmargt en dýrmætast er að hafa kynnst við- horfum hennar til lífsins. Hún kenndi mér t.d. að telja mig aldrei of gamlan til að takast á við ný og fram- andi verkefni. Víst er að ef hin forna kínverska speki: Guðirnir elska þá sem deyja ungir í anda er rétt þá veit GUNNAR GUNNARSSON + Gunnar Gunn- arsson fæddist í Syðra-Vallholti, Vallhólma, í Skaga- firði 28. mars 1926. Hann lést 22. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 30. september. Jarð- sett var í Víðimýrar- kirkjugarði. Kæri vinur, ég á aldrei eftir að gieyma því andartaki er ég frétti að þú værir dáinn Gunni minn. Allar góðu stundirnar okkar liðu fyr- ir hugskotssjónum mínum og það eina sem ég sá og heyrði var bjarta brosið þitt og smitandi hláturinn. Ég átti svo bágt með að trúa að þú værir horfinn. Við kynntumst í gegn- um uppáhaldsáhugamál okkar beggja, tónhstina, og strax frá fyrstu stundu urðum við bestu vinir. Tón- listin var þitt líf og yndi og fallegu lögin þín og ljóðin yljuðu okkur öll- um um hjartarætumar. Ég man þegar ég hringdi í þig af heimavist- inni á Króknum og þú sagðir mér frá nýja laginu sem þú hafðir samið fyrir mig að syngja. Þú varst svo spenntur og upprifinn og gast hreinlega ekki beðið eftir að fá að spila það fyrir mig. Ég man eftir stundunum okkar heima í Vallholti þar sem við sátum hlið við hlið við orgelið og þú spilaðir lögin þín hvert af öðra fyrir mig og ég söng með. Ég geymi ennþá spóluna sem við tókum upp á diktafóninn fyrir nokkram árum. Þú varst svo stoltur af okkur og brostir út að eyrum þegar þú hlust- aðir á þessa spólu aftur og aftur. Það er svo sárt að hugsa til þess að þessar stundir verði aldrei endurteknar, svo sárt að vita að við eig- um aldrei aftur eftir að sitja saman við orgelið. Sárast finnst mér þó hvað langt er síðan ég sá þig síðast. Einhvern veginn heldur maður alltaf að maður hafi allan tímann í heimin- um til þess að njóta nærvera vina sinna. En tímaleysið fór með mig eins og marga aðra. I þau fáu skipti sem leið mín lá framhjá Vallholti undanfarið var ég á svo mikilli hrað- ferð að mér gafst ekki tími til að heilsa upp á þig. Ef ég bara hefði vitað... Einhvers staðar á leiðinni gafst þú upp Gunni minn, einhvem tímann dó gleðin í fallegu augunum þínum og söknuðurinn og sorgin bára þig ofur- liði. Eina huggun mín er sú að ég veit að Stebba og Heiða era þarna til að taka á móti þér og núna ertu ham- ingjusamur. Þú áttir stóran stað í ég að Hulda Kristinsdóttir situr í heiðurssæti í æðsta sal himnaríkis. Megi allir ættingjar og vinir Huldu finna styrk á erfiðri stundu og vona ég að línur þær sem fylgja hér að neðan veiti einhverja huggun. Þessar línur las Hulda yfir fyrir nokkram áram og óskaði þess þá að við sem eftir yrðum myndum kveðja hana með því hugarfari sem þar kemur fram. Þegar ég kveð, ekki líta á það sem endalok. Eg veit að sorgin er sterk en ég verð frjáls. Ég þjáist ei meir, líkami minn hvílist en sál mín er við fótskör drottins og ég er sem barn á ný. Ég bið þig að brosa fyrir mig því hvert bros sem berst mér upp til himna mun ég rækta og senda þér tífalt til baka. Rifjaðu upp okkar fal- legu og skemmtilegu stundir saman, safnaðu öllum þínum fögru minning- um og gættu þeirra sem fjársjóðs í hjarta þínu. Þennan fjársjóð eigum við, þú og ég, og þeim mun betur sem hans er gætt því stærri og bjartari verður hann. Með ást þinni og hlýju þú styrktir mig. Þegar þú hélst að þú hjálpaðir mér ekki nóg og fannst þú lítils virði við að lina mína þraut þá veittir þú mér það stærsta sem ég þegið gat. Þú veittir mér ást og umhyggju og í því fann ég styrk. Þegar ég kveð þá er í hjarta mínu þakklæti sem auð- veldar mér kveðjustundina og ég þakka þér það. Þyki þér tilveran myrk mundu þá að þú varst ljósið sem ég hafði í myrkrinu. Þú verður að trúa því að þar sem ég er nú þar er ljósið og mér líður vel. Mundu að ég er ekki horfin, ég er með þér og þú ert með mér. Lífið er eins og garður. Við vitum að þó laufin falli og fölnuð blóm drúpi höfði í átt að jörð þá mun garðurinn gleðja augu okkar enn á ný. Ég bið þig að hlúa að þeim garði þar sem ég bar blómstrið mitt. Því þar vaxa blóm sem era mér kærast og í þeim blómum mun ég halda áfram að lifa. Kveddu mig því ekki með sorg því ég þarfnast þess að þú munir allar góðu stundirnar og allt sem ég afrekaði en ekki bara kvalir mínar. Trúðu að nú era kvalirnar farnar en minningarn- ar um hamingjuna fylgja mér. Þegar þú trúir því að nú sé ég á betri stað veistu að kveðjustundin er lausn mín og frelsi. Hjálpaðu mér af stað með bros í hjarta, gerðu styrk þinn að mínum, minn styrk að þínum og þú finnur gleðina í lífi þínu á ný. Ég kveð góða vinkonu og mikla manneskju. Óskar Skúlason. hjarta mínu og munt alltaf eiga. Ég skal koma eins oft og ég get og syngja lögin okkar fyrir þig og ég mun aldrei aftur láta það vera að stoppa hjá þér. Berðu Stebbu kveðju mína og segðu henni að ég sakni hennar afskaplega. Blærinn um aftanstund andar svo rótt, unaði fyllist mín sála í nótt. Sönggyðjan sorg þína svæfa mun fljótt sof því og dreymi þig rótt. (Gunnar Gunnarsson Syðra-Vallholti.) Sofðu rótt Gunni minn og góður Guð geymi þig um alla eilífð. Elsku Ninna og fjölskylda, ég bið Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og koma ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Hjarta mitt og hugur er með ykkur öllum. Hrafnhildur Ýr. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.