Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 8

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 8
8 BISMARCK ÚR SESSI. 1880—90 hafi hafl verið seldur viður úr skóginum fjrir 900,000 marka á ári, að meðaltali. Fiskisæl fljót renna um skóginn og er dýraveiði mikil í honum. Bismarck hefur keypt ýmsa búgarða kring um skóginn og hef- ur landseta á þeirn. Þannig hefur hann að minnsta kosti eina miljón marka í árstekjur, og eru þó ekki taldar með tekjurnar af Varzin og Schönhausen. Eptirlaun hans eru ekki nema krækiber fyrir hann. Dana- konungur hefur minni árstekjur en hann. Hann þóttist ekki hafa efni til að búa eins og hertogi; en reyndar hafði hann 1871 gert sér vonir um að verða ríkjandi hertogi yfir Lauenborg og láta það ganga í erfðir til barna sinna. En hann fékk því ekki framgengt, því slíkt mátti ekki gera án samþykkis ríkiserflngjans, og krónprins Friðrik Vilhjálmur (Friðrik þriðji) vildi ekki lofa það. Nú kærði hann sig ekki um nafnbótina eina. Haft er eptir honum, að hann hafi sagt í gamni, að hertoganafnið mætti brúka þegar hann vildi gera sig torkennilegan á ferðum (ferðast incognito). Bismarck kvaddi keisara áður en hann fór burt úr Berlín. Hann losað- ist ekki við hertoganafnið, en hefur þó ekki borið það síðan. Hinn 30. marz fór liann úr Berlín og fylgdi honnm mikili múgur manns á járn- brautarstöðina. Þegar hann kom til Friedrichsruhe, gengu Hamborgarar i blysför á móti honum, og á margar lundir var honum sómi sýndur. Áður en hann fór úr Berlín hafði hann látið virða öll heiðursmerki sín og „orður“, og sagt, að hann ætlaði sér ekki að bera þær framar. Samt fór því fjarri, að hann settist í helgan stein; margir heimsóttu hann, einkum blaðamenn, og var bann skeggræðinn við þá um alla heima og geima. Nú var öldin önnur en þegar Belgakonungur kom að hallardyrum hjá honum í Berlín og þjónninn beiddi hann að koma aptur næsta dag, því Bismarck svæfi miðdagssvefn. Nú víkur sögunni til keisara. Hann sendi stórhertoganum af Weimar hraðfrjett um tíðindin. „Beiskar raunir hafa drifið á daga mína. Að veita Bismarck lausn tók mér eins sárt og jeg hefði misst afa minn í annað sinn. En jeg verð að herða mig upp. Jeg stend nú einn við stýr- ið, en jeg stýri í sömu átt og fyr var stýrt, og með allt gufumagnið uppi, áfram (voll dampf, vorwárts)“. Þannig brást Bismarck bogalistin. Hann þóttist hafa keisarann i hendi sér, en allur annar maður bjó i hinum unga Vilhjálmi en Bismarck datt í hug. Hamburger Nachrichten var hið eina blað, sem hélt tryggð við Bis- marck. Einhverju sinni var ritstjórinn i veizlu á Friedrichsruhe og kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.