Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fram sýknað af kröfu KR um bann við notkun nafnsins Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur Kröfu um notk- un nafns á ensku vísað frá dómi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vísaði í gær frá kröfu Knattspyrnu- félags Reykjavíkur þess efn- is að Fram - Fótboltafélagi Reykjavíkur hf. verði bönn- uð notkun nafnsins Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur á er- lendum tungumálum. Fram er sýknað af kröfu KR um að heitið Fram - Fótbolta- félag Reykjavíkur skuli af- máð úr firmaskrá. Knattspyrnufélag Reykja- víkur var stofnað árið 1899 og til ársins 1915 hét það Fótboltafélag Reykjavíkur. Var þá nafni þess breytt þar sem betri íslenska þótti að nota orðið knattspymufélag í stað fótboltafélags. Var heitið skráð sem vörumerki 24. júlí 1997 hjá Einkaleyfastofu. Hlutafélagið Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur var skráð hjá Hlutafélagaskrá 18. sept- ember 1998. í nóvember það ár and- mælti KR skráningu hlutafélagsins við Hlutafélagaskrá sem vísaði mál- inu frá á þeirri forsendu að úrlausn- arefnið væri margslungið og því ekki rétt að hún tæki á málinu. KR vísaði þá málinu til samkeppnisráðs í sama mánuði sem komst að þeirri niðurstöðu í mars 1999 að ekki væri tilefni til afskipta ráðsins. Sótt um skráningar á ensku í september 1998 sótti Fram um skráningu tveggja vörumerkja hjá Einkaleyfastofu, annars vegar Fram FC Reykjavík og hins vegar Fram Fótboltafélag Reykjavíkur. KR sótti í nóvember 1998 um skrán- ingu vörumerkjanna KR - Reykja- vík FC, KR - Reykjavík Football Club, KR - Football Club of Reykja- vík og KR - FC Reykjavík. KR lagði inn andmæli vegna umsóknar Fram hjá Einkaleyfastofu og er málið enn til meðferðar þar svo og umsókn KR um framantaldar skráningar. Stefnandi telur að hætta sé á ruglingi með félögunum, heiti þeirra haíi nákvæmlega sömu merkingu og þau standi fyrir sömu starfsemi. Þetta eigi ekki síst við þegar heitin séu þýdd á ensku og bendir KR á að félagið hafí við keppni og alla starf- semi erlendis verið auðkennt með orðunum Reykjavík FC eða FC Reykjavík. Telur félagið sig hafa öðlast auðkennarétt á þeim orðum sem heiti þess er sett sam- an úr með sleitulausri notk- un þeirra í heila öld. Fram telur aftur á móti að tilkynning um stofnun einka- hlutafélagsins Fram - Fót- boltafélags Reykjavíkur hafi birst í Lögbirtingablaðinu 2. des- ember 1998 og tilkynning um breytingu úr einkahlutafélagi í hlutafélag birst þar 21. janúar 1999. Málið sé höfðað tæplega tólf mánuðum eftir tilkynninguna, frestur til málshöfðunar sé liðinn og beri því að sýkna stefnda. Þá segir stefndi að stefnandi þafi ekki sýnt fram á að krafa hans eigi sér laga- stoð og geti hann ekki byggt á notk- un sinni á nafninu árin 1899 til 1915. Einnig telur Fram að nafnið Fram í auðkenninu sé áberandi bæði í sjón og framburði og að við mat á rugl- ingshættu skipti máli að hverjum meint ruglingshætta beinist. Það séu íslenskir knattspyrnumenn og áhugamenn um íþróttina og fullyrða megi að vegna sérþekkingar þeirra á knattspyrnu sé útilokað að þeir rugli saman heitunum sem deilt er um. Sömu sjónarmið eigi við um notkun á nafninu Fram-FC Reykja- vík, stefnandi geti ekki öðlast einka- rétt á að nota skammstöfunina FC, sem sé almenn skammstöfun fyrir Football Club og notuð af fjölmörg- um félögum í enskumælandi lönd- um. Of víðtæk krafa I niðurstöðu dómsins segir að sú krafa stefnanda að Fram verði bönnuð notkun heitisins Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur á erlend- um tungumálum sé of víðtæk til að dómur verði lagður á hana og er henni því vísað frá. Þá segir varð- andi mat á ruglingshættu nafnanna Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur að ljóst sé að hvorki sé hljóðlíking né sjónlíking með heitunum. Orðið Fram sé hluti auðkennis stefnda og girði algjörlega fyrir að hætta sé á að menn villist á heitunum. Var því ekki fallist á kröfu um bann við notkun heitisins Fram - Fótbolta- félag Reykjavíkur. Þá var stefnandi dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon kvað upp dóminn. Kolbrún Bergþórsdóttir, Stöð 2 VAKA- HELGAFELL Gyrðir Elíasson Gula húsið „Það skrifar vart nokkur maður betur á íslensku en Gyrðir þessi árin, - Gula húsið er enn ein staðfesting þess.“ Iðn Yngvi lóhannsson, DV „Sú litla og yfirtætislausa bók sem „Gula húsið“ er (eynir því mikið á sér. ... Gyrði Elíassyni tekst með látleysi og ákaftega öguðum vinnubrögðum að skila stuttum sögum um stóran sannleika á eftirminnilegan máta.“ Fríóa Björk Ingvarsdóttir, Mbl. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jóhann Bjamason með „bestu jólagjöfina" Guðmund Elí í fanginu situr við hlið Laufeyjar Guðmundsdóttur konu sinnar sem heldur á stóra bróður, Bjarna Degi. Besta jólagjöfin að fá drenginn heilan heim GUÐMUNDUR Elí Jóhannsson, litli drengurinn sem bjargað var giftusamlega eftir bflveltu við Blöndu í vikunni, hefur náð sér að fullu og var útskrifaður af barna- deild Bamaspítala Hringsins í há- deginu í gær. Eins og Morgun- blaðið greindi frá í gær blés Jóhann Bjarnason, faðir Guðmund- ar, lífi í ársgamlan snáðann. „Það er ekki hægt að lýsa hvemig okkur er innanbrjósts, að hafa fengið hann heilan heim. Þetta er besta jólagjöfín sem við hefðum getað hugsað okkur,“ sagði Jóhann. „Maður reynir bara að hugsa ekkert um það sem hefði getað orðið og við erum full þakk- lætis fyrir hvað allt fór vel.“ Jóhann hefur farið á námskeið í skyndihjálp en sagðist aðspurður aldrei hafa átt von á að þurfa að nýta sér tæknina sem hann lærði þar. „Hann er hraustur, strák- urinn, og var fljótur að hressast. Hann er reyndar þreyttur, greyið, og hefur sofið vært siðan hann kom heim af spítalanum." Fjölskyldan var öll í bflnum þeg- ar hann valt og sluppu fjölskyldu- meðlimir að sögn Jóhanns ótrú- lega vel. „Það eru nokkrar skrámur og marblettir á okkur en engir skurðir og engin brot. Nú erum við bara að slappa af og hvfla okkur." Ekki hafa fleiri farist í umferðinni síðan 1977 Þrjátíu og þrír hafa látist í umferðar- slysum á árinu Handteknir með fíkniefni LÖGREGLAN á ísafirði handtók í gær tvo menn á Isafjarðarflugvelli í en þeir voru báðir með fíkniefni í fór- um sínum. Við húsleit á heimili ann- ars mannsins fannst þýfi sem leitað hefur verið að í nokkrar vikur. í fréttatilkynningu frá lögreglunni á ísafirði komu mennirnir báðir með áætlunarflugvél Flugfélags íslands frá Reykjavík. Þeir komu hvor með sinni vélinni og málin eru ekki talin tengjast. Lögreglan hafði afskipti af mönnunum þar sem grunur lék á að þeir væru með fíkniefni meðferðis. Sá grunur reyndist á rökum reistur því annar var með tæplega 5 grömm af kannabisefnum á sér og hinn með tæp 9 grömm af sama efni. Mennirnir, sem eru 18 og 22 ára gamlir, hafa báðir viðurkennt að eiga efnin og hefur þeim nú verið sleppt. Við rannsóknarvinnu naut lögreglan á ísafirði aðstoðar lögreglumanns úr Bolungarvík sem hefur yfir að ráða sérstaklega þjálfuðum fíkniefnaleit- arhundi. ------*-4_*----- Flugfélagið semur um flug til Kulusuk FLUGFÉLAG íslands og græn- lenska heimastjómin hafa samið um flug milli Reykjavíkur og Græn- lands. Flogið verður tvisvar í viku allt næsta ár frá Reykjavík til Kulu- suk og þaðan áfram til Nerlerit Inaat og síðan til baka til Reykjavíkur. Samningurinn tryggir Flugfélag- inu rúmlega 100 milljónir íslenskra króna. Nerlerit Inaat er mjög af- skekkt og eru þetta einu samgöngur bæjarfélags við umheiminn. Til Kulusuk verður flugið tímasett þannig að tenging náist samdægurs til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. ÞAÐ sem af er þessu ári hafa 33 látið lífið í banaslysum í umferðinni. Ekki hafa fleiri látist í umferðar- slysum síðan 1977 þegar 37 manns biðu bana. Þá urðu 33 banaslys árið 1975. í þessum mánuði hafa fjórir far- ist í umferðarslysum. Tveir karlmenn létust þegar bíll þeirra lenti í smábátahöfninni í Vestmannaeyjum þann 15. desemb- er sl. Karlmaður beið bana þegar bíll hans valt í Öxnadal fjórum dög- um síðar. Þá lést kona í árekstri fólksbíls og jeppa á Fljótsheiði í Reykdalshreppi í S-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt tölum Umferðarráðs hafa 32 hafi látist en ráðið vinnur eftir reglum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. Þær reglur kveða á um að ekki megi líða meira en einn mánuður frá því að sá sem slasast lætur lífið til að slysið teljist bana- slys. Kona sem slasaðist alvarlega í bflslysi á gatnamótum Norðurlands- vegar og Sauðárkróksbrautar þann 21. júní sl. lést á sjúkrahúsi í byrjun ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.