Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1838, Page 59

Skírnir - 01.01.1838, Page 59
61 var hann og trúr konúngi sínum, hann haföi í láugann tima veriÖ forseti ,thins danska Vísinda- felags”, en í staÖ lians er nú valinn Kristján FriÖrik konúngsefniÖ og mentavinurinn mikli, hann tókst þaÖ fúslega á hendur og pakkaði kosnínguna með fögrum orðum. Ilauch dó 26ta Febrúar. Páli Martin Möller, háskólakénnari í heimspeki, létst 13da Marts nærri hálffímtugur, hann var mikil lær- dóms- og gáfumaður, skáld gott og hinn ráðvand- asti maður, allir sem heyrðu kénningu hans, og þekktu mannkosti hans treguðu hann mikiö, og sýndi það sig við moldir hans hvað margir þeir voru. Veðuráttufar var hér gott í fyrra sumar og þó æði lieitt stundum, uppskéra reyndist all góð, en svo kom veturinn ekki mjög slæmr fyrst, eu á jólaföstunni komu dæmalausar hörkur og hríðir, lagði hér sjóinn um allt svo lángt sem eygt varð, póstar teptust svo að í lángann tima komu hingað aungvar fréttir frá útlöndum; vetrarrikið náði suðuryfir alla norðurálfu og eunþá er svo mikill ísgángur i Eystrasalti, að ekkért skip hættir sér austur í Garðaríki; hér á Sjálandi voru frost svo mikil, aö vart mun dæmi til. þó tekur yfir allt hvað veturinn hefir orðið lángur, því ennþá (síðast í Apríl mánuði) eru frost og snjókomur; ísinn iág á Eyra- sundi hérumbil í 3 raánuði, og var þá mikil um- ferð ámilli Sjálands og Skáneyar, má kalla að vinátta hafi eblst eigi alllítið millum nábúanna, þvi hvörjir kepptust við aðra, Sviar og Danir, aö sýna géstrisni og vinahót, bæði komu Stúdentar . frá háskólanum í Lundi hingað og var vel tekið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.