Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 60

Skírnir - 01.01.1905, Side 60
«0 Norsku hegningarlögin nýju. rétt lítilmagna og varnarlausra, svo sem kvenna og barna. Ennfremur eru ýms ákvæði til að hefta yfirgang auð- valdsins og til að hindra ýms svik og pretti í viðskiftum. Okur varðar sektum, en okur er það talið, að »færa sér í nyt vandræði, léttúð, vitgrenslu eða vankunnáttu annars manns til þess að áskilja sér borgun, er auðsjáanlega fer langt fram úr því sem í té er látið«, eða taka nokkurn þátt í slíkri féfiettingu. Þriðji kafii laganna er um »yfirsjónir«, ýms minni háttar lagabrot, sem þykja hegningarverð, en eigi geta heimfærst undir glæpi; það eru einkum brot á almanna- friði og önnur afbrot gegn lögreglustjórn og valdstjórn, sem hér eru að finna í einni heild, flokkuð og niðurskipuð ljóst og greinilega. Þessi merkilegu lög liat'a vakið mikla athygli víða um lönd og munu margar þjóðir leita til þeirra þegar þær vilja breyta hegningarlögum sinum. Vonandi er að nú liði eigi á löngu þangað til farið verður að hreyfa við hegningarlögum vorum, sem nú eru orðin nær 40 ára gömul (tekin eftir dönsku hegningarlögunum 10. febrúar 1866) og því að vonum orðin mjög úrelt. Norsku hegn- ingarlögin eru auðvitað ágæt leiðbeining við samningu nýrra hegningarlaga fyrir oss; það hefir jafnan verið svo á síðari tímum, að hver norðurlandaþjóðanna hefir við setning nýrra laga hjá sér stuðst við lagasetningu hinna þjóðanna og viðleitni til sameiginlegrar löggjafar fyrir öll Noi'ðurlönd fer æ vaxandi, enda er þetta efni, hegningar- löggjöfin, svo að segja alþjóðlegt og óháð mismunandi staðháttum. Páll Vídalín Bjarnason.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.