Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 71 FRÉTTIR Félagsdeild- ir VG í öll kjördæmi FRÁ síðasta landsfundi Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs hefur verið unnið að því að koma á fót félagsdeildum í kjördæmum landsins og auka þannig tækifæri stuðningsmanna flokksins til félags- 1 legs starfs og áhrifa. Félagsdeildirnar hafa það hlut- verk að vera vettvangur pólitískrar umræðu heima fyrir og taka á mál- um sem brenna á heimamönnum á hverjum stað. Mikill áhugi er á stofn- un þessara deilda ekki síst nú þegar sveitarstjómarkosningar nálgast, segir í fréttatilkynningu. Á síðustu vikum hafa bæst við fé- lagsdeildir VG í Kópavogi, Hafnar- firði, á Ólafsfirði, Dalvík og á Héraði. Eftir áramót er fyrirhugað að stofna félagsdeildir á austanverðu Suður- landi og víðar. Þeim, sem áhuga hafa á að taka þátt í starfi Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs á heimaslóðum, er bent á að hafa sam- band við viðkomandi kjördæmisfélag og kynna sér fyrirhugaða stofnfundi félagsdeilda í kjördæminu. --------------- Ný umferðar- ljós KVEIKT verður á nýjum umferðar- ljósum þriðjudaginn 5. desember kl. 14 á gatnamótum Gullinbrúar - Strandvegar- Hallsvegar. Þetta eru umferðarstýrð ljós þannig að gangandi vegfarendur geta þurft að ýta á hnapp til að fá grænt ljós yfir Strandveg. P^Ur dagbok logreglunnar Mikið um stimp- ingar og slagsmál Helgina 1.-3. desember MJÖG mikill erill var hjá lögreglu um helgina vegna ölvaðs fólks. Mikið var um stimpingar og slagsmál sem kærð voru sem líkamsárásir. Meiðsli voru yfir- leitt minni háttar en margir voru þó fluttir á slysadeild. í nokkrum tilfellum var um að ræða átök milli dyravarða og gesta á veit- ingahúsum. Þá var mikið um tilkynningar um ónæði frá ölvuðu fólki og skemmdir af þess völdum. 59 umferðaróhöpp Á föstudag og laugardag gerði lögreglan í Reykjavík sérstakt átak í að kanna ástandið í umferð- inni. Lögreglumenn voru á mörg- um stöðum víða um borgina og stöðvuðu um fimm hundruð bíla, könnuðu ökuréttindi ökumanna, ástand bifreiðanna og bentu öku- mönnum á það sem betur mætti fara. Mest þurfti að benda mönn- um á ljósabúnað sem var áfátt en eins var nokkuð um að menn höfðu ekki áttað sig á að ökuskír- teini þeirra voru útrunnin. Öku- menn voru ekki sektaðir nema um alvarlegri brot væri að ræða. Um helgina voru 13 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 32 um of hraðan akstur. Þá var tilkynnt um 59 umferðaróhöpp með eignatjóni. Síðdegis á föstudag var bifreið ekið austur Vesturlandsveg frá Keldum á röngum vegarhelmingi og á bifreið sem var ekið vestur Vesturlandsveg. Ökumenn beggja bifreiða voru fluttir á slysadeild en ekki taldir alvarlega slasaðir enda báðir í bílbeltum. Snemma á laugardagsmorgun varð bílvelta á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Ökumaður kvaðst hafa sofnað og endaði bifreiðin á hvolfi ofan í skurði. Ökumaður meiddist lítið. Aðfaranótt sunnu- dags var tilkynnt um að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur og væri ökumaður fastur í bílnum. Þarna hafði bifreið verið ekið austur Vesturlandsveg og á ljós- astaur sem er á milli akbrautanna vestan við Höfðabakka. Bifreiðin skemmdist mikið og þurfti tækja- klippur til þess að ná ökumannin- um út úr henni. Ökumaðurinn meiddist lítils háttar og var hann fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið. Hann kvaðst hafa sofnað undir stýri. Snemma á sunnudagsmorgun var bifreið ekið á ljósastaur á Sæbraut. Ökumaður reyndist ómeiddur en farþegi fékk skurð í andlit og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Tilkynnt var um að jeppabifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Fifuseli seint á sunnudagskvöld. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Nokkrir fleiri harðir árekstrar urðu um helgina og fólk úr bílun- um flutt á slysadeild með minni háttar meiðsli. Snemma aðfaranótt mánudags var tilkynnt um innbrotsboð frá fyrirtæki í Skeifunni. Búið var að brjóta rúðu og þar var einnig opin hurð. Saknað var tölvubúnaðar og peninga. Tilkynnt var um nokkur önnur innbrot um helgina en þar var litlu eða engu stolið. Hyóp á brott með þvottinn Á sunnudagsmorgun tilkynnti kona um að hún hafi komið að manni inni í sameiginlegu þvotta- húsi í húsinu. Maðurinn var þá við þvottavél hennar að taka út þvott. Maðurinn hljóp á brott en missti eitthvað af þvottinum á flóttanum. Kona rann til í feiti í eldhúsi á föstudagskvöld og virtist hafa snúið sig á ökla og brennst. Hún var flutt á slysadeild með sjúkra- bifreið. Þetta minnir á nauðsyn þess að umgangast heita feiti með mikilli varúð og aðgæslu. Nokkrum sinnum aðstoðaði lög- reglan fólk sem hafði dottið á hálku. Víða var mun meiri hálka á götum og gangstéttum en virtist í fljótu bragði. Beðið var um aðstoð lögreglu í austurborgina aðfaranótt sunnu- dags vegna manns sem var al- blóðugur í andliti utandyra. Þarna hafði maður tapað leigubíl til ann- ars manns en sá þakkaði fyrir sig með því að sparka í hinn sem fékk áverka á auga og kinnbein. Maður barinn á veitingahúsi Tikynnt var að maður hefði ver- ið barinn innandyra á veitinga- húsi í miðborginni. Hann var fluttur á slysadeild og talinn hafa fengið höfuðáverka. Arásarmaður fannst ekki. Maður tilkynnti að þrír menn hefðu ráðist á hann á Gullengi að- faranótt sunnudags, slegið hann í höfuðið og stolið af honum veski með peningum. Árásarmennirnir fundust ekki. Snemma á sunnu- dagsmorgun var tilkynnt um að maður hafi orðið fyrir líkamsárás á Suðurlandsbraut og hann væri meývitundarlítill. Árásarmaðurinn var handtek- inn á vettvangi og fluttur i fanga- móttöku. Árásarþoli var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild og var illa farinn í andliti, sennilega með brotin andlitsbein. Þrír ölvaðir menn komu inn í verslun í austurborginni snemma á sunnudagsmorgun. Er starfs- maður hugðist vísa þeim út lamdi einn þeirra hann í höfuðið með flösku. Starfsmaðurinn var hrufl- aður á höfði og með glóðarauga. Árásarmennirnir fundust ekki. Óska aðstoðar vegna manns með hníf Aðfaranótt sunnudags óskaði dyravörður á veitingahúsi aðstoð- ar vegna manns sem var með stóran hníf. Lagt var hald á verk- færi sem var mitt á milli sveðju og sverðs. Maðurinn sagðist nauð- synlega þurfa svona verkfæri til að geta verið inni á staðnum. Starfsmenn kirkju- garðanna til aðstoðar EINS og undanfarin ár munu starfsmenn Kirkjugarðanna að- stoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna. Á Þor- láksmessu og aðfangadag verða starfsmenn í Fossvogskirkjug- arði, Gufuneskirkjugarði og Suð- urgötugarði og munu þeir í sam- ráði við aðalskrifstofu í Fossvogi og skrifstofu í Gufunesi leiðbeina fólki eftir bestu getu. Aðalskrifstofan í Fossvogi og skrifstofan í Gufunesi eru opnar báða dagana, á Þorláksmessu og aðfangadag, kl. 9-15. Þeim sem ætla að heimsækja kirkjugarð- ana um jólin og eru ekki öruggir um að rata er bent á að leita sér upplýsinga í síma aðalskrifstofu kirkjugarðanna í Fossvogi 551 8166 eða síma skrifstofu kirkjugarðanna í Gufunesi 587 3325 með góðum fyrirvara. Einn- ig getur fólk komið á skrifstof- una alla virka daga frá kl. 8.30 til 16 og fengið upplýsingar og rat- kort. Lögð er áherlsa á að fólk nýti sér þessa þjónustu með góðum fyrirvara því það auðveldar mjög alla afgreiðslu. Þá eru það ein- dregin tilmæli til fólks að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana. Bent skal á að Hjálparstofnun kirkjunnar verður með kertasölu í kirkjugörðunum á Þorláks- messu og aðfangadag. Heimasíða: http:// www.kirkjugardar.is/ LEIÐRÉTT Laufabrauðsuppskrift leiðrétt í jólablaðauka Morgunblaðsins, Jólin 2000, sem út kom á laugardag, slæddist villa inn í uppskrift að laufa- brauði á bls. 12. í stað 5-6 ml af mjólk átti að standa 5-6 dl (desilítrar) af mjólk. Beðist er velvirðingar á þess- ari misritun. Myndatexti í Lesbók í myndatexta með greininni Vorið er eins og hvítvoðungur í Lesbók sl. laugardag rugluðust nöfn þeirra sem á myndinni eru, en þau eru frá vinstri talið: Suncana Slamning, Ásta Schram, Herbjörn Þórðarson, Keith Reed, Helga Magnúsdóttir, Júlía Wramling og Þorbjöm Rúnarsson. Textar víxluðust Vegna mistaka við vinnslu blaðs- ins víxluðust skýringartextar á töflu um ársskýrslu ríkislögreglustjóra árið 1999. Hér er taflan birt rétt. UR SKYRSLU RIKISLOGREGLUSl 4500 Fjöldi brota 4000 1998 1999 1998 1999 1998 1999 1998 1999 1998 1999 Kynferðis- Fíkniefna- Brotá Eignaspjöll Líkams- brot mál* áfengislögum meiðingar * Pað athugist að fiknietnamál sem komu upp hjá tollgæslunni á Keflavikurflugvelli og tollgæslunni i Reykjavik em skráð hjá lögreglustjóranum í Reykjavik á yfirlitinu hér aðofan. Helgast það af þviað rannsóknarjsáttur málanna er hjáþvi embætti.___________________________________________ R A Ð A U G LÝ S 1 i 1 \l G A R TILKYNNINGAR HEYRNARLAUSRA Jólakortasala Hin árlega jólakortasala Félags Heyrnarlausra er hafin. Með þökk fyrir veittan stuðning. TIL SÖLU Tækifæri Til sölu lítil og þekkt gjafavöruverslun með frumlegum og fallegum smávörum, og húsbúnaði. Upplýsingar gefur Ragnar Tómasson, sími 896 2222. Prentvélar og tæki Til sölu Heidelberg GTO 36x52, árgerð 1994. Kraus skurðarhnífur, Citoborma 150 bor og ýmislegt fleira. Upplýsingar í síma 696 5268. FÉLAGSSTARF Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Garðabœ verður haldinn þriðjudaginn 12. desember nk. kl. 20.00 á Garðatorgi 7. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri, fjallar um helstu verkefni framundan. 3. Önnur mál. Stjóm Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Garðabæ. SMÁAUGLÝSINGAR FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Myndasýning í F.í. salnum miðvikud. 6. des. kl. 20.30. Valgarður Egilsson sýnir myndir úr Héðinsfirði og ná- lægum eyðibyggðum og ein- nig úr eyðibyggðum austan mynnis Eyjafjarðar. Allir vel- komnir, aðgangseyrir 500. Gönguferðir alla sunnudaga til jóla, fylgist með auglýsing- um. Áramótaferð í Þórsmörk 31. des.—2. jan. Fögnum nýju ðri í faðmi jökla og fjalla. Gönguferðir, leikir, varðeldur og flugeldar. Allir velkomnir. Bókið tímanlega. www.fi.is. textavarp RUV bls. 619. Sfmi á skrifstofu 568 2533. FÉLAGSLÍF AD KFUK, Holtavegi 28 Fundurinn f kvöld fellur niður vegna boðs í AD KFUM fimmtu- daginn 7. desember kl. 20.00. www.kfum.is I.O.O.F.Rb.4 = 1501258-81/2.0* □ HLÍN 6000120519 VI □EDDA 6000120519 III Frl 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.