Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 15. OKTÓBER 2000 27 Morgunblaðið/Ásdís Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss, telur að samkeppnin á matvörumarkaðnum eigi eftir að harðna enn frekara með breytingum á verslunum Kaupáss. þar verður um að ræða blandaða verslun með bæði sérvöru og matvöru. Einnig verða þar aðrar verslanir og veitingastaðir. Nánar er vikið að þeim áformum hér á eft- ir. Kaupás áformar að opna 6 lágvöruverðs- verslanir innan hálfs árs undir nafninu Krónan. Ein lágvöruverðsverslun, sem hef- ur verið rekin á Selfossi sl. ár undir merkj- um Kostakaups, mun breytast í Krónu-búð og 5 slíkar búðir til viðbótar verða opnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þrjár þær fyrstu verða opnaðar fyrir árslok. Ein er staðsett i JL-húsinu við Hringbraut, þar sem áður var rekin skipaverslun Nóatúns, önnur er við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, þar sem áður var 11-11 verslun, og loks stendur til að opna Krónu-búð á Skeifusvæðinu. Innan hálfs árs verða síðan opnaðar tvær Krónu- búðir til viðbótar en ekki er hægt að upp- lýsa að svo komnu máli um staðsetningu þeirra, að sögn Þorsteins. Innan hverrar Krónu-búðar ætla Kaup- ássmenn að setja upp sérstakt svæði sem kallað verður Max-300. Þar verða ýmsar vörur á boðstólum sem hver um sig kostar ekki meira en 300 krónur. Þær verslanir sem falla ekki undir fjórar tegundimar hér á undan eru einkum á smærri stöðum á Suðurlandi, og reknar hafa verið undir merkjum KÁ. Með breyt- ingunum fá þær nafnið Kjarval, alls 5 að tölu. Um er að ræða verslanirnar á Kirkju- bæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Stokkseyri, Eyrarbakka og í Hveragerði. Markviss skilgreining Aðspurður um tilgang og markmið þess- ara breytinga segir Þorsteinn að Kaupás vilji skilgreina sig markvisst á markaðnum innan þessara 5 verslanasviða. „Við erum að ljúka því ferli sem hófst með sameiningu Nóatúns, KÁ-verslana og 11-11. Allar þessar breytingar munu eiga sér stað núna í október og nóvember,“ seg- ir Þorsteinn. Óhætt er að segja að athyglisverðasta breytingin hjá Kaupási nú sé stofnun Krónu-búðanna, sem eiga að keppa við aðr- ar sambærilegar verslanir á borð við Bónus og Nettó. „Við emm að fara inn á lágvöruverðsmarkaðinn í samkeppni við þá aðila sem þar eru, hvaða nöfnum sem þeir heita. Hugsunin með opnun Krónu-búða er „Það er okkar mat að markaðurinn sé ekki mettur í dag, en hann er kannski að nálgast þau mörk. Við teljum að hlut- deild okkar þurfi að vaxa til að vera afgerandi í sam- keppninni, einnig til hag- ræðingar á okkar kostnaði. Við erum að fara inn á lág- vöruverðsmarkaðinn í samkeppni við þá aðila sem þar eru, hvaða nöfn- um sem þeir nefnast. Hugsunin með opnun Krónu-búða er eingöngu að bjóða lágt verð. Þjónusta og afgreiðslutími verður þar af leiðandi í lágmarki. Við erum að Ijúka því ferli sem hófst með samein- ingu Nóatúns, KÁ-verslana og 11-11. Allar þessar breytingar munu eiga sér stað núna í október og nóvember. eingöngu að bjóða ódýrt verð. Þjónusta og opnunartími verður þar af leiðandi í lág- marki,“ segir Þorsteinn. Eins og kom fram í upphafí eru nálægt 1.100 starfsmenn hjá verslunum Kaupáss í dag. Þorsteinn segir þann fjölda eiga eftir að aukast, engum verði sagt upp. I ein- hverjum tilfellum geti starfsmenn flust á milli verslana þar sem við á. Þær breyting- ar verða á yfirstjórn að framkvæmdastjóri Krónu-búðanna hefur verið ráðinn Sigurjón Bjarnason og til stendur að ráða nýjan framkvæmdastjóra þróunarsviðs Kaupáss, en það svið hefur til þessa verið undir stjórn forstjórans. Samkeppnin hörð og óvægin Þegar talið berst næst að samkeppninni á markaðnum segir Þorsteinn að hún sé gríðarleg á öllum sviðum og óvægin. Sem dæmi um það hafi ákveðnir samkeppnisað- ilar reynt að ná verslunarsvæðum af Kaup- ási með ýmsum ráðum. „Á matvörumarkaðnum er samkeppnin hörð og ekki held ég að hún minnki með þessum breytingum okkar. Við höfum verið vaxandi og við ætlum okkur að vaxa áfram. Við höfum því alla burði til að sækja á markaðinn af fullum þunga,“ segir Þor- steinn. Þegar eigendur Kaupáss voru að leita að nýjum fjárfestum fyrr á árinu voru ýmsir nefndir til sögunnar sem hugsanlegir sam- starfsaðilar. Meðal þeirra voru KEA og Samkaup á Suðurnesjum. Hvort þessir aðil- ar, eða aðrir, eigi eftir að koma inn í Kaup- ásfjölskylduna segir Þorsteinn það sitt mat að markaðurinn á íslandi sé það lítill að hann þoli ekki marga aðila í matvörunni. „Frekari stækkun Kaupáss yrði afar heppileg til að veita öfluga samkeppni á þessum markaði,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort möguleikar séu enn til staðar á frekari stækkun á matvörumar- kaðnum segir Þorsteinn að það sé fyrst og fremst markaðurinn sem skilgreini hvað hann þoli mikið. „Það er okkar mat að markaðurinn sé ekki mettur í dag, en hann er kannski að nálgast þau mörk. Við teljum að hlutdeild okkar þurfi að vaxa til að vera afgerandi í samkeppninni, einnig til hagræðingar á okkar kostnaði. Við óttumst ekki fall á þessum markaði, hann mun gefa slíkt til kynna áður. Hins vegar má benda á að fólki hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæð- inu. Þar er vöxturinn," segir Þorsteinn. í ljósi þessa er hann næst spurður hvort frekari landvinningar á landsbyggðinni séu ekki á dagskrá. Þorsteinn segir nokkra staði heppilega og verið sé að skoða að- stæður þar. Vill hann ekki nefna þá til sög- unnar að svo stöddu. Breytt samskipti fólks Með opnun stöðugt fleiri stórmarkaða hefur „kaupmaðurinn á horninu“ víða þurft að láta í minni pokann. Margir sakna versl- unarmátans sem þar var boðið upp á og þeirra persónulegra samskipta sem mynd- uðust milli kaupmannsins og viðskiptavin- arins. Hvort ekki sé eftirsjá í þessum versl- unarmáta segir Þorsteinn að alltaf sé eftirsjá í samskiptum fólks. „Þjóðfélagið er að breytast það mikið að samskiptahættir eru öðruvísi en áður. En við tökum eftir þvi í okkar verslunum í dag að fólk hittist og hefur gaman af því að spjalla saman. Við leggjum áherslu á að andrúmsloft í okkar verslunum sé afslapp- að. Verslanir eru þeir samkomustaðir sem eru mest sóttir í dag, ef svo má að orði komast. Auðvitað er eftirsjá að smærri ein- staklingum í þessari stétt, en þeir eru þó- nokkrir ennþá og halda vonandi áfram,“ segir Þorsteinn. Horfa til vaxandi byggðar í austurátt Kaupás hf. keypti í vikunni Húsgagna- höllina, Intersport og fasteignina á Bflds- höfða 20 og verða eignirnar afhentar um áramótin. A næsta ári stendur síðan til að gera miklar breytingar á húsinu og er það stærsta og fjárfrekasta verkefni sem Kaup- ás hefur ráðist í. Opna á nýjan stórmarkað með mat- og sérvöru, bæta við verslunum og veitingastöðum, auk þess sem áfram verða reknar verslanir undir nöfnum Hús- gagnahallarinnar og Intersports. Eftir breytingar verður verslunarrýmið á alls 15 þúsund fermetrum og reist verða ný bfla- stæði fyrir 700 bfla. Þessar breytingar á húsinu og lóðinni sjást betur á meðfylgj- andi mynd. Með þessari fjárfestingu á Bfldshöfða segir Þorsteinn að Kaupás ætli sér að höfða til allra höfuðborgarbúa en horfi einnig til vaxandi byggðar í austurátt. „Þrjár miðjur í verslunaiTekstri eru að myndast á höfuðborgarsvæðiriu, það eru Kringlan, Smáralindin í Kópavogi og Bílds- höfðinn. Vöxtur byggðarinnar er til austurs og samgöngur orðnar góðar í kringum Bfldshöfðann. Húsið er vel byggt og þarf ekki svo miklar breytingar til að gera það að enn meira verslunarhúsnæði. Það er fyrst og fremst að velja réttar verslanir þarna inn. Við erum í viðræðum við nokkra aðila sem hafa áhuga á að fara inn í þetta hús,“ segir Þorsteinn en árlega hafa komið um 240 þúsund manns inn í Húsgagnahöll- ina og Intersport. Áætlanir Kaupáss gera ráð fyrir, þegar húsið er fullbúið, að þangað komi allt að 1 milljón manns á ári. Reiknað er með að nýr stórmarkaður verði opnaður síðla næsta árs og framkvæmdum verði að fullu lokið í ársbyrjun 2002. Þess má geta að efnt verður til sam- keppni um nýtt nafn á húsið í heild sinni, þar sem veglegum verðlaunum er heitið. Að sögn Þorsteins verður samkeppnin kynnt síðar. Lækka má vöruverð með ýmsum leiðum En er engin hætta á að þessar fjárfest- ingar Kaupáss fari út í verðlagið? Þor- steinn telur svo ekki vera. Hann segir fáa geta tekið undir að vöruverð á Islandi sé almennt lágt, frekar sé það talið í hærri kantinum. „Til að lækka vöruverð á íslandi eru til ýmsar leiðir. Þar á meðal er hjá okkur kaupmönnum að hagræða í rekstrinum og ná betri innkaupum. Hins vegar verða menn að gera sér grein fyrir því að sam- setning vöru á íslandi er þannig að milli 30 og 40% af því sem selt er í matvöruverslun- um er vemduð vara í samræmi við land- búnaðarstefnu okkar, það er að segja land- búnaðarvörur eins og kjöt, mjólkurafurðir og grænmeti. Öllum er ljóst að ekki er áhugi fyiir því að hætta landbúnaði á Isl- andi. En þetta fyrirkomulag gerir verðlagið hærra. Ef við hættum landbúnaði á íslandi í einu vetfangi gæti vöruverð lækkað um 10-15%, en það er sátt um landbúnaðar- stefnuna og þannig viljum við eflaust ekki gera þetta. Síðan hefur komið tillaga frá Guðna vini mínum Ágústssyni landbúnaðar- ráðherra að hann vilji endurskoða virðis- aukaskatt á matvælum. Ef sá skattur legðist af þá myndi vöm- verð lækka um 15-18%. Það er full ástæða til að skoða þessa leið og leggjast á sveif með Guðna og athuga hvort þessi leið sé fær. Þannig að ýmsar leiðir em til lækkun- ar á matvöra sem þjóðfélagið þarf að koma sér saman um,“ segir Þorsteinn Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.